Pressan


Pressan - 01.08.1991, Qupperneq 2

Pressan - 01.08.1991, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAlM 1. ÁGÚST 1991 Z3!rif £)q v ^ Ni ght S&iá&cvwí'i ýiá óf Kvikmyndagerðarmenn á íslandi eru á skjálftavaktinni vegna strákanna frá Oz, sem hafa slegið í gegn með nýstár- legum auglýsingum og myndböndum. Strákarnir eru ungir og hörkuduglegir og heita Aron, Guðjón Már, Ein- ar Snorri og Eiður Snorri. Þeir hafa meðal annars gert auglýsingar fyrir Stjörnuna, Cosmo og Fálkann og tölvu- '■VLfia Út ttf/íiza i/ftt /< - /tjt M.iot' / Áa potmt > /pexsajK 1/er-aidarte.tSuM Þær eru strax ráðnar sem aðalstjörnurnar í dans-,,sjói" á næturklúbbnum Pacha á Ibiza. Þær leika indverskar prinsessur eða Flower Pow- er-hippa og sápukúludrottn- ingar. Hildur Hafstein og Bryndis Einarsdóttir ásamt öörum dönsurum. grafíkina i Visa-sport. Þeir eiga eina 3D-Paint Boxið á landinu. íVóra mczíir með CAFÉ SPLITT v/ Klapparstlg. Besta kaffiö í öllum bœnum ásamt heimabökuöum kökum. FÖLSK AUGNHÁR! Besta úrvaliö í Clörv-búðunum. ÓDÝRUSTU KÁBOJSTÍGVÉLIN Fást t útsölumarkaðnum í kjallara verslunarinnar 17 v/Laugaveg. l^ara íslenskf súpermódef Það skiptir ekki máli hvort þú opnar enskt, ítalskt, þýskt eða amerískt tímarit. I þeim öllum eru ein, tvær, þrjár, fjórar ef ekki fimm myndir af Bertu Maríu Waagfjörð, en hún er ein af tuttugu eftirsótt- ustu fyrirsætum í heiminum í dag. Hún er á samningi hjá lcelandic Models á Islandi og Premier í London og starfar meðal annars í LA, New York, Paris og vítt og breitt um Evr- ópu. Kvikmyndatilboðum hefur rignt yfir Bertu og þeim á örugglega eftir að fjölga eft- ir að hún birtist á forsíðu þýska Playboy-tímaritsins næstkomandi september. Er eitthvað að bókhaldinu hjá ykkur, Gunnar? „Nei, langt því frá." Samkvæmt álagningarskrá Skattstofunnar í Reykjavik greiðir IBM hæstu heildargjöld í Reykjavík. Gunnar M. Hans- son er forstjóri IBM. LÍTILRÆÐI af andvana rauöátu Rannsókninni er lokið. Niðurstöður hafa verið gerðar heyrinkunnar. Það var ekki svartolía úr dularfullu rússnesku tank- skipi, ekki hráolía úr rússn- esku draugaherskipi, né heldur plútóníum úr rússn- eskum kafbáti. Og ekki var tilgáta kvennasamtakanna í land- inu — höfð eftir Guðbergi Bergssyni — rétt; að af ein- skærri karlrembu væri búið að útrýma öllum kvendýr- um af hvalastofni og þess- vegna hafi það sem rak á land á Ströndum verið hvalabrundur. Allir mætustu sérfræðing- ar í málefnum lífríkisins hafa komist að þeirri niðurstöðu að þeir viti eiginlega ekki hvað þetta var, en hallast helst að því að þetta hafi ver- ið „grútarmengun" af fram- liðinni rauðátu, sem enginn veit hversvegna dó. Og þó var þetta auðvitað ekki grútur, því aliir vita að rauðáta er ekki grútur, þó blaðamenn, fiskifræðingar og ríkisstjórnir haldi þaö kannski. Dauð rauðáta er ekki grútur. En það vita líklega ekki líí- rikisvísindamenn og ráðu- neytisfólk, heldur bara þeir sem þekkja grút af eigin raun. I Blöndalsorðabókinni er grútur lýsisdreggjar eöa grotti. Rauðáta getur aldrei verið lýsisdreggjar eða grotti, jafn- vel ekki sjálfdauð rauðáta. Látum nú vera þó fulltrúar Geislavarna ríkisins, um- hverfisráðuneytisins, Haf- rannsóknastofnunar, Nátt- úrufræðistofnunar og Sigl- ingamálastofnunar, allir líf- fræðingar, fiska- og fugla- fræðingar plús blaðamenn haldi að rauðáta verði grút- ur við það að týna lífinu. En jafn glöggur og veraldarvan- ur maður einsog Eiður hefði átt að sjá í hendi sér, að í doll- unni, sem hann tók sýnið í fyrir okkur sjónvarpsáhorf- endur, var ekki grútur. Og allan tímann hefur þetta verið kallað mengun, þó allir, nema sérfræðingar, viti að sjálfdauð rauðáta er ekki mengun. Mér er nær að halda að mengun sé ekki mengun nema hún sé af mannavöld- um. En mengun fyrirfinnst ekki í Blöndal svo ég gæti svosem haft á röngu að standa. Þó er ég klár á þvi að þetta hefði verið mengun ef það hefði stafað af venjulegum rússneskum ótuktarskap. En sjálfdauð rauðáta er ekki mengun. Það fær mig enginn til að trúa því að rauðátan í sjón- um geti orðið mengun við það eitt að kvefast og deyja. Að rannsókninni lokinni hefur semsagt komið í Ijós að það sem rak á land á Ströndum var hvorki grútur né mengun og enginn veit hvað drap rauðátuna sem dó, ef það var þá rauðáta sem dó. En til að fyrirbyggja að svonalagað endurtaki sig hefur umhverfisráðherra nú tilkynnt að hann muni skipa sérstaka „aðgerðanefnd" sem á að koma saman — „þegar um mengunaróhöpp er að ræða eða þegar hætta er talin á slíku". Hlutverk nefndarinnar verdur að meta mengun- arhættu, skipuleggja rannsóknir á lífríki, leið- beina um viðbrögð og samræma aðgerðir ein- stakra stofnana. Einnig á nefndin að meta árangur þeirra aðgerða sem grip- ið er til hverju sinni og gera tillögur um úrbætur. Nefndin verður skipuð fulltrúa umhverfismála- ráðuneytisins auk full- trúa Geislavarna ríkisins, Hafrannsóknastofnunar, Náttúrufræðistofnunar og Siglingamálastofnun- ar. Þetta lítur að vorum dómi prýðilega út nema ef til vill mætti bæta því við að æski- legt væri að nefndarmenn vissu hvað væri mengun, hvað grútur og hvað fjölda- útför andvana rauðátu. Flosi Olafsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.