Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 6

Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 15. júní 1989 borgar kostnaðinn að mestu leyti. Eftir unnið læknisverk er skrifaður reikningur sem sjálfkrafa er greidd- ur af Tryggingastofnun. Talsmenn tilvísunarkerfisins segja sérfræð- inga síður til þess fallna en heimilis- lækna að gæta í senn hagsmuna sjúklings og hins opinbera, sem borgar reikninginn. Eðli sérfræðiþjónustu er að sjúklingur kemur sjaldan til sér- fræðings og mjög óreglulega. Til að standa undir nafni verður sérfræð- ingurinn að gera sem ítarlegasta rannsókn á sjúklingnum og koma með niðurstöðu. Heimilislæknir- inn getur tekið sér lengri tíma til að komast að raun um hvað amar að Bútalækningar á undanhaldi Skipting læknisfræðinnar í sér- hæfðar undirgreinar hófst fyrst að sjúklingnum. Þetta gildir sérstak- lega um minni háttar kvilla sem eru algengasta ástæðan fyrir heim- sóknum til lækna. í samanburði við sérfræðinginn hefur heimilislæknirinn skýrari skyldur gagnvart hinu opinbera og almenningi. Heimilislæknirinn ber ábyrgð á heilsugæslu tiltekins fjölda manna og er úthlutað starfs- leyfi. Hann hittir skjólstæðinga sína reglulega og ætti að þekkja sjúkrasögu viðkomandi mun betur en sérfræðingurinn. Tilvísunarkerfið gerir ráð fyrir að almenningur leiti fyrst til heimil- islæknis og hann meti hvort nauð- synlegt sé að viðkomandi fái rann- sókn og meðferð hjá sérfræðingi. Tilvísanir eiga að draga úr bruðli og óþarfa í heilbrigðiskerfinu. Algeng andmæli gegn tilvísunar- kerfinu eru meðal annars þau að sérfræðingurinn veiti betri þjón- ustu en heimilislæknirinn. Það sé þess vegna ábyrgðarhluti að gera al- menningi erfiðara fyrir að leita til sérfræðings. marki þegar komið var fram á þessa öld. A áratugunum eftir seinna stríð festist sérhæfingin í sessi sam- timis sem læknisfræðinni fleygði fram. Sérhæfingu læknastéttarinnar hefur verið andæft á síðustu árum á þeim forsendum að skipting mannslíkamans í undirdeildir læknisfræðinnar komi oft á tíðum í veg fyrir rétta meðferð sjúklings. Þeirri skoðun vex fylgi að líta beri á sjúkling sem heild og veikindi verði ekki skilin nema tekið sé tillit til hugar og líkama og jafnvel um- hverfis sjúklings. Staðfesting á þessari þróun er að almennar heimilislækningar eru orðnar að sérfagi innan læknis- fræðinnar og það eru ekki meira en 15 ár síðan fyrsti íslendingurinn sérmenntaði sig í heimilislækning- um. Heimilislæknirinn er í þeirri að- stöðu að fylgjast með skjólstæðingi sínum frá einu veikindatilfelli til annars og þar með tryggja samfellu í meðferð sjúklings. Heimilislæknir á að hafa þá yfirsýn sem þarf til að meta þörf sjúklings á meðferð. Þessi röksemd vegur þyngst í máli heimilislækna, sem flestir eru mjög áfram um að tilvísunarkerfið verði virkt. Frá sérfræðingi til sérfræðings Á einum af mörgum fundum sem haldnir hafa verið um gildi tilvísun- arkerfisins var sögð saga af manni sem þjáðist af magaverk og leitaði til magasérfræðings. Sérfræðingur- inn starfaði í læknamiðstöð ásamt fleiri kollegum sínum. Eftir rann- sókn hjá magasérfræðingnum lét maðurinn þess getið að hann fyndi stundum til máttleysis í fótum. Óð- ara sendi magasérfræðingurinn manninn til beinasérfræðings í næsta herbergi sem tók hann til rannsóknar. Beinasérfræðingurinn fann ekk- ert að manninum sem féll undir hans sérfræðisvið. Beinasérfræð- ingurinn taldi þó ekki ósennilegt að æðaþrengsl háðu sjúklingnum og vísaði honum til æðasérfræðings í öðru herbergi. Æðasérfræðingur- inn framkvæmdi ítarlega skoðun á manninum og komst að þeirri nið- urstöðu að æðar í nára væru of þröngar og mælti með uppskurði. Maðurinn kom út úr læknamið- stöðinni og velti fyrir sér hvort hann ætti að fara í uppskurð. Á endanum leitaði hann til heimilislæknisins og spurði ráða. Heimilislæknirinn fór yfir niðurstöðu sérfræðinganna og ráðlagði manninum að hreyfa sig meira. Brot á mannréttindum? Gegn þessum rökum tefla sér- fræðingar þeim sjónarmiðum að sjúklingum skuli frjálst að velja sér þann lækni sem þeim þóknast. Samþykkt á alþjóðaþingi lækna í Lissabon í Portúgal árið 1981 tekur undir þetta sjónarmið. Tilvísunar- kerfið brýtur gegn þessari sam- þykkt, segja sérfræðilæknar, enda þótt tilvísun meini ekki neinum að leita til hvaða læknis sem er. Magni Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, dregur í efa að sparnaður fáist með tilvísun- arkerfinu. Hann segir það í raun ekki vitað hvað heimsókn til heimil- islæknis/heilsugæslulæknis annars vegar og til sérfræðings hins vegar kostar þegar allt er talið. „Ef við gefum okkur að það sé helmingsmunur og gerum ráð fyrir að 100 manns leiti til heimilislæknis áður en þeir fara til sérfræðings. Þó það verði helmingsafföll og aðeins 50 manns fari áfram til sérfræðings er niðurstaðan sú í þessu tilviki að enginn sparnaður verður með tilvís- unarkerfinu," segir Magni. „Aftur á móti mun tilvísunar- kerfið í senn auka álagið á heimilis- lækna og verða til óhagræðis fyrir sjúklinga," er skoðun Magna. Einkavæðing heilbrigðiskerfisins Sérfræðingar sem koma heim frá námi byrja iðulega á því að fá sér vinnu á spítölum. Það tekur þá vanalega nokkur ár að vinna sér traust nægilega margra sjúklinga til að geta opnað eigin stofu. Þetta verður erfiðara eftir því sem sér- fræðingum fjölgar. Þegar sérfræðingur opnar lækn- isstofu er hann í raun orðinn sjálf- stæður verktaki. Hann tekur á móti þeim sjúklingum sem til hans leita, vinnur þau læknisverk sem þarf og rukkar síðan sjúklinginn og Trygg- ingastofnun eftir gildandi reglum. Hvorki Tryggingastofnun né aðrar stofnanir hins opinbera stjórna því hvað sérfræðingurinn vinnur mik- ið. Það er aðeins fjöldi sjúklinga sem ræður hve mikið sérfræðingur- inn fær að gera. Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að læknisverk, sem áður voru unnin á spítölum, séu komin í hend- ur sérfræðinga á einkastofum vítt og breitt um borgina. Það skiptir almenning litlu máli hvort hann fær lækningu meina sinna á spítala eða á einkastofu, svo lengi sem ríkið borgar reikninginn. Á hinn bóginn verður það einfald- ara fyrir ríkisvaldið að láta almenn- ing borgar aukinn kostnaðarhlut þegar aðstaðan til lækninga flyst í auknum mæli til sjálfstæðra verk- taka. Sá peningur sem ríkið leggur í spítala er fjárfesting til langs tíma. Þær upphæðir sem ríkið greiðir sér- fræðingum eru ekki fjárfesting heldur greiðsla fyrir rekstrarkostn- að og veitta læknisþjónustu. Eftir því sem verktakastarfsemin í heil- brigðisþjónustunni eykst á kostnað spítalanna fá stjórnmálamenn frjálsari hendur við að ákveða hvernig skuli skipta kostnaði í heil- brigðiskerfinu á milli hins opinbera og sjúklinga. Sérfræðingar alls staðar Til skamms tíma var nokkur tog- streita á milli heimilislækna og sér- fræðinga. Að hluta stafaði hún af því að flestir heimilislæknar lögðu ekki fyrir sig sérnám að lokinni brautskráningu frá læknadeild Há- skóla íslands. Sérfræðingar mennt- uðu sig erlendis og notuðu fram- haldsnámið til að rökstyðja hærri laun til sín en heimilislækna. Heimilislæknar vinna ýmist sam- kvæmt svokölluðu númerakerfi eða á heilsugæslum. í númerakerfinu er gert ráð fyrir að heimilislæknirinn leggi til aðstöðu, læknisstofu og skrifstofuþjónustu og hafi umsjón með tilteknum fjölda skjólstæð- inga. Númerakerfið er eldra form heimilislækninga á íslandi. Heilsugæslustöðvum var ætlað að leysa númerakerfið af. Hið opin- bera lagði til aðstöðu og læknar voru ráðnir sem starfsmenn heilsu- gæslustöðva. Hver stöð á að þjóna ákveðnu byggðarlagi eða hverfi í Reykjavík. Eftir að heimilislækningar urðu viðurkennd sérgrein innan læknis- fræðinnar og heimilislæknum fjölgaði hérlendis varð til nýtt af- brigði af heilsugæslustöðvum. I Álftamýri 5 er starfrækt heilsu- gæslustöð sem sameinar gamla númerakerfið og verktakastarf sér- fræðilækna. Læknarnir í Álftamýri reka stöðina sjálfir en eru jafnframt heimilislæknar tiltekins fjölda Reykvíkinga. Togstreitan milli heimilislækna og sérfræðinga verður minni eftir því sem menntun þeirra og hags- munir verða áþekkari. Hvað gerir ríkið? Á næstu vikum mun samstarfs- nefnd heimilislækna og sérfræð- inga skila af sér áliti til helstu læknasamtakanna, Læknafélags Reykjavíkur og Læknafélags Is- lands. Nefndin fjallar um tilvísun- arkerfið og hvernig læknar skuli bregðast við því. Takist víðtækt samkomulag milli heimilislækna og sérfræðinga um afstöðuna til tilvísunarkerfisins verður erfitt fyrir rikisvaldið að standa gegn sameinaðri læknastétt. Eftir að samningar tókust milli sérfræðinga og Tryggingastofnunar um áramót ákvað heilbrigðisráð- herra að bíða átekta í eitt ár. Takist að ná fram þeim sparnaði sem stefnt er að verður ríkisvaldinu ekki eins í mun að hrinda tilvísunarkerf- inu í framkvæmd. Þó er ólíklegt að ríkið gefi tilvís- anir upp á bátinn. Einn helsti samn- ingamaður heilbrigðisráðuneytis- ins segir: „Ekki spurning hvort heldur hvenær tilvísunarkerfinu verður komið á.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.