Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 8
8
Fimmtudagur 15. júní 1989
PReSSMf
________VIKUBLAP Á FIMMTUPÖGUM_____________
Útgefandi Blað hf.
Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson
Ritstjórar Jónína Leósdóttir
I Ómar Friðriksson
Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson 4
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 38, simi: 68 18 66. Auglýsingasími:
6818 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sími 6818 66. Setning og
umbrot: Filmur og prent. Prentun: Blaðaprent hf.
Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu-
blaðið: 900 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 125 kr. eintakið.
Kröftug en árangurs-
laus mótmæli
Aðgerðir launþegasamtakanna gegn holskeflu hrikalegra
verðhækkana um síðustu mánaðamót hafa tekist ærið mis-
jafnlega. Hópfundirnir miklu sem boðað var til strax þegar
hækkanirnar dundu yfir voru geysisterk viðvörun til stjórn-
valda, allsherjarþátttaka neytenda í mjólkurvöruaðgerðun-
um sýndi almenna fordæmingu á sviknum fyrirheitum
stjórnvalda í kjarasamningunum. Að öðru leyti höfðu þær
aðgerðir Iítil áhrif önnur en táknræn og sýndu styrk og vilja
launafólks þegar gengið er freklega í budduna. Engin við-
brögð eða svör hafa borist frá stjórninni.
Áskorun til launafólks um að skilja bílana eftir heima í tvo
daga hefur hins vegar farið fyrir ofan garð og neðan. Þátttak-
an varð minni en búist var við og þrátt fyrir einhverja þátt-
töku er erfiðara að merkja hana í umferðariðunni — aðgerð-
in gat ekki orðið táknræn nema með víðtækri samstöðu sem
fyrirfram mátti vita að gæti ekki náðst.
í dag ganga forystumenn BSRB á fund ráðherra. Þá fyrst
mun koma í ljós hvort og þá hverju þeir svara um skuldbind-
ingar í kjarasamningum um að koma í veg fyrir verðhækkan-
ir umfram hækkanir á kaupi. Tómlæti ráðherra sem Iáta sér
nægja að skjóta sér á bak við erlendar kostnaðarhækkanir
þegar fréttamenn krefja þá svara bendir ekki til að skyndiað-
gerðir launþegasamtakanna breyti neinu héðan í frá. Hitt má
svo telja nokkuð. víst að forystumenn launafólks hugsi sig
tvisvar um áður en þeir skrifa aftur undir kjarasamninga án
nokkurra kauptryggingarákvæða í trausti þess að stjórnvöld
verji kaupmáttinn.
Hvar er talsmaður
stjórnarinnar?
Þrjár skoðanakannanir sem gerðar hafa verið að undan-
förnu sýna ótvírætt að ríkisstjórn Steingríms Hermannsson-
ar er óvinsælli en nokkur önnur stjórn um langt skeið. Kann-
anir sýna skýrt að óvenjulítill hluti kjósenda er óviss í afstöðu
sinni til stjórnarinnar — andstaðan er afgerandi.
Stjórnarflokkarnir máttu svo sem vita það fyrirfram að að-
gerðir gegn hrikalegum vanda atvinnulífs og ríkisfjármála
væru lítt til vinsælda fallnar. Að þessu gengu ráðherrar vit-
andi vits þegar stjórnin var mynduð sl. haust, en þegar stuðn-
ingurinn er kominn niður í 20% skv. skoðanakönnunum er
eitthvað meira að en venjuleg óánægja og kurr meðal al-
mennings vegna aðhaldsaðgerða stjórnvalda á erfiðum
krepputímum.
Það einkennir þessa stjórn hve samstaða er mikil á milli
stjórnarflokkanna. Það virðist ekki ganga hnífsblað á milli
formannanna og muna menn ekki slíka friðsæld á stjórnar-
heimilinu í meira en áratug. Slík staða ætti að vera styrkur
stjórnarinnar út á við sem inn á við. Svo virðist hins vegar sem
talsmaður ríkisstjórnarinnar og sá sem á að halda utan um
hópinn, sjálfur forsætisráðherra, hafi litinn áhuga á að verja
aðgerðir stjórnarinnar gagnvart kjósendunum og afla stefnu
hennar fylgis. Margt ber til að þessi ríkisstjórn geti orðið
langlíf, ekki ber á fararsniði stjórnaraðila og samstaðan er
rík. Hyggist stjórnin hins vegar halda óbreyttri stefnu verður
talsmaðurinn að standa undir nafni. Það heitir einfaldlega í
pólitík að standa og falla með verkum sínum.
Bankaföndur viðskiptaráðherrans
„Ef mér tekst loks að líma saman þessa banka leyfa
Jonni og Óli mér kannski að föndra við A-flokkana næst“
hin pressan
„Atvinnurekendur allra
ianda: Sameinist!"
— Halldór Jónsson forstjóri í Morgun-
blaðinu.
„Ég man eftir kekkjóttum
rabarbaragraut sem var svo
ólystugur að ég varð að hella
honum aftur í skólina."
— Agnar Guðnason, yfirmatsmaður
garöávaxta, i Morgunblaðinu.
„Eftir að bjórinn kom höfum
við brugðið okkur upp á borð
og sýnt góða takta pegar vel
hefur legið ó okkur."
— Guffi á Gauknum í DV.
„Veðurfræðingarnir vildu
ekki að maður utan úr bæ væri
að segja þeim hvernig ætti að
segja fró veðrinu."
— Robert Watkins kortahönnuður i DV.
„Ruslið sett i poka og grill-
veisla ó eftir."
— Fyrirsögn i Degi.
„Mó nauðga konum?
— Fyrirsögn i Degi.
//••• satt best að segja þó er
engin krossferð í gangi með
það að koma mér a þing."
— Davíð Oddsson í Morgunblaöinu.
„Kúkað í laugina."
— Fyrirsögn i Timanum.
„Stofnunin hefur ekki
greitt mot né vín sem starfs-
menn hafa notað eftir borð-
hald, en þeir hafa greitt það
sjólfir ón sérkjara. Þó hefur
stofnunin boðið starfsmönn-
um, í húsakynnum sínum í lok
síðasta vinnudags hvers órs,
upp ó freyðivín."
— Bréf ríkisendurskoöunar vegna
frétta um áfengiskaup stofnunarinnar.
,,Mig vantaði sýrðan rjóma
og spurði einn starfsmann
Hagicaups í Skeifunni hvar
hann væri að finna. Þó sagði
hann: „Do you speak
English?"
— Þjóöviljaf rétt.
„Jón Steinar hefur greini-
lega tamið sér einskonar
Matlock-stíl og það er vinsælt
sjónvarpsefni."
— Ólafur Ragnar Grimsson í Timanum.
„Gangi maður niður
Laugaveginn sér maður
smáhópa eigra um milli
tuskubúða og hver mað-
ur er á svipinn eins og
hann eigi í ógurlegri ást-
arsorg eða hafi
tannpínu. “
— Guðmundur Andri Thorsson i Þjóð-
viljanum.
„Staðreyndin er sú að
ekknaskattur er ekki til."
— Ólafur Ragnar Grimsson i Tímafrétt.
„Læknar eru sú stétt í sam-
félaginu sem menn vilja helst
trúa ó."
— Klippt og skorið í Þjóðviljanum.
„Við förunt að sýna fylgi
tegar fólk áttar sia á því ao
ér er alvara á feromni."
— Hreggviður Jónsson, varaformaöur þingflokks Frjálslynda hægriflokksins, i DV.