Pressan - 01.08.1991, Side 3

Pressan - 01.08.1991, Side 3
H FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. ÁGÚST Ha Læstlaunaði opinberi starfs- maðurinn á íslandi er án efa Jón Skaftason, borgarfógeti í Reykja- vík. Jón býr í Kópa- vogi og lenti í tíunda sæti yfir gjaldhæstu einstaklingana í Reykjaneskjördæmi með rétt tæpar 7 milljónir í opinber gjöld. Enginn opin- ber starfsmaður kemst með tærnar þar sem Jón hefur hælana. Það eru helst bissnessmenn og apótekarar sem hafa viðlíka skatta... ær breytingar verða á frétta- stofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar að Hulda Styrmisdóttir hverfur til náms í vetur. Mun hún vera á leið til Frakklands — líklega til að læra meira um fjölmiðla. í hennar stað kemur Herdís Birna Arnardóttir sem hefur unnið á fréttastofunni í sumarafleysingum undanfarið. . . Iðgjöld verkalýðsfélaganna, svo- kölluð stéttarfélagsgjöld. hafa hækkað töluvert að undanförnu. Nýlega hækkaði Verkalýðs- og sjó- mannafélag Fá- skrúðsfjarðar ið- gjald sitt úr 0,7 pró- sentum í 1,25 pró- sent eða um 78.6 prósent. Hingað til hefur Eiríkur Stefánsson, formað- ur félagsins, getað státað af að reka félagið með mun lægri tolli en önn- ur sambærileg félög. en eftir hækk- un eru iðgjöldin hjá honum fyrir of- an meðaltal. Samkvæmt upplýsing- um hjá ASl er algengast að verka- fólk greiði 1 prósent af launum sín- um, en þó þekkjast tölur allt upp í 2 prósent. . . Islensku kraftajötnarnir Jón Páll Sigmarsson. sterkasti maður heims, og Magnús Ver Magnús- ------------- son hafa nóg að gera á næstunni. Ný- verið vann Magnús yfirburðasigur á jötnamóti UÍA á Eið- um og höfðu hvorki O.D. Wilson né . Hjalti Úrsus Árna- son roð við honum. Næsta aflraun Magnúsar verður á Hálandaleikun- um í Skotlandi í næstu viku. Síðan fer hann ásamt Jóni Páli til Kanada þar sem þeir taka þátt í mótinu ,,The World Muscle Power Champions- hip", sem haldið verður dagana 10. og 11. ágúst. Pað mót þykir komast næst sjálfri keppninni „Heimsins sterkasti maður", sem Jón Páll hefur unnið fjórum sinnum. .. JL rátt fyrir mikil umsvif sést ekk- ert til Vífilfells, einkaumboðs Coca- Cola, á listum yfir þau fyrirtæki sem greiða hæstan tekju- skatt í Reykjavík. Ástæðan liggur sjálf- sagt í því að Vífilfell, undir stjórn Lýds Fridjónssonar, hefur verið duglegt við að kaupa sér skattalegt tap fyrirtækja á leið í gjaldþrot. Eins og PRESSAN skýrði frá fyrir skömmu keypti fyrirtækið meðal annars tap gamla Álafoss af Framkvæmdasjóði þar sem bróðir Lýðs, Þórður Friðjónsson, er stjórnarformaður... K IVonurnar eru greinilega að taka völdin á sameiginlegri frétta- stofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Þar hefur Sigurveig Jónsdóttir ráðið ríkjum sem frétta- stjóri síðan Páll Magnússon fluttist upp á við. Nú hefur verið gengið frá því að Elín Hirst verði varafréttastjóri í framtíðinni og þá ásamt Sigmundi Erni Rúnars- syni, sem heldur uppi merkjum karlmanna á fréttastofunni. . . Njótið verslunarmannahelgarinnar í ró og næði á fögrum stað. •• | ■ ■ ■ ☆ •& Mi ☆ HjótaJei Grifestaour fjölskyldunnar ®HÚSAFELL sími 93-51378 A FINU VERÐI BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR HF. Ármúla 13108 Reykjavík Símar 8812 00 & 312 36 FJÖLSKYLDUBÍLL Lada Samara er ódýr og sparneytinn 5 manna fjölskyldubíll sem hentar vel bæði innanbæjar og í ferðalagið. Hann er léttur í stýri og þýður í akstri. Farangursrýmið má stækka til muna efaftursæti er velt fram. Lada Samara er framhjóladrifinn og er fáanlegur bæði með 1300 cnf og 1500 cnf vél. Hægt er að velja um 3 eða 5 dyra bíl. 2 LAOA SAMARA P R E S S U

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.