Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. OKTÓBER
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson Kristján Porvaldsson
Blaðamenn: Fridrik Pór Guðmundsson Hrafn Jökulsson Þórdís Bachmann
Ljósmyndari: Sigurþór Hallbjörnsson
Útlitsteiknari: Jón Óskar Hafsteinsson
Prófarkalesari: Sigríður H. Gunnarsdóttir
Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson
Setning og umbrot: Leturval
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasimi: 68 18 66.
Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið:
1000 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 150 kr. eintakið.
Vísvitandi sóun
í PRESSUNNI er fjallað um stöðu Framkvæmdasjóðs íslands.
Þar kemur fram að sjóðurinn er í raun orðinn gjaldþrota og að
óhjákvæmilegt er að íslenskir skattborgarar muni þurfa að
leggja milljarða til hans á næstu árum. Þá skiptir engu hvort
hann heldur áfram rekstri eða verður lagður niður.
Þegar ný lög voru sett um framkvæmdasjóð fyrir fimm árum
var ætlun stjórnvalda að gera hann að einskonar móðursjóði
íslenska fjárfestingarsjóðakerfisins. Hlutverk hans átti að vera
að taka erlend lán og endurlána öðrum sjóðum.
Þetta mistókst þar sem engin þörf var á slíkum móðursjóði.
Fjárfestingarsjóðirnir tóku einfaldlega sín lán sjálfir í útlöndum
og spöruðu sér þá þóknun sem þeir annars hefðu þurft að
greiða framkvæmdasjóði.
Eftir sat þá sjóður án hlutverks. Ráðherrar þriggja ríkis-
stjórna fundu honum nýtt hlutverk.
Sjóðurinn var látinn fjármagna hlutafjáraukningu Arnar-
flugs þegar enginn annar fékkst til þess. Það dugði ekki til að
halda því félagi á lofti.
Sjóðurinn var látinn ausa peningum í Álafoss og hefur þegar
tapað 1.000 milljónum á því ævintýri. Það dugði ekki til. Ála-
foss er nú rekið gjaldþrota; það er fyrirtækið á ekki eignir fyrir
skuldum.
Sjóðurinn var látinn dæla 2.000 milljónum í uppbyggingu
fiskeldis. Þessir fjármunir dugðu ekki til og eru nú allir í hættu.
Hrun fiskeldis á íslandi er hafið og sér ekki fyrir endann á því.
Á undraskömmum tíma hefur sjóðurinn því tapað tæplega
þremur milljörðum króna. Hann er uppurinn og vel það.
Þessir fjármunir töpuðust ekki vegna óviðráðanlegra orsaka.
Ef snefill af viðskiptalegum sjónarmiðum hefði fengið að ráða
hefði sjóðurinn ekki ráðist í neitt af ofangreindum verkefnum.
Þessum fjármunum var kastað á glæ í nafni einhvers sem
heitir atvinnustefna stjórnvalda, á sama hátt og alltof stór fiski-
skipastóll, sem byggður var fyrir gjaffé úr opinberum sjóðum.
Munurinn er að framkvæmdasjóður hverfur en fiskiskipastóll-
inn verður eftir og heldur aftur af framþróun í sjávarútvegi.
SÖLUMENN DAUÐANS
Árum saman hefur þeim
sem fylgjast með framvindu
fíkniefnamála hér á landi
blöskrað aðgerðarleysi hins
opinbera á sviði sem er orðið
þungamiðja glæpastarfsemi
um öll Vesturlönd.
Eins og flest sem lýtur að
dómskerfi og lögreglu er
framgangur stjórnvalda á
þessu sviði eins konar lélegur
brandari sem allir eru fyrir
löngu hættir að nenna að
tönnlast á.
Þannig hafa t.d. nokkrir
ungir og áberandi athafna-
menn í viðskiptalífinu árum
saman legið undir grun fyrir
að vera höfuðpaurar í inn-
flutningi eiturlyfja, en hvorki
gengur né rekur.
Á sama tíma liggja allir ís-
lenskir athafnamenn undir
grun. Verra er hitt að þeir
sem gleggst þekkja til segja
að sölumenn dauðans herði
nú jafnt og þétt tökin í undir-
heimum landsins.
Fikniefnalögreglan
tekur við sér_____________
I Tímanum þann 21. sept-
ember sl. er afar áhugavert
viðtal við Björn Halldórs-
son, hinrl nýja yfirmann
fíkniefnadeildar Lögreglunn-
ar í Reykjavík.
í viðtalinu viðurkennir
Björn (og fær fjórar stjörnur
fyrir) það sem raunar allir
vissu, að fíkniefnalögreglan
er svo illa mönnuð og fjár-
vana að hún hefur í áraraðir
ekki getað sinnt „þeim
stóru".
Þess í stað hefur lögreglan
orðið að láta sér nægja (og
lætur sér nægja!) að eltast við
„þá litlu“, þ.e. innlenda sölu-
menn og fáeina smásmyglara
(sem „þeir stóru“ svíkja í
hendur lögreglunnar til að
losna við keppinauta).
Er nú svo komið að sam-
hentum hópi áhugafólks úti í
bæ getur orðið meira ágengt
við að rannsaka mál af þessu
tagi en lögskipuðum atvinnu-
mönnum sem fást við að
kanna þessi mál á fullum
launum í vinnutíma.
Eiturlyf japlágan
■■ 'J .....
A meðan heldur eiturlyfja-
faraldurinn áfram að magn-
ast um allan heim. Ný efni
bætast stöðugt í hóp þeirra
sem fyrir voru.
Nú þegar er þetta böl búið
að drekkja heilum borgum og
bæjarhlutum í Bandaríkjun-
um í blóði og undirheima-
átökum og hefur í raun gert
heilu landsvæðin óbyggileg
líkt og Chernobýlslysið í Sov-
étríkjunum.
í Bandaríkjunum bætist við
það sérkenni þjóðlífsins að
einmitt þegar einhver er orð-
inn fíkill er hann gjarnan
gjaldþrota og á ekki fyrir
þeim fáu og fokdýru með-
ferðarplássum sem til eru í
landi frelsisins.
Lokaorð__________________
Andstætt því sem fólk trúði
á hippatímanum reyndust eit-
urlyf ekki leið til frelsis held-
ur ánauðar. Allar hugmyndir
um að þessi efni séu „heppi-
legri“ vímugjafar en áfengi
og eigi að lögleiðast af þeim
orsökum eru út í bláinn.
Því miður er íslenska refsi-
og dómskerfið slík drusla að
það er ekki á neinn hátt í
stakk búið að taka á þessum
vanda. Sá munaður að mjak-
ast áfram sömu braut stendur
okkur hins vegar ekki til
boða: slíkur er vandinn.
Svarið er auðvitað að
margefla starf rannsóknar-
lögreglu, taka upp margfalt
þyngri refsingu fyrir þá sem
fjármagna innflutning eitur-
lyfja, í því skyni að koma lög-
um yfir hrikalegasta böl
mannkynsins frá því holds-
veikin var og hét.
Verði ekki gripið til harka-
legra aðgerða mun fórnar-
lömbum rógs, fjár, valds og
valdbeitingar áfram fjölga
jafnt og þétt. Með sama
áframhaldi verður innan ör-
fárra ára enginn munur á ís-
landi og Amsterdam.
LOKSINS FEKK MAÐUR EITTHVERT FRI
ÓMAR STEFÁNSSON
UM MISSKILNING
Stundum ber það við að í
íslenskri þjóðmálaumræðu
kemur upp misskilningur,
sem hefur svo mikinn lífs-
þrótt að næstum ómögu-
legt er að kveða hann nið-
ur. Nýjasta dæmið er um-
ræðan um stórgróða ríkis-
sjóðs af olíuverðshækkun-
inni. Forkólfar vinnumark-
aðarins misstu út úr sér
einhverja vitleysu um að
ríkið væri að gera sér
hækkunina að féþúfu og
hafa enn ekki haft sig til að
draga hana til baka. Það
dugði ekki hætishót þótt
bókfærslukennarinn í ríkis-
stjórninni bæri þetta til
baka og útskýrði eftir getu.
Sá góði maður varaði sig
ekki á því að hann hefur
ekkert prófdómaravald yfir
aðilum vinnumarkaðarins,
sem geta alveg ákveðið
hjálparlaust hvort tvisvar
tveir eru fjórir eða fimmtán
á íslandi.
Bókfaarslan blifur
Bókfærslukennarinn hef-
ur vitaskuld rétt fyrir sér og
rúmlega það, því ríkiskass-
inn tapar á olíuverðshækk:
uninni eins og öllu öðru. í
fyrsta lagi er ekki hægt að
eyða sama hundraðkallin-
um tvisvar, þótt oft kæmi
það sér vei fyrir oss auð-
mjúka skattgreiðendur að
hafa slík úrræði. Þegar vér
auðmjúkir neyðumst til að
eyða heldur fleiri krónum í
bensín og Ólafur Ragnar
tekur toll af viðbótarkrón-
unum, þá klekkjum vér á
honum með því að eyða
minna í vídeó, súkkulaði,
sælgæti, sígarettur og
vindla og snuða hann
þannig um skatttekjur. í
öðru lagi er ekki nóg með
að fleiri krónur fari í bensín
eftir hækkun en fyrir, held-
ur er eins líklegt að vér
kaupum færri lítra en áður
fyrir þessar krónur. Enn
liggur Ólafur Ragnar. Á
bensínið leggst nefnilega
sérstakur skattur sem er
föst krónutala á lítra. Þegar
lítrunum fækkar fær skatt-
urinn færri krónur, sem
ekki bætast upp nema með
sérstökum hamförum. Um
leið og sjálfsagt er að hugsa
kalt til Saddams Husseins,
sem hefur svo sannarlega
aukið á kjaraskerðinguna
sem aðilar vinnumarkaðar-
ins útdeildu landsmönnum,
ef til vill fyrir misskilning,
þá er huggun í því að Sadd-
am karlinn klekkti líka á
Ólafi Ragnari.
Af sköWum og_________
heyleysi
Til er saga af heylausum
bónda, sem vildi kaupa tvo
poka af heyi hjá fégjörnum
stéttarbróður. Sá fégjarni
bauðst í einhverju mann-
gæskukasti til að gefa ann-
an pokann. Þeim heylausa
varð þá til að spyrja hvort
hinn pokinn yrði þá ekki
fjarskalega dýr. Þessa harð-
ærisspeki skyldi hver ein-
asti skattgreiðandi leggja á
minnið og hafa í huga ef
einhver nefnir skattalækk-
un. Það eru gömul sannindi
og ný að menn misskilji
skattana sína. Þannig er
eins líklegt að margur hafi
glaðst yfir miðnæturmess-
unni um daginn, þegar
virðisaukaskatturinn var
felldur af íslenskum bók-
um, og séð sér leik á borði
að klekkja á skattmönnum
þjóðarinnar með því að
leggjast í menningu og
bóklestur. En grauturinn er
ekki gratís. Þeim hinum
sömu til hrellingar verður
að greina frá því að ekki
var verið að lækka skatta,
heldur var tekin upp niður-
greiðsla á bókum. Skatta-
lækkanir eru aukinheldur
vafasöm stjórnviska þegar
varla er botnhylur í ríkis-
kassanum. Aðrir skattar
hljóta því að hækka þegar
bókaskatturinn fer. Hinn
pokinn verður þeim mun
dýrari.
Aó treysta___________
stjórnvöldum_________
Sá grunur hefur læðst að
mönnum að þingmenn hafi
verið farnir að draga ýsur
og orðnir dasaðir þegar
þessi 500 milljón króna nið-
urgreiðsla rann í gegn í
þinglokin í vor. Auðvitað er
ekki fráleitt að landsmönn-
um þyki það peninganna
virði að borga með menn-
ingunni til að neyða hana
ofan í sjálfa sig eins og
þorskalýsi. Kannski hefur
þingheimur einmitt sam-
einast um að niðurgreiða
það ástkæra og ylhýra. Hitt
er þó líklegra að það hafi
runnið upp ljós fyrir ein-
hverjum menningarvitan-
um að skattalækkanir
væru vel þokkaðar en nið-
urgreiðslur illa. Svo mikið
vita bændur, sem lögðu
mikla áherslu á að fá sér-
þrep í vaskinum fremur en
auknar niðurgreiðslur. Þeir
vita af biturri reynslu, að
beinar fjárveitingar eru
fallvaltar þegar harðnar á
ríkisdalnum, en að það er
tiltölulega auðvelt að
standa gegn hækkun skatta
á nauðsynjar. Nema menn
telji það almenna reglu að
loforðum stjórnvalda sé
helst treystandi ef þau eru
byggð á misskilningi.