Pressan - 01.08.1991, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRESSAN 1. ÁGÚST 1991
29
& verstu
wirtl/V
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON, for-
maöur Alþýðubandalagsins, varð
langneðstur þótt hann fengi eina
plúseinkunn: „Hann hefur óskýran
framburð og gerir tilraunir til
harðmælgi á vitlausum stöðum.
Hann hefur dálæti á líkingum og
myndum en veldur því ekki. Það
er eins og Ólafur sé ekki vel
heima í sögu málsins. Tilvísanir og
líkingar eru oftast teknar frá út-
löndum.“ „Það sem ég punktaði
hjá mér um málfar Ólafs er tæpast
prenthæft." „Slengir saman orð-
tökum eins og hann sé í ákvæðis-
vinnu. Virðist stundum hafa há-
skólapróf í flatneskju og málaleng-
ingum.“ „Hann lýgur svo fallega
að það er skemmtilegt að hlusta á
hann.“
JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
félagsmálaráðherra lenti í öðru til
þriðja sæti á „tossalistanum":
„Hún notar oft klaufalegt málfar."
„Jóhanna þarf að læra djúpönd-
un.“ „Hefur takmarkaðan orða-
forða og lítið vald á ísiensku.
Orðaforði hennar er nánast allur
úr félagslega orðasafninu." „Hún
notar stofnanamál þótt hún sé
fyrst og fremst tilfinningapólitíkus.
framkvæmdastjóri VSÍ, varð jafn
sjávarútvegsráðherra: „Hefur út-
geislun á við haltu-kjafti-kara-
mellu!" „Framsögnin er þvinguð
og orðaforðinn einkennist af stofn-
anamáli." „Maður hefur á tilfinn-
ingunni að hann hafi talað sam-
fleytt frá því hann var síðast í
fréttaviðtali. Handhægt væri fyrir
fréttamenn að eiga hann á
„lúppu" (tæknimannaslangur: seg-
ulband sem gengur endalaust,
tengt í hring). Þórarinn fékk einn
plús í kladdann: „Hann er í þeirri
tegund af starfi sem yfirleitt hefur
framleitt málsóða en hann er oft
litríkur í tali og skreytir einatt mál
sitt skemmtilega."
um og ekki lesa minna en þrjú
ljóð á dag!“ „Hefur tekið miklum
framförum síðan hann gerðist við-
mælandi alþjóðar. Framsögnin er
ekki nógu góð en hann hefur
áhuga á því sem hann gerir — og
það skilar sér. Á hinn bóginn
hættir honum til að festast í
ákveðnum frösum og orðatiltækj-
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON sjávarút-
vegsráðherra lenti í fjórða til
fimmta sæti og fékk verstu ein-
kunn hjá einum úr dómnefndinni:
„Hann er fulltrúi hinnar full-
komnu flatneskju. Notar það sem
'kalla má þuoglu- og þumbaraslíl.
Það er eins og hann líti á texta og
talað orð sem andstæðinga sína."
„Yfirleitt reynir hann að flækja
mál eða hafna þeim. Málfar hans
er eins og múr sem hann hleður í
kringum sig.“ „Málfar hans er
mjög fátæklegt og lítil breidd i
orðavali."
ÞÓRARINN V. ÞÓRARINSSON,
V E R S T I R
/. Ótafavi
2. fitáeituuz ScýccicUvidótt&i
3. ‘Sjcvutc 'peliXMut
5. ‘ÞónevUtut *V. PónevUtui&M,
6. 'pttutcvt ^Ct^ÓÍfóótM
7. StecttynítHcci *i¥ent*uzctcuiA<xct
2. ScyAuatccn ‘Siónyvcct&Xöct
Hún beitir ekki tilfinningum í mál-
inu og er þar að auki mjög ein-
tóna í framsögn."
BJARNI FELIXSON íþróttafrétta-
maður varð jafn félagsmálaráð-
herra í öðru til þriðja sæti: „Hann
er ómælandi og kann ekki nema
þrjú orðatiltæki." „Hann ætti að
fara á námskeið í skapandi skrif-
FINNUR INGÓLFSSON alþingis-
maður lenti í sjötta sæti: „Hann
talar oftast eins og einhver hafi
verið að gera honum óleik."
„Finnur notar áherslur sem
kenndar eru við framsóknarmenn;
leggur áherslu á annað atkvæði í
orði.“ „Höggvandi í stílnum." „Ei-
lítið tilgerðarlegur."
STEINGRÍMUR HERMANNSSON,
formaður Framsóknarflokksins,
varð í sjöunda til áttunda sæti:
„Hann þarf að lesa orðtakasafnið
betur. Það er afleitt þegar maður
heyrir formann Framsóknarflokks-
ins nota orðið búhnykkur í nei-
kvæðri merkingu." „Steingrími
hefur farið fram. Hann hafði mjög
kvenlegan seimdrátt sem hann
hefur yfirunnið. Honum hættir til
stofnanamáls. Hann nær hins veg-
ar að eyða áhrifunum af því að
mestu með alþýðlegu málfari; svo
alþýðulegu raunar að hann grípur
stundum til barnamáls." „Hann talar
ekki litríkt mál og lætur myndir
og líkingar að mestu eiga sig.“
„Hugsaðu þér ef öll þjóðin talaði
eins og Steingrímur Hermanns-
son!" Steingrímur fékk góda ein-
kunn hjá einum úr dómnefndinni:
„Hann er ævinlega að segja
manni allt sem hann veit!“
SIGHVATUR BJÖRGVINSSON heil-
brigðisráðherra varð jafn Stein-
grími í sjöunda til áttunda sæti og
hlaut verstu einkunn hjá einum úr
dómnefndinni: „Sighvatur er sein-
heppinn og sjálfumglaður." „Hann
ber nú ekki mikinn glæsileika
með sér, hvorki í framkomu né
málflutningi." „Alltaf eins og hon-
um sé óeðlilega mikið niðri fyrir.
Það er erfitt að treysta slíkum
mönnum." „Talar hraðar en hann
hugsar."
F
JL-í inn þeirra sem nú hafa sóst eft-
ir útvarpsstjórastólnum er auglýs-
ingamaðurinn Ólafur Stephen-
sen, en hann reyndi
einnig við hann þeg-
ar Markús Orn
Antonsson hreppti
hnossið. Ólafur er
dyggur íhaldsmaður
og þar að auki ágæt-
iskunningi Ólafs G.
Einarssonar menntamálaráð-
herra. Meðal þeirra sem Ólafur þarf
að glíma við eru Pétur Guðfinns-
son framkvæmdastjóri, Inga Jóna
Þórðardóttir og Kjartan Gunnars-
son, formaður útvarpsréttarnefnd-
ar. . .
morgun verður formlega
gengið frá því að Hewlett-Packard á
Islandi verði íslenskt fyrirtæki.
Hingað til hefur
þetta alþjóðlega fyr-
irtæki rekið skrif-
stofu hér á landi
samkvæmt sérstöku
leyfi. Nú hafa starfs-
menn þess á íslandi
hins vegar ákveðið
að koma inn í fyrirtækið og verða
þeir meirihlutaeigendur ásamt HP.
Með þessu móti telja Frosti Bergs-
son framkvæmdastjóri og hans
menn fyrirtækið betur í stakk búið
fyrir vaxandi samkeppni, þar sem
öll ákvarðanataka verði mun ein-
faldari og skilvirkari. . .
MT rátt fyrir að frestur til að ganga
frá leikmannaskiptum í handboltan-
um sé nú útrunninn er enn margt
ófrágengið. í mörgum tilvikum eiga
liðin enn eftir að ganga frá samning-
um sín í milli og ef ekki semst getur
jafnvel svo farið að nokkrir leik-
menn byrji ekki að leika fyrr en á
miðju tímabili, eða 15. janúar. Mun
svo hátta til með Halidór Ingólfs-
son, sem skipti úr Gróttu í Hauka,
Stefán Kristjánsson, sem skipti úr
FH í KA, Einar Þorvaröarson,
sem skipti úr Val í Selfoss, Sigtrygg
Albertsson, sem skipti úr Gróttu í
Fram, Davíd Gíslason, sem skipti
úr Gróttu í Fram, og Guðmund
Hrafnkelsson, sem skipti úr FH í
Val. Svo getur farið að einhverjir
þessara leikmanna verði ekki með í
upphafi móts vegna þess að liðin
hafa ekki komið sér saman um verð
á þeim...
T
M. il að ná sáttum á milli Jóns
Baldvins Hannibalssonar og
Þorsteins Pálssonar um skipan
------------ formanns sjávarút-
um ríkisstjórnarinn-
ar varð úr að skipa
varaformannskand-
formenn, þá Þröst
------------ Ólafsson, aðstoðar-
mann utanríkisráðherra, og Magn-
ús Gunnarsson, framkvæmda-
stjóra SÍF. Formannsefnin Vilhjálm-
ur Egilsson fyrir Þorstein og Þor-
kell Helgason fyrir Jón Baldvin
verða að sitja hjá í þetta skipti. . .