Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 14

Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 14
14 Hver tengir síma við þráð? Nú ítrekar Ævar við hlustendur hvort þeir hafi ekki á takteinunum snjalla þýðingu á kókslagorðinu. En í símanum er Gísli sem ég hugsa að sé á milli fertugs og fimmtugs. Honum er enginn hlátur í hug — það heyrist á öllu. „Þú varst að tala um málhreinsun, ekki satt? Þá er best að líta á það sem verst er, það er fullorðna fólkið — og ekki eruð þið betri þarna á útvarpinu...“ Eftir allnokkurt þjark við Ævar, segir Gísli með þunga: „Enn eitt sem fer í taugarnar á mér, það er að „slá á þráðinn“. Þetta heyri ég á hverjum einasta degi í útvarpinu." „Hvað sérðu athugavert við það að slá á þráðinn?" „Þetta er danska... „Slaa paa traaden“, segir Gísli upp úr kokinu á sér og lætur þess getið að á ís- lensku komi þetta orðatiltæk: fyrst fyrir í skáldsögunni Gangvii ki eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Ævari, hins vegar, þykir orðatiltæk- ið alls ekki fara illa í tungu feðra okkar þrátt fyrir hugsanlegan danskan uppruna — er ekki verið að slá á símaþráðinn? Og sími er fornt orð um þráð. „Jú, jú, ég veit það,“ segir Gísli, „en hver tengir þar á milli? Hver tengir „síma“ við „þráð“? Ég meina þráður er þráður og sími... Ókei, orðið simi þýðir það sem það þýðir. En eftir stendur að við erum með orðatiltæki sem kemur beint úr dönsku." Og hana nú! Martröð stjórnandans Eftir nokkurt japl og jaml spyr Ævar: „Já, en hvernig á þá að taka á þessu (íslenskun á erlendum slag- orðum), Gísli? Af hverju ertu í þess- ari fýlu?“ Rödd stjórnandans er ekki lengur dimm heldur allt að því skræk; og hætt er við því að fleiri en Ólafur M. Jóhannesson á Morgun- blaðinu hrökkvi í kút. En ekki okk- ar maður, hann Gísli. „Ég er ekkert fúll,“ segir hann ofur rólega. „Ég held að það hefði ekki átt að vefjast fyrir einum eða neinum að snara þessu (enska kók- auglýsingartextanum) yfir á svona þokkalegt mál... þó slagorðasmíð sé ekki mín besta grein.“ Ævar þakkar Gísla fyrir. „Og Guðrún Bjarnadóttir... Guðrún?" „Já?“ „Gott kvöld.“ „Sæll og blessaður,“ gellur kank- víslega í II eða 12 ára gamalli stelpu. „Bíttu í helv..!‘ o.s.frv. sem er óþarfi að vera nokkuð að prenta. Auðheyrilega er barnið búið að læra orðið „melludólgur“ sem það virðist nota í merkingunni „karl- maður“; kynni það að segja ein- hverja sögu um heimilisaðstæðurn- ar? Hvað um það, atvik sem þetta, þar sem klámi, níði og flími er hellt yfir stjórnendur Þjóðarsálarinnar og útvarpshlustendur, eru í raun- inni merkilega fátíð þegar haft er í huga að þetta er nokkurn veginn beint útvarp. Stjórnendurnir eru þó líklega oftar en ekki á varðbergi þegar þeim er tilkynnt í heyrnartól- ið að á línunni sé barn. Á hinn bóg- inn er vitaskuld fremur erfitt að gera sér grein fyrir því hvað „sími“ þýðir. Þetta er nú dregið af orðinu varsími!1 „Ha?“ „Hefurðu ekki heyrt talað um varsíma?... Það er sú lognrák sem skip dregur á eftir sér þegar það siglir. “ Var það í raun og sannleika sál ís- lensku þjóðarinnar sem þannig mælti á föstudaginn var? „Nei, ekki alveg,“ segir Stefán Jón Haf- stein, sem ætti að vita það; þetta var ekki niðurstaða og þversumma af öllum íslendingum, ekki sjálfur meðaljóninn. „í Þjóðarsálinni heyrist frekar rödd fólks sem á ekki greiðan aðgang að fjölmiðlum og tefur hingað til vantað vettvang til tð koma skoðun sinni á framfæri neð auðveldu móti,“ segir Stefán Jón. „Þjóðarsálin er því angi af auknu lýðræði. Þarna geta stund- um skotið upp kolfihtfm athyglis- verð mál sem annars hefði ekki ver- ið veitt mikil eftirtekt opinber- lega.“ Fyrir utan þetta er ekki með öllu auðvelt að henda reiður á því ná- kvæmlega hvers konar fólk hringir í þáttinn og af hvaða hvötum það gerir það. Einhver sagði að fólkið sem hringir í Þjóðarsálina væru þeir sem styðja Steingrím Her- sólarinnar Stöku sinnum heyrast dæmi um mannlega eymd og niðurlægingu í Þjóðarsálinni. „Stundum getur maður orðið klökkur af því að hlusta á fólk sem hringir og segir frá miklum erfiðleikum sem það hefur lent í,“ segir Stefán Jón. „Ég man t.d. eftir því að það hringdi einu sinni maður sem var öryrki og skýrði æsingarlaust frá bágindum sínum. Hann hafði minna en þrjá- tíu þúsund krónur til að lifa af á mánuði og hann lýsti því hvernig sér gengi að framfleyta sér I verðhækk- ununum sem dyndu yfir. Hann rakti það hvernig hann hefði misst heilsuna og skuldirnar hlaðist upp' Fimmtudagur 15. júní 1989 þó ekki tekist að finna nógu grein- argott svar við því hvers konar skepna þessi Þjóðarsál er og því ráð að leita til aðila sem er m.a. mennt- aður i því að hafa áhuga á svona fyrirbærum. „Þættir eins og Þjóð- arsálin," segir dr. Þorbjörn Broddason lektor, „eru ný tegund af fjölmiðlun, þetta er skemmtileg blanda af fjölmiðli og mannlegum boðskiptum. Menn eiga þess kost að hlera þarna símtöl annarra og geta gerst þátttakendur í samtali annarra í öryggi heimilis síns. Menn ráða hvort þeir taka þátt í samræð- unum og um hvað þeir ræða og hafa þannig fullkomið vald á aðstæðun- um.“ Þorbjörn leggur áherslu á hvað fjölmiðlar á Íslandi séu allir orðnir ,,afslappaðari“ en áður fyrr og fólk umgangist þá af meiri léttúð en urn leið á lýðræðislegri hátt en tíðkaðist, og heldur áfram: „En þetta er vitaskuld vandmeðfarið form og veltur á miklu að umsjón- armennirnir hafi tök á því og það finnst mér þeir gera sem stjórna Þjóðarsálinni,“ segir Þorbjörn Broddason. Ætli niðurstaðan verði þá ekki þessi: Þjóðarsálin er lýðræðisein- kenni og þar kemur að mörgu Ieyti vel fram félagslegur þroski íslend- ingsins. Að mörgu leyti... Þjóðarsáluhjálparhellur: Stefán Jón Hafstein nýkominn af brosnámskeiði. En hvað um Ævar Kjartansson? áætla fyrirfram áfengismagnið í fullorðnu fólki sem hringir í þátt- inn... Það er óhætt að segja að Ævar Kjartansson á ekki í neinum brös- um með að bjarga sér úr þessum nauðum. „Það er greinilegt að föstudagseftirmiðdagur fer mis- jafnlega í menn,“ segir hann sposk- ur og þar með er það úr sögunni. Páll Bergþórsson en ekki Árni Bergmann Þetta verður að duga sem handa- hófskennt sýnishorn af því sem fram fór í Þjóðarsálinni síðastlið- inn föstudag. Þó get ég ekki stillt mig um að tilfæra hér í lokin um- mæli gamals uppgjafasjómanns, Skúla að nafni: „Maðurinn var þarna að minnast á síma... Ég veit ekki hvort menn mannsson en það er hreint ekki víst að sá hafi endilega hitt naglann á höfuðið; hins vegar þori ég að hengja mig upp á það að Steingrím- ur hefur einhvern tíma hlustað á Þjóðarsálina. Talsvert ber á eldra fólki og konum sem manni heyrist hálfpartinn að séu einstæðar en líka körlum á fertugs- eða fimmtugs- aldri. Margir eru sjálfsagt einmana. Börn og drukkið fólk eru svo í sér- flokki, hlutfallslega þó ekki til vansa. Einstaka er beðinn að hringja ekki of oft. Ekki hringja margir úr þeim þjóðfélagshópi sem kalla má íslensku „intelígentsíuna", þ.e.a.s. misjafnlega langskólageng- ið fólk o.þ.h. Þó er það ekki algilt; til dæmis lætur Páll Bergþórsson veðurfræðingur, sem tvímælalaust telst til þessa hóps, alloft í sér heyra. Árni Bergmann Þjóðviljaritstjóri hefur samt enn ekki hringt í Þjóð- arsálina svo ég hafi tekið eftir, og má undarlegt heita. og sagði að eftir verðhækkunina á bensíni hefði hann ekki efni á því að reka bíl — sem væri sér lífsnauð- sýnlegur, bæði til að komast ferða sinna en ekki síður til að halda í síð- asta snefilinn af sjálfsvirðingunni. Honum fannst að ef hann, öryrk- inn, missti bílinn ofan á allt annað þá væri hann búinn að vera.“ Heyrði þessa sögu enginn pólitík- us? Dæmi um mál sem verða fyrir- ferðarmikil í Þjóðarsálinni er verk- fall BHMR-manna. Þar kom í ljós að kennarastéttin í þessu landi nýt- ur engrar sérstakrar virðingar, enda var engu líkara en hún ein væri í verkfalli miðað við ummælin sem voru látin falla. Ekki treysti ég mér til þess að segja hvers vegna kennarar eiga lítt upp á pallborðið meðal þeirra sem hringja í Þjóðarsálina nema ef vera kynni að fólki hafi gramist við þessa stétt manna að valda því með verkfallinu að það sæi helst til mik- ið af afkvæmum sínum á daginn. Annað dæmi er heimsókn Jóhann- esar Pals páfa annars til íslands fyr- ir skemmstu. Hefði Þjóðarsálin ekki verið á sínum stað hefði það líklega ekki farið hátt að mörgum var páfi þessi síður en svo kærkom- inn gestur og til er fólk sem fannst fullmiklum fjármunum sóað vegna heimsóknarinnar. Og þannig mætti lengi telja (hval- ir, mjólk, bensín...). Enn hefur mér

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.