Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 16

Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. OKTÓBER Arnór Quðjohnsen Einsamall í baráttu við að gleymast Líf hans snýst um fótbolta. Og Arnór Gudjohnsen fer sjálfur ekkert í grafgötur meö þaö. Hann hefur veriö dáö- ur og eftirsóttur, en hefur líka mátt þola mótlœti ýmis- konar, meiösli og óheilindi. En líklega hefur hann aldrei veriö jafnmikiö einn í heiminum og nú. Deilur hans við belgíska félagið Anderlecht hafa leitt til þess að hann hef- ur ekki náð viðunandi samningum við önnur félög. Kannski þarf hann að byrja upp á nýtt, fara niður á við, eins og hann orðar það sjálfur. Það er stutt síðan allt lék í lyndi hjá Arnóri. Árið 1987 var hann markakóngur Belgíu og kjörinn knattspyrnumaður ársins af einu stærsta dagblaðinu. Árið 1987 var hannjíka kjörinn íþróttamaður árs- ins á íslandi. Eftir þrálát meiðsl náði hann aftur að sýna sínar sterkustu hliðar í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í vor, er hann lék með Anderlecht gegn ítalska liðinu Sampdoria. En allt í einu var Arnór kominn heim, farinn að æfa með Val, og kominn í endalausa þrætu við sitt gamla félag Anderlecht. Blaðamaður mælti sér mót við Arnór í ísbúðinni Laugalæk 6, laust eftir hádegi síðastliðinn sunnudag. Um það leyti sem þorri landsmanna er að standa upp frá borðum eftir sunnudagssteikina mætir Arnór þangað ásamt fylgdarliði og fær sér rjómaís með súkkulaðisósu. Að sjálfsögðu er hann að koma úr fót- bolta, í þetta skipti með gömlum fé- lögum sínum úr barnaskóla. Hvorugur vildi bakka „Þetta hefur þróast mjög leiðin- lega og byrjaði í sumar þegar mögu- leiki á samningi við Glasgow Ran- gers varð að engu," segir hann um leið og við tyllum okkur niður með ísinn. „Það voru góðar líkur á því að ég færi til Rangers og því var ég ekk- ert að pæla í neinu öðru. í júlí var orðið heldur seint að finna rétta lið- ið." Vbru mistök hjá þér að yfirgefa Anderlecht með þeim hœtti sem þú geröir? „Það á náttúrulega eftir að koma í Ijós, en það var ekki ég sem kaus að fara þessa leið,“ segir Arnór. „Við reyndum að tala saman en hvorug- ur aðili vildi bakka. — Svo er búið að blása þetta svo upp í blöðum hérna heima. Ég er sagður í leikbanni eða hafa verið rekinn frá félaginu, en málið er að ég er ekki á samningi, þótt þeir eigi mig sem vöru." En hvað kostar markaðsvaran Arnór Guðjohnsen? Sjálfur segist hann ekki vita það. „Markaðurinn er þröngur og tíminn mjög naumur. Nú eru fá lið eftir sem þurfa að kaupa leikmenn fyrir yfirstandandi tímabil. Anderlecht myndi ekki fá neitt svipað verð fyrir mig nú og þeir hefðu getað fengið, t.d. þegar Rangers-menn vildu fá mig. Spurn- ingin er hvort þeir gefa eitthvað eft- ir. Að minnsta kosti ætla ég að fara út til viðræðna fljótlega eftir lands- leikinn við Spán." Ertu ekki orðinn hálfgerður vand- rœðagripur? „Jú. Þeir eru vanir því að menn komi til þeirra, setjist niður í tíu mín- útur og skrifi undir. Ef einhver lætur ekki bjóða sér þetta, þá verður allt vitlaust." Arnór segir að ekki megi búast við stuðningi frá öðrum leik- mönnum í slíkum málum. Það hugsi hver um sig. Fjölmiðlarnir í Belgíu hafa hins vegar gagnrýnt stjórnend- ur Anderlecht, enda auðvelt þar sem Anderlecht byrjaði tímabilið af- ar illa, fékk fjögur stig út úr fimm fyrstu leikjunum. Arnór fór í við- ræður við annað belgískt lið í haust og var að hugsa um að slá til, en eftir viðræður þeirra og forráðamanna Anderlecht var málið úr sögunni. Arnór hefur sína skýringu á því: „Anderlecht sprengdi upp verðið. Þeir eru hræddir við að selja mig til einhvers annars liðs innan Belgíu. Það væri svolítið snúið fyrir þá og hætta á gagnrýni frá fjölmiðlum, ef dæmið gengi upp hjá öðru félagi." Ef málin fara ekki að skýrast mjög fljótlega minnka líkurnar verulega á því að Arnór nái viðunandi samn- ingi. Hann viðurkennir að hann ótt- ist á vissan hátt að gleymast „Ég verð að fara að drífa mig út. Ég fer þá bara eitthvað niður á við, byrja upp á nýtt.“ Slusaðir settir út i horn Arnór hefur fengið að kynnast bæði sætu og súru í atvinnu- mennskunni. Daginn fyrir 17 ára af- mælið skrifaði hann undir samning við belgíska félagið Lokeren og fékk full réttindi sem innfæddur belgísk- ur knattspyrnumaður. Hann var ungur og óharðnaður og viður- kennir nú, að hann hefði líklega ekki látið sig hafa það, ef hann hefði vitað að hverju hann gekk. „Og enn- þá er ég að læra,“ segir hann. En honum vegnaði strax mjög vel og komst að hjá stórliðinu Anderlecht. Fljótlega eftir að Arnór hóf feril sinn hjá Anderlecht varð hann fyrir áfalli. Hann slasaðist í landsleik á Laugardalsvelli og var meira og minna meiddur næstu þrjú árin. „Það var mest þrjár vikur samfleytt sem ég gat verið með á fullu." Hann var skorinn upp tvisvar. Sleit lið- bönd fljótiega eftir fyrsta uppskurð- inn og í fyrra var hann skorinn upp vegna magavöðvanna. „Þetta er það erfiðasta sem fótboltamaður lendir í. Fótboltaævin er stutt, menn eru kannski 4—5 ár á toppnum. Það er í sjálfu sér ekkert hægt að gera ef maður slasast. Reyndar fékk ég launin mín hjá Anderlecht, var tryggður. Ef fótboltamaður slasast er hann settur út í horn, enda engin not fyrir hann. Þegar maður nær sér á strik aftur fara þeir auðvitað að strjúka manni. Þetta er bara svona." Ásgeir Sigurvinsson hafði gert garðinn frægan í Belgíu og var til staðar þegar Arnór kom þangað. „Þeir höfðu hins vegar ekki mikið samband," segir Arnór. „Ég var með mömmu og pabba þarna fyrstu árin og mjög snemma var ég kominn með konu og krakka. Það var mikill „Ég held að smásex fyrir leiK sKaði eKKert." stuðningur í fjölskyldunni, en reyndar var ég mjög fljótur að að- lagast, eignaðist ágæta kunningja." Vuwdumúl i einkalifinu Ein lífseigasta kjaftasagan um knattspyrnuferil Arnórs er að faðir hans hafi klúðrað fyrsta samningn- um hans hjá Lokeren. „Þetta er rugl," svarar Arnór. „En það var fer- lega leiðinlegt mál þegar ég var að fara út. Víkingarnir reyndu að stoppa það af, fóru fram á peninga fyrir mig, sem þeir höfðu engan rétt á. Égvar 16áragamalláhugamaður hérna heima og engar reglur til um slík félagsskipti. Það má alveg eins segja að Völsungur á Húsavík hafi átt einhvern rétt. Ég var þar fyrstu árin. Eitt er víst að ég skuldaði Vík- ingum ekki neitt, en það munaði engu að þeir eyðiiegðu fyrir mér." Hann var á sautjánda ári þegar hann eignaðist soninn, Eið, og eigin- konan, Ólöf Ragnheiður Einarsdótt- ir, var einu ári yngri. Þau hafa geng- ið saman í gegnum þunnt og þykkt, en nú virðist eitthvað bjáta á. „Ég hef auðvitað átt í vandamálum í prí- vatlífinu, eins og gengur og gerist hjá mörgum. En hún verður alltaf góður vinur minn," bætir hann við, þegar blaðamaður spyr hvort þau hjón hafi slitið samvistir. _ Stjórnurmuður KSl____________ ú skullunum__________________ Vinsældir Arnórs hér á landi stafa ekki síst af frammistöðu hans með landsliðinu. Hann hefur verið óspar á að gefa kost á sér í landsliðið og ýmsu þurft að fórna, eins og sýndi sig er hann meiddist á Laugardals- vellinum um árið. En það er ýmis- legt sem togar í hann, landið og fé- lagarnir i landsliðinu. Arnór segir misjafnlega hafa ver- ið staðið að málum þau ár sem hann hefur leikið með landsliðinu. „Ég gleymi aldrei þegar ég lék með landsliðinu fyrst, þá 17 ára gamall. Ég fór til Sviss til móts við liðið. Þar tók á móti mér einn stjórnarmanna, alveg hreint á skallanum. Hann ávarpaði mig á ensku þótt hann þekkti mig. 1 þá daga voru kannski 6—7 stjórnarmenn að fylgja iiðinu á leiki, voða gaman. En það hefur orðið stórbreyting á og núverandi stjórn stendur mjög vel að málum." Það vakti nokkra athygli þegar Arnór fór að æfa með Val nú í sum- ar. Ekki stóð heldur á viðbrögðum af hálfu forsvarsmanna Anderlecht, sern settu honum stólinn fyrir dyrn- ar. íslenskum knattspyrnuunnend- um varð því ekki að þeirri ósk sinni að sjá Arnór í fyrstu deildinni á þessu tímabili. En kemur til greina að hann gerist atvinnumaður á ís- landi, nú þegar raddir heyrast um greiðslur til knattspyrnumanna? „Það kemur í Ijós á næstu tveimur vikum," segir hann, „en það mál tók ég ekki til umræðu þegar ég kom heim í sumar. Það hljóta að vera ein- hverjir peningar í þessu, þótt ekki sé neitt sambærilegt við það sem þekkist erlendis." S.ÞÓR Edrú ull* keppnistimubilið Hjátrú knattspyrnumanna og dyntir ýmiskonar eru löngu þekkt fyrirbæri. Arnór kannast við það. Til að halda einbeitingu og andlegu jafnvægi beita þeir ýmsum ráðum. Arnór hefur eina meginreglu í þessu sambandi: „Ég reyni að vera góður við sjálfan mig meðan á keppnis- tímabilinu stendur. Er mikið heima- fyrir, hlusta á piötur og horfi á sjón- varp og myndbönd." Fœrðu þér í glas? „Ekki meðan á tímabilinu stend- ur. Ég hef fengið mér í glas þegar ég hef komið heim í frí," svarar Arnór. Hann gefur minna út á næstu spurn- ingu, það er hvort hann sleppi því að sofa hjá fyrir leiki: „Þetta er mjög persónubundið. Sumir telja það hið besta mál að fá sér einn fyrir leik. Ég held að smásex skaði ekkert." Launamál Arnórs hjá Anderlecht komust í fréttir í sumar, þegar haft var eftir forráðamanni liðsins að árslaun Arnórs hjá félaginu hefðu numið um 11 milljónum króna. Arn- ór er hins vegar ekki fús að ræða þau mál nánar, segir einungis að vel megi koma undir sig fótunum í at- vinnumennskunni. En hefur honum tekist það? „Það fer eftir því hvaða kröfur maður gerir," segir hann. „Ég sé ekki að ég þurfi að hafa það slæmt þegar ég hætti." Hann segist ekki hafa tekið neina ákvörðun um hvað taki við, þegar atvinnumennskunni lýkur. „En ég get ekki ímyndað mér annað en það tengist ejtthvað fótbolta, ef til vill þjálfun. Ég held ég geti aldrei slitið mig frá fótboltanum." Kristján Þorvaldsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.