Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 13

Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. OKTÓBER 13 BORGARAFLOKKURINN sem er varla neinn flokkur lengur ÞINGFLOKKSSTYRKUR ÁVAXTAÐUR í BANKA OG FLOKKSMÖNNUM KOMIÐ í EMBÆTTI Þratt fyrir ad fylgi Borgaraflokksins sé nánast horfiö nýtur flokkurinn styrkja úr ríkissjóöi eins og aðrir þing- flokkar. Hann á nú á annan tug milljóna króna afþess- um fjármunum, sem hann ávaxtar á bankabók. Nœr engin útgáfustarfsemi fer fram á vegum flokksins þó megnið af styrkjunum kallist útgáfu- og blaðastyrkir. A sama tíma og fylgið hrynur afflokknum og pening- arnir safnast fyrir í banka hafa ráðherrar flokksins verið iðnir við að ráða kunna borgaraflokksmenn í þjónustu ríkisins. A meðan þessu fer fram er nánast ekkert starf innan flokksins. Fundum er aflýst vegna lélegrar þátttöku og jafnvel borgaraflokksmenn sjálfir viðurkenna að nánast vonlaust sé að stilla upp listum fyrir nœstu kosningar. Flokkurinn heldur hins vegar áfram að fá styrki og ráðherrarnir halda áfram að skipa eða ráða borgara- flokksmenn til ríkisins. Einn heimildamanna PRESSUNN- AR í Borgaraflokknum hélt því fram að þingflokkurinn ætti nú hátt í 20 milljónir af uppsöfnuðum þing- flokkastyrkjum inni í banka og ann- ar heimildamaður sagði upphæðina vera vel á annan tuginn. Þó Júlíus Sólnes, formaður flokksins, geti ekki tilgreint hvað flokkurinn á ná- kvæmlega neitar hann að um svo háar fjárhæðir sé að ræða. „Gengið rösklogq q_________ peningq flokksins"_________ „Allir þeir peningar sem ekki eru beint í rekstri og notkun eru auðvit- að ávaxtaðir, það segir sig sjálft," segir Júlíus. „Við erum nú að fara út í mjög umfangsmikla blaðaútgáfu og það kemur til með að kosta okk- ur drjúgt. En ég veit ekki í svipinn hvað flokkurinn á af þessum pen- ingum." Júlíus segist ekki hafa bein af- skipti af fjármálum flokksins. Þau séu í höndum Guðmundar Ág- ústssonar, gjaldkera þingflokksins og framkvæmdastjóra hans. °/< al kjosendum ^ ^ W Kosninqar '87 16- mm* 14- 12 Fylgi í dag 10 V A. 1/6 B 6 4 2 \ þingmaöur 1967 1988 1989 1990 FYLGISHRUN BORGARA- FLOKKSINS Línuritið sýnir fylgis- hrun Borgaraflokksins samkvæmt skoðanakönnunum frá kosningum. Táknmyndirnar gefa til kynna þing- styrk flokksins miðað við kosningar og fylgi í dag. „Mér sýnist hafa gengið ansi rösk- lega á peninga flokksins á undan- förnum mánuðum. Við eigum alls ekki á þriðja tug milljóna, ætli það sé ekki nærri því að vera í kringum tuginn, og það á venjulegri banka- bók eða á ýmsum reikningum eftir því til hvaða nota peningarnir eru,“ segir Júlíus. Guðmundur Ágústsson er þessa dagana staddur í Sovétríkjunum og ekki reyndist unnt að ná tali af hon- um þar. 12,5 milljónlr i styrk frá ríkinu .. ......— A fjarlögum hvers ars er að finna þrjá útgjaldaliði sem beinlínis eru brennimerktir þingflokkunum. Borgaraflokkurinn fær sinn skerf miðað við þingstyrk sinn frá því 1987. Útgjaldaliðir þessir eru „sérfræði- leg aðstoð við þingflokka", „styrkur til blaðaútgáfu samkvæmt tillögu stjórnskipaðrar nefndar" og „til út- gáfumála samkvæmt ákvörðun þingflokka". Þessir styrkir voru sam- anlagt um 110 milljónir á þessu ári. Samkvæmt úthlutunarreglum var skerfur Borgaraflokksins af Jjessari fjárhæð um 12,5 milljónir. Á þessu kjörtímabili öllu má búast við að flokkurinn fái um 50 milljónir sam- tals í styrk frá ríkinu. Engar skorður eru settar við notk- un peninganna og ekkert eftirlit við- haft. Stjórnmálaflokkar greiða ekki skatt og á þeim hvílir engin bók- haldsskylda. Allir fylgismennirnir__________ flúnir í skoðanakönnunum hefur fylgi Borgaraflokksins varla mælst að undanförnu. Það hefur verið undir einu prósenti allt frá því um vorið 1989. Ári á undan mældist flokkur- inn með 2,5 til 3 prósenta fylgi en hæpið er að það hefði skilað manni RÁÐHERRARÁN FLOKKS. ÞeirJútíus Sólnes og Óli Þ. GuÖbjartsson eru leiðtogar fiokks sem búinn er að glata 95 % af fylgi sínu, tveim- ur af þingmönnum sinum og guðföðurnum, Albert Guðmunds- syni. Framkvæmdastjórn flokksins hefur ítrekað sent þeim fyrir- spurnir um starf og stefnu flokksins í náinni framtíð, m.a. með ábyrgðarbréfum, en engin svör hafa borist. ÞINGFLOKKUR MEÐ FJÁRMAGN EN ÁN FYLGIS. Eins og aðrir þingflokkar nýtur Borgaraflokkurinn umtalsverðra styrkja úr ríkis- sjóði, fær um 50 milljónir króna á kjörtímabilinu og ávaxtar nú á annan tug milljóna í banka. Frá vinstri: Guðmundur Ágústsson, gjaldkeri þingflokksins, sem annast ávöxtun peninganna, Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, sem er flutt ísambýli aldraðra á Hvolsvelli, og Ásgeir Hannes Eiríksson, sem þessa dagana erað Ijúka skrifum bókar um Borgaraflokkinn og Nýjan vettvang. BORGARAR í KERFINU. Ráðherrar Borgaraflokksins hafa verið iðnir við að koma sínum mönnum fyrir í ríkiskerfinu, enda býðst varla annað tækifæri. Óli Þ. Guðbjartsson hefur verið öllu duglegri við stöðuveitingarnar en Júlíus Sólnes og hefur komið ýmsum flokksmönnum vel fyrir, bæði úr Borgaraflokknum og af lista óháðra á Selfossi. Talið frá vinstri: Páll Líndal, ráðuneytisstjóri um- hverfismálaráðuneytis, Jón Gunnarsson, heildsali, aðstoðarmaður Júlíusar Sólness, Guttormur Einarsson, atvinnumálafulltrúi i um- hverfisráðuneyti, og Björn Einarsson, fulltrúi um fangamálefni i dómsmálaráðuneyti. á þing. Síðustu mánuði hefur fylgið mælst um 0,4 prósent. Það gefur um 500 atkvæði í kosningum. Við þessar aðstæður er fátt sem bindur félagsmenn saman. í tillögu Brynjólfs Jónssonar á siðasta fundi aðalstjórnar flokksins um að lands- fundur verði haldinn í næsta mán- uði segir meðal annars: „Samþykkt- ir landsfundar Borgaraflokksins eru ítrekað að engu hafðar af þingflokki og forystumönnum" flokksins, „sí- endurteknar, vafasamar og um- deildar stöðuveitingar ráðherra flokksins hafa það að markmiði að viðhalda valdajafnvægi gamla fjór- flokksins í stjórnkerfinu" og hann tiltekur þrálátan orðróm „þess efn- is, að þingflokkur Borgaraflokksins sitji löngum stundum á lokuðum fundum og ræði hvort og þá hvernig þingmennirnir geti skipt eignum flokksins á milli sín persónulega". Tillaga Brynjólfs var felld. Brynjólfur vildi ekki tjá sig um ásakanir sínar við PRESSUNA en sagði hins vegar aðspurður um pen- ingamálin, að í vor hefði kjördæma- ráðið í Reykjavík óskað eftir fjár- magni frá þingflokknum vegna framboðs, en engin svör borist. „Ef ekki á að nota þessa fjármuni í svona félagsstarf þá veit ég ekki hvað á að gera við þá. Mér skilst að þingflokkurinn sé með drjúgar fjár- hæðir, sem safna vöxtum á ein- hverri bankabók, á sama tíma og starfsemi flokksins er í molum." Júlíus Sólnes vildi ekkert tjá sig um málflutning Brynjólfs. „Það voru allir sammála um að vísa þessu á bug sem staðlausum stöfum." Flokksmönnum komið fyrir i stofnunum ... Brynjólfur gagnrýndi ráðherra flokksins meðal annars fyrir vafa- samar mannaráðningar. Lausleg at- hugun PRESSUNNAR bendir til að það sé ekki úr lausu lofti gripið. A.m.k. virðist ekki saka að vera í réttum flokki þegar menn sækjast eftir stöðum sem þeir Júlíus og Óli Þ. Guðbjartsson skipa í. Einkum hefur Óli Þ. dómsmála- ráðherra verið drjúgur við stöðu- veitingar fyrir flokksmenn. Hann lét búa til stöðu fyrir Björn Einars- son við að sinna málefnum fanga. Hann réð Guðjón Andrésson sem forstöðumann Bifreiðaprófa ríkis- ins. Hann réð Friðrik Hermanns- , son sem fulltrúa í skýrslubókhaldi hjá Lögreglustjóranum í Reykjavík, þótt mælt væri með öðrum manni með tölvuþekkingu. Hann gerði Heiðar Bjarndal Jónsson að lög- regluvarðstjóra á Selfossi, þótt mælt væri með öðrum. Heiðar skipaði þriðja sætið á F-lista óháðra við bæj- arstjórnarkosningarnar í vor, en listi sá varð til fyrir tilstuðlan Óla. Hann gerði Skúla B. Árnason að yfirtoll- fulltrúa á Selfossi, en eiginkona Skúla skipaði annað sætið á óháða iistanum. . . . og onn öðrum i_________ raöunoyfunum_________________ Júlíus Sólnes hefur ekki haft sömu tækifærin til að beita ráðherravaldi sínu á þennan hátt, enda fátt um stöðuveitingar hjá umhverfisráðu- neytinu. Hann gerði þó Pál Líndal að ráðuneytisstjóra þrátt fyrir and- mæli annarra ráðherra. Þá er Gutt- ormur Einarsson, varaþingmaður flokksins, svokallaður atvinnumála- fulltrúi með aðsetur í umhverfis- málaráðuneyti. Loks hafa ráðherrarnir tveir hvor sinn aðstoðarmanninn. Sigurður Jónsson aðstoðar Óla í dómsmála- ráðuneytinu og Jón Gunnarsson er Júlíusi til halds og trausts í um- hverfisráðuneytinu. Friðrik Þór Guðmundsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.