Pressan - 01.08.1991, Side 30
Werner hefur gefiö okkur
stærstu gjöf lífs vors, — segir
fjölskylda Ingibjargar
WERNER RASMUS-
SON LÆKNAR
KRABBAMEIN MEÐ
SÉRSTAKRI
PEPSI- UPPSKRIFT
— ég mun lifa fyrir Werner,
— segir sjuklingurinn Ingi-
björg Friðriksdóttir
Ef apótekurum, undir forystu
Werners Rasmussonar, yröu
fengin óskoruð völd í lyfjamálum
hérlendis yröi heilbrigöi þjóöar-
innar vel borgiö, — er niöurstaöa
úttektar GULU PRESSUNNAR á
lyfjamálinu
WERNER RASMUS-
SON AÐSTOÐAR FÁ-
TÆKA OG LÆKNAR
SJÚKA
— heiibrigðisráðherra gæti
hins vegar ekki sinu sinni lin-
að hausverk
Sjá fréttaskýringu á bls. 46
Ég mun víkja fyrir Werner og get
ekki annað en vonast til aö hann
útvegi mér vinnu í apótekinu
sínu, — segir Davíö
WERNER RASMUS-
SON ÁKVEÐUR AB
REISA ÍSLENSKT
EFNAHAGSLÍF VIÐ
— tilboð sem við getum ekki
hafnað, — segir Davíð Odds-
son forsætisráðherra
31. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 1. ÁGÚST 1991 STOFNAÐ 1990
HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR
Rikisstjormn hafnar gjöf
frá bandar'tska
sendiherranum
HINGAÐ
OG EKKI
LENGRA
— segir Jón Baldvin
Hannibalsson
utanríkisráöherra
Reykjavik, 31. júlí
„Með góðum vilja er
hægt að þola ýmislegt en
ekki þetta,“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra þegar
hann tilkynnti að ríkis-
stjórnin hefði ákveðið að
hafna nýrri gjöf frá sendi-
herrum Bandaríkjanna.
Eins og kunnugt er hafa
bandarískir sendiherrar gefið
gosbrunninn í Tjörnina og
verkið ,,Partnership“, sem
reist var við Skúlagötu, og
hafa ríkisstjórnir íslands þeg-
ið þessar gjafir. En þegar
samtök fyrrverandi sendi-
herra á Islandi ákváðu að
gefa tvö risastór Mikka mús-
eyru, gegn því að þau yrðu
hengd utan á turn Hallgríms-
kirkju, samþykkti ríkisstjórn-
Sendiherrunum tókst að
koma gosbrunninum og högg-
myndinni upp, en ríkisstjórnin
steig á bremsurnar þegar
henni var boðið upp á Mikka
mús-eyru.
in að taka ekki við gjöfinni.
,,Ég veit svei mér þá ekki
hvað þessir menn halda að
við séum. Þótt hér sé margt
skrítið og annað í ólagi þá er
ekki hægt að bjóða okkur
hvað sem er," sagði Jón Bald-
vin.
I fréttatilkynningu frá
sendiherrunum segir að gjöf-
in sé nokkurs konar spaug til
að sjá hversu langt sé hægt að
ganga. „Tvær gjafir af þremur
eru ekki slæmur árangur,"
segir í lok tilkynningarinnar.
WERNER KAUPIR
GULU PRESSUNA
- treystum GULU PRESSUNNI best til aö
afvegaleiöa ekki lyfjaumrœöuna í þjóöfélaginu, —
segir Werner
Starfsmenn GULU PRESSUNNAR hneigja höfuð sitt í djúpri
virðingu fyrir reynjlu Werners og þekkingu og vonast til að
hún muni verða leiðarljós þeirra í framtíðinni, — segir í sam-
þykkt starfsmannafélags GULU PRESSUNNAR.
Reykjavik, 1. ágúst
„Ég sagði vid sjálfan
mig; hvers vegna virðist
þjóðin álíta apótekara
óvini sína? Og ég svaraði
sjálfum mér; vegna þess
að blöðin og aðrir fjöl-
miðlar hafa afvegaleitt
lyfjaumræðuna. Og ég
treysti engum fjölmiðli
betur til að breyta þessu
en GULU PRESSUNNI,“
sagði Werner Rasmus-
son, apótekari og stjórn-
arformaður Pharmaco
og fjöida annarra fyrir-
tækja, þegar hann
greindi starfsmönnum
GULU PRESSUNNAR frá
því að hann hefði keypt
blaðið.
Mikill fögnuður braust út
meðal starfsmannanna,
enda er Werner kunnur að
góðum verkum. í ályktun
ritstjórnar segir meðal ann-
ars: „Okkur líður eins og
villuráfandi sauðum sem
sterk hönd hefur leitt á far-
sælli brautir. Við fögnum
Werner og drúpum höfði í
lotningu yfir að fá að vinna
undir hans stjórn og fyrir
hans göfugu markmið."
í framtíðinni verður
Werner stjórnarformaður
útgáfufélags GULU PRESS-
UNNAR, útgáfustjóri og rit-
stjóri. Þá verður hann al-
mennum blaðamönnum
innan handar auk þess sem
hann mun teikna blaðið og
taka myndir í það.
Markás Órn Antonsson borgarstjóri
KAUPIR RESTINA AF
BERLÍNARMÚRNUM
— og hyggst reisa hann í kringum miöbœ Reykjavíkur
Berlin, 1. ágúst
Hugmyndir Páls Bergþórssonar
Maðurinn verðnr
bara að spá rétt
— þaö kemur ekki til greina aö draga ísland í átt til
Skotlands, — segir Halldór Blöndal samgönguráöherra
„Sérfræðingar borgar-
verkfræðings hafa komist
að því aö það er ódýrara
fyrir okkur aö kaupa tilbú-
inn múr en reisa nýjan frá
grunni. Það er því fyrst og
fremst af hagkvæmni-
ástæðum sem við gerum
þetta tilboð í Berlínarmúr-
inn,“ sagði Markús Örn
Antonsson, borgarstjóri
Reykjavíkur, þegar hann
kynnti tilboð Reykjavíkur-
borgar í þann hluta Berlín-
armúrsins sem enn er
óseldur.
„Við höfum kynnt okkur
sögu múrsins og hún sýnir
okkur að það má treysta á
hann," sagði Markús Örn.
Að hans sögn er ætlunin að
reisa múrinn í kringum mið-
bæ Reykjavíkur til að
stemma stigu við því að fólk
safnist þar saman á kvöldin.
Með í kaupunum fylgir landa-
mærastöðin Checkpoint
Charlie og er ætlunin að hún
verði staðsett um miðbik
Laugavegarins. Hliö stöðvar-
innar verða opin á daginn en
Checkpoint Charlie veröur
staðsett á miöjum Laugaveg-
inum.
lokuð frá klukkan sjö á kvöld-
in til átta á morgnana.
„Fyrst um sinn munu fyrr-
verandi landamæraverðir frá
Austur-Þýskalandi aðstoða
okkur við gæslu og þjálfa upp
íslenska lögreglumenn, en
stefnt er að því að stöðin
verði alíslensk eftir tvö eða
þrjú ár," sagði Markús Örn.
Reykjavik, 31. júli________
„Ég hef ekki heyrt meiri
vitleysu,“ sagði Halldór
Blöndal, samgönguráð-
herra og ráðherra Veður-
stofu íslands, þegar GULA
PRESSAN bar undir hann
þau ummæli Páls Berg-
þórssonar veðurstofu-
stjóra að veður á Islandi
mundi í framtíðinni verða
eins og ísland yrði dregið
til Skotlands.
„Þótt maðurinn geti ekki
spáð rétt fyrir um veðrið
kemur ekki til greina að við
förum að eyða peningum í að
draga landið út um allan sjó
til að hann hafi rétt fyrir sér.
Við teljum það einfaldlega
ekki nógu mikilvægt atriði að
þessi maður hafi rétt fyrir
sér," sagði Halldór.
Halldór sagði það mun
kostnaðarminna fyrir þjóðfé-
Halldór Blöndal hafnar tillög-
um Páls Bergþórssonar um aö
draga landið til Skotlands.
lagið að útvega manninum
vinnu á einhverri veðurstofu
í Skotlandi.
„Þið getið rétt ímyndað
ykkur hvert við þyrftum að
draga landið ef Svanur Krist-
jánsson stjórnmálafræðingur
gerði álíka kröfur til þess að
pólitískir spádómar hans
rættust," sagði Halldór.
Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfi og alhliða þjónusta
MICROTÖLVAN
Suðurlandsbraut 12 - sími 688944