Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 27

Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. OKTÓBER 27 v erkalýðsformaðurinn Hrafnkell A. Jónsson á Eskifirði hyggur á pólitískan frama. Hann er sagður staðráðinn í að ná langt inn á lista Sjálfstæðis- flokksins í Austur- landskjördæmi fyrir næstu alþingiskosn- ingar. Hrafnkell mun hins vegar ekki treysta sér í slag við Egil Jónsson um fyrsta sætið og því stefna að því að fella Kristin Pétursson úr öðru sæti, en Kristinn tók sæti á Alþingi eftir að Sverrir Hermannsson fór í Landsbankann . .. u ■ W Miklar framkvæmdir eru fyr- irhugaðar í Smárahvammslandi í Kópavogi og voru nýlega kjörnir sérstakir ráðgjafar meirihluta bæj- arráðsins um uppbygginguna. Þetta eru þeir Björn Olafsson, sem rek- ur sjálfstæða verkfræðistofu, og Halldór Jónsson, forstjóri Steypu- stöðvarinnar. Þeir mynda, ásamt Sigurði Björnssyni bæjarverk- fræðingi, nokkurs konar fram- kvæmdaráð og formaður bæjar- ráðs, Gunnar J. Birgisson, starfar náið með þeim. Björn er alþýðu- bandalagsmaður og þótti ýmsum sérkennilegt að meirihlutinn kaus hann til þessara verka. Aðrir sjá ástæðuna í hendi sér. Fyrirtæki Gunnars, Klæðning hf., er með um 140 milljóna króna verktöku við vegfyllingu í Dýrafirði. „Umsjónar- maður“ eða yfireftirlitsmaður Vega- gerðar ríkisins að sunnan flýgur norður hálfsmánaðarlega til að halda verkfundi. Sá maður er eng- inn annar en Björn Ólafsson... A ^^^lþýðubandalagsmenn héldu fund í framkvæmdastjórn flokksins í fyrrakvöld þar sem fjallað var um álmálið. Ríkisstjórnin hefur riðað til falls að undanförnu vegna afstöðu Svavars og Steingríms Sigfús- sonar. Á fundinum kom til harka- legra skoðanaskipta, en að lokum dró Svavar mjög í land og nú leita menn að leið fyrir Aiþýðubandalag- ið til að fallast á álmálið í höfuðatrið- um án þess að brotlenda. Birna Þórðardóttir tók það óstinnt upp þegar henni varð ljóst að Svavar ætlaði að lúffa í málinu, en hann hefúr átt vísan stuðning gömlu Fylk- ingarfélaganna hingað til... Sigurður Markússon, fyrrum framkvæmdastjóri sjávarafurða- deildar, er sagður hafa mjög sterka stöðu innan sam- bandsins og skyggja æ meira á Guðjón B. Ólafsson for- stjóra. Sigurður og Guðjón hafa löngum átt gott samstarf, en nú er það hlut- skipti Sigurðar að standa á brems- unni gagnvart Guðjóni. Eftir stofnun hlutafélaga um rekstur sambands- ins er ætlunin að skilja SÍS eftir sem iitla skrifstofu um eignarhaldið. Guðjón er hins vegar sagður einn um að vilja veg SlS-skrifstofunnar meiri, ekki eiga neinn stuðning hjá Sigurði í því máli... Tilkynning frá Ríkisbókhaldi Vegna flutnings í nýtt húsnæði verða skrifstofur okkar á Laugavegi 13 lokaðar á morgun, föstudaginn 5. október. Opnað verður aftur á Sölvhólsgötu 7, 3. hæð, mánudaginn 8. október kl. 9.00. Óbreytt símanúmer: (91) 609350 Samband við: skrifstofu ríkisbókara, gjaldasvið, teknasvið, efnahagssvið, BÁR, ráðgjöf Telefax: (91) 626383 A ^^■lþýðubandalagsmenn á Austurlandi eru fremur óöruggir með sig þessa dagana. Þeir sjá fram á rýra uppskeru með Hjörleif Gutt- ormsson í fyrsta sætinu áfram og telja jafnvel þingsæti í hættu. Björn Grétar Sveinsson, verkalýðsfor- maður á Höfn, er sagður heitur að bjóða sig fram gegn Hjörleifi, en Björn kemur úr stuðningsliði Ólafs Ragnars flokksformanns. Vænleg- asti kandídatinn gegn Hjörleifi er hins vegar talinn Smári Geirsson í Neskaupstað, en hann hefur ekki enn gefið grænt ljós ... A ^^llþýðuflokksmenn búa sig nú undir flokksþing, sem haldið verður í Hafnarfirði um aðra helgi. Ekki er búist við mótframboði gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, for- manni flokksins, en Jóhanna Sig- urðardóttir varaformaður hefur enn ekki sagt til um hvort hún gefur kost á sér áfram. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri Hafnfirð- inga, er við öllu búinn og hefur full- an hug á varaformennskunni, enda er búist við að hann fari í þingfram- boð í næstu kosningum. Jón Sig- urðsson iðnaðarráðherra hefur líka verið nefndur til sögunnar, ef Jóhanna hættir, en ólíklegt er talið að hann fari í harðan slag... I fyrrakvöld hélt Ólafur ísleifs- son, fyrrverandi efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, undirbúningsfund fyrir þátttöku í próf- kjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík. Meðal þeirra sem Ólafur kallaði til liðs við sig voru Þórar- inn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri vinnuveitendasambandsins, og Valgeir Pálsson, bróðir Þor- steins Pálssonar. Ólafur er þriðji fyrrverandi aðstoðarráðherrann sem ætlar fram en þeir Guðmund- ur Magnússon, fyrrum aðstoðar- maður Sverris Hermannssonar, og Hreinn Loftsson, aðstoðarmað- ur þeirra Geirs Haligrímssonar og Matthíasar Mathiesen í utan- ríkisráðuneytinu, hafa opinberlega lýst yfir áhuga á þingsæti... kjölfar olíuverðshækkana harðnar samkeppni olíufélaganna. ------------ Sem fyrr er það Óli sterkasta aðferð síð- ustu misserin hefur . fyrirtækjum í sjávar- útvegi, sem eru stærstu viðskipta- vinir olíufélaganna. Hin olíufélögin, Skeljungur og Olíufélagið hf., hafa svarað fyrir sig í sömu mynt og jafn- vel keypt hlut í sömu félögum og ÓIi hefur verið að kaupa... þessa mánaðar "ergjalddagi virðisaukaskatts k^kýrslum til greiðslu, þ.e. þegar útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má gera skil hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru tollstjórinn í Reykjavík, bæjarfógetar og sýslumenn úti á landi og lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli. Athygli skal vakin á því að bankar, sparisjóðir og pósthús taka aðeins við 5 skýrslum sem eru fyrirfram áritaðar af i skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna l sjálfur eða breytir áritun verður að skila 1 henni til innheimtumanns ríkissjóðs. Anneignarskýrslum, þ.e. þegar innskattur er hærri en útskattur, skal skilað til viðkomandi skattstjóra. Beri gjalddaga upp á helgidag eða almennan frídag færist hann á næsta virkan dag á eftir. Til þess að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á gjalddaga. RÍKISSKATTSTJÓRI IÐNLÁNASJÓÐUR fyrir íslenskt atvinnulíf ÁRMÚLA 13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.