Pressan - 29.06.1989, Qupperneq 6
6
Fimmtudagur 29. júní 1989
Djarfleg framganga
I>að þarl' ekki að ræða lengi við
Sigmund Guðbjarnason til að
sannfærast um að hann gerir sér
einnig fulla grein fyrir mikilvægi
þessa þáttar í háskólastarfi. Reynd-
ar hefur hann sjálfur getið sér rnjög
gott orð fyrir vísindastörf i sinni
grein, m.a. þegar hann dvaldist
vestur í Bandaríkjunum á árunum
1961—70 ogeltir þaðsem prófessor
i efnaverkfræði við Háskóla ís-
lands. í viðkynningu kemur strax í
ljós að Sigmundur er léltur í skapi,
hlýr í viðmóti og víðsýnni í skoðun-
um en búast mætti við um svo ann-
álaðan tæknikrata. Honum er þvert
um geð að einblína á háskólann
sem einangrað fyrirbæri, lieldur
leggur áherslu á að hann sé óað-
skiljanlegur hlnti þjóðfélagsins.
Mörgum hefur koniið á óvart
hversu djarflega Sigmundur hefur
tekið til orða um ýmis viðkvæm
mál. Ákveðinni framgöngu hans í
lektorsmálinti svokallaða í fyrra-
sumar var viðbrugðið þar sem hann
fylgdi fast eftir sjónarmiði háskóla-
manna gegn stel'nu þáverandi
menntamálaráðherra, Birgis ísleifs
Gunnarssonar. Við brautskráningu
kandídata í haust tók hann ein-
dregna afstöðu í hvalamálinu og
olli miklu fjaðrafoki. „Hvalveið-
arnarskaða hagsmuni íslendinga,"
sagði hann þá og var víst þar með
ekki i neinum meirihluta á meðal
þjóðarinnar. í sömu ræðu bað hann
samstarfsmenn sina í háskólanum
að vera á verði gagnvart fjölmiðla-
mönnum, sent að sönnu ynnu þarft
starf, margir hverjir, en hætti þó til
að herma rangt eftir, misskilja og
fella út það sem viðmælandinn
hefði kannski einmitt viljað koma
að. Hér mælti brennt barn, því
sjálfur varð Sigmundur fyrir óþæg-
indum í lektorsmálinu þegar klippt-
ur var út mikilvægur bútur úr við-
tali sem sjónvarpið átti við hann,
þannig að honum fannst útkoman
verða þveröfug við það sem hann
hafði í rauninni ætlað að segja.
í brautskráningarræðu sinni á
laugardaginn var vék Sigmundur
enn að umdeildum málum: Hann
rifjaði upp lektorsmálið, minntist á
kjaradeilu BHMR og ríkisins og
lýsti því í lokin yfir að sig undraði
ekki andstaða margra gegn því að
Fossvogsdalur yrði lagður undir
hraðbraut.
Lektorsmálið
„bað á að vera grundvallarregla
að vali manna í stöður kennara við
Háskóla íslands ráði ekki önnur
sjónarmið en l'agleg hæfni,“ segir
Sigmundur þegar ég rabba við hann
í skrifstofu rcktors i aðalbyggingu
háskólans. „Þetta er gamalt bar-
áttumál háskólans. Lektorsmálið er
eitt dæmi um átök sem verða þegar
andstæð sjónarmið rekast á, annars
vegar fagleg og hins vegar pólitísk.
Lagabreytingarnar, sem Alþingi
hefur samþykkt, ættu að geta kom-
ið í veg fy'rir slíkt í framtíðinni.
Störf dómnefnda verða skilgreind
upp á nýtt. Eftir breytingarnar velja
háskóladeildirnar sjálfar hæfustu
mennina úr hópi umsækjenda að
fengnu hæfnismati dómnefndar.
Lað er því raunverulega Háskóli
íslands sem sjálfstæð stofnun sem
velur kennarana. Þessi árangur
náðist fyrir tilstuðlan margra
manna. Þar er ekki síst að nefna
Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra, sem sýndi þakkarverða fram-
takssemi og skilning á kröfum há-
skólans um aukið sjálfstæði."
Það helsta sem lagabreytingin
felur í sér er að ekki verður lengur
hægt að veita stöður kennara í há-
skólanum nema meirihluti deildar-
l'undar mæli með umsækjanda.
Menntamálaráðherra hefur neitun-
arvald en beiti hann þvi verður að
auglýsa stöðuna upp á nýtt. En þar
sem ábyrgð háskólans hefur þannig
verið aukin á kostnað ráðherra er
þá ekki hætta á því að í þröngu há-
skólasamfélaginu fari klíkuskapur
að ráða stöðuveitingum þar sem
aldrei fyrr?
„Slík hætta er vissttlega fyrir
hendi og ásakanir í þá veru koma
l'ram af og til. I litlu samfélagi
vakna iðulega efasemdir unt það
hvernig staðið er að ráðstöfun á ein-
stökum stöðum. En með skýrari
vinnureglum og vandaðri málsmeð-
ferð verður sú hætta minni," segir
Sigmundur.
í ræðunni á laugardaginn talaði
Sigmundur um verkfall BHMR-
manna og réttlætti þá ákvörðun há-
skólakennara að taka ekki þátt í þvi
heldur semja sjálfir um eigin kjör.
„Það er mikilvægt fyrir háskólann
sem sjált'stæða stofnun að leita
nýrra leiða til að leysa kjaramálin.
Erfiðleikarnir við verkfallsvopnið
eru þeir að því er í rauninni ekki
beitt gegn þeim sem verið er að
semja við,“ segir Sigmundur. Hann
dregur þó enga dul á að léleg launa-
kjör háskólakennara og fjársvelti
stofnunarinnar liafi óheillavænleg
áhrifsem áendanum muni koma ís-
lenska þjóðfélaginu í koll verði ekki
að gerl.
Annað áhyggjuefni Sigmundar
er umráðaréttur háskólans yfir
sjálfsaflafé sinu. Flestum fyndist
víst að sá réttur ætti að vera ótví-
ræður en engum þarf' þó að bregða
þótt ásælni fjármálaráðuneytisins í
þetta fé sé orðin meiri en góðu hófi
gegnir. Sigmundur segir að það
skipti höfuðmáli að stjórnvöld l'ari
ekki að seilast í þetta lé og því verði
ekki ráðstal'að nema í þágu upp-
byggingar á aðstöðu háskólans og
nýbygginga fyrir starfsemi hans.
Skorinorð framganga háskóla-
rektors leiðir hugann að því hvert sé
valdsvið þessa embættis. Hefur
rektor völd eða áhrif utan Háskóla
íslands?
„Það er misjafnt hversu rektorar
hafa verið fúsir til að taka þátt í
þeirri umræðu sem fer f'ram í þjóð-
félaginu. Starf rektors lýtur l'yrst og
fremst að málefnum háskólans
sjálfs. En mér finnst ekki að neinn
eigi að einangra sig frá því sem er á
seyði utan hans nánasta umhverfis.
Og við brautskráningu get ég ekki
verið að hvetja kandídata til þess að
leggjast á eitt um að stuðla að
breyttu og bættu samfélagi án þess
að setja fram neinar tillögur sjálfur.
Og háskólinn á að stefna að því að
bæta lífið í landinu
Menntamálaráð-
herra
Háskólinn hefur mikil áhrif úti í
þjóðfélaginu,“ bætir Sigmundur
við. „Það væru mikil vonbrigði ef
stofnunin gerði það ekki með
mennta- og f'ræðistarfi sínu. Margt
ber. að sjálfsögðu ekki sýnilegan
árangur fyrr en ef'tir langan tíma.
Það er eðli háskóla að starfa sam-
kvænrt langtímamarkmiðum en
glíma ekki við vandamál dagsins í
dag; það er verkel'ni ánnarra stofn-
ana.“
Hvernig þykir Sigmundi sér hafa
gengið í samstarfi við fulltrúa
stjórnvalda, t.d. ýmsa ráðherra
menntamála?
„Ég hef átt gott samstarf við alla
menntamálaráðherra sem hafa set-
ið síðan ég tók við rektorsstarfi fyr-
ir fjórum árum, þau Ragnhildi
Helgadóttur og Sverri Hermanns-
son; og Birgi ísleif Gunnarsson í
öllum málum nema þessu eina rnáli,
Iektorsmálinu; þar var um málefna-
legan ágreining að ræða.“
Um Sigmund segir Birgir ísleifur
Gunnarsson: „Sigmundur er mjög
góður fulltrúi háskólans og hefur
reynt að gera veg hans sem mestan.
Hann er í rauninni glæsilegur mál-
svari Háskóla íslands. Við lentum í
deilu um ákveðna stöðuveitingu en
þrátt fyrir að hún væri hörð á yfir-
borðinu tókst okkur Sigmundi þó
alltaf að komast hjá þvi að deilan
yrði persónuleg. Til marks um það
hversu málefnalega hér var deilt er
aö það bar engan skugga á önnur
samskipti okkar á meðan verið var
útkljá þetta mál.“ Birgir ísleifur
segir að hann hafi alltaf haft fullan
skilning á því að rektor beitti sér
fyrir sannfæringarmálum sínum;
það sé liður i þeirri viðleitni að
tengja háskólann við umræðu um
málefni líðandi stundar.
Sjálfur vill Sigmundur ekki gera
mikið úr þvi að hann hal'i orðið var
við tilraunir til beinnar valdníðslu
af hálfu neins ráðherra. „En það
geta alltaf skotið upp kollinum
ágreiningsmál eins og þetta marg-
umrædda tilvik, sem varð svo til
þess að lögunum var breytt."
Er embætti rektors valdapóstur í
þjóðfélaginu? „Það hefur í raun-
inni alltaf verið áhrifamikið emb-
ætti,“ segir Sigmundur. „Margir
rektorar hafa beitt sér af krafti og
það má segja að þess sé vænst að
menn geri það í þessu embætti.
Dæmi um áhrifamikinn rektor er
Alexander Jóhannesson, sem hafði
brennandi áhuga á þjóðfélagsmál-
um og var frumkvöðull í uppbygg-
ingu flugmála hér á landi auk þess
sem hann vann háskólanum ómet-
anlegt gagn.“
Sem fyrr segir eru ekki allir á einu
máli um hvert eigi að vera hlutverk
háskóla í samfélaginu. í heimspeki-
deild, á meðal raunvísindamanna,
t.d. jarðfræðinga, og innan laga- og
viðskiptafræðideilda eru uppi efa-
semdir um gildi þess að tengja há-
skólann sem mest við atvinnuvegi
landsmanna. Menn benda á að aðr-
ir þættir skipti ekki minna máli, svo
sem menntun kennara í íslensku og
stærðfræði, sem að vísu sé ekki
beinlínis hægt að flokka undir hag-
nýta hluti en engu að síður nauð-
synlega. Þá verði háskóli sem á að
rísa undir nafni að geta skapað
mönnúm aðstöðu til að stunda
fræðilegar rannsóknir á sínum
sviðum.
Á móti Fossvogsbraut
„Það er einkenni á háskóla að
þar mega menn vera ósammála og
rektorsstarfið krefst þess að ég er
oft á öndverðum meiði við nána
samstarfsmenn mina og vini,“ segir
Sigmundur. Enda er það engan veg-
inn svo að í Háskóla íslands séu allir
menn fortakslaust jábrteður Sig-
mundar Guðbjarnasonar. „Stund-
um gætir þess fullmikið að Sig-
mundur sé óþarflega bráðlátur,“
segir gagnrýninn lagaprófessor.
„Hann er þess einatt óðfús að hefj-
ast handa áður en málin hafa fengið
nægilega góða umfjöllun. Núna
hefur hann t.d. verið að beita sér
fyrir breytingum á yfirstjórn Há-
skóla íslands en ýmsar deildir hafa
eindregið óskað eftir því að þeim
verði frestað um sinn. Það er ein-
kenni á Sigmundi að liann fylgir því
fast eftir að koma ákveðnum mál-
unt í gegn.“
Stefáii Ólafsson, dósent í félags-
vísindadeild, er í hópi þeirra sem
eru á öndverðum meiði við lagapró-
fessorinn nafnlausa. „Það er höf-
uðkostur á Sigmundi hvað hann er
framtakssamur sem rektor, sem er
það eina hlutverk sem ég þekki
hann í,“ segir Stefán. „Eftir að
hann settist á rektorsstól gerbreytt-
ist andinn í háskólanum. Áður var
eins og rikti einhver lognmolla,
óánægja og vonleysi en með Sig-
mundi lyftist allt upp og það fóru
að blása ferskir vindar. Sigmundur
hefur lagt áherslu á að menn birti
skýrslur um það sem þeir eru að
starfa að og komist ekki upp með
það að láta lítið í sér heyra, eins og
áður fyrr vildi brenna við.“ Stefán
segist virða Sigmund fyrir að vera
djarfur að koma fram með nýjung-
ar og eins fyrir að vera óhræddur
við að segja skoðanir sína opinber-
lega þótt sjálfur sé hann þeim ekki
alltaf sammála. „Menn verða meiri
af því að hafa skoðanir," segir Stef-
án Ólafsson.
Eitt af þeim málum sem Sig-
mundur Guðbjarnason háskóla-
rektor hefur skoðun á er hvort
leggja eigi hraðbraut um Fossvogs-
dál eða ekki. Hann er eindregið á
móti þessari fyrirhuguðu fram-
kvæmd, eins og hann drap á í braut-
skráningarræðunni á laugardaginn.
Er þessi umhyggja hans fyrir því að
Fossvogsdalur verði friðland
kannski sprottin af því að hann býr
sjálfur þarna við dalinn, Kópavogs-
megin, ásamt konu sinni, Margréti
Þorvaldsdóttur? „Reyndar hef ég
notið þess á veturna,“ segir hann,
„að fara þarna á gönguskiðum; og
á sumrin er yndislegt að fara í
gönguferðir á þessum skjólsælasta
stað i höfuðborginni. Mér fyndist
það ætti að breyta Fossvogsdalnum
í gróðurvin, svona smækkaða út-
gáfu af Enska garðinum í Múnc-
hen.“ Sem við Sigmundur þekkjum
mætavel báðir. „Þó sé ég friðun
dalsins í stærra samhengi," bætir
Sigmundur við. „Loftið í Reykjavík
mengast meir frá ári til árs og það
veitir ekki af því að rækta eins mik-
inn gróður og unnt er í vörn gegn
þessari ásókn. Þetta hefur verið
gert hérna í kringum háskólann og
meira stendur til. En það þarf að
gerast viðar en bara hér.“