Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 2

Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 2
t f.* ». 2 FIMMTUDAGUR PRBSSAH 4. OKTÓBER Þið ráðið hvort þið trúið því eða ekki en HANNES HÓLMSTEINN GISSURAR- SON var að senda frá sér ævisögu ELÍNAR HIRST, fréttamanns á Bylgjunni, og það á sænsku. En þannig er það nú samt. I bók Hannesar um ísland sem kom út á bókastefn- unni í Gautaborg eru meðal annars æviþættir nokkurra samtímamanna Hannesar, þar á meðal El- ínar. „Ég nenni ekki að skrifa um aðra en vini mína," er skýring Hannes- ar Hólmsteins. Sem kunnugt er var Mak- ÍANNA FRIÐJÓNSDÓTTIR sjónvarpspródúsent ný- verið keypt til dönsku sjónvarpsstöðvarinnar Kanal 2. Maríanna réð snarlega til sín annan ís- lending, GEST GUÐ- MUNDSSON af Stöð 2. Þessa dagana er stödd hér á landi á vegum Marí- önnu fréttakonan RITA LYSHOLM frá Kanal 2 í þeim erindum að eiga viðtal við VIGDISI FINN- BOGADÓTTUR forseta. Það er því ekki nóg með að Maríanna veiti Dönum langþráða þróunarað- stoð í sjónvarpsmálum heldur gefur hún þeim innsýn í íslenska menn- ingu og söguarf lika... Veistu hvernig þú getur séð að ÓLAFUR RAGNAR er að Ijúga? Ha, nei. Hann hreyfir varirnar. Hvað ætlarðu að gera við peningana, Pétur? „Eg geri ekkert viö þá fyrst um sinn því þeir eru bundnir í sjö ár af skattalegum ástæöum. Reyndar er ég ekki mikiö fyrir aö berast á, er ekk- ert hrifinn af flottum bíl- um eöa fínum húsum." Pétur Blöndal stærðfræðingur seldi 51 % nlut sinn í Kaupþingi í vikunni. Söluverðið ✓ar 115,6 milljónir króna, en hreinn hagn- aður Péturs er 95 milljónir. ELDFIMIR HOM M A R Eigendur veitingahús- anna 22 viö Laugaveg og N-1 viö Klapparstíg eiga í stríöi viö embœtti Lög- reglustjórans í Reykjavík. A efri hœöinni á 22 hefur veriö hommastaöur og er hann merktur meö Ijósa- skilti, „Gay Bar“. Um daginn lokaöi löggan staönum vegna lélegra eldvarna. „Þaö hafa ótrúlegir hlutir veriö að gerast,“ sagöi Sævar Valsson, einn eigenda 22. „Signý Sen hjá lögreglustjóra- embœttinu flaggaöi ein- hverri skýrslu um aö hommar og lesbíur vœru ástríöufyllri en annaö fólk þegar þau drekka og því meiri hœtta en ella á aö þau kveiktu í. Emb- œttiö heimtaöi sérstakar ráöstafanir og nú höfum viö opnaö staöinn á ný. En þá var gripiö til þess ráös aö láta loka N-1 á laugardaginn kemur og því boriö viö aö of marg- ir heföu veriö í húsinu. Sem er rangt. Viö höfum kœrt þessa ákvöröun til lögreglustjóra og máliö mun fara til dómsmála- ráöuneytisins." Á sama tíma og efri hœöinni á 22 var lokaö vegna eldhœttu var neöri hœöinni lokaö vegna þess aö of margir höföu veriö þar þegar taliö var út úr húsinu. Þaö er sem sagt stríö í Reykjavík, þar sem hommar og löggur berj- ast. Á 22 tíðkast skemmtiatriði að hætti homma, s.s. „drag-show" eins og sést á myndinni til vinstri. Á hinni myndinni, sem er úr Lögreglublaðinu, mundar Signý Sen deildarlögfræðingur skotvopn. MARKAGRÁÐUGUR LAGANEMI „Þaö kitlar óneitanlega egóið að skora svona mörg mörk, tilfinningin er ólýsanleg. Ég er enda talinn nokkuð markagráðugur, en þó ekki þannig að meðspilarar líti mig hornauga, það er frekar að þeir „blammeri" mig fyr- ir að taka ekki út kvótann," segir Sigurður Bjarnason, markahrókur í Stjörnunni, en hann skoraði hvorki fleiri né færri en 16 mörk í leik gegn seinheppnum ÍR-ingum. „Að skora 16 mörk í leik er persónulegt met, en ég held að Siggi Sveins eigi metið, 21 mark að mig minnir, í leik fyrir Þrótt." Hægrihandarskyttan Sigurður er tvítugur laganemi á fyrsta ári, en á sumrin hefur hann „grafið skurði og fleira í bæjarvinnunni" í Garðabæ. Sigurður er síður en svo af „handboltaætt" og lagði áherslu á fótboltann í yngri flokkunum. Hann jánkaði þegar við leyfðum okkur að giska á að hann hefði verið „senter". Er þá ekki stefnan hjá honum að vera í fremstu röð lögfræðinga og enda sem hæstaréttardómari? „Ég les að vísu eins og vitleysingur, en svo langt er ég ekki farinn að hugsa!" LÍTILRÆÐI af sjónvarpsfótbolta Þegar ég heyri góðs mat- ar getið dettur mér lax í hug. Þetta er á mannamáli kallað að lax sé herra- mannsmatur. Dæmin sanna hinsvegar að svo oft má hafa lax á boðstólum og svo mikið af honum, að svæsnustu mat- argötum ofbjóði. Fræg er sagan af hundun- um á Hvítárvöllum sem ældu við það eitt að heyra orðið „lax“. Fótbolti er, einsog alþjóð er meira en kunnugt, ljúf- astur allra krása enda má segja að hann hafi um nokkurt skeið verið aðal- rétturinn á matseðli ís- lenska sjónvarpsins og það svo hressilega að um tíma í sumar var svo komið að ís- lenska ríkissjónvarpið gat varla sinnt þeirri höfuð- skyldu sinni að koma heimsfréttunum til lands- manna sem millirétti. Fótboltinn hafði hinn al- gera forgang sem aðalrétt- ur. Og nú uppá síðkastið heimsfréttabombur af bjarmalandsför tveggja landsliða til Tékkóslóvakíu. Strákarnir borðuðu spagettí bæði í forrétt og eftirrétt. Pétur og Atli sögðu að korgur væri í kaffinu. Strákarnir tóku með sér drykkjarvatn og ávaxtasafa en urðu að notast við baðvatnið. Og hjátrúarfullur læknir liðsins átti sér happatöluna sjö, bjó á herbergi númer sjö á sjö- undu hæð og tveir tölu- stafir í símanúmerinu voru sjö og svo endaði þetta á því að landsliðið tapaði með 7:0, sem Morgunblaðið sló upp með bombufyrirsögn- inni: TÉKKAR í SJÖUNDA HIMNI. Knattspyrna — knatt- spyrna — knattspyrna. Krás krásanna. En góðgæti getur verið varhugavert. í ofneyslusamfélagi hins siðmenntaða heims er það öðru algengara að fólk éti og drekki yfir sig. Og þá skeður það að menn fyllast ógeði á því sem neytt var í óhófi. Ég man að þegar ég var krakki var heitt hangiket mesta lostæti sem ég gat hugsað mér. Svo var það á jólunum þegar ég var tíu ára að ég át yfir mig af jólahangiketinu og viti menn. Enn þann dag í dag, fimmtíu árum síðar, verður mér óglatt þegar ég finn hangiketslykt. Ég elskaði líka knatt- spyrnu, fannst leikurinn bæði fallegur og áhuga- verður, en umfram allt spennandi og skemmtileg- ur. Nú er hinsvegar svo kom- ið að þegar ég sé knatt- spyrnu á sjónvarpsskjánum — fer mér einsog hundun- um á Hvítárvöllum. Mér verður óglatt og er víst ekki einn um það. Og nú er það spurningin hvort framreiðslumeistarar hins íslenska ríkissjónvarps séu búnir að halda knatt- spyrnufóðrinu svo stíft að þjóðinni, að fólkinu í land- inu verði öðru fremur flök- urt þegar þessi endalausa fótamennt er borin á borð á hverju heimili í tíma og ótíma. Við Bjarni Fel erum gamlir félagar úr KR og svo sannarlega eru bæði Bjarni ‘og liðsmenn hans í sjón- varpinu alls góðs maklegir. Þessvegna tekur það mig sárt ef þeir félagar ætla að gereyða knattspyrnuáhuga landsmanna með því að keyra krásina niður melt- ingarveginn á þjóðinni þar- til hún kastar upp einsog hundarnir á Hvítárvöllum forðum. Það stóð víst ekki til. /

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.