Pressan - 29.06.1989, Qupperneq 7
Fimmtudagur 29. júní 1989
7
PRESSU
Bslenskur áhugaleikhópur leggur
land undir fót síðari hluta júlimán-
aðar. Það er Leiksmiðjan ísland
sem þá heldur á alþjóðlega leiklist-
arhátíð áhugahópa í Japan. Þar í
landi mun hópurinn sýna verkið
Þessi... þessi maður, en verkið var
frumsýnt hér á landi vorið 1988 og
vakti þá nokkra athygli. Verkið er
samið af leikhópnum í samvinnu
við leikstjórann, Kára Halldór.
Þessi alþjóðlega leiklistarhátíð fer
fram í borginni Toyama og er stór í
sniðum, alls sýna þarna 26 leikfélög
frá 25 löndum, og eftir þeim upp-
lýsingum sem íslensku þátttakend-
urnir hafa aflað sér er borgin öll
undirlögð þegar hátíðin fer fram.
Verkið er reyndar flutt að hluta tii af
segulbandi og hefur leikhópurinn
ákveðið að sá hluti verði fluttur á
japönsku en meginhluti verksins
verður hinsvegar fluttur á islensku
og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt
verk er flutt í Japan, og að sjálf-
sögðu fyrsta sinn sem leikið er þar
á rslensku. Þess niá og geta að Léík-
smiðjan ísland hefur fengið styrki
til ferðarinnar frá menntamála-
ráðuneyti og einnig sjávarútvegs-
ráðuneyti, sent greinilega telur sér
hag í kynningu á íslenskri menn-
ingu í Japan...
íeðal krata gætir tals-
verðrar óánægju með Jón Baldvin
þessa dagana. Ástáeðan er sú að
hann þykir ganga helst til langt i að
verja gjörðir Olafs Ragnars Gríms-
sonar i skattabaráttu hans. Þykir
þeim það ekki til ávinnings fyrir
flokkinn að Jón Baldvin skuli birt-
ast eins og blaðafulltrúi fjármála-
ráðherra í fjölmiðlum. Aðrir benda
þó á að Jón Baldvin hafi lagt
grunninn að kerfisbreytingum í
skattkerfinu í fjármálaráðherratíð
sinni og í raun aldrei getað sætt sig
fyllilega við að þurfa að hverfa frá
því verki við síðustu stjórnar-
myndun...
ft er talað um að ýmsir hæfi-
leikar gangi í ættir og algengt er að
börn feti í fótspor foreldra sinna
eða systkini velji sér sömu hluti til
lífsviðurværis. Ungur maður vakti
um árið mikla athygli er hann lék í
auglýsingu fyrir Iðnaðarbankann
og þótti þar Iíkjast bróður sínum
sem löngum hefur skemmt landan-
um, og reyndar fleirum, með leik,
söng og danskúnstum. Þessi ungi
maður heitir Hinrik Ólafsson og
mun vera bróðir stuðmannsins geð-
þekka Egils Ólafssonar. Hinrik lék
einnig lítið hlutverk í „Sildin kem-
ur, síldin fer“, og hefur ekki hugsað
?ér að segja skllið við leiklistina að
sinni, því hann mun hefja nám við
Leiklistarskóla íslands i haust...
I Fjárlaga- og hagsýslustofnun er
sögð hafa átt sér stað nokkur fækk-
un starfsmanna að undanförnu.
Stofnunin, sem heyrir undir fjár-
málaráðuneytið, á m.a. að gera til-
lögur unr almennar umbætur í
ríkisrekstri ög annast undirbúning
fjárlagagerðar og því þykir nokkuð
kyndugt að fækka þar starfsmönn-
um á sama tima og átak til að bæta
ríkisreksturinn og ná niður t'yrirsjá-
anlegunr fjárlagahalla stendur yl'ir.
Nema þá að starfsmenn þar hal'i
tekið hagræðingarhlutverk sitt svo
alvarlega að þeir hafi bvrjað á sjálf-
unr sér...
^5agt er að talsvert sé um upp-
sagnir áskriftar að Sföð 2 þessa
dagana og að þær séu öllu meiri en
búist var við yfir sumarmánuðina.
Hafa menn þó komið auga á að
áskriftaruppsagnirnar virðast ein-
skorðast við höfuðborgarsvæðiöen
úti á landsbyggðinni uni áhorfend-
ur stöðvarinnar sælir og glaðir við
sitt og greiði áskriftargjöldin á
tíma. Á þessu kunna menn hins
vegar engar skýringar...
I vikunni tók nýr maður við
starfi skólastjóra Bankaskólans. Sá
sem hlaut stöðuna heitir Páll Helgi
Hannesson og er menntaður félags-
fræðingur. Páll hefur getið sér gott
orð í blaðamennsku á undanförn-
um árum. Var á Helgarpóslinum
sáluga og nú síðast blaðamaður á
Þjóóviljanum...
Athugasemd
Vegna fréttar í Pressunni 15.
júni sl., sem virðist byggð á mis-
skilningi, en þar segir m.a. að
Tónlistarbandalag íslands hafi
fest kaup á I. og 2. hæð á Vitastíg
?(þarsém Félagsheimili tónlistar-
manna hefur aðsetur) með það í
huga að konta upp tónlistarbar og
veitingastað, er rétt að fram komi
að Tónlistarbandalag íslands á
hlut í Félagsheimili tónlistar-
manna á 3. hæð en tengist ekki á
neinn hátt fyrirhugaðri starfsemi
á 1. og 2. hæð.
Með þökk fyrir birtjnyuna
Tónlistarbandalag Íslands.
ÚTSALAN
hefst á morgun
40%afsláttur
ECflY
Laugavegi 45
sími 621950
Veitum 10% aukaafslátt
af öllum vörum okkar í dag,
föstucfag og laugardag.
KJÖTSTÖÐIN, Glæsibæ
sími 685168