Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 19

Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 19
19 Fimmtudagur 15. júní 1989 VID VITUM ÖLL HVAÐ ÞAÐ KOSTAR AÐ UFA. EN SKYLDUM VIÐ OFT LEIÐA HUGANN AÐ ÞVÍ HVAÐ ÞAÐ KOSTAR AÐ DEYJA? VARLA, ENDA VERDUM VIÐ ÞÁ EKKIHÉR TIL AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF KOSTNAÐINUM. ÞAÐ ÞURFA HINS VEGAR EFTIRLIFANDIÆ TTINGJAR AÐ GERA OG SAMKVÆMT ÚTREIKNINGIGETUR ÞAÐ ORÐID NOKKUD DÝRTAÐ VEITA FÓLKISÓMASAMLEGA JARDARFÖR. DÝRTA DEYJA EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYNDIR: EINAR ÓLASON Þeir dagar eru ekki alveg liðnir að fólk hafi hugsun á að leggja fyrir til að eiga fyrir útför sinni. Margt eldra fólk hefur af því verulegar áhyggjur hvort sparifé þess hrökkvi fyrir jarðarförinni. Sumir* þeirra sem komnir eru til ára sinna eru svo fyrirhyggjusamir að þeir hafa ekki aðeins sparað fyrir kistunni og út- förinni, heldur líka fyrir erfi- drykkju. Gömul kona sem við frétt- um af er svo hrædd um að spariféið muni ekki duga þegar að því kemur að hún hverfur héðan að hún hefur lagt aukalega inn á aðra bankabók til öryggis. Yngra fólk reiknar ekki með dauðanum sem sjálfsögðum hlut og er því ekki jafnfyrirhyggjusamt og gamla fólkið. Fyrir tugum ára tryggði eldra fólk sér jafnvel lík- klæði, sem síðan gjarnan voru not- uð heima við ef óvænta gesti bar að garði. Sumir hafa sérstakar óskir um það í hverju þeir vilja láta jarða sig. Mér er til dæmis ógleymanleg ein hinsta ósk ömmu minnar sem dó fyrir nokkrum árum: „Kaupið þið svo á mig ljósbláan náttkjól áð- ur en ég verð kistulögð. Ég get ekki hugsað mér að verða jörðuð í hvítu, allir spítalajakkar eru hvítir og ég þoli ekki þann lit.“ Það þarf ekki að taka fram að ljósblái náttkjóll- inn var keyptur, og hann af fínustu tegund. Við höfðum samband við Ás- björn Björnsson, forstjóra hjá Kirkjugörðum Reykjavíkurpró- fastsdæmis, og leituðum upplýs- inga um hvað útför kostaði og hvert ættingjar gætu snúið sér þeg- ar jarða þyrfti. „í fyrsta lagi til prests, en síðan er hægt að leita til útfararstjórans hér, sem getur séð um allt sem sjá þarf um,“ sagði Ás- björn. Hann sendi okkur verðlista yfir það sem til þarf, og eftir því sem okkur reiknast til kostar á ann- að hundrað þúsund króna að jarð- setja, ef kostnaður við erfidrykkju, blaða- og útvarpstilkynningar og þakkarkort er tekinn með í reikn- inginn. Kista fyrir fullorðna manneskju, 160—180 cm löng, kostar 18.000 krónur. Minni kistur (120—160 cm) kosta 12.874 krónur og þær minnstu (70—100 cm) 8.280 krónur. Sæng, koddi og blæja kosta 2.815 kr., stök sæng 70—100 cm 510 og 120—160 cm 1.080 krónur. Líkklæði kosta 1.010 krónur. Einn- ig er hægt að fá járnkistur og kostar hver þeirra 8.340 krónur, en þær kistur eru eingöngu notaðar þegar senda þarf lík milli landshluta. Um- búðir utan um kistur, sem fluttar eru út á land, kosta 437 krónur og grind fyrir slíka flutninga 2.408 krónur. Hjá líkkistusmiðju Eyvind- ar Árnasonar kosta kistur 23.800 krónur í stærðunum 1.70, 1.80 og l. 90 cm. Lengri kistur eru örlitlu dýrari. Munurinn á þeim kistum og þeim sem kirkjugarðarnir útvega er m. a. sá að þessar eru af „gömlu gerðinni“, skreyttar með gylltum sveigum og 12 cm sökkli, auk þess sem þær eru þykkari. Davíð Os- valdsson, útfararstjóri hjá því fyrir- tæki, segir að reikna megi með að útförin kosti á bilinu 86—88.000 krónur: „Inn í þann kostnað reikn- ast allt,“ segir hann og á þar við lík- kistu, likklæði, líkbílinn, prests- jþjónustu, orgelleik og söng (vana- llegan), bæði við kistulagningu og útför. „í þessari upphæð eru sölu- skattur og STEF-gjöld,“ segir hann. Davíð segir að ofan á þennan kostnað bætist blómaskreyting á kistuna, en hún kosti í kringum 9.000 krónur. Þóknun prests við kistulagningu er 1.370 krónur, við greftrun og kistu- lagningu 6.390 og greftrun án kistu- lagningar 5.020 krónur. Ofan á þetta gjald leggjast 950 krónur fyrir tvær ferðir, þ.e. til kistulagningar og útfarar. Orgelleikur kostarmismikið. Við kistulagningu kostar hann 2.295 krónur og við útför 3.060. Orgel- leikur við útför ásamt undirleik með einsöng eða einleik 4.590 krón- ur og sama upphæð gildir ef sér- stakur einleikur á orgel er í athöfn- inni eða þegar flutt er kórverk eins og Faðir vor. Ef organista er ekki séð fyrir fari bætast við þessar upp- hæðir kr. 337. Sérstök kóræfing vegna athafnar kostar 2.295 krón- ur. Sé leikið á orgelið áður en at- höfnin hefst kostar það 2.295 krón- ur og sé farið í heimahús eða annað vegna umræðna og/eða ráðlegg- inga um flutning tónlistar við at- höfn kostar það einnig 2.295 krón- ur. Kórsöngur hjá kirkjukórum kostar 1.980 fyrir hvern söngvara við kistulagningu og útför. Ljóða- kórinn tekur 2.258 krónur fyrir hvern við þannig athafnir. Algengt er að í hverjum kór séu minnst 8 söngvarar og er meðalverð því 16.000 krónur. Einleikur hljóð- færaleikara kostar 3.424 krónur og ópcrudeild tekur 3.986. í þessum upphæðum öllum felast 260 krónur fyrir ferðir. Eríidrykkja getur kostað um 790 krónur á hvern gest, og er þá inni- falið í því verði leiga á sal og þjón- ustufólk. Tilkynning í útvarpi kostar 50 krónur á orðið og dánartilkynning í Morgunblaðinu 2.100 krónur. Hjá DV kostar ekkert að tilkynna, séu nöfn aðstandenda ekki undir, en sé útbúin sérstök tilkynning kostar hún 1.630 krónur. Ef þakkarkort eru prentuð getur það kostað frá krónum 4.000 upp í 7.000 (miðað við 100 kort), en slík kort er hægt að fá fjölrituð fyrir tæpar 2.000 krónur. Það er því augljóslega dýrt að deyja. Söluskattur er lagður á ýmis- legt sem tengist útförinni, þar á meðal á likkistur. Útförin: Likkista: kr. 18.000.- Sæng, koddi, blæja: kr. 2.815.- Líkklæði: kr. 1.010.- Kistulagning og greftrun: kr. 6.390.- Akstur vegna kistulagningar og útfarar: kr. 950.- Orgelleikur við kistulagningu: kr. 2.295.- Orgelleikur við athöfn venjul. og kórverk: kr. 4.590.- Kór, kistul. og útför, meðalverð: kr. 16.000.- Blómaskreyting ó kistu: kr. 9.000.- Tilkynningar í utvarpi 3 sinnum, u.þ.b.1000 í hvert sinn kr. 3.000.- Tilkynning i Morgunolaðinu tvisvar kr. 4.200.- Þakkarkort, meðalverð ó prentun kr. 5.000.- Erfidrykkja fyrir 100 manns kr. 79.000.- Samtals meðalverð með erfidrykkju kr. 152.250.-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.