Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 9

Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. OKTÓBER 9 Ull og lax hafa étiö upp framkvœmdasjód ÞARF 3,6 MILLJARÐA EF SJÓÐURINN Á AÐ LIFA — einn milljarður horfinn í ullina og tveir milljarðar í hœttu vegna fiskeldis Jafnvel þó litið væri framhjá fyrirséðu tapi Framkvæmda- sjóðs íslands vegna glataðra útlána til fiskeldisfyrirtækja þyrfti ríkissjóður að ieggja til sjóðsins um 1,5 milljarða króna til að hann geti starfað áfram. Ef miðað er við að helm- ingur útlána sjóðsins til fisk- eldis tapist, sem er alls ekki djarflega áætiað, þyrfti ríkis- sjóður að leggja sjóðnum til hátt í 2,5 milljarða ef ætlunin er að hann starfi áfram. En jafnvel þó sjóðurinn yrði lagður niður í dag kæmist ríkis- sjóðurekki hjááföllum. Höfuðstóll sjóðsins var ekki nema um 420 milljónir um síðustu áramót. Lán- veitingar hans til fiskeldisfyrir- tækja eru hins vegar um 2 miilj- arðar. Öll þau lán eru í hættu þó vera kunni að einhver þessara fyr- irtækja muni lifa. Framkvæmda- sjóður á engan varasjóð og í af- skriftarsjóði útlána eru ekki nema um 80 milljónir. Samkvæmt ofansögðu er ljóst að Framkvæmdasjóður Islands, sem ætlað var að verða móður- sjóður fjárfestingarlánakerfis rík- isins, verður innan tíðar þungur baggi á eiganda sínum; íslenskum skattborgurum. Álqfoss tapoði________________ 2 milljördum q rúmum 2 árum________________________ Alafoss á stóran þátt í óförum framkvæmdasjóðs. Sjóðurinn eignaðist gamía Álafoss árið 1971 og rak hann þar til fyrirtækið var sameinað Iðnaðardeild Sam- bandsins á fullveldisdaginn 1987. Frá þeim tíma hefur tap fyrirtækis- ins verið um 2 milljarðar króna. Þrátt fyrir að stofnfé þess hafi ver- ið um 750 milljónir og eigendur þess og lánardrottnar lagt gífur- lega fjármuni í fyrirtækið síðan er eigið fé þess nú neikvætt um 270 milljónir króna. Álafoss á því ekki fyrir skuldum, en er rekið áfram með öfugan höfuðstól. Margar skýringar hafa verið nefndar sem ástæða þess hversu hörmulega tókst til með samein- ingu Álafoss og iðnaðardeildanna. Auk vanabundinna skýringa um slæm rekstrarskilyrði hefur verið bent á að bæði móðurfyrirtækin voru á leið í þrot fyrir sameiningu. Síðan þá hefur sala fyrirtækisins dregist saman um helming og staða þess vérsnað. Nú standa yfjr enn nýjar aðgerð- ir til bjargar Álafossi. Þær munu ekki leiða til þess að eigið fé fyrir- tækisins verði jákvætt þó eigin- fjárstaðan batni um 60 milljónir. Á eftir verða skuldir fyrirtækisins um 210 milljónum króna hærri en eignir þess. Tqpaði milljardi______________ q Alafo»»i Samkvæmt áætlunum fram- kvæmdasjóðs hefur sjóðurinn tap- að rúmum milljarði á Álafoss-æv- intýrinu. Hann hefur afskrifað hlutafé sitt í fyrirtækinu og auk þess yfirtekið skuldir þess og gamla Álafoss._ Að öllum líkindum verður tap framkvæmdasjóðs vegna Álafoss enn meira þegar upp er staðið. í ársreikningum sjóðsins eru fast- eignir og lóðir gamla Álafoss við Álafossveg í Mosfellsbæ skráðar á 153 milljónir. Heimildamenn PRESSUNNAR telja ómögulegt fyrir sjóðinn að selja þessar eignir fyrir þetta verð. Hugsanlegt sölu- verð sé 60 til 70 milljónir. Ef það verð er raunhæft lækkar höfuðstóll framkvæmdasjóðs úr 420 milljónum í 350 milljónir. Tveir milljarðar i haottu i fiskoldi_____________________ Eins og áður sagði hefur fram- kvæmdasjóður lánað um 2.000 milljónir til fiskeldisfyrirtækja. Að sögn Guðmundar B. Ólafssonar, forstjóra sjóðsins, hafa fiskeldisfyr- irtækin lítið sem ekkert greitt af afborgunum sínum af lánunum. Þess í stað hafa verið gefin út ný lán fyrir afborgunum, vöxtum og verðbótum. Fiskeldisfyrirtækin eru því orð- in svipað vandamál hjá fram- kvæmdasjóði og loðdýrin hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins. Þar hafa lán til loðdýraræktarinn- ar hlaðist upp án þess að nokkrir peningar komi inn á móti. Að undanförnu hefur hvert stór- gjaldþrotið rekið annað í fiskeid- inu og allsherjargjaldþrot greinar- innar virðist blasa við. í raun er hægt að segja að öll fiskeldisfyrir- tæki á landinu séu gjaldþrota þar sem eignir í fiskeldisstöðvum eru nánast einskis virði á frjálsum markaði. Ef markaðsverð þeirra yrði skráð inn í reikninga fyrir- tækjanna yrðu þau þó langflest með neikvætt eigið fé og ættu þar með ekki eignir fyrir skuldunum. Af innlendum lánum til fjárfest- inga í fiskeldi á framkvæmdasjóð- ur rétt tæplega helminginn eða um 2 milljarða. Yfirleitt er sjóður- inn með lán sín tryggð á fyrsta veðrétti. Ef áframhald verður á gjaldþrotum í fiskeldi er það hins vegar ekki góð trygging. Hér á landi yrði gífurlegt offramboð á sérhæfðum húsum og tækjum til fiskeldis. Þau yrðu álíka mikiis virði og síldarbræðslurnar í lok síldarævintýrisins. Vantar qllt qð________________ 3,6 milljörduni_______________ inn i sjóðinn_________________ Eins og áður sagði er höfuðstóll framkvæmdasjóðs skráður á um 420 milljónir í reikninga hans. Ef tekið er mið af raunvirði eignanna í Mosfellsbæ er höfuðstóllinn nærri 350 milljónum. Ófyrirséð er hvert tap sjóðsins vegna fiskeidis verður. Það getur orðið á bilinu 500 til 2.000 milljón- ir. Það stefnir því allt í að eigið fé sjóðsins verði neikvætt innan tíð- ar. í viðskiptaráðuneytinu er nú unnið að frumvarpi um fjárfesting- arlánasjóði. Þar er gert ráð fyrir að á þá verði settar svipaðar kröf- ur og gerðar eru til viðskipta- banka. Það þýðir að eigið fé fram- kvæmdasjóðs þyrfti að verða um 2.050 milljónir króna. Eins og staða sjóðsins er í dag þyrfti ríkissjóður því að leggja um 1.650 milljónir til sjóðsins til að hann stæðist ákvæði frumvarps-j ins. Ef hrun fiskeldisins heldur áfram gæti þessi fjárhæð hækkað í allt að 3,6 milljörðum. Það er álíka há upphæð og ríkið þurfti að leggja út til að greiða tap Útvegs- bankans gamla og gera hann sölu- hæfan. en samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR greiddi framkvæmdasjóður Bergvík um hálfa milljón króna og veitti fyrirtækinu auk þess lánafyr- irgreiðslu. Þó fjárhags'egur skaði fram- kvæmdasjóðs af þessu sé ekki mik- ill, til dæmis samanborið við rúman milljarð sem Álafoss hefur gleypt, sýnir þetta dæmi ótrúlega ófaglega stjórn á sjóðnum. Gunnar Smári Egilsson Lúxus-laxveiðitúrar PRESSUNNAR kostaði þessi lax- veiði um eina milljón króna. Sú hefð hefur skapast að erlendum banka- stjórum viðskiptabanka fram- Kvæmuasjoos er dooio meo asam stjórnarmönnum og öðrum for svarsmönnum sjóðsins. Ekki var farið í laxveiðitúr í ár. Samkvæmt heimildum PRESSUNN- AR var það Össur Skarphéðins son, stjórnarmaður og kunnur lax- veiðimaður, sem beitti sér gegn því Á sínum tíma var ráðgjafarfyrir- tækið Hagvangur fengið til þess að gera úttekt á stjórnun sjóðsins. Með- al tillagna þess var sú að ráðinn yrði aðstoðarforstjóri til aðstoðar Guð- mundi B. Ólafssyni forstjóra. Þessi nýja staða var auglýst opin- berlega og umsóknir bárust. Hins vegar var enginn ráðinn þar sem stjórnin ákvað að fresta ráðning- unni. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR voru stjórnarmenn ekki sammála um þessa ákvörðun og mun hafa komið til atkvæða- greiðslu á fundinum. Þrátt fyrir gífurlegt tap sjóðsins í þeim forsendum að þeim hefði ekki verið gert ljóst að Jón Ólafsson hefði forkaupsrétt. Af málaferlum varð ekki, en mál- ið hins vegar leyst með samkomu- lagi. Hvorki forsvarsmenn sjóðsins né Bergvíkur-menn vildu segja í hverju þetta samkomulag var fólgið, fyrra og slæma stöðu hans fóru stjórnendurnir í hinn árlega lax- veiðitúr. Samkvæmt heimildum

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.