Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 9

Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15. júní 1989 9 Stjörnu-Eiríkur skrifarbók um Davíð Oddsson — / óþökk borgarstjórans __________EFTIR: PÁL VILHJÁLMSSON — MYNDIR: EINAR QLASON_ Á sumrin eru smíðaðar metsölubækur. í fyrra skrifaði rithöfundur metsölubók um forsetann og í sumar skrifar blaðamaður um borgarstjórann. Það ber þó ó milli að forsetinn vildi en borgarstjórinn vill ekki. „Þetta er pöntunarverk," segir Eiríkur Jónsson, áður blaðamaður á DV og fréttastjóri Stjörnunnar, um bókina sem hann er að leggja síðustu hönd á. Vinnuheitið á bók- inni er „Beysi kemur í bæinn”, en Beysi er gælunafn litla Davíðs sem kom frá Selfossi og varð borgar- stjóri í Reykjavík. Eiríkur hafði samband við Davíð áður en hann hóf vinnu við bókina. „Það var gott í honum hljóðið þeg- ar ég bar undir hann hugmyndina. Davíð gaf mér vilyrði um að ræða við mig á seinna stigi, meðal annars til að fylla upp í eyður í sögunni,” segir Eiríkur. Önundur Björnsson, forleggjari bókarinnar, segir þá Eirík hafa ákveðið að ráðast í ritun Davíðs- sögu eftir nokkra umræðu um heppilegt söguefni. „Ég hefði helst af öllu viljað að Davíð samþykkti að vinna með Eiríki. En ég læt höf- undinum eftir að dæma um hvort hann heldur áfram þegar Davíð dregur samþykki sitt tilbaka,” segir Önundur og bætir við að það sé í samræmi við þá vinnureglu sem hann hafi tamið sér sem útgefandi. Að sögn Eiríks sneri Davíð blað- inu við og á seinni fundi þeirra mæltist hann til þess að ekki yrði skrifuð bók um sig þetta ungan. „Davíð vildi að ég biði í nokkra ára- tugi með bókina,” segir Eiríkur sem gat ekki fallist á þá málaleitan. „Ég var kominn langt á veg með bókina og of seint að hætta við. Ef Davíð hefði strax á okkar fyrsta fundi Iagst gegn hugmyndinni hefði ég líklega látið þar við sitja.” Sjálfstæðari vinnubrögð Éiríkur var fenginn til bókar- skrifa skömmu eftir að hann hætti á útvarpsstöðinni Stjörnunni „með brambolti” eins og hann sjálfur segir. Eiríkur var rekinn af Stjörn- unni eftir að skarst í odda með hon- um og eigendum stöðvarinnar. Það stendur löngum styr um Eirík enda hirðir maðurinn ekki unt hefðir og hikar ekki við að taka stórt upp í sig. Blaðlesendur muna eftir drama- tískum fyrirsögnum í DV eins og „Alblóðugureyðnisjúklingur ræðst inn á barnaheimili” og útvarps- hlustendur eftir leikrænum og svör- ugum fréttatímum Stjörnunnar undir stjórn Eiríks. Þegar Eiríkur tekur að sér að skrifa bók um Davíð ætlar hann sér ekki að feta sömu slóð og margir ævisagnaskríbentar síðustu ára. Formúlan er sú að viðmælendur mala laust og fast inn á segulband sem skrifarinn raðar svo niður á blað. „Þetta átti aldrei að verða við- talsbók við Davíð þar sem hann tal- aði inn á segulband. Ég vinn bókina sjálfstætt og heimildarmenn mínir skipta tugum,” segir Eirikur. Hann talar um að þau vinnu- brögð sem hann notar við bókina tíðkist erlendis og þess sé skammt að bíða að þau verði tekin upp hér á landi. („Hvað er búið að skrifa margar bækur um Frank Sinatra án samráðs við hann sjálfan?”) Hraðsoðin sölubók „Þetta er bara blaðamennska. Ég get ekki séð neitt óeðlilegt við það að nota vinnubrögð blaðamanna þegar maður sernur bók. Ég var heldur ekki sammála því á sínum tíma að fréttaskrif í dagblöð ættu að mótast af fréttum Moggans eða fréttir í útvarpi að vera eins og þær í Ríkisútvarpinu.” Eiríkur dregur ekki dul á að hann er að skrifa hraðsoðna sölubók. Með Davíð á skjónum og Jesúm fyrir ofan. Eiríkur Jónsson við vinnu sína Bókin er að mestu unnin á fjórum eða fimm mánuðum og kemur út fyrir næstu jól. „Ég er ekki að skrifa fyrir Davíð sjálfan, fjöl- skyldu hans eða vini. Bókin er fyrir fólkið í landinu sem þekkir hann ekki.” Og hvers vegna ætti „fólkið í landinu” að vera áhugasamt um borgarstjórann í Reykjavík? Jú, Ei- ríkur hefur svarið á reiðum höndum. „Nánast allir sem ég talaði við, hvort heldur stuðningsmenn eða andstæðingar, voru á einu máli um að Davíð eigi eftir að taka foryst- una í stærsta stjórnmálaflokki landsins. Þetta er sá ntaður sem þjóðin getur átt von á að muni gína yfir pólitíkinni hér næstu áratug- ina.” „Hetjusaga ungs manns" Eiríkur vill taka af öll tvímæli um að hann sé að skrifa andófsrit gegn Davíð. „Ég er ekki að skrifa gegn Davíð, alls ekki. Þetta er nokkurs konar hetjusaga ungs manns sem náð hefur langt.” Sagan „Beysi kemur í bæinn” hefst þar sem Davíð litli kemur í heiminn. Hann fæðist í Reykjavík, flyst sem ungabarn austur á Selfoss, en þar átti heima jafnaldri hans og flokksbróðir, Steini Páls. Davíð snýr aftur til höfuðborgarinnar sex ára gamall, gengur í skóla, stjórnar gamanþætti i útvarpinu og álpast inn á fund hjá Sjálfstæðis- flokknum. Sagan er rakin með hjálp heim- ildarmanna úr ýmsum áttum. Ei- ríkur Segir fólk nánast undantekn- ingarlaust hafa tekið erindinu vel. Þó skiptust nánustu stuðnings- menn Davíðs í tvo hópa. „Vinir og samverkamenn sem standa Davíð næst, svokölluð skjaldborg Davíðs, höfðu samband við hann áður en þeir féllust á við- tal við mig. Mér skilst að Davíð hafi sagt þeim að bókin sé ekki unnin nteð hans samþykki. Hann fór ekki fram á að menn neituðu að tala við mig, enda varð það að samkomu- lagi okkar á ntilli að Davíð legði ekki stein í götu mína. Flestir úr stuðningsmannaliði Davíðs féllust á að ræða við mig en þó voru þeir nokkrir sem neituðu. Ég held það hafi verið betri vinir Davíðs sem svöruðu mér en hinir sem neituðu,” segir Eiríkur. Davið Oddsson: — EREINDREGIÐÁMÓTI BÓKINNI „Eiríkur kom til mín á skrifstofuna og sagðist ætla að skrifa bók um mig. Ég sagðist ekki vilja að skrifuð yrði bók um mig, ég er ungur maður. Það mætti kannski ræða það þegar ég væri orðinn sextugur, ef einhver hefði ennþó óhuga ó mér," segir Davíð Oddsson borgarstjóri um framtak Eiríks Jónsson- ar. ,,Ég sagðist svo sem ekki geta komið í veg fyrir að hann skrifaði bókina, en mér eróskiljanlegtað hann skuli túlka þau orð sem vilyrði fyrir samstarfi. í seinna skiptið sem ég hitti Ei- rík bað ég hann eindregið að hætta við bókina og í framhaldi skrifaði ég honum bréf sama efnis/' segir Davíð, sem nýlega hefur fengið tvö önnur tilboð um skróningu ævisögunnar og hafnað baðum. „Ef Eiríkur er ókveðinn í að halda þessu ófram er ekkert við því að gera," svarar Davíð spurningu um hvort hann hyggist grípa til einhverra róðstafana til að hindra útkomu bókarinn- ar. — pv

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.