Pressan - 18.07.1991, Page 8

Pressan - 18.07.1991, Page 8
8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. JÚLÍ 1991 IBNUÍNASJÖBUR SAMÞYKKTI ABLENGJAUÍN OSSIÍT Á FAISKA HLIIIAFJÁRAUKNIIIIG Viðskiptaráduneytið hefur nú óskað eftir gögnum frá Ósi hf.-húseiningum vegna tilkynningar um 70 milljóna króna hlutafjáraukningu sem Olafur S. Björnsson, eig- andi fyrirtækisins, sendi til hlutafélagaskrár í janúar síð- astliðnum. Ástæðan er að í ljós kom að þótt tilkynningin hefði verið send inn til hlutafélagaskrár og gefið út vott- orð um hana kom síðar í ljós að hlutaféð var aldrei greitt. Eftir að forsvarsmenn Óss hf. fengu vottorðið um hluta- fjáraukninguna í hendur samþykkti stærsti lánardrottinn jieirra, Iðnlánasjóður, mikil skuldbreytingarlán til fyrir- tækisins, en sjóðurinn hafði sett það sem skilyrði fyrir slíkum lánum að hlutaféð yrði aukið. Stjórnendur sjóðs- ins virðast síðan hafa samþykkt þessa skuldbreytingu á grunni falska vottorðsins um hlutafjáraukningu. Mál þetta var tekið til meðferðar hjá viðskiptaráðuneytinu á þriðju- dag, en hlutafélagaskrá er í raun deild í ráðuneytinu. Að sögn Jóns Ogmundar Þormóössonar skrif- stofustjóra mun ráðuneytið óska eft- ir öllum gögnum, bæði þeim er varða tilkynninguna frá því í janúar og eins nýrri tilkynningu sem barst til hlutafélagaskrár í upphafi þessa mánaðar. í henni kemur fram að hlutafélagið Háteigur, eign systur Ólafs S. Björnssonar og barna hans, greiddi inn 27 milljónir af 70 millj- óna króna hlutafjáraukningunni. Ráðuneytið virðist því telja ástæðu til að kanna réttmæti nýju tilkynningarinnar og hvernig Há- teigur hf. stóð að greiðslu á þessum 27 milljónum. IÐNLÁNASJÓÐUR SETTI HLUTAFJÁRAUKNINGU SEM SKILYRÐI Eins og fram hefur komið í PRESS- UNNI skipti Ós hf. um nafn í nóv- ember árið 1989. Þá tók fyrirtækið Ós hf.-húseiningar við rekstri steypustöðvar Byggingarfélagsins Óss og megninu af eignum félags- ins. Um 200 milljónir af lausaskuld- um urðu hins vegar eftir hjá gamla fyrirtækinu, sem fór síðan í gjald- þrot í upphafi þessa árs. Bæði fyrir- tækin voru eign sömu aðila, það er Ólafs S. Björnssonar og fjölskyldu. Þótt miklum skuldum hafi verið létt af rekstrinum með þessum hætti voru áhvílandi veðskuldir á steypu- verksmiðjunni mjög miklar, enda var hún veðsett að fullu. Ólafur S. Björnsson leitaði því eftir skuld- breytingu hjá Iðnlánasjóði, sem er langstærsti lánardrottinn Óss. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR setti sjóðurinn það sem skil- yrði fyrir skuldbreytingarlánum að hlutafé í fyrirtækinu yrði aukið. Eig- endur þess munu hafa leitað til ým- issa aðila, en ekki tekist að fá nýtt fé Ólafur S. Björnsson í Ósi fékk hjá hlutafélagaskrá vottorð um hlutafjár- aukningu sem ekki hafði átt sér stað. inn í fyrirtækið. í janúar síðastliðnum sendi Ólafur S. Björnsson hins vegar inn tilkynn- ingu um 70 milljóna króna hlutafjár- aukningu til hlutafélagaskrár. Og í byrjun þessa árs veitti Iðnlánasjóður loforð fyrir skuldbreytingu. Þetta staðfesti Ólafur S. Björnsson í sam- tali við PRESSUNA, en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Skuldbreytingin og lenging lána munu ekki enn hafa verið fram- kvæmdar, þótt loforð sjóðsins liggi fyrir. HLUTAFÉLAGASKRÁ HUGSANLEGA BÓTASKYLD Nokkrum vikum eftir að tilkynn- ingin barst hlutafélagaskrá í janúar síðastliðnum áttuðu starfsmenn Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlána- sjóðs. Sjóðurinn setti það sem skil- yrði fyrir skuldbreytingarlánum að hlutafé Óss yrði aukið. hennar sig á því að ekki var allt með felldu. Samkvæmt hlutafélagalög- um má ekki skrá hlutafjáraukningu nema fjórðungur hlutafjárins hafi verið greiddur og hlutafjárloforð liggi fyrir um afganginn. Allar upp- lýsingar um slíkt vantaði í tilkynn- ingu Ólafs S. Björnssonar frá því í janúar. Starfsmenn hlutafélagaskrár leit- uðu símleiðis eftir skýringum hjá forsvarsmönnum Óss á þessu, en þegar það bar ekki árangur aftur- kölluðu þeir skráningu á auknu hlutafé í Ósi. Þar með var tilkynn- ingin frá því í janúar ógild. Starfs- menn hlutafélagaskrár sendu síðan formlegt bréf til Óss þann 16. april þar sem þeir kröfðust skýringa. Þar sem nokkur tími leið frá því upphaflega tilkynningin var send inn til hlutafélagaskrár, og þar til í ljós kom að hún var í raun jnnstæðu- laus, gátu forráðamenn Óss í raun notað vottorð um hlutafjáraukningu í viðskiptum sínum án þess að nokk- uð lægi að baki henni. í þessu sambandi má benda á að nokkrir þeirra sem töpuðu fjármun- um á gjaldþroti Ávöxtunar og verð- bréfasjóða þess fyrirtækis hafa ákveðið að höfða mál á hendur bankaeftirliti Seðlabankans fyrir að hafa ekki sinnt eftirlitsskyldum sín- um. Á sama hátt gæti sá sem skað- ast í viðskiptum vegna rangra upp- lýsinga frá hlutafélagaskrá hugsan- lega höfðað skaðabótamál á hendur stofnuninni. Það er meðal annars sökum þessa sem viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að taka málið föstum tök- um og krefja forráðamenn Óss tæm- andi skýringa á þessari hlutafjár- aukningu. TILKYNNINGIN SEND LÖNGU ÁÐUR EN GREIÐSLUR BÁRUST Eins og áður sagði sendi hlutafé- lagaskrá forráðamönnum Óss bréf í apríl síðastliðnum og krafði þá skýr- inga á þessari hlutafjáraukningu. Svar barst síðan í upphafi þessa mánaðar, 2. júlí. í því kemur fram að hlutafélagið Háteigur hafi þegar greitt 27 milljónir af 70 milljóna króna hlutafjáraukningu. Hlutafélagið Háteigur er eign barna Ólafs S. Björnssonar og systur hans, Jóhönnu Björnsdóttur. Jó- hanna er eiginkona Einars Vil- hjálmssonar, framkvæmdastjóra Oss. Samkvæmt bréfinu frá Ósi greiddi

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.