Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 28

Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 28
|ón Baldvin utanríkisráðherra hefur verið í púsluspili upp á síð- kastið og nú er spilið óðum að smella saman. í haust standa fyrir dyrum veigamiklar breytingar inn- an utanríkisþjónustunnar og menn koma heim og fara að heiman. Meðal þeirra eru Páll Ásgeir Tryggvason, sendiherra í Bonn, sem kemur til starfa í ráðuneytinu hér heima og í hans stað verður Hjálm- ar W. Hannesson sendiherra Is- Iands í Bonn. Kjartan Jóhannsson fer til Genfar eins og kunnugt er og Sverrir Haukur Gunnlaugsson kemur heim. Sverri verða væntan- lega falin verkefni vegna inngöngu íslands I EB líkt og Tómasi Á. Tóm- assyni. Menn innan utanríkisþjón- ustunnar munu misánægðir með breytingarnar og ekki ólíklegt að fleiri fylgi í spor Benedikts Gröndal og segi sendiherrastöðum sínum lausum... AW eitingastaðir gera það greinilega gott þessa dagana og virðast ekki anna eftirspurn. Nýi veitingastaðurinn Punktur og pasta tekur ekki niður borðapantanir en hafði um síðustu helgi mælst til að gestir mættu ekki síðar en hálfátta til að fá borð. Á þeim tíma var hins vegar allt yfirfullt og tveggja tíma bið eftir borði. Á öðrum veitinga- stöðum í miðbænum var það sama upp á teningnum; allt yfirfullt fram að miðnætti... 1| m síðustu helgi skemmti hljómsveitin Smokey á Hótel ís- landi eins og greint er frá annars staðar í PRESSUNNI. Ekki virðist landinn vel fjáður um þessar mund- ir og á föstudag þótti sýnt að hálf- tómt yrði í húsinu um kvöldið. Að- t. standendur Hótels íslands brugðu þá á gamla góða ráðið að senda út boðsmiða til ýmissa fyrirtækja, sem gripu boðið glóðvolgt. Miða- verð á skemmtunina þótti alltof hátt, 2000 krónur eftir kvöld- matinn... lerki um samdrátt er að finna víða í þjóðfélaginu, meira að segja hjá fjölmiðlarisanum Frjálsu framtaki, sem gefur út á annan tug tímarita. Fyrirtækið hefur sagt upp starfsfólki á skrifstofu og ekki mun ráðgert að ráða nýja aðila inn held- ur leggja meiri ábyrgð á herðar þeim sem fyrir eru... lýlega var dómtekið hjá bæj- arfógetanum í Bolungarvík málið gegn Valdimar Össurarsyni, fyrr- verandi sparisjóðsstjóra í Rauða- sandshreppi. Valdimar er ákærður fyrir skjalafals og fjárdrátt upp á 2,7 milljónir króna án vaxta (sem geta hæglega tvöfaldað upphæð- ina). Þessi upphæð er merkilega há í ljósi þess að i sjóðnum áttu að vera í heild um 6 milljónir króna og um helmingurinn því horfinn. Ætla mætti að stjórnarmennirnir þrír hjá sparisjóðnum hefðu verið kall- aðir til yfirheyrslu í dómsmálinu, en það var ekki gert, þar sem verjanda Valdimars þótti ekki þörf á því. Vitaskuld lá fyrir framburður þeirra frá því í lögreglurannsókn- inni, en ætla mætti að ábyrgð stjórnarinnar væri allmikil, enda á hún væntanlega að fylgjast með því að sparisjóðsstjórinn geri allt kór- rétt. Meðan beðið er eftir því að Adolf Adolfsson kveði upp dóm sinn má geta þess að eftir að spari- sjóðurinn var sameinaður Eyrar- sparisjóði tók Tryggingasjóður sparisjóða sig til og borgaði upp í „tapið“ 3 milljónir króna... ringlan 4 og auglýsingaskilt- ið frá Kók voru til umfjöllunar á fundi bygginganefndar nýlega. Nefndin bendir á að sækja þurfti um leyfi fyrir slíku auglýsingaskilti — auk þess sem auglýsingar á er- lendum málum verði ekki leyfð- ar . . . I Sumartilboð „Við tökum ekkert fyrir... ...að koma og taka gluggatjöldin niður eða setja þau upp.“ Glímunni við gluggatjöldin er lokið. Við komum til þín, tökum þau niður, förum með þau og hreinsum þau. Svo strekkjum við þau og jöfnum falda með nýrri tölvutækni þannig að síddin verði nákvæm. Svo pökkum við þeim inn í plast, ökum þeim heim til þín og setjum þau upp. Gluggatjöldin verða slétt og falleg því að engin aukabrot koma í þau — hvorki í hreinsun né flutningi. Þú greiðir aðeins fyrir hreinsunina - ekki fyrir aðra þjónustu. Skeifunni 11 Simi: 82220 Ókeypis þjónusta — ómæld þægindi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.