Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 25

Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 25
Fifn'mtudagur 15. júni 1989 25 spqm vikuna 15. júní—22. júni (21. mars — 20. apríl) Þetta er góður timi til að skipuleggja fjármálin. Eftir að því er lokið skaltu slappa ærlega af með vinum og vanda- mönnum. Samt verða Preytingar á lifi þinu i þyrjun næstu viku sem þú átt alls ekki von á. Ferðalög gætu valdið von- þrigðum. (21. apríl — 20. maí) Þú heyrir slúöur sem þig langar til þess að bera áfram. Ekki gera það. Ein- beittu þér frekar að einhverju öðru og uppbyggilegra, s.s. maka, vinum eóa líkamsrækt. Þú þarft að taka áhættu á næstunni en mundu að þú átt mikið af góðum vinum. Ástin biómstrar um helg- ina. 4» (21. maí — 21. jiiní) Ef allt fer eins og áætlað er ætti nú að fara í hönd rólegur timi hjá tviburum. Þá er gott að huga í rólegheitunum að frarn- tíðinni og því sem hún kann að bera i skauti sér. Láttu samt hugaróra ekki ná tökum á þér, vertu raunsæ(r). (22. jiini — 22. jiilí) Þú hefur eytt peningum í óþarfa að undanförnu. Taktu þér tak og hættu þessari eyðslusemi. Þú verður að spara svo þú komist eitthvert í sumarfríinu. Ekki hamast við það sem þú ræður ekki við, láttu aðra vinna fyrir þig. Slappaðu af á meðan. ___ (23. júli — 22. ágtisl) Of mikil bjartsýni getur verið hættuleg Ijónum um þessar mundir. Þegar þau uppgötva þaö er hætta á að þau verði taugaóstyrk og geðvond. En sakir mikilla einbeitingarhæfileika ætti það að bjarg- ast fyrir horn. Eitthvaö gerist sem liklegt er að valdi flæói æskuminninga. (23. ágiist — 23. sept.) Skrifaöu vini sem þú hefur trassað lengi. Taktu þér góðan tlma. Þetta er timi fyrir andleg hugðarefni, ekki llkamleg. Forðastu allar vélar eins og heitan eld, jafnvel eldavélina. Þú hefur áhyggjur af heilsu nákomins ættingja, gerðu hvaö þú getur til hjálpar. (24. sept. — 23. okt.) Vogir verða í ótrúlegu jafnvægi á næstu dögum. Helgin verður meö óllk- indum róleg og afslappandi. Áhyggjur verða óþekkt fyrirbæri og best er senni- lega fyrir vogir að einbeita sér að mökum og öórum ástvinum. Einstaklega góður tími fyrir þetta merki. cC (24. okt. — 22. nóv.) Þolinmæði er það sem sporódrekar þurfa núna. Ekki flýta þér um of og hugs- aðu málin vandlega áður en þú fram- kvæmir. Þetta á sérstaklega við um allar fjárfestingar. Barnafólki er ráðlagt að fara í ferðalög um helgina, auðvitað með krakkana. (23. nóv. — 21. des.) Notaðu meðfædda persónutöfra til að koma málunum i gegn. Það mun reynast þér auðvelt. Með smáútsjónarsemi ætt- irðu að geta hagnast á listrænum hæfi- leikum þlnum. Ekki gleyma þér, þvi aðrir I umhverfinu þurfa lika athygli. Róman- tikin blómstrará laugardag. (22. des. — 20. jamíar) Farðu varlegaí að lánahluti um þessar mundir, þú séró þá kannski aldrei aftur. Þaó eru einhver vandamál innan fjöl- skyldunnar, sem viröast þó smávægileg þegar lausnin finnst. Vertu gagnrýnin(n) á þín eigin verk. 21. janúar — 19. febrúar) Það erallt í himnalagi hjávatnsberum um þessar mundir, lifið streymir áfram eins og lygnt stórfljót. Þettaveldur bjart- sýni og hún er ágæt i hófi. Framavonir munu rætast og vatnsberar ættu að vera öruggir með sjálfa sig núna. ■ (20. febrúar — 20. mars) Heima er best og á þetta máltæki svo sannarlega vel við fiska þessa dagana. Inniveran gæti þó haft einhverjar óþægi- legar aukaverkanir í sambandi við maka, en það ætti að vera fremur auðvelt viður- eignar. Vinnuvikan verður róleg og af- slöppuð. i framhjáhlaupi Pétur Kristjánsson útgáfu- og markaðsstjóri Skífunnar (og einstaka sinnum söngvari) leyndi draumurinn aí sonurinn verði Frammari! — Hvaöa persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Mínir einstöku foreldrar, sem ég hef alltaf metiö mjög mikils.“ — Hvenær varðstu hrædd- astur á ævinni? „Þegar ég flaug frá New Orle- ans til New York 1978 meö Björgvini Gíslasyni vini mínum og fékk ólýsanlega innilokunar- kennd. Ég varö þeirri stundu fegnastur þegar vélin lenti eftir fjögurra tíma martröð.“ — Hvenær varðstu glaðast- ur? „Þegar ég fékk fyrsta Fram-búninginn minn 7 ára gamall og vildi helst ekki úrhon- um fara í nokkrar vikur. Á seinni árum tel ég aö fæöing barna minna hafi veitt mér mesta gleði.“ — Hvers gætirðu síst verið án? „Eiginkonunnar Önnu Lindu, sem reyndar er ekki heimilis- læknir." — Hvað finnst þér krydda til- veruna mest? „Fara meö skemmtilegu vina- fólki á góöan kínverskan mat- sölustað." — Hvað finnst þér leiðinleg- ast að gera? „Aó vera stundvís, þaö er mín veika hlið.“ — Hvað fer mest í taugarnar á þér? „Skammirnar fyrir að vera ekki stundvís." — Hvaö finnst þér skemmti- legast? „Aö veiða lax og sjá Fram vinna stórt í knattspyrnu." — Hver er pínlegasta staöa sem þú hefur lent í? „Þegarég fékk rafmagnsstuö af hljóönema í Laugardalshöll- inni 1971 fyrir framan 4000 manns og rak upp skaðræðis „heavy metal“-öskur í Ijúfu, ró- legu lagi.“ — Hvað vildirðu starfa við ef þú ættir að skipta um starf? „Ég er nú svo heppinn aö vinna að aðaláhugamáli mínu, tónlist, og býst viö aö þaö myndi tengjast því á einhvern hátt.“ — Áttu þér leyndan draum? „Aö fjögurra ára sonur minn hætti aö styðja Val eins og frændi hans og verði sannur Frammari." lófalestur DREKI (kona, fædd 1.7.’58) ALMENNT: Þessi konaerviðkvæm, hefur sterkt ímyndunarafl og tilhneig- ingu til þunglyndis. Hún þarf mikið aö hjálpa og styðja aðrar persónur — sérstaklega þá sem eru henni nátengdir — þvf fólk leitar töluvert til hennar með vandamál sín. Þaö er líka að öll- um líkindum besta leiöin fyrir þessa konu aö fara aö vinna á einhverju leiðbeiningarsviði. TILFINNINGALÍNAN (1): í tilfinningamálum er hún fremur varkár. Ef til vill svolftiö hrædd eöa a.m.k. á varðbergi. Hún er tengd sínu uppruna- lega umhverfi sterkum böndum og fjölskyldan viröist skipta hanamestu máli í llfinu. Konan er hins vegar núna aö ganga í gegnum ár, sem hafa í för meö sér einhverja breytingu á fjöl- skyldulífinu, flutningaeðaaðrar umbreytingar tengdar heimil- inu. Bakið gæti orðið viökvæmur punkturhjáhenni; sérstaklegaá seinni hluta ævinnar. /

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.