Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. OKTÓBER
„Hann hefur mikla reynslu, er geysilega
ákveðinn og þekkir innviði fyrirtækisins.
Eftir allt sem á hefur gengið
á þessu ári þarf hann að
taka á öllu sínu til að endur-
reisa merki Stöðvar 2,“ seg-
ir Jón Óttar Ragnarsson,
fyrrverandi sjónvarpsstjóri
Stöövar 2. „Hann er ágæt-
lega læs," segir gamall
vinnufélagi. „Hefur helvíti
góðan sjónvarpssvip," segir
kunningi úr bladamennsk-
unni. „Mér líst vel á þessa
ráðningu, því hann veit
hvað sjónvarp er og hefur
vit á því,“ segir Ólafur E.
Friöriksson, fréttamadur á
Stöd 2.
„Hann þarf að læra að verða mannasættir,
bera klæði á vopnin. Það er forsenda þess
að honum takist að sam-
eina þessa sundurleitu
hjörð sem gerði Stöð 2 að
veruleika. — Dagskrárgerð
í sjónvarpi á fyrst og fremst
að vera almenningi til
fræðslu og skemmtunar, en
ekki það neikvæða frétta-
harðlífi sem RÚV hefur alið
á í meira en tvo áratugi. Ég
trúi ekki öðru en Helgi Pét-
ursson og fleiri hæfileika-
menn í hans gæðáflokki
eigi eftir að birtast á Stöð
2,“ segir Jón Óttar Ragnars-
son. „Ekkert annað en
óheiðarlegur," segir kunningi úr blada-
mennskunni. „Nennir ekki að vinna, er of
upptekinn af sjálfum sér,“ segir fyrrum
samstarfsmaður.
DEBET
KREDIT
Páll Magnússon
sjónvarpsstjóri
Stjórn Stöðvar 2 hefur ráðið Pál Magnússon sjónvarpsstjóra. Páll varð fyrst þjóðþekktur sem fréttamaður hjá
Sjónvarpinu, en var siðan ráðinn fyrsti fréttastjóri Stöðvar 2. Því starfi gegndi Páll fram á sumar er hann tók
við starfi framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu.
KYNLÍF
SKALLAPOPP
Ef einhver hefur haldið að einu almennilegu skallapoppararnir væru Ás-
geir Tómasson og svoleiðis menn þá er það ekki alls kostar rétt. Það hafa
nefnilega fáir náð eins langt í þessari list og félagsskapurinn Inferno 5, en
það er hópur manna sem flokkast líklega undir listamenn með rokk-
stjörnudrauma. Myndin segir allt sem segja þarf. Þarna lemur Ómar Stef-
ansson, myndlistarmaður og teiknari PRESSUNNAR, skallana á félögum
sínum í Inferno 5. Annars verða þeir félagar með tónleika á morgun í Kjall-
ara keisarans og flytja meðal annars verkið „Herskarar himnanna bíða
ósigur". Þar fara þeir Ómar, Þorri Jóhannsson, Óskar Thorarensen og félag-
ar sjálfsagt á kostum.
Glœsileiki
& greind
Jóna Björk Helgadóttir hjá Módel 79 á heitasta andlitið í
tískuheiminum um þessar mundir. Umboðsmenn frá Tókýó
og Mílanó hafa ítrekað boðið henni samninga við stórar er-
lendar umboðsskrifstofur og heyrst hefur að aðstandendur
Fegurðarsamkeppni ísiands telji Jónu Björk eiga alla mögu-
leika á að hreppa hinn eftirsótta titil Ungfrú Alheimur, feng-
ist hún til að taka þátt í keppninni. Heiðar Jónsson snyrtir
tekur undir þetta. Hann segir að hjá Jónu Björk fari
saman glæsileiki og greind.
Um siðustu áramót spáði völva Vikunnar því að
íslendingar myndu eignast þriðju alheims-
drottninguna, en hin tvítuga Reykjavíkurmær
er hins vegar ekki á því að láta neitt þess-
ara tilboða freista sín. Hún er nýsest í lög-
fræðideild Háskóla íslands og lítur aðeins
á módelstörfin sem ágætis leið til að
vinna sér inn aukapening með náminu.
„Ég á eftir fimm ára nám áður en ég út-
skrifast úr lögfræðideild HÍ og eftir það
hef ég hug á að leggja stund á alþjóðalög,
hugsanlega í Genf,” segir Jóna Björk.
„Það freistar mín ekkert að taka þátt í
keppni eða komast á samning hjá erlend-
um umboðsskrifstofum; ég ætla að afla
mér góðrar menntunar og gera eitthvað
af viti.“
Misnotkun í
nafni hjálpar
starfar að kynfræðslu, ráð-
gjöf og meðferð. Þetta
styrkir faglega ímynd Og
bætir þjónustu við skjól-
stæðinga. í öðru lagi getur
tilvist siðareglna gefið
skjólstæðingum til kynna
hverjir láta sig reglurnar
skipta og hverjir ekki.
Hver eru svo helstu at-
riðin sem skipta máli í siða-
reglum í kynfræði? Skilyrð-
islaus trúnaður er algjör
forsenda. Það þýðir að allar
þær upplýsingar, sem ráð-
gjafinn fær um skjólstæð-
inga sína, eru ekki kunn-
gerðar einum eða neinum.
Avallt verður að hafa vel-
ferð skjólstæðingsins í
huga. Umhyggjan getur
meðal annars komið þann-
ig í ljós að ráðgjafinn vísi
Getur verið að
þeir sem starfa
við kynfræðslu,
ráðgjöf og
meðferð vegna
kynlífsvandamála
hafi engar
siðareglur og
misnoti jafnvel
aðstöðu sína?
skjólstæðingum til annars
fagfólks, ef þörf þykir,
kynni honum starfsaðferð-
ir og markmið ráðgjafar í
upphafi viðtals og hann á
ekki, undir neinum kring-
umstæðum, í kynferðislegu
sambandi við skjólstæð-
inga. Ég þekki til kvenna
hér á landi sem hafa verið
kynferðislega misnotaðar
af starfsfólki í heilbrigðis-
stéttum — sumar jafnvel án
þess að vita að um kynferð-
islega misnotkun var að
ræða! Ein sem talaði við
mig í gær sagði frá heim-
sókn á læknisstofu þar sem
hún reyndi að fá aðstoð
vegna fullnægingarerfið-
leika. Læknirinn byrjaði að
strjúka kynfæri hennar
undir því yfirskyni að hann
væri að kenna henni að fá
það! „Hann var orðinn æst-
ur. Hann ætlaði mér bara
gott með þessu en ég
meiddi mig.“
Þeir sem leggja stund á
kynlífsrannsóknir þurfa
líka að hafa velferð þátttak-
enda í rannsókninni í huga.
Þegar faglega er staðið að
þessum rannsóknum eru
virðing og tillitssemi ætíð
höfð að leiðarljósi.
Mér er minnisstætt atvik
frá síðasta vori þar sem ein-
hverjir asnar úti í bæ gerðu
símaat og þóttust vera að
gera könnun fyrir Bleikt &
blátt. Síðan hringdu í mig
konur — sumar hverjar
gráti næst — og voru að
leita skýringa á því hvers
vegna spurningarnar hefðu
verið svona nærgöngular.
Það sem þessar konur urðu
fyrir flokka ég undir kyn-
ferðislegt áreiti og á ekkert
skylt við fagleg vinnu-
brögð, hvað þá kynlífsrann-
sóknir. Almenningur verð-
ur að gera sér ljóst að þeir
sem hafa snefil af faglegri
siðferðiskennd og lág-
markskunnáttu myndu
aldrei viðhafa slík vinnu-
brögð.
Gylliboðin freista
ekki Jónu Biarkar.
Hún ætlar
sér menntunar
og „gera
eitthvað af viti
Mynd: Bonni.
feTTA HL!Þ ffA
l HftSTí' t
HL-Jú W úfÍMÉSlx tfÁK ■
í sundinu sem gengur upp
frá Laugavegi að Grettisgötu,
rétt fyrir neðan Vitastíginn, er
frumlegasta veggjakrot bæj-
arins. Inni í sundinu er fornfá-
legt járnhlið; hvítmálað en
tekið að ryðga. Neðst í hægra
hornið á hliðinu hefur einhver
skrifað: „Þetta hlið má einnig
fá á snældu í helstu hljóm-
plötuverslunum."
Hér á landi er ekkert
starfandi stéttarfélag kyn-
fræðinga eða kynlífsráð-
gjafa, enda tilvist þessara
stétta ekki löng hér á landi
og þær óþekktar fyrir að-
eins nokkrum árum.
Vegna þess hve starfs-
greinar þessar eru ungar
hér á landi er ekki undar-
legt að almenningur hafi
óljósar hugmyndir um eðli
starfa kynfræðinga og kyn-
lífsráðgjafa. Ég legg það
ekki í vana minn að hlusta
eftir kjaftasögum um sjálfa
mig og rak í rogastans þeg-
ar kunningi minn sagði
mér eina — óbeðinn — um
daginn. Ég átti að hafa ver-
ið með par í viðtali, rekið
konuna út og byrjað með
manninum! Þessi saga fékk
mig til að hugsa um fáfræði
og skilningsleysi fólks á
starfi mínu og annarra sem
sinna þessum málum. Því
finnst mér ekki úr vegi að
kynna lítilsháttar þrjú meg-
instarfssvið kynfræði. í
kynfræðslu er beitt
kennslufræðilegum aðferð-
um sem miða að því að
auka þekkingu fólks á kyn-
lífi (starfsheiti: kynfræðing-
ur). Kynlífsráðgjöf miðar að
því að auka þekkingu og
miðla ráðum til sjálfshjálp-
ar án þess að sálræn með-
ferð komi til (starfsheiti:
kynlífsráðgjafi). Kynlífs-
meðferð notar að auki sál-
ræna meðferð auk fræðslu
og ráðgjafar til að leysa úr
kynlifsvandamálum (starfs-
heiti: meðferðaraðili kyn-
lífsvandamála).
Líkt og aðrar kennara- og
heilbrigðisstéttir temur fag-
fólk, sem starfar að kyn-
fræðslu og ráðgjöf, sér viss-
ar siðareglur í starfi. Þó hilli
ekki undir það í bráð að
stofnað verði fagfélag kyn-
fræðinga er samt sem áður
nauðsynlegt, fyrir hvern.
þann sem starfar að
kennslu og ráðgjöf á þessu
sviði, að hafa ákveðnar
siðareglur að leiðarljósi.
Tilgangur siðareglna er
tvenns konar. í fyrsta lagi
að leiðbeina fagfólki sem