Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 6

Pressan - 04.10.1990, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 4. OKTÓBER Hugbúnaóu r KYNNIR • AXEL bókhaldskerfi • AXEL skólakerfi fyrir grunnskóla • AXEL blaða- og tímaritakerfi • AXEL stjórnkerfið • AXEL tímaskráningarkerfi fyrir ríkisstofnanir • AXEL atvinnuleysisbótaskráningarkerfið • Data-Flex gagnagrunninn • FlexOL SOL fyrirspurnakerfi • Office Works skrifstofukerfi • NEXOS netkerfi Á SÝNINGUNNI TÖLVUR Á TÆKNIÖLD 3.-7. OKTÓBER TÖLVÖLUR HF. - HÁALEUISBRAUT1 - SÍMI91 ■-679410 ■- FAX 91 -679430 A ^^Mnnar maður hefur einnig verið nefndur sem næsti seðla- bankastjóri: Ólafur B. Thors, for- stjóri Sjóvár-AI- mennra og krón- prins sjálfstæðis- manna í Reykjavík í eina tíð. Ólafur var forstjóri Almennra trygginga fyrir sam- eininguna, en Sjó- vármenn hafa mikiu sterkari stöðu innan nýja fyrirtækisins og hafa nánast gleypt Almennar tryggingar. Ólafur hefur verið formaður banka- ráðs Seðlabankans og mun sem best geta hugsað sér að yfirgefa hasarinn í tryggingabransanum. Ef Ólafur fer í Seðlabankann verður Einar Sveinsson einn forstjóri Sjóvár-Al- mennra, en hann var áður forstjóri Sjóvár. Einar er af Engeyjarættinni, sonur Sveins Benediktssonar og bróðir Benedikts, sem meðal ann- ars á sæti í stjórn Eimskipa. Eng- eyjarættin styrkir þannig ítök sín smátt og smátt innan margra helstu stórfyrirtækja landsins. Því er líka spáð að innan fárra ára verði heiti Almennra trygginga fellt úr nafni Sjóvár-Almennra. .. velta fyrir sér eftirmanni Geirs heit- ins Hallgrímssonar í Seðlabank- anum, en það er Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sem veitir stöð- una. Samkvæmt óskráðum jögum ,,eiga“ sjálfstæðismenn stöðuna, en Jón mun íhuga að virða það að vett- ugi og setja Björgvin Vilmundar- son, landsbankastjóra og alþýðu- flokksmann, í Seðlabankann. Sig- hvatur Björgvinsson, þingmaður Alþýðuflokksins, tæki þá sæti Björg- vins og um leið losnar fyrsta sætið á Vestfjörðum. Jón Sigurðsson hefur fullan hug á að fara í framboð vestra, enda á hann ættir að rekja þangað, en búast má við að þröngt verði fyrir dyrum hjá krötum í Reykjavík. í þessu sambandi má minna á að Jón gaf sér tíma frá sum- arönnum til að funda með mönnum á Vestfjörðum... || l^lú hefur verið ráðinn nýr rit- stjóri að Þjóðviljanum, blaði sósíal- isma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyf- ingar, Heigi Guðmundsson tré- smiður, sem jafnframt er formaður útgáfustjórnar blaðsins. Fyrir eru tveir ritstjórar, Árni Bergmann og Ólafur H. Torfason. Helgi hefur starfað innan Alþýðubandalagsins um árabil og er handgenginn Svav- ari Gestssyni, Steingrími Sigfús- syni og öðrum úr hópi helstu and- stæðinga Ólafs Ragnars Gríms- sonar. Ráðning Helga mælist mis- jafnlega fyrir á ritstjórn Þjóðviljans, enda er það opinbert leyndarmál að hann eigi að sjá til þess að blaðið fylgi hreinni flokkslínu þegar mikið liggur við. Ritstjórar Þjóðviljans þóttu ekki bregðast nógu harkalega við framboði Nýs vettvangs í vor. Helgi á að sjá til þess að slík mistök verði ekki gerð aftur, svo Þjóðviljinn geti orðið ósvikinn kosningabækl- ingur.... ... Halldór Laxness, Vigdís Finnbogadóttir, John Lennon, Rás 2, Sigurður Sigurjónsson, Margaret Thatcher, Alfreð Gíslason, Mao Tse Tung, Zaza Gabor, Rás 2, Ellý Vilhjálms, Charles Chaplin, Gunna, Jón, séra Jón, Steingrímur Hermannsson, Sigríður Rósa, Elizabeth Taylor, Elizabeth Arden, Kalli Valli Matt, Vala Matt, Matti Jó, Anais Nin, Neil Armstrong, Kjarval, Michael Gorbatsjov, Rás 2, Dhalai Lama, Jón Bjarni, Jon Voight, Jón Sig- urðsson, Jón Sigurðsson forseti, Jón Sigurðsson RE, Neru, Njáll, Nancy Reagan, Bubbi, Rás 2, Jón Oddur, Linda Lovelace, Búdda, Tintin, Rin Tin Tin, Tinna Gunn- laugsdóttir ... þú, Rás 2.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.