Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. ÁGÚST 1991
15
Efranesmálið
OLAFIIR Þ0R0ARS0N LÆTIIR
EFTIR JÖRBINA EF HREPPS-
NEFNDIN FBI MÁL
,,Ég bíö bara eftir því aö fá
aö vita hvort hreppsnefndin
œtlar aö standa á þeirri
lausn, aö ungu hjónin sitji á
jöröinni til nœsta vors, því
þau eru byrjuö heyskap og
hljóta því aö sitja fram aö
nœstu fardögum. En ef
hreppsnefndin vill fara í stríö
og málaferli er ég ekki í þeirri
aöstööu aö geta leigt jörðina
í tvö til þrjú árþ sagöi Ólafur
Þ. Þóröarson, þingmaöur og
bóndi, viö PRESSUNA, aö-
spuröur hvaö hann hygöist
gera viö jöröina Efranes í
Stafholtstungum.
Eins og skýrt var frá í
PRESSUNNI fyrir viku hafði
Olafur Þórðarson gert kaup-
samning við eiganda jarðar-
innar Efraness í Stafholts-
tungum þegar hreppurinn
ákvað að neyta forkaupsrétt-
ar síns að jörðinni. Olafur
kærði þessa ákvörðun til
landbúnaðarráðuneytisins
sem felldi hana úr gildi með
úrskurði, sem og endursölu
hreppsins á jörðinni til hjón-
anna Jóns M. Katarínussonar
og Hrafnhildar Björnsdóttur.
Þetta er í fyrsta sinn sem
landbúnaðarráðherra úr-
skurðar ákvörðun sveitar-
stjórnar um að neyta for-
kaupsréttar ógilda.
Sveitarstjórn Stafholts-
tungnahrepps hefur íhugað
að kæra úrskurðinn og láta
reyna á máiið fyrir dómstól-
um.
Ákvörðun um hvort það
verður gert verður væntan-
lega tekin á fundi sveitar-
stjórnarinnar á morgun, að
sögn Jóns Þórs Jónassonar
oddvita.
Olafur Þórðarson sagði við
PRESSUNA að hann væri til-
búinn að semja við hrepps-
nefnd Stafholtstungna-
hrepps. ,,Ég held að það sé
hægt að fá ásættanlega nið-
urstöðu ef reynt verður að
semja. En ef hreppsnefndin
fer í mál, þá neyðir hún mig
til þess að láta eftir jörðina,"
sagði Ólafur.
„Ef hreppsnefndin vill fara í
stríð og málaferli er ég ekki í
þeirri aðstöðu að geta leigt
jörðina í tvö til þrjú ár," segir
Ólafur Þ. Þórðarson.
Ólafur Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsvíkur
ER ENN FULLTRÚIFRYSTIHÚSSINS í
STJDRN ÚTREROARFÉLARS TOGARANS
Ólafur Gunnarsson, fyrr-
verandi framkvœmdastjóri
og einn aöaleigenda Hraö-
frystihúss Ólafsvíkur, situr
enn sem fulltrúi hússins í
stjórn Útvers hí, útgeröarfé-
lags togarans Más, þrátt fyrir
aö frystihúsiö hafi veriö tekiö
til gjaldþrotaskipta. Skipta-
ráöendur hafa ekki skipt
honum út fyrir fulltrúa bús-
,ins.
Ólafur Gunnarsson fer enn
með atkvæði Hraðfrystihúss
Ólafsvíkur í stjórn Útvers þótt
frystihúsið sé komið á haus-
inn.
, Eins og kunnugt er hefur
Útver reynt að taka frystihús-
ið á leigu ásamt Ólafsvíkur-
bæ, verkalýðsfélaginu Jökli
og útgerðarfyrirtækinu
Tungufelli, en það er fyrir-
tæki Ólafs og félaga hans,
þeirra Ólafs Kristjánssonar,
fyrrverandi verkstjóra frysti-
hússins, og Jónasar E. Guö-
mundssonar, fyrrverandi út-
gerðarstjóra hússins.
Ólafur Gunnarsson hefur
nokkuð sterka stöðu í þessum
viðræðum þar sem hann er
stjórnarformaður bæði Út-
vers og Tungufells, en án
kvóta þessara fyrirtækja er
viðreisn hraðfrystihússins
nær ómöguleg. Það hefur því
vakið athygli að skiptaráð-
endur hafa ekki tilnefnt nýjan
fulltrúa, hraðfrystihússins í
stjórn Útvers.
Reyndar liggja þessar við-
ræður niðri þar sem Lands-
bankinn hefur ekki viljað
taka upp samningaviðræður
við Ólaf og félaga. Bankinn
hefur óskað eftir opinberri
rannsókn á kaupum þeirra á
bátum frystihússins. Þeir
buðust til að skila tveimur
þeirra en drógu það tilboð til
baka eftir að bankinn krafðist ■
rannsóknar.
„Hann er ákveðinn og rökfastur og missir ekki
sjónar á því sem hann er að gera. Hann vinnur
líka mikið til að ná því fram," segir Ingidór Ein-
arsson, framkvæmdastjóri Nýju sendibíla-
stöðvarinnar. „Hann er ákaflega ákveðinn í
því sem honum dettur í hug," segir ónafn-
greindur leigubílstjóri. „Sigurður er mjög
klár náungi. Heilabúið er pottþétt," segir Gísli
Sigurjónsson leigubílstjóri. „Sigurður er
ljómandi góður drengur, góður og vel gefinn,"
segir leigubílstjóri sem starfað hefur með Sig-
urði, en vill ekki láta nafns getið.
Sigurður Sigurjónsson
bifreiðastjóri
„Hann gengur eins langt og hann getur,“
segir Sigfús Bjarnason, formaður Bifreiðastjóra-
félagsins Frama. „Hann er erfidur í sam-
starfi,“ segir Ingidór Einarsson framkvæmda-
stjóri. „Hann er sauðþrár og gefst aldrei
upp,“ segir Gísli Sigurjónsson.
„Hans neikvæðasta hlið er hvernig hann
kemur fram í öliu sem snýr að félagsmálum
og þessari stétt,“ segir leigubílstjórinn sem
ekki vill láta nafns síns getið.
— Siguröur Sigurjónsson bifreiöastjóri vill ekki una því aö vera skyldaður til þess af íslenskum lögum að vera í Bifreiðastjórafélaginu Frama. Hann hefur kært íslensk stjórnvöld
til Mannréttindadómstóls Evrópu.
UNDIR
ÖXINNI
Arni Einarsson,
stjórnarformaður
foreldrasamtakanna
Vímulausrar æsku
Heldurðu að ungling-
arnir vildu fara með
foreldrum sínum é
útihátið, jafnvel þótt
foreldrarnir vildu fara
með unglingunum?
„Það er vafalaust allur
gangur á því. Þetta
snýst ekki um það að
foreldrarnir séu með
börnin í vasanum,
heldur að þeir líti til
með krökkunum. Mér
hefur fundist það
skorta, þegar eitthvað
hefur komið upp á, að
krakkar á þessum aldri,
undir 16 ára, hafi ein-
hvern á bakvið sig á
mótssvæðinu."
Þýðir eitthvað að
banna unglingum
undir 16 ára aldri að
koma á útihátíðir og
tjaldsvæði um versl-
unarmannahelgina ?
„Nei, það er ekki mín
persónulega skoðun
að það eigi að gera.
Þetta kemur líka illa við
krakkana. En þegar
maður hefur á svona
hátíðum þurft að sitja
uppi með ráðalausa
drukkna krakka, sem.
kalla á mömmu sína,
finnst manni að eitt-
hvað verði að gera.
Það er ekki hægt að
halda áfram að horfa
upp á þetta enda-
laust."
Unglingar, sem er
meinaður aðgangur
að útihátíðum, mundu
líklega samt sem áð-
ur fara í útilegu og á
fyllirí efþá langaði til.
Er þá ekki betra að
vita af þeim inni á
svæði útihátiðar, þar
sem ergæsla, en hafa
þá veltandi eftirlits-
og bjargarlausa út um
móa?
„Þetta er sjónarmið út
affyrirsig, en efekkier
tekið á hlutunum þá
gerist ekki neitt. Allar
lausnir eru vondar fyrir
einhvern. En efforeldr-
arnir vita að krakkarnir
komast ekki inn á úti-
hátíðirnar nema í fylgd
með fullorðnum, þá
færu þeir kannski ekki
eftirlitslausir. Og ég er
ekki endilega að meina
að foreldrarnir verði að
vera með krökkunum,
heldur að einhver full-
orðinn sé í fylgd með
þeim inn á svæðið,
,sem þau geta leitað til
eða vísað á efeitthvað
kemur upp á."
i/ Einarsson ritaöi grein i Morg-
I unblaðiÖ 30. júlí fyrir hönd for-
f eldrasamtakanna Vímulausrar
æsku. Greinin bar yfirskriftina
„Veröur barnið þitt á útihátíð um
verslunarmannahelgina — i fylgd
með fullorðnum?"