Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 15

Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15. júní 1989 15 ýmsum nýjum og markverðum upplýsingum frá þessum árum í bókinni sem m.a. er byggð á viðtöl- um við fjölda fólks. Þess má geta í framhjáhlaupi að fyrrnefndur Hrafn skrifaði ásamt bróður sínum Illuga eina af söluhæstu bókunum í fyrra um íslenska nasista . . . c ^Vjálfstæðismenn skeggræða mikið þessa dagana um landsfund flokksins í október. Tímaritið Heimsmynd greindi frá því fyrir skömmu að Eyjólfur Konráó Jóns- son hygðist gefa kost á sér til for- ystu flokksins í haust. Það gefur þessari fregn byr undir báða vængi að Eykon tekur stórt upp i sig í gagnrýni á flokksforystuna í Morg- unblaðsgrein í vikunni. í lok grein- arinnar, sem er stíluð til ritstjóra blaðsins, sendir Eykon dularfulla kveðju: „Við sigrum í haust!“ . . . c ^^nyrtifræðingar ganga nú harkalega fram í að hindra að ómenntað fólk í þeirri iðju auglýsi námskeiðahald og annað. Frá árinu 1985 hefur snyrtifræði verið lög- vernduð grein og þeir sem ekki sinna viðvörunum frá félaginu um að láta af ólöglegri starfsemi fá um- svifalaust bréf frá lögreglustjóra. Það er því best fyrir réttindalausa að vara sig, því félag snyrtifræðinga hyggst herða aðgerðir gegn þeim sem ekki hlíta beiðni um að draga sig í hlé, einkum þeim sem hafa áð- ur fengið viðvaranir... o g meira af sjálfstæðismönn- um og landsfundi. Flestir telja næsta víst að Þorsteinn Pálsson verði kjörinn til áframhaldandi for- mennsku í flokknum, en hins vegar eru taldar líkur á að Friðriki Soph- ussyni verði skipt út fyrir nýjan kandidat. Ekki þó fyrir Eyjólf Kon- ráð, heldur muni Geir H. Haarde þingmaður færast skör hærra í virðingarstiganum og hljóta vara- formennskutitilinn á landsfundin- um. Geir mun hafa átt gott sam- starf við Þorstein og er sagður njóta víðtæks trausts í flestum örmum flokksins . . . þ að vekur athygli í nýjustu fundargerð bygginganefndar Reykjavíkurborgar að umsvifa- mesti byggingameistari Akureyrar, Aðalgeir Finnsson, sækir um að fá leyfi til að standa fyrir húsbygging- um í Reykjavík. Erindi hans var synjað. Múrarameistari úr Garða- bæ fær hins vegar leyfi til umsvifa í borginni. Hreppapólitík? . . . L I Hrafn Jökulsson blaðamaður og Bjarni Guðmarsson sagnfræð- ingur eru að vinna að bók um her- námsárin og ýmsar hliðar á sam- skiptum íslendinga og setuliðsins. Er það Tákn sem gefur út, en nýver- ið auglýstu þeir félagar eftir upplýs- ingum og myndum fyrir vinnslu bókarinnar, og urðu viðbrögðin að sögn ótrúlega góð. Búast má við III > kPHiíPI mjt wá wjffi ■ --A: Ævintýraferð fyrir minna verð Flugfar til Thailands kostar litlu meira en til evrópskra sólarlanda. Á móti kemur að verðlag í Thailandi er svo lágt að í heildina er ódýrara að ferðast til Thailands en annarra sólarlanda. Upplifun í Thailandsferð verður hins vegar ekki jafnað við venjulega sólarlandaferð. í Thailandi kynnist þú framandi menningu, fjölskrúðugu mannlífi, stórkostlegu landslagi og glæsilegri baðströndum en finnast annars staðar. Er ekki kominn tími til að breyta til? 17 daga ferð til Bangkok og Pattaya kostar aðeins kr. 90.560* fyrir manninn í tvíbýli. Innifalið er m.a. flug, gisting á fyrsta flokks hótelum og morgunverður. Allt að 50% afsláttur fyrir börn undir 12 ára. Bæklingur um Thailand liggur frammi á öllum ferðaskrifstofum. Þar færðu allar nánari upplýsingar um Thailandsferðir. * Verð miðast við gengi og fargjöld 1. júní. FLUGLEIDIR SlMI: 690300 Laugavegur 3, simi 62 22 11 / 2 11 99 / 2 22 99

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.