Pressan - 18.07.1991, Síða 26

Pressan - 18.07.1991, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. JÚLl' 1991 LISTAPÓSTURINN ALLTAF fréttist af fleiri út- gáfubókum næstu vertíðar. Nú mun ljóst að systkinin El- ísabet Jökulsdóttir og 111- ugi Jökulsson verða bæði á ferðinni með skáldskap. El- ísabet gefur út smásagna- safnið Rúm eru hættuleg en Illugi sendir frá sér skáldsög- una Fógetavald. Elísabet hefur áður gefið út ljóðabók- ina Dans í lokuðu herbergi auk þess sem hún skrifaði leikritið Eidhestur á ís sem sett var upp sem gestasýning í Borgarleikhúsi. Illugi hefur gefið út nokkrar bækur og í fyrra kom út barnabók eftir hann. Að henni slepptri er Fógetavald hins vegar fyrsta skáldsaga Illuga ... Á HAUSTDÖGUM verða tvær stórar yfirlitssýningar í Listasafni íslands. Sú fyrri verður opnuð í september- byrjun, á verkum Guðmund- ar Thorsteinssonar, betur þekktur sem Muggur. í okt- óber verður svo haldin sýn- ing á verkum Sigurðar Guð- mundssonar sem lengi hef- ur verið búsettur í Hollandi og er einn af okkar þekktustu myndlistarmönnum ... I HAUST verður frumsýnt nýtt leikrit Sveinbjörns I. Baldvinssonar hjá Leikfé- lagi Reykjavíkur. Helstu hlut- verk verða í höndum Krist- jáns Franklíns Magnúsar, Sigrúnar Eddu Björnsdótt- ur, Aldísar Baldvinsdótt- ur, Soffíu Jakobsdóttur og Péturs Einarssonar. Svein- björn mun nú vera að endur- vinna leikritið en það verður væntanlega tekið til sýningar í október. Það má svo deila um hvort nafnið gefur fyrir- heit um mikil dramatísk átök: Leikritið heitir Þétting ... „Þetta er ekki klámmynd!“ Auglýst eftir fimm feitlögnum konum t kvikmynd ,,Nei, ég vil taka það skýrt fram að þetta er ekki klám- mynd," sagði Júlíus Kemp, leikstjóri myndarinnar Vegg- fóður — erótísk ástarsaga. Um síðustu helgi auglýsti Kvikmyndafélag íslands hf. eftir leikurum í mörg hlut- verk og kenndi margra grasa. Meðal annars: Donni góð- legur karl, Uggi hommi, Andrea sem þarf að koma nakin fram, Drottning sem kemur fram á leðurfötum, miðaldra Kótilettukarl, tvær berbrjósta stúlkur (með lögu- leg brjóst, eins og segir í aug- lýsingunni) og síðast en ekki síst er óskað eftir fimm feit- lögnum konum á aldrinum 40—70 ára. I Júlíus Kemp skrifaði hand- ritið með Jóhanni Sigmars- syni, sem er aðstoðarleik- stjóri. Veggfóður verður kvikmynd í fullri lengd óg kostnaður er áætlaður um 12 milljónir. Kvikmyndafélag ís- lands hf. hefur enga styrki fengið (og ekki um þá sótt) og Júlíus kvað myndina fjár- magnaða með lánum. Allt að 25.000 áhorfendum þarf til þess að standa undir kostn- aði. Þegar er búið að ráða í fjög- ur aðalhlutverk myndarinn- ar, Stein Ránar Magnússon, Baltasar Kormák, Ingibjörgu Stefánsdóttur og stórmeistar- ann Flosa Ólafsson. En ef Veggfóður er ekki klámmynd, hvers vegna er allt þetta fólk þá að striplast á filmunni? Júlíus hafði svör á reiðum höndum: „Stúlkan sem þarf að koma nakin fram á einfaldlega að vera módel í myndlistarskóla. Svo er þarna smá ,,sadó“-atriði að vísu þar sem leðurfötin eru nptuð.“ Þegar PRESSAN talaði við Júlíus höfðu ekki borist um- sóknir um kvikmyndaleik frá fimm feitlögnum konum. „Það verður spennandi að sjá hverju auglýsingin skilar." Júlíus vildi ekki tjá sig mik- ið um efni myndarinnar um- fram það sem kemur fram í titli hennar. Já, vel á minnst: Hvernig getur erótísk ástar- saga heitið Veggfóður! „Já, það er nú stóra spurn- ingin," sagði leikstjórinn. Júlíus Kemp leikstjóri. Guömundur og Tinna giftast á málverkasýningu Á laugardaginn klukkan tvö opnar Guðmundur Rún- ar Láðvíksson fyrstu einka- sýningu sína í Hafnarborg í Hafnarfirði. Klukkutíma síð- ar mun brúðarmarsinn duna í jazzaðri útfœrslu þegar Guðmundur gengur að eiga Tinnu Rut Njálsdóttur. Þessi atburður er einsdœmi hér- lendis en þess er skemmst að minnast þegar fatafellan Cicciolina og sá heimsfrœgi Jeff Koons giftust við opnun sýningar hans um daginn. Sá sýning var helguð ástarleikj- um skötuhjúanna en því er ekki til að dreifa í Hafnarfirði á laugardaginn. Sýning Guðmundar nefnist Slóð — myndir í land og sam- anstendur af níu verkum sem mynda eina heild. Sýninguna vann hann með hliðsjón af sýningarrýminu í Hafnar- borg og notar margs konar efnivið: vörður, kompásnálar, ljósmyndir og fleira sem myndar slóðina. Guðmundur er fæddur árið 1954 og út- skrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands nú í vor. í samtali við PRESSUNA kvað Guðmundur giftinguna vera hluta sýningarinnar. Hins vegar þvertók hann fyr- ir að hjónabandinu lyki um leið og sýningunni. TÍMARIT Tímarit Máls og menningar 2/91 TMM er skringilegt rit. Nýjasta heftið spannar allt frá stórmerkilegum köflum úr óbirtri sjátfsævisögu Þórbergs Þórðarsonar til kynlegrar hérbeinsupp- suðu um leðurblökumann- inn Batman. Þá virðist hending ráða hvaða ljóð eru valin til birtingar, ef miðað er við máttlítinn kveðskap þeirra Baldurs A. Kristinssonar og Péturs Hafsteins Lárussonar. Helgi Sigurðsson fylgir nokkrum köflum úr sjálf- sævisögu Þórbergs úr hlaði með þeim orðum að hún hafi aldrei verið gefin út vegna þess meðal annars að höfundur hafi átt eftir að slípa hana talsvert til. Auk þess skarist efnið nokkuð við aðrar bækur meistar- ans. Aðdáendur Þórbergs munu tæpast taka þessar skýringar gildar, nú þegar búið er að koma þeim á bragðið. Þórbergur er mesti stílisti aldarinnar og það hlýtur að vera hægt að gefa út valda kafla úr hand- ritinu. Sigurður Ingólfsson skrif- ar um Batman og er grein hans ágætt dæmi um það þegar stíil er í engu sam- ræmi við efni. Engu er lík- ara en hann sé að skrifa um skáld sem fóstraði haustið í hjarta sér, en ekki mein- lausa og grunnhyggna teiknimyndafígúru. Ekki verður annað séð en þessi grein fari erindisleysu til flestra lesenda. Árni Sigurjónsson, rit- stjóri TMM, tekur viðtal við Þórarin Eldjárn og fara þeir vítt yfir. Fróðlegast er að lesa um vinnubrögð Þórar- ins og viðhorf hans til skáldskapar. Þar hefði gjarnan mátt fara ítarlegar í saumana. Stefán Steinsson læknir á bráðskemmtilega sögu í TMM. Hann er einn frum- Iegasti höfundur sem fram hefur komið í mörg ár, snarpur stílisti sem kann þá list að segja fráleita sögu á algerlega hispurslausan hátt. Nokkrir erlendir höfund- ar eru að vanda kynntir í TMM; þar hlýtur George Perec að vekja mesta at- hygli. Pétur Gunnarsson segir stuttlega frá Perec og þýðir auk þess hluta úr skáldsögu hans. Perec var franskur og vann sér meðal annars til frægðar að skrifa langa skáldsögu án þess að e kæmi fyrir í textanum; en það er algengasti sérhljóði franskrar tungu. Nú mun Perecs ekki fyrst og fremst minnst sem furðufugls heldur sem merkilegs nýj- ungamanns í seinni tíma frönskum bókmenntum. TMM er talsvert tætings- legt að þessu sinni en ætti náttúrlega að verða met- sölurit út á kaflana hans Þórbergs. En kíki meistar- inn ofan af astralplani sínu mun honum tæpast þykja að hann sé í mjög andrík- um félagsskap þegar leður- blökumaðurinn Batman er annars vegar. Líklega hefði TMM gott af dálitlum skammti af TNT. Hrafn Jökulsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.