Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 15

Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. OKTÓBER 15 || H ■inn nýi forstjóri Almenna bókafélagsins, Óli Björn Kárason, er sagður beita aðhaldi jafnt sjálfan sig sem aðra starfsmenn, enda um líf eða dauða að tefla hjá fyrirtæk- inu. Fráfarandi forstjóri, Kristján Jóhannsson, mun hafa haldið óbreyttum kjörum í þrjá mánuði eft- ir að hann hætti störfum, þar á með- al afnotum af forstjórabílnum, Volvo-skutbíl. Óli Björn hefur hins vegar sett bílinn á sölu og sættir sig við að keyra áfram á eigin bíl af gerðinni Fíat Uno... NÝ PRESSA Nýtt fólk er komið til starfa á PRESSUNNI auk þess sem nýir dálkahöfundar birta sína fyrstu pistla í blaðinu í dag. Ritstjórar blaðsins eru Gunnar Smári Egilsson og Kristján Þorvalds- son. Gunnar Smári var siðast blaða- maður á DV, en áður blaðamað- ur á Tímanum, NT og Helgarpóstin- um. Kristján kemur af Morgunblað- inu, en var áður blaðamaður og fréttastjóri á Alþýðublaðinu. Blaðamenn eru Hrafn Jökulsson, en hann hefur m.a. starfað við blaðamennsku á Þjóðviljanum sem umsjónarmaður sunnudagsblaðs og auk þess sent frá sér þrjár bækur; Friðrik Þór Guðmundsson, sem ver- ið hefur blaðamaður á Helgarpóst- inum, Alþýðublaðinu og PRESS- UNNI eftir að hann lauk BA-námi í stjórnmálafræði; og Þórdís Bach- mann, MA í fjölmiðlafræðum, en hún hefur starfað við fjölmiðla inn- anlands og utan. Ljósmyndari blaðs- ins er Sigurþór Hallbjörnsson, en hann er lærður offsetljósmyndari og lagði stund á ljósmyndun við listaskólann De Vrije Academie í Haag. Nokkrir af föstum dálkahöfund- um PRESSUNNAR halda skrifum áfram, þau Flosi Ólafsson, Jóna Ingi- björg Jónsdóttir og Óttar Guð- mundsson, en Sigurður Þór Guð- jónsson rithöfundur bætist í hópinn. Á leiðarasíðu verður Ómar Stefáns- son myndlistarmaður með teikn- ingu vikulega . innan Framsóknarflokksins eru framboðsværingar ekki síður en annars staðar. I Reykjavík er búist við að Finnur Ing- ólfsson, varaþing- maður og aðstoðar- maður heilbrigðis- ráðherra, leggi öðru sinni í Guðmund G. Þórarinsson um fyrsta sætið. Þá er talið að Gissur Pétursson, sem lét nýverið af formennsku hjá ungum framsóknarmönnum, ætli að berj- ast um annað sætið . .. ÍEins og margir muna var ákveð- ið að bjóða út afgreiðslu og sölu á flugvélaeldsneyti á Keflavíkurvelli en Olíufélagið, ESSO, hafði eitt setið að þeim bita. Fyrir sex mánuðum var útboðið kunngert en síðan leið og beið. Þremur mánuðum síðar kom hins vegar orðsending til olíu- félaganna frá Bandaríkjamönnum um að nú gæfist kostur á að gera „last offer", eða síðasta tilboð. Ekki var minnst orði á slíkt í fyrstu út- boðsgögnum. Heyrst hefur að Óli Kr. í OLÍS hafi átt lægsta tilboðið í fyrstu atrennu og því hafi þurft að grípa til einhverra ráðstafana. Og enn bíða menn niðurstöðu í mál- inu... lEins og kunnugt er tóku nýir stjórnendur við Fjárfestingarfélagi Islands á þessu ári þegar Gunnar Helgi Hálfdánar- son fór í Landsbank- ann sem fram- kvæmdastjóri Landsbréfa. Nú mun annar þeirra, Gunn- ar Óskarsson framkvæmdastjóri, hafa ákveðið að hætta og snúa sér að fjármáiaráðgjöf á eigin vegum, en Friðrik Jóhannsson forstjóri verður áfram. Líklegt þykir að eftir- maður Gunnars verði úr starfsliði fjárfestingarfélagsins... A stjornarfundi Stöðvar 2 í síð- ustu viku mun Jón Ólafsson í Skíf- unni hafa farið fram á að verða sjón- varpsstjóri. Aðrir stjórnarmenn eru hins vegar sagðir hafa neitað mála- leitan félaga síns á þeirri forsendu að hann væri of umdeildur. Stjórnin var síðan einróma um að ráða Pál Magnússon. . . A B^^ðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, þingmaður Borgaraflokks- ins, var sem kunnugt er kjörin á þing 1987 oger einn þingmanna Reykja- víkur. Fyrir ári gerð- ist það hins vegar að hún flutti í sambýli aldraðra á Hvolsvelli og síðan hefur lög- heimili hennar verið fyrir austan fjall — og þangað fer því útsvar hennar. Um leið fór Aðal- heiður að fá greiddan svokallaðan „húsnæðiskostnað", sem allir þing- menn utan suðvesturhornsins fá nú og mun vera um 35 þúsund krónur á mánuði. Og á meðan á þinghaldi stendur hefur hún fengið greiðslur vegna „dvalarkostnaðar", sem nú er um 1.500 krónur á dag eða um 45 þúsund krónur á mánuði... A ^^^Ibert Guðmundsson held- ur á morgun upp á merkilegan áfanga í lífi sínu. Þá verður sendi- herrann 67 ára — hefur með öðrum orðum náð lögboðnum ellilífeyris- aldri. Albert er hins vegar ekkert að hætta, því hann hefur bæði verið sagður íhuga framboð til forseta og að hella sér aftur í pólitíkina. í dag, 4. október, halda tveir þingmenn upp á afmæli, Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra og Jón Helgason frá Seglbúðum... ÞJÓÐARSÁTT UM BETRA VERD! Plötur og kassettur á kr. 699 og geisladiskar á kr. 999 * Nú á tímum þjóðar- sáttar í kjaramálum er sérstaklega ánægjulegt að kynna vöruflokk sem er verðlagður í anda þjóðarsátt- arinnar. Hérerekki um útsölu að ræða, heldur bjóða hljóm- plötuverslanir Skífunnar og um- boðsmenn um land allt allan ársins hring upp á glæsilegt úrval titla sem ganga undir samheitinu BETRA VERÐ. Fylgstu vel með merkingunum um BETRA VERÐ því Skífan er stöðugt að taka inn vönduð verk sem tónlistarunnendur eru síþyrstir í. á BETRA VERÐI SCORPIONS - LOVE AT FIRST STING • SC0RPI0NS - BLACKOUT' WASP - LAST COMMAND * WASP - WASP ’ IRON MAIDEN - PIECE OF MIND * IRON MAIDEN - POWERSLAVE • IRON MAIDEN - LIVE AFTER DEATH • IRON MAIDEN - IRON MAIDEN • IRON MAIDEN - KILLERS • IRON MAIDEN - NUMBER OF THE BEAST1 DEEP PURPLE - 24 CARAT PURPLE • DEEP PURPLE - IN ROCK * WHITESNAKE - SAINTS 8 SINNERS • WHITESNAKE - COME 8 GETIT * URIAH HEEP - DEMONS 8 WI2ARDS * NAZARETH - GREATEST HITS ’ ELTON JOHN - THE COLLECTION * PAUL McCARTNEY - FLOWERS IN THE DIRT SAM COOKE - WONDERFUL WORLD * BUDDV HOLLY - 8EST 0F BILL HALEY - THE ORIGINAL HITS VOL. 1 EODIE COCHRAN - VERY BEST OF • FATS 00MIN0 - BEST OF DON McLEAN - AMERICAN PIE * JOHN LENNON - ROCK'N'ROLL PAUL McCARTNEY — II • BEATLES - ROCK'N'ROLL MUSICI BEATLES - ROCK'N'ROLL MUSIC II STRANGLERS - COLLECTION 77 '82 * TALKING HEADS - TRUE STORIES * SHADOWS - STRING OF HITS * DR. HOOK - SYLVIA'S MOTHER • JOHNNY CASH - COUNTRY STORE COU. * GEORGE JONES - COUNTRY STORE COU. • JERRY LEE LEWIS - COUNTRY STORE COLL. * CRYSTAL GAYLE - COUNTRY STORE COLL VOL. 2 ' DR. H00K - COUNTRY STORE COLL. VOL. 2 • WAYLON JENNINGS/WILLIE NELSON - COUNTRY STORE COLLECTION * GEORGE JONES/TAMMY WYNETTE - COUNTRY STORE COLLECTION • HANK WILLIAMS - COUNTRY STORE COLL.1 CARL PERKINS - COUNTRY STORE COLL. * CONNIE FRANCIS - COUNTRY STORE COLL. * COUNTRYLOVE* COUNTRY DUETS • 80’S COUNIRY• COUNTRY NIGHIS * COUNTRY GIANTS* COUNTRY LADIES * COUNTRY BALLADEERS • COUNTRYLEGENDS* COUNTRY GOLD ’ PATSY CLINE - BEST OF * TAMMY WYNETTE - COUNTRY STORE COLL.' KRIS KRISTOFFERSON - COUNTRY STORE COLL. • CHARLIE RICH - COUNTRY STORE COLLECTION 20 COUNTRY LOVE SONGS COUNTRY CHARTBUSTERS COUNTRY GIRLS 1 COUNTRYBOYS • COUNTRY CLASSICS • Kannaóu hvaó vantar í safnió og fylltu í eyóurnar á BETRA VERDI._________ ' Þessit titlor kosto kr. 1.199 ó geislodisk PÓSTKRÖFUSÍMI91-680685. Símsvari allan sólarhringinn MOZART - REQUIEM GERSHWIN - RHAPSODYIN BLUE TCHAIKOVSKY - PIANO CONC. N0. 1 AN EVENING 0F STRAUSS HANDEL - WATER MUSIC GUITAR CLASSICS FROM LATIN AMERICA JOHN WILLIAMS - UNFORGETTABLE VIVALDI - 4 SEASONS DUETS FROM FAMOUS OPERAS HOLST - PLANET SUITE TCHAIKOVSKY - 1812 OVERTURE DVORAK - SYMPHQNY N0. 9 (NEW WORLD) WAGNER - ORCHESTRALWORKS ORFE - CARMINA BURANA GUITAR CLASSICS FROM SPAIN NAT KING COLE - THE ONE AND ONLY ELLA FITZGERALD - THANKS FOR THE MEMORY * BILLIE HOLIDAY - G00D MORNING HEARTACHE ’ EDITH PIAF - THE LEGENDARY TOM JONES - IT'S NOT UNUSUAL • ROGER WHITTAKER - DURHAM TOWN LOUIS ARMSTRONG - ENTERTAINS RICHARD CLAYDERMAN - ROMANTIC • NEIL DIAMOND - BEST OF- CLEO LAINE - UNF0RGETTA8LE • ABBA - THE HITS JIM CROCE - HIS GREATEST HITS HOT CH0C0LATE - GREATEST HITS SKIFAN KRINGLUNNI, S: 600930 LAUGAVEGI 33, S: 600933 LAUGAVEGI 96, S:600934

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.