Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 23

Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. OKTÓBER 23 STÖD2 Gatsby hinn mikli (The Great Gatsby) Fimmtudaginn 4. októ- ber kl. 23.30. Coppola gerði handritið upp úr bók F. Scotts Fitzgerald. Robert Redford og Mia Farrow í aðalhlutverkum i mynd sem gerist þegar hin gullna jazzöld er að renna upp. Þegar lífið snerist um konur, pen- inga og hraðskreiða bíla. Guli kafbáturinn (Yellow Sub- mariné) Föstudaginn 5. október kl. 21.55. Teiknimynd með lög- um og lífsskoðun Bítlanna. Besta Bítlamyndin enda eru þeir hvergi sjáanlegir. Kjörin mynd fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Hættuför (High Risk) Föstudag- inn 5. október kl. 01.15. Dellu-spennu-gamanmynd með gömlum jöxlum í fremstu víg- línu: Ernest Borgnine, James Co- burn, Anthony Quinn og James Brolin. Upplögð skemmtun i haustmyrkrinu. hRós í hnappagutið ... fær Jakob Magnús- son fyrir að gefa okkur fastan punkt í tilveruna með því að hafa haldið Horninu nánast óbreyttu frá því það var opnað fyr- ir hjartnær ellefu árum. Eltur á röndum (American Rou- letté) Laugardaginn 6. október kl. 00.00. Varúð! Þetta er ekki „hörkugóð" mynd eins og segir í kynningu Stöðvar 2, heldur heimskuleg þvæla. Sparið raf- magnið meðan ósköpin dynja yf- ir. Dvergadans (Dance of the Dwarfs) Laugardaginn 6. októ- ber kl. 01.40. Aðeins fyrir áhuga- menn um dvergadans og Peter Fonda. Semsagt: Sparið meira rafmagn. Dagbók Önnu Frank (Diary of Anne Frank) Sunnudaginn 7. október kl. 23.30. Ahrifarík mynd um frægasta fórnarlamb nasista, unglingsstúlkuna Önnu Frank, sem trúði því að þrátt fyr- ir allt væri fólk gott innst inni. SJÓNVARPIÐ Tíundi maðurinn (The Tenth Marí) Föstudaginn 5. október kl. 22.00. Anthony Hopkins á stjörnuleik i mynd sem byggð er á sögu Grahams Greene. Fransk- ir fangar Þjóðverja draga um hverjir þeirra verða leiddir fyrir aftökusveit. Lögfræðingurinn Chavel kaupir sér líf, dýru verði... The Rolling Stones (Urban Jungle Tour 1990) Föstudaginn 5. október kl. 23.40. Steinarnir í djöfulmóð á tónleikaferðalagi snemma á þessu ári. Aðeins Lú- dó og Stefán hafa verið lengur í bransanum: Missið ekki af þessu. Réttvísin er blind (Blind Just- icé) Laugardaginn 6. október kl. 22.45. Mynd um Ijósmyndara sem verður fórnarlamb möppu- dýranna: Ásakaður um rán og nauðganir. Tim Matheson i aðal- hlutverki. Skuggahverfið (The Fifteen Streets) Sunnudaginn 7. október kl. 21.50. Mynd um fátæktarbasl og ástir í breskri kolaryks- stemmningu aldamótanna. Hug- Ijúf og ljúfsár leið til að Ijúka helginni... BÍÓIN ■■■i Dick Tracy Bíóborginni kl. 5, 7, 9 og 11. Myndin sem allir verða að sjá og allir spyrja sig af- hverju eftir sýningu. Madonna er flott og líka umhverfið, búning- arnir, förðunin og allt það. Mynd fyrir þá sem vilja sjá peningum eytt. Hefnd (Reuenge) Regnboganum kl. 4,40, 6,50, 9 og 11,15. Góð lexía fyrir þá sem einhvern tím- ann hafa velt því fyrir sér að stinga undan mexíkóskum stór- krimma. í rauninni er þetta ljúf mynd þrátt fyrir byssur, blóð og vondan endi. Á bláþræði (Bird on a Wiré) Laugarásbíói kl. 5, 7, 9 og 11,15. Mynd sem er akkúrat það sem hún gefur sig út fyrir að vera: klén. RoboCop Háskólabíói kl. 5,7,9, 11,10. Árni Johnsen vélmenn- anna. Þó ótrúlegt sé er myndin betri en auglýsingin. „Ég er eins islenskur og menn geta verid, fæadur hér og ujrpalinn og fullur uf æff jnrðnrásl og pjoorembmgi.## ÞORVALDUR FLEMMING JENSEN SIGURÞÓR HALLBJÖRNSSON Með tvær í takinu (Love at Large) Stjörnubíói kl. 7 og 9. Ein af þessum sem eru pínulítið öðruvísi. En eins og margar slík- ar rennur hún dálítið út í sand- inn. þetta. Áhorfendur gæla við það allan timann að Kris Kristoffer- son skjótist sem lengst fram í tím- ann og komi aldrei aftur. Paradísarbíóið (Cinema Parad- iso) Háskólabíói kl. 7. Skemmti- legasta myndin í bænum. Tímaflakk (Millennium) Regn- boganum kl. 5, 7, 9 og 11,15. Jafnvel hörðustu science ficti- on-fríkin láta ekki bjóða sér LEIKHÚSIN Ég er meistarinn eftir Hrafn- hildi Hagalín á litla sviði Borgar- leikhússins. Loksins, loksins! Nýtt íslenskt leikskáld. Frumsýn- ing 4. október, næstu sýningar LÁRÉTT: 1 falla 6 hræða 11 þögulum 12 vota 13 hrun 15 kotroskið 17 þreyta 18 varúð 20 starf 21 beitu 23 reið 24 fjall 25 húss 27 kven- dýrið 28 svikari 29 skræfa 32 losnaði 36 vegur 37 hár 39 sáldra 40 hress 41 styrkir 43 svefn 44 geiflu 46 frysti 48 rífa 49 heimsk 50 hindr- ar 51 gatinu LÓÐRÉTT 1 greftrar 2 nægur 3 komist 4 kvabba 5 angr- aði 6 hráefni 7 rispa 8 brún 9 skáni 10 gæfan 14 undiroka 16 athöfn 19 einangrunarefni 22 aðdróttun 24 umstangs 26 ásynja 27 þakskegg 29 sletta 30 sársauka 31 sífellt 33 árás 34 kurteis 35 krassinu 37 fiskar 38 skrá 41 hnoða 42 mögru 45 hæfur 47 gröf. föstudag, laugardag og sunnu- dag Fló á skinni eftir Georges Fey- deau á stóra sviði Borgarleik- hússins. Áttræður franskur farsi sem sló í gegn hjá LR 1972 og nú er alltaf fullt hús. Ástarflækjur, misskilningur, ráðabrugg — sem sagt úrvals skemmtun. Takið eft- ir Árna Pétri Guðjónssyni, sem fer á kostum. Örfá sæti laus eftir Karl Ágúst Úlfsson og félaga í Spaugstof- unni í íslensku óperunni. Leikrit- ið sem sendi gagnrýnanda Morg- unblaðsins á fyllerí á Sögu. Áhorfendur flykkjast hins vegar að til að hylla óskabörn þjóðar- innar. Leikrit fyrir þá sem kunna að meta söngva og islenska fyndni. MYNDLISTIN Málverkauppboð Gallerís Borgar í Súlnasal Hótels Sögu á sunnudaginn kl. 20.30. Haraldur Blöndal stjórnar uppboði á 60—70 málverkum eftir lérefts- landsliðið: Kjarval, Ásgrim Jóns- son, Jón Stefánsson, Snorra Ar- inbjarnar, Karl Kvaran, Sverri Haraldsson, Þorvald Skúlason, Gunnlaug Blöndal o.fl. Afbragðs skemmtun með listrænu ívafi hvort sem menn eiga milljón eða bara fyrir kaffinu. Svavar Guðnason í Listasafni Is- lands. Yfirlitssýning á verkum eins sérstæðasta og frumlegasta listamanns aldarinnar. Svavar fór alltaf eigin leiðir og lét sig álit annarra og tilfallandi tísku- strauma engu skipta. TÓNLISTIN Heitasta blúsbandið í bænuml Á N1 bar í kvöld treður upp nýj- asta blúshljómsveitin, sem skip- uð er snillingum eins og Björgvin Gíslasyni og Þorleifi bassa úr Egó. Söngvarinn er Kristinn Kristjánsson, sem verið hefur ár- um saman í Svíaríki. Systir hans heitir Ellen Kristjánsdóttir en hún er ekki í hljómsveitinni. Allir á N1 — í kvöld ... BÓKIN Bókin sem allir eiga að hafa lesið i dag er Saga heimsins í tíu og hálfum kafla eftir Julian Barn- es. Barnes hefur söguna í Synda- flóðinu og í fyrsta kafla er sögu- maður trjámaðkur sem smyglaði sér um borð i Örkina inni í holu horni á geit. Nýstárleg söguskoð- un. MYNDBÖNDIN M Family Business Sean Connery, Dustin Hoffman og Matthew Broderick leika þrjá ættliði sem leggja saman út á þyrnum stráða glæpabrautina. Connery stend- ur fyrir sínu að venju og Hoff- man er alltaf sama taugahrúgan. Mynd sem eykur samheldni fjöl- skyldunnar og minnkar kyn- slóðabilið. Vinsœlustu myndböndin 1. Black Rain 2. Turner and Hooch 3. Parenthood 4. Road House 5. Leviathan 6. Mystic Pizza 7. Last Exit to Brooklyn 8. Blind Fury 9. Who's Harry Crumb? 10. Dad Tango & Cash Tveir regintöffar- ar, Sylvester Stallone og Kurt Russell, leika löggur i bófaleik og ferðast um undirheima eiturlyfj- anna. Af einhverjum ástæðum er því haldið fram á hylkinu að Stallone sé „siðfágaður” i mynd- inni. Fylgist með þvi! Og Russell höfðar til sumra, af einhverjum ástæðum... Parenthood Varið ykkur á henni þessari! Þetta er ekki Steve Martin-biómynd, þótt hon- um bregði fyrir í nokkrum dap- urlegum senum. Svæfandi vandamálamynd sem veit ekki alveg hvort hún vill vera Allen, Bergman eða Þráinn Bertelsson. Casualties of War Brian de Palma hefur löngum kunnað að sletta blóðinu og í henni þessari flýtur það um filmuna. Fox kem- ur á óvart, en Sean Penn fær mann til að skilja afhverju Mad- onna skildi við hann. Myndin fjallar um stríð og striðsógnir og einhversstaðar leynist boðskap- ur. Grimm skemmtun. Dr. Strangelove or: How I Le- arned to Stop Worrying and Love the Bomb Finnst þér að heimurinn fari batnandi? Láttu þessa Kubrick-mynd síðan 1964 leiðrétta þann misskilning. Eitt af meistaraverkum kvikmynda- sögunnar. Peter Sellers upp á sitt besta — rétt áður en hann lenti i klóm bleika pardussins. Taktu þessa við tækifæri. NÆTURLIF Skrítnasta tilleggið i reykvískt skemmtanalíf i háa herrans tið er drag-showið á hommabarnum fyrir ofan Laugaveg 22. Þar koma fram karlar í kvenmanns- fötum, syngja þekkta slagara og klæmast við gesti, sem sumir láta sér vel líka. 1 rauninni fyrir ofan velsæmismörk flestra en óneitanlega öðruvísi en skemmtiatriðin á hinum stöðun- um. Eitthvað fyrir þá sem vilja fara i könnunarleiðangur um „heimsborgina” Reykjavík. Sýnt þegar löggan leyfir; það er ef staðurinn er ekki í straffi vegna of mikillar aðsóknar helgina á undan. FJOLMIÐLAR Helgi Pétursson, útvarpsstjóri Aðalstöðvarinnar, sagði í viðtali við Moggann á sunnudag að eins og gyðingar bíða eftir Messíasi þá byði hann eftir nýju dagblaði. Auðvitað er það rétt hjá Helga að það mundi bæta blaða- mennskuna á íslandi ef Morgun- blaðið fengi almennilegan keppinaut á morgnana. Kannski höfðu litlu flokksblöðin þrjú ein- hvern tilverurétt hér á árum áð- ur þegar menn fæddust inn í ákveðna stjórnmálaflokka eins og íþróttafélög og stóðu með sín- um mönnum gegnum þykkt og þunnt. Nú, þegar heímingur þjóðarinnar hefur ekki hugmynd um hvaða flokk hann styður, samkvæmt skoðanakönnunum, hlýtur það að vera vitlaust að klessa stimpli stjórnmálaflokka á jafnviðkvæma vöru og dagblað. Mogginn og Þjóðviljinn eru ekki lengur andstæðurnar i þjóðfé- laginu heldur eru þeir oftar sam- herjar og andsvarið er að finna hjá fólki sem hugsar ekki svo mikið eftir flokkspólitiskum brautum. Ég er því ósammála Helga um að litlu blöðin þrjú eigi að sam- eina krafta sína og fara að keppa í alvöru við Moggann. Ég held að það sé miklu skemmtilegra ef einhverjir aðrir leggja í það. Því eins og gyðingar bíða eftir Messí- asi þá bíð ég eftir nýjum Matthí- asi. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.