Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 3

Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. júní 1989 3 PRESSU MOLAR Q sunnudaginn verður nýtt fé- lag, Birtingur, formlega stofnsett á fundi á Hótel Borg. Birtingur er áhugamannafélag fólks sem kennir sig við jöfnuð og lýðræði og er sprottið upp úr klofningnum sem varð eftir uppstillingu stjórnar Al- þýðubandalagsfélagsins I Reykjavik á dögunum, sem útilokaði „lýð- ræðishópinn" svonefnda. í Birting safnast saman alþýðubandalags- fólk, fyrrverandi allaballar og fleiri vinstrimenn sem vilja slá á allt klofningstal og auka samstarfið á vinstri vængnum. Til stendur að fá forystumann úr Alþýðubandalag- inu til að ávarpa fundinn og í lokin verður kosin stjórn. Heimildir PRESSUNNAR herma að eftir- taldir muni trúlega skipa stjórn Birtings: Gestur Guðmundsson fé- lagsfræðingur, Hrafn Jökulsson, blaðamaður og sagnaritari, Kjart- an Valgarðsson heildsali og Elisabet Guðbjörnsdóttir . . . v estur í Bandaríkjunum er Grammy-verðlaunahátíðin einhver stærsti viðburður í popp- og djass- tónlistarbransanum þar í landi. Nú hefur verið samþykkt að konta á ís- lensku afbrigði þessarar hátíðar hér með samvinnu tónlistarmanna og ríkissjónvarpsins. Er áætlað að há- tíðin fari fram í haust og verða veitt vegleg verðlaun á öllum sviðum, s.s. fyrir besta lag, upptöku, flytjanda, myndband o.s.frv. Þetta verður að sjálfsögðu í beinni sjónvarpsút- sendingu og mun yfirstjórn út- varpsins þegar hafa samþykkt þátt- töku RÚV í hátíðinni . . . ^5kemmtileg saga gengur um kókainverslun í Reykjavík. Dreif- ingarmiðstöð kókaíns var í einni af dýrari tískuverslunum borgarinnar. Viðskiptavinirnir, sem flestir voru tekjuháir uppar, báðu um hvítar silkinærbuxur þegar þeir vildu fá einn skammt af duftinu ólöglega. Lögreglan komst á sporið þegar fréttist af viðskiptavinum verslun- arinnar biðja um hálfar hvítar silki- nærbuxur . . . A ftir viku hefjast heræfingar Bandaríkjamanna á Miðnesheiði. Nýstofnað heimavarnarlið her- stöðvaandstæðinga mun á sama tíma æfa á sama stað. Þá mun Al- þýðubandalagið í Reykjavík efna til sumarferðar á Miðnesheiði þessa sömu helgi. Áætlanir íslendinga ganga út á það að efna til „skipu- legs kaos“ á vígvelli dátanna... SÍJÖtStÖÖÍR Glæsibæ 683.68. V V íða erlendis er bundið í lög að útvarpsstöðvar skuli gæta þess að hlutur innlendrar tónlistar i dag- skrá fari aldrei niður fyrir ákveðin mörk. M.a. munu Frakkar og Kan- adamenn hafa lært slíkt í lög til að ve'rnda innlenda tónlistarmenningu og tungu. Hérlendis hafa hugmynd- ir af þessu tagi oftlega skotið upp kollinum en nú mun málið komið lengra á veg, því átt hafa sér stað viðræður rnilli tónlistarhöfunda og ráðamanna útvarps um að komið verði á þeirri reglu að helmingur alls tónlistarefnis í dagskrá verði íslensk tónlist. Ef af þessu verður má ætla að vænkist stórum hagur íslenskra tónlistarmanna . . . 1« nemandans í Tjarnar- skóla er í mörgu hið kyndugasta. Skólastýrurnar neituðu að útskrifa nemandann á þeirri forsendu að drátlarvextir af skólagjöldum væru ógoldnir. Skólagjöld nemenda eru hinsvegar greidd fyrirfrain og þess vegna verður tvísýnt hvort réttmætt er að innheimta dráttarvexti af þeim . . . 25% VERÐLÆKKllN í NOKKRA DAGA! TILBOÐ A KILOPAKKNINGUM: kr. 497,50 ÁÐLRKR.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.