Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 25

Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. OKTÓBER 25 yrðanna og til skólans veljast úr- valskennarar," segir Guðmundur Ei- ríksson, þjóðréttarfræðingur í utan- ríkisráðuneytinu, en hann tók meistaragráðu í alþjóðalögum frá Columbia-háskólanum í New York. Ungmennarómantik______________ En þó bandarísku skólarnir geti skartað fleiri Nóbelsverðlaunahöf- um og hærri skólagjöldum komast þeir ekki með tærnar þar sem Ox- ford og Cambridge hafa hælana þegar kemur að hefðinni. í raun er engin þroskasaga ungs manns á Bretlandi fugl né fiskur ef hún lýsir ekki dvölinni á ,,Garði“ í þessum borgum. ,,A þessum árum minnti Oxford ennþá á ætimynd. Menn gengu um víðfeðmar og hljóðar götur hennar og ræddu málin á sama hátt og þeg- ar Newman var uppi; haustmistur hennar, grátt vorið og hin sjaldgæfa dýrð sumardaga hennar sem af leggur mildan úðann af lærdómi þúsund ára, þegar kastaníutrén eru í blóma og klukkurnar klingja hátt og skýrt yfir burstagöflum hennar og þakhvelfingum." Þannig er Oxford kynnt til sög- unnar í bók Evelyns Waugh, Brides- head revisited, en sjónvarpsþáttur sem gerður var eftir sögunni tryllti íslensku þjóðina fyrir fáeinum ár- um. „Maður þyrfti að vera úr steini til að skynja ekki hve rómantísk borg Oxford er,“ segir Þór Whitehead, fyrrum nemandi í Pembroke Coll- ege. Karlrembuþióðlélag____________ En þó Þór hafi fallið fyrir róman- tíkinni og hefðinni í Oxford hefur hún ekki snert alla djúpt. ,,Eg var húsmóðir með börn í út- hverfi og hugsaði mest um hvar hægt væri að fá ódýrt í matinn fyrstu árin mín í Oxford," segir Astríður Pálsdóttir, doktor í erfða- fræði, en hún dvaldi í Oxford í sjö ár ásamt manni sínum, Páli Hersteins- syni, doktor í dýrafræði. „Oxford er karlrembuþjóðfélag og ekki góður staður fyrir fjölskyld- ur og í raun fannst mér að ekki væri gert ráð fyrir konum þar á bæ,“ segir Astríður. Sumir verða eHir______________ i útlandinu __________________ En þó Astríður púi á karlaróman- tíkina í Oxford og öðrum fínum há- skólabæjum halda menn og konur áfram að sækja þangað í nám. „Það er erfitt að komast inn á skóla á borð við Harvard, Yale og Columbia en það er til mikils að vinna, því eftir útskrift þaðan setjast menn sjálfkrafa í stöður sem færa þeim um 80 þúsund dollara árslaun Seðlabankastiórar fró Harvard Reyndar mætti telja upp miklu fleiri nemendur úr fínum skólum sem hafa gert það gott í útlandinu. Sumir hafa líka haft það þokkalegt hér heima og komist langt, þó það sé kannski ekki prófskírteinunum að þakka. Þannig voru Tómas Árna- son og Geir heitinn Hallgrímsson seðlabankastjórar báðir í lagadeild Harvard-háskóla og reyndar Hans G. Andersen sendiherra líka. Þar hafa líka tveir kunnir hagfræðingar stundað nám í mislangan tíma; þeir Benjamín H.J. Eiríksson og Jón Baldvin Hannibalsson. Aðalhagfræðingar íslands í marga áratugi, Jóhannes Nordal og Jón Sigurðsson, eru hins vegar úr Lond- on School of Economics, sem er fínn skóli en alls ekki einn af þeim fín- ustu. Þaðan koma líka Svavar „pappírstígrisdýr“ Egilsson og Ár- mann Reynisson, sem kenndur var við Ávöxtun, en Ármann stofnaði á sínum tíma LSE-klúbbinn þar sem prófskírteini úr London School of Economics er skilyrði fyrir inn- göngu. En meira um það einhvern tím- ann síðar. Þórdís Bachmann Smára Egilssyni. eða tæpar fimm milljónir á ári,“ seg- ir Guðmundur Eiríksson þjóðréttar- fræðingur. Og þó íslenskir atvinnurekendur gefi ekki mikið fyrir próf úr þessum skólum hafa margir íslendingar orð- ið eftir erlendis og fá laun í sam- ræmi við prófskírteinið. Þannig er Guðmundur Alfreðsson, lagadoktor frá Harvard, í vellaunuðu starfi hjá mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna í Genf. í sömu borg starfar Birgir Árnason, fyrrum aðstoðar- maður Jóns Sigurðssonar viðskipta- ráðherra og hagfræðingur frá Princeton, en hann hefur ráðið sig til höfuðstöðva EFTA. Axel Jóhannsson, lífefnafræðing- ur og doktor frá Cambridge, stofn- aði að námi loknu fyrirtæki sem fann upp og þróaði nýjar aðferðir til sjúkdómsgreininga. Þetta fyrirtæki hefur gengið það vel að skandinav- íska lyfjafyrirtækið NOVA keypti það nýverið með því skiiyrði að Ax- el fylgdi með í kaupunum. Axel er annar ættliður doktora frá Oxford, því faðir hans er Jóhann Axelsson, prófessor í lífeðlisfræði við lækna- deild Háskóla íslands og doktor frá Oxford-háskóla.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.