Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 7

Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. júní 1989 7 TJARNARSKÓLI Á GJÖRGÆSLU Á fundi Fræðsluráðs Reykjavíkur á mánudaginn var gengið til atkvæða um hvort ræða ætti málefni Tjarnar- skóla. Skólastýrurnar höfðu hafnað beiðni fræðsluráðs um að senda greinargerð og þrír sjálfstæðismenn í f ræðsluráði felldu af þeim sökum beiðni um að malið yrði rætt. Það virðast ekki verulega skiptar skoð- anir um Tjarnarskólamálið sem Pressan greindi frá í síðustu viku. Málíð snerist um réttmæti þess að neita að afhenda nem- anda níunda bekkjar útskriftarskírteini sitt vegna vangoldinnar skuldar á dráttar- vöxtum að upphæð 10.230 krónur. Flestir gömlu fjölmiðlanna, að ríkissjónvarpinu undanskildu, hafa fjallað um málið nánast á hverjum degi eftir að grein Pressunnar birtist, en athygli vekur að f rjálsu f jölmiðl- arnir virðast ekki sjá ástæðu til að taka það upp. „Gott að vera vitur eftir á" Á þeim sex dögum sem liðnir eru síðan greinin birtist hefur Tjarnar- skóli sætt harðri gagnrýni. Skóla- stýrurnar, María Sólveig Héðins- dóttir og Margrét Theodórsdóttir, segja í Morgunblaðinu í gær, mið- vikudag, að „alltaf er gott að vera vitur eftir á“. En það getur verið dýrkeypt að vanmeta stöðuna í fyrstu atrennu. í fyrstu fréttum rík- isútvarpsins af þessu máli í hádegis- fréttum á föstudag var haft eftir skólastýrunum að aðgerðir þeirra til að innheimta skuldina hefðu ver- ið „eðlilegir viðskiptahættir". Þau orð kölluðu á viðbrögð ýmissa að- ila, sama hvar í flokki þeir stóðu. Skóli er jú skóli, ekki viðskipta- stofnun. í kvöldfréttum ríkisút- varpsins sama dag var haft eftir séra Hjalta Guðmundssyni dómkirkju- presti að hann harmaði þann at- burð sem átt hefði sér stað í kirkj- unni, sem lánuð hefði verið Tjarn- arskóla til gleðistundar. Sóknar- nefnd Dómkirkjunnar hefur ekki komið saman til fundar eftir at- burðinn, en í samtali við Pressuna í gær sagðist séra Hjalti gera ráð fyr- ir að á næsta sóknarnefndarfundi yrði málið rætt, þá væntanlega með tilliti til þess hvort Tjarnarskóli fái aftur afnot af kirkjunni. Þá hefur heyrst að Kennarasamband íslands muni láta í sér heyra sem og nem- endaráð grunnskóla í Reykjavík, sem hyggst beita sér fyrir réttindum nemenda. Fræðsluráð tók málið ekki fyrir! Þegar Pressan innti Þorbjörn Broddason, fulltrúa í Fræðsluráði Reykjavíkur, eftir því hvort ráðið hefði rætt málefni Tjarnarskólans á fundi sínum á mánudaginn sagði Þorbjörn svo ekki hafa verið: „Þeg- ar ég sá að formaður fræðsluráðs, Ragnar Júlíusson, hafði ekki frum- kvæði að því að taka þetta mál upp, óskaði ég og kennarafulltrúarnir tveir eftir því að málið yrði rætt. Fimmti fulltrúinn í fræðsluráði, Kristín Arnalds, var ekki mætt á fundinn og enginn varamaður fyrir hana. Greidd voru atkvæði og var beiðninni hafnað með þremur at- kvæðum sjálfstæðismanna gegn mínu þar sem kennarafulltrúar hafa ekki atkvæðisrétt. Forntaður kvaðst ekki vilja taka málið fyrir þar sem engin gögn hefðu borist frá skólastjórum Tjarnarskóla. Ég benti á, og bókaði, að til væri grein- argerð, en skólastjórarnir hefðu hafnað því að senda hana til fræðsluráðs. Ég tel að fræðsluráð geti ekki látið skólastjóra Tjarnar- skóla stöðva umræðuna með þess- um hætti og á fastlega von á að fræðsluráð ræði þetta á næsta fundi.“ Undir eftirlit menntamála- ráðuneytisins Morgunblaðið fjallaði um Tjarn- arskólamálið á föstudaginn og í gær birtist í blaðinu greinargerð menntamálaráðherra, Svavars Gestssonar, sem og svar skólastýr- anna. í bréfi menntamálaráðherra kemur fram að með öllu sé „ólíð- andi að vanskil á skólagjöldum komi í veg fyrir það að prófskírteini séu afhent nemendum að loknum níu ára grunnskóla. Það sainrýmist ekki lögum á neinn hátt“. Ráðu- neytið Iítur svo á að skýringar skólastýranna séu ekki fullnægj- andi og að það sé ekki afsakanlegt á neinn liátt að barninu skuli hafa verið neitað um prófskírteinið. Þá telur ráðuneytið að skólagjöld við Tjarnarskóla séu óeðlilega há, 87.300 krónur á nemanda síðastlið- inn vetur. Er þess óskað að fram- vegis verði kallað eftir afstöðu ráðuneytisins ef talið er nauðsyn- legt að breyta skólagjöldum. Þá er ennfremur vinsamlega farið fram á það við Tjarnarskóla að hann sendi ráðuneytinu ársuppgjör fyrir skól- ann framvegis. í greinargerð skólastýranna sem þær hafa sent fjölmiðlum ítreka þær þá skoðun sína að sökin sé föð- urins. Þær tiltaka sérstaklega að staðfestingargjald skólaársins 1987—1988 hafi verið greitt 3. nóv- ember 1987, en eindagi hafi verið 1. júlí. Þær sjá hins vegar ekki ástæðu til að nefna að staðfestingargjald fyrir þennan vetur var greitt 19. september 1988 eða að fyrrihluti skólagjalda ’87—’88 hafi verið greiddur á gjalddaga og síðari hluti ’87—’88 16. febrúar, en eindagi var 1. febr., eins og kvittanir sem PRESSAN hefur sýna fram á. í þeirri umræðu sem spunnist hefur um Tjarnarskólann taka flestallir afstöðu með nemandan- um. Hún var niðurlægð og lítil- lækkuð frammi fyrir skólafélögum sínum, flækt inn i mál þar sem pen- ingasjónarmið réðu ferðinni. í bréfi skólastýranna sem birtist í Morgun- blaðinu í gær beina þær þeim orð- um til nemandans að þeim „leiðist að hafa verið þátttakendur í deilum sem valdið hafaþéróhamingju. Síst af öllu áttir þú skilið að ljúka skóla- ferli þínum með þessum hætti og hörmum við það svo sannarlega“. Ábyrgðin var skólastjóranna Nemandinn fór fram á opinbera afsökunarbeiðni frá skólastjórun- um og í hádegisfréttum í gær bað María Héðinsdóttir stúlkuna af- sökunar fyrir hönd beggja skóla- stjóranna „á þeim þætti málsins sem að þeim sneri“. Éftir að afsök- unarbeiðnin hafði hljómað á öld- um ríkisútvarpsins sagði nemand- inn í samtali við Pressuna: „Ég er hissa á þeim að setja ekki afsökun- ina á prent. Mér þykir leiðinlegt að skólastýrurnar skyldu hafa tekið tíu þúsund krönur fram yfir sam- vinnu og vináttu okkar sem mynd- aðist á þeim þremur árum sem ég var í Tjarnarskóla. Það á ekki að þurfa að skipa skólastjórum grunn- skóla að biðjast afsökunar á fram- ferði sem þessu. Þær áttu að finna það hjá sjálfum sér að biðjast fyrir- gefningar. Þær kalla sjálfar sig „þátttakendur" í deilum. Þær voru ekki þátttakendur. Þær báru ábyrgðina. Þær tóku ákvörðun um að láta tíuþúsund króna skuld bitna á mér. Sökin er algjörlega þeirra.“ Rekstur einkaskóla á Islandi hef- ur verið umdeildur. Eftir atburð sem þann sem gerðist í Dómkirkj- unni 31. maí sl. hlýtur sú spurning að vakna hvort ekki sé æskilegast að ríki og borg hætti öllum afskipt- um af Tjarnarskóla og sendi skóla- stýrurnar „ud paa den gale vej“ eins og einn viðmælenda Pressunnar lagði til. Undir þau sjónarmið tekur ritstjóri Tímans í leiðara blaðsins á laugardaginn undir fyrirsögninni „Valdhroki“ og segir að „úr því þessi einkaskóli er farinn að ramma inn sérstöðu sína og sýna eðli sitt er ekki til of mikils mælst að stuðn- ingur ríkisins við skólann sé endur- skoðaður". Foreldrar með eðlilega dóm- greind hljóta að minnsta kosti að íhuga vandlega hvort þeir geti hugs- að sér að barn þeirra lendi í sömu aðstöðu og nemandinn gerði fyrir hálfum mánuði. Þótt framtiðin virðist björt í upphafi skólaárs skal haft í huga að enginn veit sína æv- ina fyrr en öll er. AKM ÁRSRIT KVENRÉTTINDAFÉLAGS ÍSLANDS 1989 ER KOMIÐ ÚT Fæst í bókaverslunum, blaðsölustöð- um og hjá kvenfélögum um land allt. Kvenréttindafélag íslands Sendum heim sími 79011 . u.oou.m*. .. 9” 12 A. MARGHARITA Margrét 9" 12” m/tómat, osti, oregono kr. 360,- kr. 480,- B. ALFUNGI Sveppir m/tómat, osti, ferskum sveppum, pharmasian, oregano kr. 470,- kr. 610,- C. VEGETALÍA Grænmeti m/tómat, osti, ferskum sveppum. papriku, lauk, ananas, ætiþistlum kr. 560,- kr. 690,- D. QUATROCHEES Fjónr ostar m/tómat, fjórum tegundum osta, oregano kr. 460,- kr. 590,- E. PRIMA VERA Drottning m/tómat, osti, spægipylsu, lauk, gróðosti, oregano kr. 550,- kr. 670,- F. BOLOGNESE Nautahakk m/tómat, osti, nautahakki. sveppum, papriku kr. 560,- kr. 690,- G. CASANOVA Bósi m/tómat, osti, skinku, ananas, papriku kr. 570,- kr. 700,- H. PEPPERONE Kryddpylsa m/tómat, osti, pepperone, sveppum, lauk kr. 560,- kr. 690,- 1. QUATRO STAGIONE Fjórar árstíðir — m/tómat, osti, skinku, sveppum, rækjum, ætiþistlum. kr. 630,- kr. 750,- J. PORTO BELLO Bryggjan m/tómat, osti, túnfiski, lauk, olifum kr. 540,- kr. 660,- K. LA CASA Höllin m/tómat, osti, rækjum, eggi, hvitlauk, capers kr. 540,- kr. 660,- L. PIZZA MAFÍA Mafian m/tómat, osti, túnfiski, rækjum, kræklingi, gráðosti, ananas, ólifum kr. 700,- kr. 890,- OFNINN Gurduburgi 1 Siml 79011

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.