Pressan - 27.12.1991, Side 12

Pressan - 27.12.1991, Side 12
12 GULA PRESSAN Föstudagur 27. desember 1991 Kona á Akureyri VILL FÁ AÐ GIFTAST F RA mlh ÐN- IJ ’M ] VLAh ÍNI Akureyri, 26. desember_______ Ung kona á Akureyri, Regína Sveinsdóttir, hefur snúið sér til kirkjuyfir- valda og dómsmálaráðu- neytis með það fyrir aug- um að fá leyfi til að giftast framliðnum manni, Eyjólfi Sveinssyni vinnumanni, en hann andaðist árið 1763. Forsaga málsins er sú að þau Regína og Eyjólfur hitt- ust á miðilsfundi snemma í vor. Síðan hefur Regína margsinnis komist í samband við Eyjólf og þau fellt hugi saman. En það eru mörg ljón í veg- inum. Yfirmenn kirkjunnar og dómsmálaráðuneytið hafa tekið dræmt í málið og bera fyrir sig að þau óttist fordæm- isgildið ef leyfið verður veitt. Eyjólfur mun ekki liafa ver- ið gæfumaður meðan hann dvaldi í heimi lifenda. Hann ólst upp í sárri fátækt, einn fjórtán systkina, og var vinnumaður á Urðum í Svarf- aðardal allt sitt líf þangað til hann andaðist eftir viðburða- snauða ævi, 68 ára gamall. Húsbændur Eyjólfs, Björn bóndi Ögmundsson á Urðum og kona hans Aðalbjörg, hafa sett sig í samband við miðla á Akureyri og lýst sig algjör- lega mótfallin ráðahagnum. Þau telja að Eyjólfur hafi eng- in efnaleg ráð á að ganga í hjónaband, hann sé vinnuhjú og geti ekki boðið konu sinni upp á neitt fjárhagslegt ör- yggi. Mun Eyjólfi standa nokkur stuggur af þeim hjón- um, Birni og Aðalbjörgu, sem hafa jafnvel haft í hótunum um að neita að aflétta vista- bandinu af Eyjólfi. Regína situr hins vegar fast við sinn keip: „Við erum ástfangin og þar með er málið útrætt," sagði hún í samtali við GUEU PRESSUNA. Við erum ástfangin og þar með er málið útrætt, - segir Regína Sveinsdóttir, sem vill giftast framliðnum manni. Bíll iðnaðarráðherra eftir að hann var sprautaður samkvæmt fyrirmælum frá Osta- og smjörsölunni. Endanleg gerð fjárlaganna afgreidd AUGLÝSINGAR VERÐA SELDAR Á RÁÐHERRABÍLANA Osta- og smjörsalan keypti auglýsingu á bíl iðnaðar- ráðherra og málaði hann gulan Reykjavík, 27. desember „Þetta er ekki skemmti- legt en þetta var eina leid- in til að loka dærninu," sagði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra þegar hann kynnti endanlega gerð fjárlaga fyrir árið 1992 í morgun. I henni er gert ráð fyrir að auglýs- ingar verði seldar á ráð- herrabílana auk annarra nýrra tekjuöflunarleiða. ,,Um leið og við kynntum þetta mál kom í Ijós að það er mikil eftirspurn eftir svona auglýsingum," sagði Friðrik. „Osta- og smjörsalan hefur til dæmis þegar keypt upp allt auglýsingapláss á bíl iðnaðar- ráðherra. Fyrirtækið ætlar að mála hann gulan og hafa göt á honum, eins og það hefur gert við einn af vögnum Strætisvagna Reykjavíkur." Meðal annarra nýjunga í frumvarpinu má nefna kost- un á þingræðum i utandag- skrárumræðum. „Við töldum rétt að binda þetta við utandagskrárum- ræður til að byrja með. Ræð- um í slíkri umræðu er frekar útvarpað og sjónvarpað, svo það er von á meiri peningum með því að selja kostun á þær en til dæmis umræður um skattalagabreytingar." sagði Friðrik Sophusson. Ólafur fékk ekkert jólakort frá Davíð Oddssyni. „Ég veit af því að hann sendi Birni Bjarna- syni kort," segir Ólafur. Ég skil fyrr en skellur í tönnum segir Ólafur G. Einars- son, sem fékk ekki jóla- kort frá Davíð Garðabæ, 25. desember „Auðvitað er þetta sárt. Ég hefði kosið að hann segði hug sinn með öðrum hætti en ég skil fyrr en skellur í tönnum,“ sagði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra í samtali við GULU PRESS- UNA. Hann segist ekkert jólakort hafa fengið frá Davíð Oddssyni fyrir þessi jól. „Davíð hefur alltaf sent kort. Hann er formaður flokksins míns og forsætis- ráðherra í ríkisstjórn sem ég á sæti í. Maður skvldi ætla að það væri ekki ofverk að senda manni kveðju um há- tíðarnar." sagði Ólafur. „Mig grunar reyndar að þarna búi vmislegt að baki. Það er orðið langt síðan hann hefur tekið undir nokkuð af því sem ég hef lagt til í ríkis- stjórninni." bætti Ólafur við. Fékk afurða- lán út á hund ég bað ekki um þetta, það bara kom, -segir Sigríður Pálsdóttir, húsmóðir í Stykkishólmi Stykkishólmi, 27. desember „Auðvitað var gaman að fá þessa peninga en ég bað aldrei um þá,“ sagði Sig- ríður Pálsdóttir, húsmóðir í Stykkishólmi, í samtali vlð GULU PRESSUNA, en hún fékk ávísun upp á 3 milljónir og 400 þúsund frá Landsbankanum inn um lúguna nú rétt fyrir jól- in. lMeð ávísuninni fylgdi bréf þar sem Sigríði var tjáð að hún hefði fengið af- urðalán út á hundinn Frísk. „Ég er bara venjuleg mann- eskja og veit ekki hvernig þetta virkar í bankanum," sagði Sigríður. Hún sagði að lánið hefði komið í góðar þarfir fyrir jólin. „Frískur fékk ekki mikið. Ég keypti þó handa honum nýtt bein að naga." Forsvarsmenn Landsbank- ans vildu lítið tjá sig um þetta mál þegar GULA PRESSAN leitaði upplýsinga þar. „Við getum ekki stjórnað þvi hvaða dýr fólk kaupir sér. Ef það vill hund þá kaupir það hund. Ef það vill lax þá kaupir það lax," sagði Sverrir Hermannsson bankastjóri. Hundurinn Frískur. Landsbankinn veitti eigandanum 3,4 milljóna króna afurðalán.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.