Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 24

Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. OKTÓBER íslendingar sem hafa fariö í fínustu skóla heims Þrátt fyrir aö viö Islendingar séum ordnir langskóla- gengnastir allra þjóöa viröumst viö ekki bera mikla virö- ingu fyrir skólum. A.m.k. fer yfirleitt illa fyrir þeim fáu sem hafa náö stúdentsprófi í íslenskum skáldsögum. Ef þeir hafa ekki lagst í sollinn á Garöi í Reykjavík eöa Kaupmannahöfn og flosnaö upp úr skóla hafa þeir tap- aö sál sinni einhvers staöar í útlöndum og lagst í þung- lyndi þegar heim var komiö eöa ástarvíl vegna stúlkunn- ar sem þeir skildu eftir heima á Fróni og giftist heildsala. Hannes Hólmsteinn Gissurarson Fékk að snæða á palli með kennurunum „Mér leið vel þessi fjögur ár innan um múrsteinsgula turn- ána sem teygja sig dreymandi til hirnins," segir Hannes Hólm- steinn Gissurarson lektor, en hann stundaði doktorsnám við Collingwood í Oxford. „Ég var gerður að félaga á Garði, en því fylgdi smástyrkur og öll sömu réttindi og kennarar höfðu. Pað fól meðal annars í sér að hafa rétt til að snæða á hápalli með kennurum þrisvar í viku. Þetta er ekki lítið mál í Oxford, þar sem allt er í mjög föstum skorðum. Menn matast gjarnan í skikkjum og eru til dæmis jafnan í smóking á sunnudagskvöldum." Hannes og nokkrir félagar hans upplifðu líka félagslíf á borð við það sem Evelyn Waugh og fleiri rithöfundar gerðu ódauðlegt. Þeir stofnuðu sérstakt Hayek-félag, en doktorsritgerð Hannesar er ein- mitt um Frederic von Hayek, höf- und bókarinnar „Leiðin til ánauð- ar“. „Við buðum til okkar þekktum mönnum sem héldu fyrirlestra og ræddu við okkur á eftir. Þar má nefna Nicolai Tolstoy greifa, sem skrifað hefur bók um Jalta-samn- inginn, Samuel Britten, ritstjóra Financial Times, og Anthony Flew fræðimann. Ég held reglubundnu sambandi við skólafélaga mína frá Oxford. Einn þeirra er orðinn prófessor við Harvard og annar er prófessor í Ástralíu, hjá þeim þriðja var ég svaramaður í brúðkaupi sem hald- ið var á Flórída og svona mætti lengi telja. Veran í Oxford var dá- samlegur tími og eitt af því besta sem gerist í alþjóðlegu umhverfi á borð við þetta er að menn öðlast meira sjálfstraust og átta sig á því að það fólk sem er að láta Ijós sitt skína er ekkert miklu betra en maður sjálfur," segir Hannes. Það er því kannski ekki furða að viðmælendur PRESSUNNAR voru sammála um að eflaust væri ekki til vitlausari fjárfesting á íslandi en próf frá fínum skóla — þ.e. miðað við móttökur atvinnurekenda. „Það er hægt að selja þessa menntun samkvæmt BHMR-taxta hér heima," segir Þór Whitehead, 'sem lærði á sínum tíma í Pembroke College í Oxford. „Það er hrikaleg framtíðarsýn fyrir þá sem þurfa að kosta sig sjálfir á svona skóla.“ Ekki slegist um menn Það er nefnilega þannig að það er dýrt að stunda nám í virtum skóla. Skólagjöld í Oxford, Cambridge eða svoköliuðum Ivy League-háskólum í Bandaríkjunum eru feikihá, enda er próf frá þessum skólum lykill að virtum og vellaunuðum störfum er- lendis. Reyndar er það fátítt að íslending- ar standi sjálfir undir kostnaðinum við skólagöngu sína. Eins og fram kemur í grein hér á opnunni eru þeir sem fara í nám í dýrum skólum í raun á styrk frá íslenska ríkinu. Aðrir, eins og til dæmis Þór White- head, fá styrki frá ýmsum styrktar- sjóðum eða skólunum sjálfum. En hvað svo sem menn vilja segja um vaxandi stéttskiptingu hér heima virðast íslendingar gefa lítið fyrir þessi próf. Það er ekki bara að þeir sem hafa þau upp á vasann telji sig bera of lítið úr býtum: „Það hjálpar allt þegar fólk er að leita sér að vinnu og próf frá virtum skóla spillir aldrei fyrir neinum, en þetta eru mál sem ég vil skoða í breiðara samhengi," segir Guðni Jónsson, sem rekur samnefnda at- vinnumiðlun. „Öll menntun er góð en menn geta líka verið mjög klárir án þess að hafa nein próf.“ Teitur Lárusson, sem einnig rekur atvinnumiðlun, tekur í sama streng og álítur enga hefð vera komna á hér varðandi mannaráðningar úr virtum erlendum menntastofnun- um. „Við erum ekki eins mikið fyrir að flokka fólk niður eftir menntunar- stigi og sumar aðrar þjóðir," segir Jón Ögmundur Þórðarson, skrif- stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, en hann lagði stund á alþjóðalög við lagadeild Harvard-háskóla. „Mér finnst til dæmis að við megum þakka Guði fyrir að Halldór Laxness lauk ekki stúdentsprófi — áhugi hans hefði þá eflaust beinst inn á hefðbundnari brautir en ritstörf. Sjálfsagt hefði hann aldrei fengið Nóbelsverðlaunin." Auðgandi fyrir gndann En hvað fær fólk þá út úr því að fara í fína skóla ef það fær hvorki hærri laun né virðingu samborgar- anna? „Heimspekideildin við Harvard þótti besta heimspekideild Banda- ríkjanna áratugum saman en nú skiptast Harvard og Princeton á um að vera í efsta sætinu. Þetta var afar skemmtilegur tími og félagsskapur- inn varóviðjafnanlegur. Þarna kem- ur fólk úr öllum heimsins hornum og úr hverjum afkima Bandaríkj- anna; þarna er mikið og gott félags- líf og fólk fer lítið út fyrir skólasvæð- ið í afþreyingarleit," segir Þorsteinn Gylfaspn, lektor í heimspeki við Há- skóla íslands og fyrrum nemandi við Harvard. Þorsteinn segir að við Háskóla ís- lands séu próf frá Harvard og svip- uðum menntastofnunum vel séð, „því þar gera menn sér grein fyrir þeim kröfum sem gerðar eru við þessa skóla. Vinnuharkan í heimspekideild- inni í Harvard var ofboðsleg og á sér eflaust engan líka í veröldinni", seg- ir Þorsteinn. Fleiri viðmælendur PRESSUNN- AR minnast skólaáranna á svipaðan hátt og Þorsteinn: „Það var afskaplega auðgandi fyrir andann að vera á Columbia, þar er um háan gæðaflokk nem- enda að ræða vegna inntökuskil- Fínt nám er dýrt nám Þurfa að lifa ! 252 ár til að borga námslánin VIÐ FÓTSKÖR MEISTARANS: Stjórn Hayek-Society í Ox- ford situr við fótskör meistarans sjálfs, Friðriks Ágústs von Hayek; Chandrian, Kukathas, Andew Melnyk og Hannes Hóímsteinn. Nátn í fínum skóla er dýrt. Þunnig þurfa námsmenn í Har- vard-háskóla að greiða 14.500 dollara á ári í skóiagjöld eða 870 þúsund ísienskar krónur. Þegar framfærsla samkvæmt útreikningum Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna bætist við verður kostnaður vegná náms við Harvard um 1.540 þúsund krónur á ári. Fimm ára nám í Harvard kostar því um 7,7 milljónir. En Harvard er ekki dýrasti skóli í heimi. Það unga fólk sem fer í nám við fína skóla er að kaupa dýra vöru. Þetta á þó ekki við um íslend- inga. Lánasjóður íslenskra náms- manna lánar námsmönnum fyrir skólagjöldum jafnt sem fram- færslu. Þó lánasjóðurinn kalli þetta lán eru flestir þeirra, sem fara í nám í dýrari skólum, í raun á styrkjum frá íslenska rikinu. Lánasjóðurinn setur þak á lán vegna skólagjalda fram að BA- prófi og lánar ekki meira en sem svarar til 300 þúsund króna á ári. Eftir BA-próf eru hins vegar engin takmörk á lánveitingar vegna skólagjalda. Til er dæmi þess að sjóðurinn hafi lánað nemanda skólagjöld að upphæð 30 þúsund dollara fyrir einn vetur eða 1,8 milljónir ís- lenskra króna. Að viðbættri fram- færslu hefur sjóðurinn því lánað þessum nemanda sem svarar til 2,5 milljóna króna vegna eins árs náms. Sex ára nám hans hefði kostað sjóðinn 15 milljónir. Samkvæmt reglum lánasjóðsins greiða lántakendur aldrei meira en 3,75 prósent af árstekjum sín- um í afborganir af námslánum. Maður sem hefur 100 þúsund króna mánaðarlaun greiðir aldrei meira en 45 þúsund krónur á ári til sjóðsins, Frá þrítugu og fram að 67 ára aldri greiðir hann lánasjóðn- um því um 1.665 þúsund krónur. Það rétt dugir til að vera greiðsla fyrir eitt ár í Harvard og skiptir þá engu hversu lengi maðurinn var við nám. Afgangurinn af kostnað- inum fellur á lánasjóðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna eru nokkur dæmi til um að náms- menn skuldi sjóðnum meira en 10 milljónir króna. Ef viðkomandi eiga að greiða þær til baka þurfa þeir að hafa 7,2 milljónir í árslaun eða 600 þúsund krónur á mánuði. Þó slík laun þekkist eru þau af- skaplega fátið. í raun er hægt að setja upp ótrú- iega vitlaus dæmi um reglur Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Ef einhver þessara 10 milljón króna manna hefur 100 þúsund króna mánaðarlaun þegar hann kemur út á vinnumarkaðinn þyrfti sjóð- urinn að haida honum á lífi í 222 ár að námi loknu. Ef gert er ráð fyrír að hann hafi íokið námi í vör, þrítugur að aldri, má hann ekki deyja fyrr en árið 2212, á 253. ald- ursári.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.