Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 5

Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 15. júní 1989 5 SÉRFRÆDINGASTRÍDID Í HEIIBRIGDISKERFINU í fimm ár hefur geisað hljóðiátt stríð milli ríkisvaldsins annarsvegar og sérfræðilækna hinsvegar. Átökin standa um litia málsgrein í lagabálki um almannatryggingar. Málsgreinin er mörg hundruð milljóna króna virði fyrir sérfræðilækna. í henni segir að sjúklingur skuli hafa tilvísun þeg- ar hann leitar sérfræðilæknis, annars borgi sjúkrasamlagið ekki reikninginn. Sérfræðilæknum er svo umhugað að fresta gildistöku þessa ákvæðis að þeir veittu ríkinu 90 milljóna króna afslátt af þjónustu sinni í ár. EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON — MYNDIR: EINAR ÓLASON O.FL. Lögin um almannatryggingar voru samþykkt árið 1984 og sam- tímis gefinn eins árs frestur á gildis- töku tilvísunarskyldunnar. Þegar fresturinn rann út lét ríkisvaldið undir höfuð leggjast að koma tilvís- unarkerfinu í framkvæmd. Eftir sem áður gat almenningur leitað beint til sérfræðings og ríkið borg- aði. Síðastliðið haust var tilvísunar- kerfið enn tekið á dagskrá og þá vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um sparnað í heilbrigðiskerfinu. Andstaðan var sem fyrr kröftugust hjá Læknafélagi Reykjavíkur, sem hefur innan vébanda sinna megin- þorra sérfræðimenntaða lækna á landinu. í hönd fóru samningaviðræður milli Tryggingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavikur sem tóku nokkra mánuði. Um áramót tókst að berja saman samningi. Sér- fræðingar féllust á að veita umtals- verðan afslátt á þjónustu sinni gegn því að gildistöku tilvísunarkerfisins yrði frestað eitt árið enn. Miklir peningar í húfi Á liðnu ári fengu sérfræðingar greiddar rúmar 700 milljónir króna frá Tryggingastofnun, en heilsu- gæslu- og heintilislæknar fengu þaðan tæpar 270 milljónir. Þegar sjúklingur fer í viðtal hjá sérfræðingi kostar það á bilinu 870 til 1.640 krónur á meðan heimilis- læknirinn tekur á bilinu 135 til 320 krónur. lnnifalið í þessum upphæð- um er greiðsla sjúklings sem er föst upphæð, 630 krónur til sérfræðings og 190 krónur til heimilislæknis. Það er mikill munur, í krónum talið, á því hvort það er sérfræðing- ur eða heimilislæknir sem vinnur einstök læknisverk. Augnlæknir tekur 1.230 krónur fyrir að fjar- lægja aðskotahlut úr auga, heimil- islæknirinn tekur 320 krónur fyrir sama verk. Skurðlæknir tekur 1.125 krónur fyrir að sauma saman lítið sár, en heimilislæknirinn 295 krón- ur. Mismunurinn er að einhverju leyti skýrður með því að í greiðslu til sérfræðings er gert ráð fyrir kostn- aði við rekstur læknisstofu. Það kemur líka til lækkunar á taxta heimilislækna að þeir þiggja fastar greiðslur sem hluta af heildarkaupi. Föstu greiðslurnar eru hugsaðar sem nokkurs konar kauptrygging. Engu að síður telja yfirvöld að spara megi verulegar fjárhæðir á því að hrinda tilvísunarkerfinu í framkvæmd. Kostnaður við sérfræðiþjónustu lækna hefur dregið að sér athygli og núna stendur yfir umfangsmikil rannsókn á starfi sérfræðinga. Rannsóknin er á vegum hins opin- bera og er niðurstöðu að vænta í sumar. Auðvelt að bruðla Á íslandi eru viðskipti sjúklinga og lækna með þeim hætti að ríkið v.öxv.::-: : íSWÍííííííí: 'XWXWXí' mœm .'.•XvXv.*:*:*:*:* ii 9 mm íxíí? Æmmi $ Æ& ■:•:•>:•>:•?:: :v.V.V.V.V.V.V. .v.'V.V.V.V.w íííSíSvSííiýSíií mrnmmm mmmmvm wmmmm : •■■■ •XvXvXv.v.v :::::::::::::: •.v.v.v.v.vAy

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.