Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 26

Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 26
Matthías Bjarnason tlar aftur ^m í framboð á Vestfjörðum Fjögurra manna finnst í Seðlabankahúsinu — hlýtur aö hafa búið þarna fró þvi húsið var reist segir Jóhannes Nordal „véímverur nauðguðu mér meðan ég svaf" — segir húsmóðir í vesturbænum sem lýsir reynslu sinni í einkaviðtali Gulu Pressunnar ■!’( EATíTwn ii FöV • Flúdi kaupfélagsmenn á Þórshöfn á Langanesi HEJ.T AD DAGAR MINIR VÆRU TALDIR — segir Málfrídur Jónsdóttir, sem hélt til Reykjavíkur til móts viö œttingja í gœr Málfríður Jónsdóttir þakkaði Guði þegar hún sté upp í flugvél áleiðis til Reykjavíkur i gær eftir ævintýralegan flótta undan kaup- félagsmönnum á Þórshöfn. Akureyri, 3. október „Ástandið á Þórshöfn er ólýsanlegt. Kaupfélags- menn hafa vaðið yfir allt sem fyrir er og eira engu. Þeir hafa rænt öllu nýtan- legu. Heimamenn standa eftir slyppir og snauðir,” sagði Málfríður Einars- dóttir, sem kom til Akur- eyrar á þriðjudaginn eftir ævintýralegan flótta frá Þórshöfn á Langanesi. Þar hefur henni verið hald- ið eins og öðrum heima- mönnum allt frá því að kaup- félagsmenn tóku plássið árið 1920. Að hennar sögn er Þórshöfn nú orðin líkust hel- víti. Kaupfélagsmenn hafa rænt heimamenn öllum eig- um sínum og svífast einskis. Margir heimamanna hafa gefið upp alla von um hjálp frá umheiminum. Öll and- staða virðist því brotin á bak aftur. Málfríður komst undan í skjóli nætur og gekk einsöm- ul eftir Meirakkasléttu þar til kom að Kópaskeri. Flótti hennar þykir ævintýralegur þar sem kaupfélagsmenn Ríkisstjórn Islands jr Islensk ffegurð til Persufléa Reykjavík, 4. október Ríkisstjórn íslands hefur samþykkt að senda fjórar flugvél- ar fullar af kvenfólki til átakasvæðanna fyrir botni Persaflóa. Þetta mun verða framlag íslendinga til aðgerða NATÓ-ríkj- anna vegna innrásar írana í Kúvæt. „Bandaríski sendi- herrann bar þá ósk upp við Steingrím Hermannsson for- sætisráðherra að ís- lendingar tækju þátt í þessum aðgerðum. Þetta var síðan rætt á ríkisstjórnarfundi og þar kom ég með þá til- lögu að við myndum í PRESSAN hefur gert samning við hið virta breska vikublað The Yellow Press. Með honum tryggir PRESSAN sér einkarétt á íslandi á fréttum blaðsins Lesendur PRESSUNNAR munu þvi geta lesið þær sama dag og þær koma út á Bretlandi. stað peninga, sem eigum Iítið af, leggja til eitthvað sem við eigum nóg af. Ein- hver stakk upp á lambakjöti og ein- hver minntist á ís- lenska vatnið. Þá missti ég út úr mér að við ættum nóg af ís- lensku kvenfólki sem er rómað vegna feg- urðar. Þetta féll strax í góðan jarðveg, enda skilst mér af fréttum af hermönnum þarna í eyðimörkinni að kvenfólk muni koma þeim í góðar þarfir,” sagði Olafur Ragnar Grímsson, fjármála- ráðherra íslands, í samtali við Gulu Pressuna í gær. Hór mó sjá prufusendingu íslensku rikisstjórnarinnar. hafa fylgst með fótmáli hverr- ar manneskju. Rétt fyrir utan Kópasker tók sölumaður frá Reykjavík Málfríði upp í bíl og keyrði hana til Akureyrar. Þar dvaldi hún í nótt. „Þó ég sé náttúrulega fegin þá er hugurinn hjá þeim sem eru enn á Þórshöfn. Ég fyllist óhugnaði þegar ég hugsa þangað,” sagði Málfríður og dró upp úr veskinu slitna mynd af bróður sínum og fjöl- skyldu hans, en hún varð eftir á Þórshöfn. Að hennar ósk var hún flutt til Reykjavíkur í gær þar sem hún á ættingja. Hún sagðist ómögulega treysta sér til að dvelja á Akureyri lengur. „Ég hef ekkert á móti staðnum eða fólkinu. Ég veit hins vegar að hér eru margir stuðningsmenn kaupfélags- ins og því finnst mér ég ekki fyllilega örugg.” 500 dagar í markaöskerfi í Sovét Skil þetta bara ekki — segir Steingrímur Hermannsson, forsœtisrádherra íslands. New York, 4. október „Mér sýnist Gorbat- sjov ætla að fara full- geyst í sakirnar. Ég verð að segja það,” sagði Steingrímur Hermanns- son, forsætisráðherra ís- lands, aðspurður um samþykkt sovéska þingsins um að stefna að markaðshagkerfi á 500 dögum. „Það hefur sýnt sig hjá okkur uppi á íslandi að það borgar sig ekki að rasa um ráð fram varðandi mark- aðskerfið. Það hefur sýnt sig að það hefur mjög al- varleg hliðaráhrif. Það segja mér til dæmis menn að Sambandið væri löngu komið á hausinn ef mark- aðurinn fengi að ráða. Það sama má segja um mörg vel rekin fyrirtæki eins og Ála- foss, Tímann og svona mætti telja áfram. Ég hef alltaf viljað taka ráðlegg- ingum þeirra hagfræðinga með varúð sem boða óheft- an markaðsbúskap. Mér er enn í fersku minni þegar vextir voru gefnir frjálsir heima á fslandi. Það kom til mín góður og gegn sjálf- stæðismaður um daginn og sagðist hafa þurft að greiða vexti af iánum sem hann tók í banka. Það sér það náttúrulega hver heilvita maður að það gengur ekki til lengdar. Enda sagðist maðurinn alveg vera að gefast upp fyrir vaxtaokr- inu,” sagði Steingrímur. Kratopresson fœðist eftir hreinsanir Reykjavík, 4. október Reykjavík, 4. október I kjölfar mikilla hreins- ana í Alþýðuflokknum í Reykjavík tóku nýir rit- stjórar við PRESSUNNI, málgagni flokksins, í gær. Talið er víst að þessar breytingar séu undanfari stefnubreytingar hjá flokknum og er ljóst að Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðu- flokksins, er að treysta sig í sessi. „Það er kominn tími til að Jón Baldvin Hannibalsson, formaöur Al- þýöuflokksins, býöur nýja ritstjóra vel- komna til starfa fyrir utan aöalskrifstof- ur flokksins sem í framtíöinni munu einnig hýsa flokksmálgagnið. rödd okkar elskaða formanns fái að ná til fólksins óbrengl- uð af spellvirkjum endur- skoðunarsinna," sögðu nýju ritstjórarnir tveir í gær. Þeir eru báðir tiltölulega óþekktir og bendir það til þess að Jón Baldvin vilji hafa þæga menn við stjórnvölinn á flokksmálgagninu þegar hann kynnir stefnubreyting- ar sínar. í gær mátti sjá hvar verið var að fjarlægja myndir af rit- stjórunum fyrrverandi af veggjum flokksblaðsins og skrifstofu flokksins. Ekki er vitað hvar ritstjórarnir fyrr- verandi eru niðurkomnir.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.