Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 20

Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. OKTÓBER NÝJAR ÍSLENSKAR þjóÖsögur Þaö er siöur til sjós aö henda gaman aö nýliðum í áhöfninni. Þetta fékk drengur einn að reyna sem réö sig um borö í fraktara. Fyrstu dagarnir liðu án þess aö nokk- ur af áhöfninni yrti á drenginn fyrir utan fáeinar fyrir- skipanir. Á þriöja degi er drengurinn settur á naeturvakt. Um nóttina fór hann niður í messa. Þar var fyrir félagi hans á vaktinni, gamalreyndur sjómaður, og lagði kapal. Þó drengurinn settist á móti honum hélt hann áfram meö kapalinn eins og ekkert væri. Loks mælti drengur- inn, eins og til þess aö segja eitthvað: „Andskoti ertu í flottri peysu." „Já, finnst þér þaö ekki," svaraði sjóarinn án þess aö líta af spilunum. „Jú, hún er helvíti góð," sagöi drengurinn. „Hvar fékkstu hana?" bætti hann svo viö. „Kallinn prjónaöi hana," sagði sjóarinn og hélt áfram með kapalinn. „Kallinn," hrópaði drengurinn upp yfir sig, vantrúaöur. Sjóarinn leit upp eins og honum væri brugðið og horföi á drenginn sem flýtti sér aö segja: „Prjónar kallinn?" „Já, hann hefur prjónaö á okkur alla strákana." Drengurinn þagði um stund og spuröi síðan: „Held- urðu að hann væri til í aö prjóna á mig?" „Jájá, blessaður spurðu hann bara." „Spurja hann? Núna? Klukkan er hálfþrjú. Hann er ábyggilega steinsofandi." „Neinei. Blessaöur vertu, hann er ábyggilega aö prjóna." „Já, en hann er alltaf í svo vondu skapi." „Blessaður góði, um leiö og þú minnist á prjónaskap þá Ijómar hann allur." Drengurinn horföi um stund á sjóarann, sem hélt áfram aö leggja kapalinn án þess aö líta upp. Síðan stóö drengurinn á fætur og hélt upp í brú þar sem káeta skipstjórans var. Hann hikaði örlítið fyrir utan dyrnar en barði síöan þéttingsfast á hurðina. „Hvað?" heyrðist hrópaö skapillri röddu innan úr káet- unni og síðan var hurðinni svipt upp. Fyrir framan drenginn stóð skipstjórinn á nærfötunum, auðsjáanlega nývaknaður og allt annað en hlýlegur. „Hvern djöfulinn vilt þú um miðja nótt?" hrópaði hann að drengnum. „Geturðu prjónað á mig peysu?" stamaði drengurinn út úr sér um leið og hann virtist átta sig á að hann hafði verið leiddur í gildru. Engar sögur fara af viðbrögðum skipstjórans né hversu lengi hann hafði drenginn í áhöfninni. (Úr sjómannasögum) SJÚKDÖMAR OG FÖLK Limurinn og Fáar íslendingasagna hafa heillað íslendinga meira en sagan af Gretti Ásmundar- syni, enda er hún samofin örlagasögu íslensku þjóðar- innar. Grettir var vel af guði gerður en varð landskunnur ógæfumaður. íslenskri þjóð virtust eitt sinn allir vegir færir en hún lenti í miklum ógöngum; nýlendukúgun, niðurlægingu, einokunar- verslun og erlendri hersetu. Annað er gæfan en gjörvu- leikinn eru einkunnarorð Grettissögu og eflaust hafa margir íslendingar á öllum öldum fundið til samúðar og samkenndar með Gretti. Hann var allra manna sterk- astur, ágætt skáld og prýði- lega greindur, en lánaðist ekki að stýra lífsfleyi sínu framhjá öllum þeim boðum og skerjum sem urðu á vegi hans. Grettir var bráðþroska og lenti ungur í útistöðum við föður sinn, áreitti hann og gat ekki gert honum til hæfis. Hann gerðist myrkfælinn sí- brotamaður, var lengst allra íslendinga í útlegð og endaði ævina vopnbitinn í Drangey ásamt Illuga bróður sínum. Oamalt ntvik úr OreWissögu______________ Eg lá eitt kvöldið og las þessa sögu. Seint og um síðir lagði ég bókina frá mér. Úti fyrir gnauðaði haustvindur- inn, regnið barði húsvegginn og leigubílar urruðu og vældu úti í nóttinni. Einhvers staðar í fjarska heyrðist drukkinn maður reka upp gól. Atvik úr Grettissögu, þegar Grettir synti úr Drang- ey eftir eldi, hélt fyrir mér vöku. Hann kom úr sjónum til bæjar á Reykjanesi, fór í heita laug og lagðist síðan til hvíldar og sofnaði, enda orð- inn þrekaður af sundinu. Vinnukona ein leit á Gretti fá- klæddan og sofandi og fannst fádæmi hversu lítt hann var vaxinn niður og limurinn lít- ill. Dóttir bónda ávítaði hana fyrir þessa léttúð en stúlkan VISTARVERUR JARÐDVERGA Göngustígurinn, sem sést til vinstri, var færöur til að raska ekki ró jarðdverganna. Tekið skal fram að það er jarðnesk vera sem situr á steininum. JARÐDVERGAR RASKA BORGARSKIPULAGI „Það reyndust vera jarð- dvergar sem höfðu stöðv- að framkvæmdir, enda hafa þeir víst orð á sér fyr- ir að vera stríðnir," sagði KOLBRÚN ODDSDÓTTIR, landslagsarkitekt hjá garðyrkjudeild Reykjavík- urborgar, um tafir á fram- kvæmdum við göngustíg í Fossvogi. Að sögn Kolbrúnar gekk allt á afturfótunum þegar mælingamenn mættu með tól sín og tæki til þess að und- irbúa lagningu stígsins. Ekki tók betra við þegar málið komst loksins í hendur verk- fræðings. Og jafnvel tölvan sem mötuð var á upplýsing- um um stíginn tók sig til og færði hann á allt annan stað. Að sögn Kolbrúnar voru menn búnir að leggja öll áform um göngustíginn á hill- una þegar henni hugkvæmd- ist að leita til Erlu Stefáns- dóttur. Hún hefur gert sjón- varpsþátt um álfa og huldu- fólk, og kortlagt byggðir þeirra á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Erla fór á vettvang ásamt fulltrúa garðyrkjudeildarinn- ar og komst fljótlega að raun um að fyrirhugaður stígur lá í gegnum vistarverur jarð- dverga, sem eru smávaxnar ógæfa Grettis fór aftur, kíkti og hló dátt. Grettir vaknaði og reiddist mjög og kvað vísu. í vísunni segir Grettir háttalag stelpu- gopans léttúðugt. Hann við- urkennir að limurinn sé of stuttur en segist á móti hafa stóran pung. Skringilegur____________ draumur_________________ Út frá þessum hugleiðing- um sofnaði ég og dreymdi að ég væri heilsugæslulæknir á Norðurlandi. — Næsti, sagði ég og inn kom tröllslega vax- inn maður með rauðleitt úfið hár. Hann var í bláum sam- festingi, lopasokkum, svört- um stígvélum og nælonúlpu. Um hálsinn bar hann rauð- leitan trefil. Við fengum okk- ur sæti og hann sagðist heita Greltir Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði. Hann fór úr úlpunni og var í bol undir sem á stóð: Kraftlyftinga- klúbburinn. — Mér líður illa, sagði hann eftir langa þögn. — Nú, hvað er að? spurði ég. — Hann er alltof stuttur á mér, svaraði maður- inn og mér fannst það hljóma hjárænulega frá þessum stóra manni. — Mér fannst strák- arnir alltaf hlæja að mér í leikfiminni og starfsstúlka í sundlaugunum flissaði að mér um daginn eftir sund- sprett. Ég hef aldrei kvænst en ferðast um landið þvert og endilangt, keyrt vörubíla og jarðýtur og stundað aflraunir. En það er alveg sama hvað ég lyfti miklu, ekki lengist limur- inn við það. Maalingar Kinseys — Já, sagði ég, flestir karl- menn hafa miklar áhyggjur af lengdinni á lim sínum. AI- bert Kinsey, þekktur amer- ískur kynlífskönnuður, rann- sakaði 2.376 karlmenn og mældi liminn í slappri og stinnri stöðu. Meðallengd reðurs í stinningi var 15 sm með dreifingu milli 9 og 22ja sm. Langfiestir voru á bilinu 13—18 sm. Það var ekkert samband milli líkamshæðar og lengdar lims. En lengd limsins skiptir ekki þeim sköpum sem margir telja, því að leggöng konunnar eru teygjanleg og geta lagað sig að öllum stærðum getnaðar- og dálítið hrekkjóttar verur. Jarðdvergarnir hafa lengi bú- ið á þessum slóðum og undu því stórilla að vera hraktir burtu. í samtali við PRESS- UNA sagði Erla samt að sög- ur um geðillsku og hefnigirni álfa og huldufólks væru stór- lega ýktar, þetta væru miklar friðsemdarverur sem lifðu í sátt og samlyndi við náttúr- una. Garðyrkjudeildin færði göngustíginn lítilsháttar til, svo nú liggur hann í sveig meðfram jarðdvergasteinin- um, og undu báðir aðilar lims. Hafðu engar áhyggjur af þessu, Grettir minn. Hann virtist hlusta af mikili gaum- gæfni og sagði svo: — Skiptir lengdin þá engu máli? — Nei, svaraði ég. — Þá látum við reyna á það, sagði hann, ég skelli mér í Glæsibæ í kvöld með hinum jarðýtustjórun- um. Hann glotti og hugði gott til glóðarinnar. Ný söguskýring 'J Eg hrökk upp af svefni og hugsaði með mér: Er hægt að rekja lungann af ógæfu Grett- is til þessa, að vera svona stór, mikill og sterkur að vallarsýn málalokum vel. Erla kvað fólk leita til sín í vaxandi mæli þegar það ætlaði að breyta einhverju í görðum sínum. „Ég segi fólki að setjast niður og hugleiða. Tala í huganum við verurnar og segja þeim hvað er á döfinni. Þá verða engin óhöpp." Þess má að lokum geta að sjónvarpsstöðvar á Norður- löndum og BBC hafa sagt frá viðskiptum garðyrkjudeild- arinnar og jarðdverganna í Fossvogi.. . en með pínulítinn lim og stór- an pung? Vísur Grettis benda þó til þess að honum hafi mjög þótt fyrir þessu sköpu- lagi sínu, en á þeim tíma vissu menn ekki eins mikið um þessi mál og nú. Kannski hefði verið hægt að afstýra hörmungum Grettissögu með einfaldri kynfræðslu og ráðgjöf í kynferðismálum. Þá hefði Grettir orðið sóma- bóndi í sveit, átt börn og buru og stundað aflraunir sér til skemmtunar með sveitung- um sínum á góðviðrisdögum en ekki lent í öllum þeim hörmungum sem Grettissaga greinir frá.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.