Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 19

Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. OKTÓBER 19 ins. Flestir eru þeir látnir og enginn af þeim sem nú takast á um stjórn landsins hlaut meira en eitt at- kvæði. íslenskir stjórnmálamenn fengu í heild mun betri útreið en bandarískir kollegar þeirra í hlið- stæðri könnun sem tímaritið Life gerði nýlega. Þar vakti mikla athygli að enginn af forsetum Bandaríkj- anna komst á blað yfir 100 áhrifa- mestu Bandaríkjamenn aldarinnar. Skáld og listamenn eru næst- stærsti hópurinn og eiga átta full- trúa meðal 30 efstu. Það er hins veg- ar umhugsunarefni að einungis þrír athafnamenn eru í þeim hópi: Thor Jensen, Ragnar í Smára og Pálmi í Hagkaupum. Þá eru aðeins tvær konur á listanum, Bríet og Vigdís. Alls voru ellefu konur nefndar og fengu flestar aðeins eitt atkvæði. Af 30 efstu eru 23 látnir og flestir hinna sestir í helgan stein. Einungis Pálmi í Hagkaupum og Matthías Jo- hannessen eru enn í fullu fjöri. Nið- urstöðurnar gefa þannig ekki til kynna að þeir sem nú láta að sér kveða á ýmsum sviðum þjóðlífsins séu líklegir til að hafa varanleg áhrif. Jóhannes Birkiland fær uppreisn »ru Alls voru 113 nöfn nefnd, eins og Vigdís Finnbogadóttir Bjami Benediktsson Þeir sem tóku þátt í könnun PRESSUNNAR um menn tuttugustu aldarinnar voru meðal annarra: Sólrún Jensdóttir sagnfræöingur, Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor, Ólaf- ur H. Torfason ritstjóri, Jón Steinar Gunn- laugsson lögfræöingur, Gylfi Gíslason mynd- listarmaður, Björg Arnadóttir ritstjóri, Eggert Þór Bernharösson sagnfræöingur, Stefán Jón Hafstein útvarpsmaöur, Helgi Skúli Kjartans- son sagnfræöingur, Pórarinn Þórarinsson rit- stjóri, Hrefna Róbertsdóttir sagnfræðingur, Ingólfur Margeirsson ritstjóri, Guörún Péturs- dóttir dósent, Karl Sigurbjörnsson prestur, Guðjón Friðriksson sagnfræöingur, Jónas Arnason rithöfundur, Magnús Þór Jónsson tónlistarmaöur, lllugi Jökulsson blaöamaöur, Örn Clausen lögfræðingur, Stefán Ólafsson lektor, Páll Lúövík Einarsson sagnfræöingur, Þórdís Þorvaldsdóttir borgarbókavöröur, Sig- urbjörn Einarsson biskup, Anna Agnarsdóttir sagnfræðingur, Ólafur Hannibalsson blaöa- maöur, Ólafur Ólafsson landlæknir, Möröur Árnason upplýsingafulltrúi, Siguröur Péturs- son sagnfræðingur, Þorbjörn Broddason lekt- or, Björn Bjarnason aöstoöarritstjóri, Sigrún Stefánsdóttir fréttamaöur, Jóhanna Krist- jónsdóttir blaðamaöur, Árni Gunnarsson þingmaöur, GuÖjón Einarsson ritstjóri og fleiri. Jónas Jónsson héðinsdóttir gerbreytti hugmynd- um manna um stöðu konunnar. Lesendur hafa sjálfsagt sína kand- ídata líka, en það er ekki síður skemmtilegt að athuga hverjir eru ekki á listanum. Það er hætt við að ýmsum stjórnmálamönnum og menningarvitum nútímans finnist framhjá sér gengið. Og vísast snýr einhver sér við í gröfinni... Hrafn Jökutsson ásamt Þórdísi Bachmann og Gunnari Smára Egits- syni. Þátttakendur Bríet Bjarnhéöinsdóttir fram kom í upphafi, og fengu lang- flestir aðeins eitt atkvæði. Þar kenn- ir ýmissa grasa og til voru þeir sem fannst að Eldeyjar-Hjalti, Guðrún frá Lundi eða Jóhannes Birki- land væru í hópi áhrifamestu ís- iendinga aldarinnar. Listinn yfir áhrifamestu íslend- inga aldarinnar gæti allt eins verið listi yfir þá umdeildustu. Flestir eru þeir frumherjar, hver á sínu sviði, baráttumenn sem marga hildi háðu. Halldór Laxness endurnýjaði ís- lenskar bókmenntir, Jónas frá Hriflu hannaði flokkakerfi og Bríet Bjarn- Halldór Laxness Tólf konur Af 113 einstaklingum sem þátttakendur í skoðanakönnun PRESSUNNAR nefndu voru ekki nema tólf konur. Bríet Bjarnhéðinsdóttir kvenréttindakona og Vigdís Finnbogadóttir forseti voru þær einu sem fengu fleiri en eina tilnefningu. Hinar tíu eru: Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsti kvenþingmaður íslend- inga, og Guðrún Agnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Kvenna- listans. Steinunn Þórhallsdótt- ir Bækkeskov, sem hefur stjórnað rannsóknum við Uni- versity of California sem eru að öllum líkindum lykillinn að for- vörnum gegn sykursýki. Jó- hanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra fékk einnig til- nefningu og einnig rithöfundur- inn Guðrún frá Lundi. Þá voru og nefndar til sögunnar Nína Tryggvadóttir listmálari, Guð- rún Helgadóttir, forseti sam- einaðs Alþingis, og Björg Þor- láksdóttir Blöndal, kona orða- bókarsmiðsins og lífeðlisfræð- ingur frá Sorbonne. Loks fengu tilnefningu þær María Markan söngkona og Ragnheiður Jónsdóttir rithöfundur. Lifandi og komast á blað Þaö voru ekki margir núlifandi menn til- nefndir sem áhrifamestu menn tuttug- ustu aldarinnar. Þeir sem ekki eru nefndir hér aö ofan eru: Magnús Þór Jonsson tónlistarmaður, Guðrún Agnarsdottir, fyrrverandi þingkona, Þráinn Eggertsson hagfræðingur, Sigmundur Guöbjarna- son rektor, Jóhanna Siguröardóttir fé- lagsmálaráöherra, Helgi Tómasson ball- ettdansari, Eysteinn Jónsson, fyrrver- andi ráðherra, Hannibal Valdimarsson, fyrrverandi forseti alþýðusambandsins og ráðherra, Valur Valsson bankastjóri, crró, Guörún Helgadóttir, forseti samein- aðs þings, Siguröur Óskarsson skipstjóri, Steinunn Þórhallsdóttir Bækkeskov meinafræðingur, Bjarni Jónsson stærð- fræðingur, Lúövík Kristjánsson rithöf- undur, Albert Guðmundsson sendiherra, Árni Kristjánsson pianókennari, Stein- grímur Hermannsson forsætisráöherra, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, Hans G. Andersen sendiherra, Jakob Jakobs- son fiskifræöingur, Friörik Ólafsson, skákmaður og skrifstofustjóri Alþingis, og Guðbergur Bergsson rithöfundur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.