Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 27

Pressan - 15.06.1989, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 15. júní 1989 27 sfónvarp FIMMTUDAGUR 15. júní Stöð 2 kl. 21.00 SÖNGURINN LIFIR’ * (Lady Sings the Blues) Bandarísk biómynd. Leikstjóri: Sidney J. Fitrie. Áðaihlutverk: Di- [ ana Ross, Richard Pryor og Billie Dee WUliams. Þetta er kvikmynd byggð á sann- sögulegum heimildunt úr lífi bandarísku blökkusöngkonunnar Billie Holliday, sem var án efa fremst á sínu sviði; jasssöng. Ævi : hennar var skrautleg og þegar hún var aðeins tíu ára varð hún fyrir barðinu á nauðgara. Hún gerðist vændiskona og má eflaust rekja það til fyrrnefnds atburðar. Einnig sökk hún í fen eiturlyfjamisnotkun- ar og lést í strangri vörslu lögregl- , unnar. Diana Ross kom í fyrsta sinn fram á hvíta tjaldinu í þessari mynd og var m.a. tilnefnd til Óskarsverð- launa fyrir leik sinn, sem þykir frá- bær. Kvikmyndin sem slík er þó ekki álitin gefa sem besta mynd af lífi Biilie Holiiday. FÖSTUDAGUR 16. júní Stöð 2 kl. 21.15 Á DÝRAVEIÐUM***'2 (Hatari) Bandarísk spennumynd. Leikstjóri: Howard Hawks. Aðalhlutverk: John Wayne, Elsa Marinelli, Red Buttons og Hardy Kruger. Vanalega tengjum við Jón væna við vestramyndir en í þessari er allt ann- að upp á teningnum. Hér er kallinn kominn til Afríku og farinn að veiða villidýr. Þetta er víst hápunkt- urinn á ferli kappans, því í Hatari sýnir hann snilldarleik og aukaleik- ararnir líka. Kjörið tækifæri fyrir þá sem elska John Wayne að endur- nýja ást sína á jaxlinum. Stöð 2 kl. 00.10 TRAVIS McGEE* Bandarísk spennumynd. Leikstjóri: Andrew V. McLaglen. Aðalhlut- verk: Sam Elliot, Gene Evans, Barry Gorbin og Richard Farns- worth. Mynd þessi fjallar um afdrif manns sem var á báti sem fórst. Hann er talinn vera eigandi bátsins, en skipstjórinn hefur misst réttind- in vegna þess að áfengis var neytt um borð. Sá telur þó að einhver hafi haft sig fyrir rangri sök og fær besta vin sinn til hjálpar til að koma upp um hinn seka. Málið tekur þó óvænta stefnu þegar félagarnir fá spurnir af hinunt látna í annarri borg. Stöð 2 kl. 01.40 í STRÁKAGERI* (Where the Boys Are) Bandarísk gamanmynd. Leikstjóri: Hy Averback. Aðalldutverk: Lisa Hartmann, Lorna Luft, Wendy Schaal og Howard McGillin. Fjórar frískar stúlkur leggja í hann til Flórída á vit ævintýra. Markmið Ríkissjónvapið kl. 22.00 NÓTT í PARÍS (Paris Minuit) Frönsk bíómynd. Leikstjóri: Frederic Andrei, Aðalhlutverk: Frederic Andrei, Isabella Texier, Gabriel Cattand. Við erum stödd í París á miðnætti. Innbrot er framið og skothvellir heyrast. Lögreglan hefur ákafa leit að tveimur ungmennum sem hafa komist undan á flótta. hverrar fyrir sig er að ná sér í karl- ntann, hinn eina sanna. Allar fá þær drauma sína uppfyllta en af- Ieiðingarnar eru heldur betur i skondnari kantinum. Ef marka má ummælin unt þessa kvikmynd er þó ekkert skondið við hana. Hún er sennilega jafnhallærisleg og nafn leikstjórans. LAUGARDAGUR 17. júní Stöð 2 kl. 21.45 UNDIR ELDFJALUNU***'2 (Under the Volcano) Bandarísk kvikmynd. Leikstjóri: John Huston. Aðalhlutverk: Albert Finney, Jacqueline Bisset, Anthony Andrews. Það er skemmst frá því að segja að þetta er ein þekktasta kvikmynd þessa frábæra leikstjóra. Hún fjall- ar um líf konsúls nokkurs í Mexíkó árið 1938. Hann sjálfur er svað- blautur og getur ekki með nokkru móti lagt frá sér flöskuna. Þegar fyrrverandi kona hans birtist fer hann þó að gera heiðarlegar til- raunir til þess, en það gengur illa. Ekki bætir úr skák að hálfbróðir hans er á svæðinu og grunar gamla manninn að ástarsamband sé á milli hans og konunnar sinnar. Frábær- Iega mögnuð kvikmynd þar sem Al- bert Finney er potturinn og pannan í öllu saman og sýnir stórkostlegan leik. Myndin er ekki við ltæfi barna. Rikissjónvarpið kl. 22^)5 SÁLUFÉLAGAR* * * (All of Me) Bandarisk grínmynd. Leikstjóri: Carl Reiner. Aöalhlutverk: Steve Martin og Lily Tomlin. Ungur lögfræðingur verður fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að sál nýlátinnar konu tekur sér ból- festu í líkanta hans. Þetta veldur honunt að vonum hugarangri og spinnast út frá þessu hin spaugileg- ustu atvik. Það besta við þessa ntynd er að hún batnar eftir þvi sem á hana líður. Rikissjónvarpið kl. 23.35 VÉLARRÖGÐ (Inspector Morse — The Ghost in the Machine) Bresk bíómynd. Aðalhlutverk: John Tliaw. Meira af lögreglumanninum Morse. Að þessu sinni fæst hann við rán á listaverkum úr ættarsetri nokkru og ekki nóg með það, því eigandi listaverkanna hverfur lika á hinn dularfyllsta hátt. En Iöggan er klár í kollinum og tekur til óspilltra málanna. Stöð 2 kl. 00.20 LÍNUDANSINN"*k (All That Jazz) Bandarísk kvikmynd. Leikstjóri: Bob Fosse. Aðalhlutverk: Roy Scheider, Jessica Lange, Ann Rain- king og Leland Palmer. Joe Gideon er vel metinn leikstjóri en sá galli er á gjöf Njarðar að .loe er haldinn sjúklegri fullkomnunar- áráttu. Hann lifir óheilbrigðu fífi og dag einn dettur hann niður úr hjartaslagi. Á meðan hann er undir hnífnum ímyndar hann sér að hann sé að taka viðtal við engil dauðans í sviðsuppfærslu og vinir og vanda- menn séu meðal áhorfenda. Ekki svo vitlaus hugmynd, en sumum þykir undirtónninn í myndinni full- neikvæður. SUNNUDAGUR 18. júní Stöð 2 kl. 23.00 í KLÓM DREKANS*** 2 (Enter the Dragon) Bandarísk karatemynd. Leikstjóri: Robert Clouse. Aðalhlutverk: Bruce Lee, John Saxon og Anna Capri. Þetta var síðasta heila kvikmyndin sent þessi frækni kappi lék í. Hér öskrar hann og hoppar og skoppar á eftir ópíumsmyglurum og er óhætt að fullyrða að í myndinni sýnir „Brúsi“ allar sínar bestu hliðar. Betra karate hefur sennilega ekki sést í kvikmynd og á varla eftir að sjást. Ekki við hæfi barna. dagbókin hennar dúllui^ Ég barasta sko verð að fara í megrun! Ef ég verö ekki búin að missa svona fimrn kíló fyrir versl- unarntannahelgina er allt ónýtt. Það lítur enginn við hlussu upp á heil fimmtíu og fjögur kilógrömm og ég sem ætla að vera byrjuð á pill- unni og allt... Amma á Einimelnum á heila gommu af megrunaruppskriftum, en það er soldið erfitt að ákveða hvaða kúr er bestur. Hún mælir mest með banana- og hvítvínskúrn- um, sem hún fór á í fyrra, en það er víst alveg útilokað fyrir ntig að redda svo miklu hvítvíni. Amma tók megrunina ógeðslega alvarlega og hreinlega lá i hvítvini. Það má nefnilega borða eins mikið af ban- önum og maður getur i sig Iátið og drekka ótakmarkað af hvítvíni, en amma hefur alltaf haft klígju fyrir banönum. Þess vegna drakk hún bara þeim mun meira af víninu og grenntist líka utn heilan helling. (Mamma er soddan kvikindi að segja að annna hafi bara grennst af næringarskorti. Hún hafi verið öskufull alla daga og ekki með nægilega rænu til að geta fengið sér að borða. Ég nteina það... Þetta er nú alvöru kúr upp úr Familie Journal, svo það þýðir ekkert að skammast út í ömmu greyið!) Pabbi vill endilega að ég fari i lík- amsrækt í staðinn fyrir ntegrunina. Hann er meira að segja tilbúinn að gefa mér mánaðarkort á heilsu- ræktarstaðinn, sem hann fer á þeg- ar áhyggjurnar af vömbinni hellast yfir hann. (Það gerist alltaf með reglulegu millibili.) Ég nenni hins vegar ekki fyrir mitt litla líf að fara í einhver kraftlyftingataéki, takk fyrir kærlega. Maður fær bara vöðva af því og Bella vinkona sagð- ist halda að það yki líka hárvöxtinn svo maður yrði allur loðinn og ógeðslegur. (Pabbi er náttúrulega alveg kafloðinn, en ntig minnir að hann hafi alltaf verið þannig.) Mamma er hins vegar alveg gjör- samlega á móti því að ég fari í megr- un og hótar að senda mig til sál- fræðings. Hún segir, að ég sé ekkert of feit og þykist bara ekki sjá kepp- ina þó ég oti þeim framan í hana. Svo er hún sítuðandi um stelpuna í mínum bekk, sem gat ekki hætt að megra sig og varð að fara á geð- veikraspítala. En hún þekkir dóttur sína illa, ef hún heldur að ég deyi einhvern tímann úr hor. Ég, sem er svo sjúk í ís og súkkulaði að það er eins og eiturlyf fyrir mig. (Þegar mamma var á kellingaþinginu í Noregi í fyrra liðu fjórir dagar án þess að ég borðaði neitt annað en sælgæti og mér leið bara æðislega. Ég gæti lifað þannig alla ævi, ef ég yrði ekki svona bólótt á því.) Ég er orðin svo sjúklega svöng af þessu megrunartali að ég verð að skreppa út í sjoppu eftir kókosbollu eða einhverju. Það er alveg nóg að* byrja í megrunarkúrnum á morgun eða hinn...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.