Pressan


Pressan - 22.08.1991, Qupperneq 7

Pressan - 22.08.1991, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 22.ÁGÚST1991 7 ÍSAKLDHml BMKARKRINGLMNI VEGIHA VEBSETNINGA Víglundur Þorsteinsson, stjórnarformaður Borgarkringlunnar, segir þetta alrangt og neitar að fyrirtœkið hafi ekki staðið í skilum með sinn hluta kaupsamningsins Borgarkringlan hefur ekki, samkvæmt heimildum PRESSUNNAR, getað staðið við kaupsamninga sem gerðir voru þegar fyrirtækið keypti eignirnar númer fjögur og sex við Kringluna. Mikið ósætti hefur verið milli nýrra eigenda og þeirra gömlu. Dæmi þar um er að Leó E. Löve í ísafold og Víglundur Þorsteinsson í BM Vallá ræðast ekki lengur við. PRESSAN hefur heimildir fyrir því að Leó hefur hótað að kæra Víglund og félaga til rannsóknarlögreglunnar vegna vafasamra veðsetninga á tveimur hæðum í Kringl- unni 6. Hæðirnar eru þinglýstar sem eign ísafoldar, en eigi að síður hafa þær verið veðsettar vegna skulda Borg- arkringlunnar. Borgarkringlan hefur forkaupsrétt að hæðunum, sem og öðrum hlutum hússins. Víglundur Þorsteinsson sagði þetta alrangt, þegar PRESSAN leit- aði til hans vegna málsins. Leó Löve vildi sem minnst um þetta ræða en sagði að verið væri að aflétta lánun- um og hann treysti á að stjórnendur Borgarkringlunnar gerðu það innan skamms. VÍGLUNDUR BER SIG VEL Vígiundur Þorsteinsson, stjórnar- formaður Borgarkringlunnar, sagði alrangt að fyrirtækið væri illa statt fjárhagslega. Hann sagði að nú væri búið að selja hlutafé fyrir 525 millj- ónir króna og samþykkt hefði verið að auka hlutaféð í 575 milljónir. Hann sagði að þegar því lyki yrði Borgarkringlan með mikið eigið fé. Heimildir PRESSUNNAR segja að Borgarkringlan sé langt á eftir með greiðslur samkvæmt kaupsamning- um. Það hefur orðið til þess að ekki hefur gengið eins og til stóð að af- létta lánum sem fyrri eigendur létu fylgja með í sölunni. Meðal annars hefur sá dráttur sem á hefur orðið leitt til þess að fyrirtæki Leós, Isa- foldarprentsmiðja, hefur ekki feng- ið þá fyrirgreiðslu sem treyst var á. STÖÐVAR LÁN FRÁ IÐNÞRÓUNARSJÓÐI Sem dæmi má nefna að á Borgar- kringlunni er lán við Iðnþróunar- sjóð upp á 27 milljónir króna, greið- andi lánsins er ísafold. í kaupsamn- ingi var gert ráð fyrir að væntanlegt lán frá Iðnþróunarsjóði og Iðnlána- sjóði til Borgarkringlunnar hf. yrði notað að hluta til að gera upp lánið sem ísafold er greiðandi að. Þegar því á að vera lokið hefur ísafold góða möguleika á að fá 20 milljónir króna að láni hjá Iðnþróunarsjóði. Lánið á að nota til að fjármagna vinnu við Dansk-íslenska orðabók. En þar sem Borgarkringlan hefur ekki enn getað uppfyllt skilyrði sjóðanna er nýja lánið til ísafoldar óafgreitt. Borgarkringlan tók um átta hundruð milljónir króna að láni þegar ráðist var í húsakaupin og til að standa straum af lokafram- kvæmdum við Borgarkringluna. Auk þess yfirtók þetta nýja fyrirtæki umtalsverðar fjárskuldbindingar frá seljendunum. Heimildir PRESS- UNNAR segja að ekki hafi verið staðið við greiðslur á öllum þeim lánum sem voru yfirtekin við kaup- in. Lánardrottnar Borgarkringlunnar eru margir, þar á meðal öll stærstu fjármálafyrirtæki landsins. Þar á meðal eru allir bankarnir; Lands- banki, Búnaðarbanki og íslands- Leó E. Löve í ísafold var aöaleigandi hússins númer 6 viö Kringluna. Hann hótaöi aö kæra Víglund og félaga fyr- ir veösvik. Leó segist bjartsýnn á aö máliö leysist í góðu. Leó talar ekki viö Víglund Þorsteinsson. banki. Þá skuldar Borgarkringlan Fjárfestingarfélaginu og Kaupþingi og auk þess segir Víglundur Þor- steinsson að fyrirtækið skuldi Iðn- lánasjóði og Iðnþróunarsjóði pen- inga. ÁKVEÐIÐ AÐ AUKA HLUTAFÉÐ „Hlutaféð er 325 milljónir króna í dag og allt greitt. BM Vallá er stærsti hluthafinn með 120 milljónir króna,“ sagði Víglundur Þorsteins- sor.. Hann sagði að búið væri að ákveða að auka hlutaféð um 50 milljónir króna. Eftir þá aukniwgu yrði hlutaféð 375 milljónir króna. Víglundur sagði að ekki stæði til að nýir hluthafar bættust í hópinn, heldur væru þeir sem fyrir eru að auka sinn hlut. ísafoldarprentsmiðja var aðaleig- andi hússins númer 6 við Kringluna, áður en Borgarkringlan keypti hús- ið. ísafold á talsverðan hlut í Borgar- Víglundur Þorsteinsson er stjórnar- formaður Borgarkringlunnar. Hann segir rangt að ekki hafi verið staðið við samninga. Fyrirtæki Víglundar, BM Vallá, er stærsti hluthafinn í Borgarkringlunni. Víglundur talar ekki við Leó Löve. myndatext: kringlunni, eða yfir 40 milljónir króna. Eins og áður sagði er BM Vallá stærsti hluthafinn, með 120 milljóna króna hlut. Þar af voru tæp- ar 50 milljónir króna greiddar með steypu, sem er uppgjör vegna skulda frá byggingu hússins. „Allir þeir sem fjármagna Borgar- kringluna; Iðnlánasjóður, Iðnþróun- arsjóður, Islandsbanki, Landsbanki, Búnaðarbanki og síðan Fjárfesting- arfélagið og Kaupþing í skuldbreyt- ingum á eldri lánum til fyrri eig- enda, hafa staðið við sitt. Það eru ekki til nein vandamál í þessu. Það hafa allir þessir aðilar gengið frá sínu og engin vandamál." Víglundur sagði ekkert til i því að Borgarkringlan hefði veðsett eign- arhluta sem ekki væru eign fyrir- tækisins. Heimildir PRESSUNNAR herma hins vegar að vegna veðsetn- inga hafi gengið á með bréfaskrift- um og hótunum. LEIÐTOGARNIR TALAST EKKI VIÐ Einn viðmælenda PRESSUNNAR, sem þekkir vel til málsins, sagði að eflaust mætti finna að framkvæmd samninga um þessi miklu kaup. Hann sagði ekki vera hægt að gagn- rýna eingöngu Víglund og félaga, Leó Löve og hans félagar yrðu einn- ig að taka á sig gagnrýni, þar sem þeir hefðu ekki alltaf staðið við allt sitt. „Það er nú einu sinni þannig, að þegar kaup eru gerð þurfa bæði kaupendur og seljendur að uppfylla ýmis skilyrði. Ég veit að báðir þessir aðilar hafa ekki alltaf náð að standa við sitt á réttum tíma. Hitt er öllu verra að leiðtogar hópanna, það er Víglundur og Leó, eru hættir að ræðast við. Það eitt hlýtur að verða til þess að samskiptin geta ekki orð- ið eins og þau eiga að vera,“ sagði viðmælandi PRESSUNNAR. EINN OG HÁLFUR MILUARÐUR Borgarkringlan, í núverandi mynd, kostar um einn og hálfan milljarð króna. Heimildamenn PRESSUNNAR segja ekki óeðlilegt að erfitt geti verið að standa straum af öllum þeim kostnaði sem hlýst af þessari miklu fjárfestingu. „Það er ekki heiðarlegt af seljend- unum að láta illa. Ef kaupendurnir hefðu ekki komið til hefði þetta allt tapast. Þeir voru komnir í þrot. Það er eina von fyrri eigenda að Borgar- kringlan gangi. Ef ekki þá fer ekki bara ilia fyrir Víglundi og félögum, Leó og hans vinir tapa þá líka,“ sagði einn viðmælenda PRESSUNNAR. Leó Löve sagði í samtali við PRESSUNA að málið væri á við- kvæmu stigi og hvað yrði kæmi í ljós á næstu vikum. PRESSAN hefur heimildir fyrir því að óuppgert sé við iðnaðarmenn sem unnu að lokafrágangi við Borg- arkringluna. Þeir munu hinsvegar vera rólegir og treysta aðstandend- um hússins fullkomlega. Sigurjón Magnús Egilsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.