Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 24

Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 24
24 Fimmtudagur 15: júní 1989 STUÐMENN, OSTAR OG RAUÐVÍN Hljómsveit allra landsmanna aldrei sprækari en einmitt nú „Hljómsveitin Stuðmenn er jú elsta ungl- ingahljómsveit landsins en hefur til að bera eiginleika osta og rauðvíns, þ.e. að batna með aldrinum," svaraði Jakob Frí- mann Magnússon þegar blaðamaður bað hann að lýsa Stuðmönnum eins og þeir væru í dag. Það er að koma út ný plata frá þessu eldhressa gengi, hún verður komin í hillurnar á þjóðhátíðardag- inn sjálfan. LISTIN AÐ LIFA heit- ir gripurinn og er níunda plata Stuðmanna, lagahöfundanna sem í upphafi voru aðeins að gera grín að hallærispoppmenningu eftirstríðs- áranna. Höfundar að þessu sinni sem oftast eru þau Egill, Jakob, Ragnhildur, Valgeir, Sigurður Bjóla, Tómas, Þórður og Ásgeir. Að auki kemur hinn landsþekkti léikari, grínari og PRESSUPENNI Flosi Ólafsson við sögu, en hann flytur sinn eigin texta um Friðrik bátsmann og Birnu sprett á plöt- unni. — En Jakob, hvers vegna eru Stuðmenn að koma saman núna? „Þaö er einfaldlega sú árátta að semja lög og koma þeim frá sér sem stjórnar því. Þetta verður mönnum ákaflega eðlislægt þegar þeir eru búnir aö stunda þetta jafnlengi og við erum búin að gera.“ — Semsagt að fá útrás fyrir sköpunargáfuna? „Það má segja það,“ svarar Jakob og bætir við að safnast hafi mikið af lögum í sarpinn sem hafi verið og verði ekkert annað en stuð- mannalög: „Þetta eru lög laus við allt pjátur og pjatt, ekki bundin á klafa neinnar sérstakrar stíltegund- ar.“ Jakob segir hlutina hafa gerst mjög hratt, allt ákveðið í snarhasti og síðan kýlt á upptökur: „Þetta var mjög skemmtilegt að koma svona snögglega saman, enda er það þannig sem Stuðmenn hafa „fúnkerað" í gegnum árin, allt í miklu gamni, en stuttan tíma í einu.“ Aðspurður hvort Stuðmenn stæðu ennþá undir nafni svaraði Jakob því til að þeir hefðu aldrei verið sprækari, fjörugri og skemmtilegri en nú. Sannarlega stór orð en þau hafa menn stuðsins aldrei sparað: „Ég er náttúrulega ekki manna dómbærastur á það,“ bætir hann við, „en mér hefur verið sagt af fólki sem heyrt hefur lög af plötunni að þau innihaldi hinn eina sanna stuðmannatón sem ein- kenndi okkur hér á árum áður. Hann blandast svo saman við text- ana sem eru blanda af góðlátlegu gríni og nöturlegu háði. “ — Er þá til staðar sami þjóðfé- lagslegi undirtónninn og var þegar þið voruð að byrja? „Yrkisefnin spanng töluverða breidd, allt frá góðlátlegrúumvönd- un til heiftugrar siðbótar og þjóð- ernishyggju." — Er „Listin að lifa“ þá plata mikilla andstæðna? „Ekki beint andstæðna, heldur plata með mjög mikla breidd í text- um og tónlist, við semjum öll, ýmist saman eða hvort í sínu lagi, sem veldur því að við erum ekki fast- skorðuð vð eina tegund tónlistar. Á „Listinni að lifa“ er leitað víðar fanga en nokkurn tímann fyrr á stuðmannaplötu.“ — Stuðmenn fyrr og nú. Eru þetta ekki tvær gjörólíkar hljóm- sveitir? „Alls ekki,“ svarar Jakob mjög ákveðið. — Hafið þið þá ekkert breyst? „Jú, jú, tímarnir breytast og mennirnir með. En Stuðmenn eru hljómsveit sem byggð er á mjög skýrri og glöggri frumhugmynd. Vissulega hafa menn misst sjónar á henni öðru hvoru og vaðið ýmiss konar moðreyk, en núna held ég að við höfum horfið allrækilega til upprunans, gysið er komið aftur í framsætið eftir að hafa verið í skottinu um hríð.“ — Eitthvað sérlega minnisstætt frá gerð plötunnar? „Morgunfundirnir heima hjá mér eru það sem mér er minnis- stæðast við gerð plötunnar. Við hittumst alltaf hérna í eldhúsinu klukkan átta á hverjum rnorgni á meðan við vorum að undirbúa plöt- una. Sátum í kringum eldhúsborð- ið, kannski tveir með kassagítara, hinir með blað og penna. Síðan var hugmyndunum hreinlega „kastað" á milli manna. Svo var drukkið te, borðað ristað brauð og þess háttar, allt mjög heimilislegt. Þetta voru hreint alveg frábærar samkomur, því þessi hópur hefur aldrei hist svona snemma á morgnana, heldur voru hlutirnir yfirleitt framkvæmd- ir að næturlagi. Núna voru menn stálslegnir og þarna sannaðist held ég hið fornkveðna; morgunstund gefur gull í mund,“ segir Jakob F. Magnússon að lokum. Stuðmenn anno 1989: Hallærislegir og „sveitó“ fram i fingurgóma. Texti: Gunnar H. Ársælsson. kynlifsdálkurinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN— kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. HVAÐ ER SVONA MERKILEGT VIÐ ÞAÐ AÐ VERA KARLMAÐUR ? I síðasta pistli kynnti ég niður- stöður hópverkefnis meðal grunn- skólakrakka og tíndi til hvaða kosti og ókosti strákar sjá við það að vera stelpa. Núna er komið að stelpun- um að kynna sjónarmið sín. Hafa engin brjóst Eftirfarandi kosti sáu stelpurnar við að vera strákur: „Þeir byrja ekki á túr, verða ekki óléttir, þurfa ekki að hafa brjóst sem lafa niður á maga, geta migið standandi, mömmurnar eru ekki logandi hræddar um að þeir verði óléttir, eyða ekki eins miklum peningum í snyrtivörur og föt, það er ekki hneykslast eins mikið á strákum í sambandi við kynferðismál, t.d. getur strákurinn verið með fjórum stelpum sama mánuðinn og það er flott, en ef stelpa væri með fjórum strákum sama mánuðinn yrði hún kölluð mella, þeir fá oftast heppi- legri störf en stelpur, t.d. í frystihús- inu og lenda þá oftast í þeim störf- um þar sem bónusinn er hærri, þeir þurfa ekki að bera eins mikla ábyrgð, þeir geta verið berir að ofan í góðu veðri, fá yfirleitt hærra kaup, yfirleitt sterkari, þeir eiga yfirleitt að hafa frumkvæðið, þeir skipta sér yfirleitt aldrei af getnaðarvörnum (ókostur fyrir okkur), þeir þurfa ekki að afmeyjast, þeir hafa engin brjóst, elstu strákar mega oft miklu meira en elstu stelpur, þurfa ekki að hafa eins fyrir útlitinu, þurfa ekki að þvo upp, geta étið mikið og brenna meiru, hafa betra þol.“ Það er greinilegt að stelpunum finnst jafnréttið ekki mikið í raun og veru, sé að marka skoðanir þeirra. Tvö- falda siðgæðið er þeim einnig ofar- lega í huga (það sem öðru kyninu leyfist í samlífi má hitt ekki) svo og kröfur um gott útlit, flottan klæða- burð, ábyrgð á getnaðarvörnum og það að hafa blæðingar. Byrgja tilfinningar inni En hvaða ókosti sjá stelpur við að að vera strákur? „Þeir byrgja til- finningarnar alltaf inni, því þeir þurfa að sýnast sterkir, pungurinn er mjög viðkvæmur, eiga erfitt með að tjá sig, þeir ráða ekki við tippið á sér, fá t.d. standpínu við minnsta tilefni óháð stað og stund, fara í mútur, fá sáðfall i svefni, þeir eru píndir rneira en stelpur, óheppilegt að vera smávaxinn strákur — þá er troðið á þeim, þeir taka seinna út þroska (andlega og líkamlega), þeir eru ekki með innbyggð kynfæri, Ioðnir á bringunni, þurfa aíltaf að vera að raka sig, samkvæmt gamal- dags siðferðiskenningu þurfa þeir alltaf að eiga frumkvæðið í öllu, óþægilegt að láta berja sig í pung- inn, þeir fá yfirleitt meira af ungl- ingabólum, strákar eru yfirleitt miklu druslulegri þangað til þeir komast á unglingsárin, þeir fá skegg, þeir eru yfirleitt latari við heimavinnu og yfirleitt miklu latari og kærulausari en stelpur, það er ekki siðsamlegt fyrir þá að vera i pilsi, strákar eru oft svo graðir, geta ekki setið á klósettinu í hvert skipti og slappað af, þegar strákar eru búnir að vera með mörgum stelpum eru þeir álitnir miklir gæjar en stelpurnar fyrirlitnar, ganga í ógeðslega skítugum sokkum, þeir eru alltaf að slást, loðnir á löppun- um og undir höndunum, sein- þroska." Aukinn skilningur Þegar krakkarnir ræddu svo þessar niðurstöður hópanna voru skiptar skoðanir um þær, en með því að opna umræður um kynhlut- verkin náðist vonandi meiri skiln- ingur á milli kynjanna. Hvert ein- asta atriði er efni i heila kennslu- stund og oft meira en það. Eitt af markmiðum kynfræðslu hlýtur að vera að kynin læri að skilja betur hvort annað og virða mismunandi líffræðilegt kynhlutverk; því er ekki hægt að breyta. Félagslega kynhlut- verkið; hegðun, viðhorf, tilfinning- ar, útlit og talsmáti sem talin eru hæfa hvoru kyninu fyrir sig, eru síbreytileg og ekkert lögmál í sjálfu sér. JÓNA INGIBJORG JÓNSDÓTTIR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.