Pressan - 27.12.1991, Side 17

Pressan - 27.12.1991, Side 17
Föstudagur 27. desember 1991 GULA PRESSAN 17 Nýútkomin bók veldur miklu fjaðrafoki á Bretlandi HINN LEYN ÞRAÐUR SOGUNNA Island í sviðsljósi heimsfréttanna, höfundarnir horfnir og taldir vera hér á landi. New York 6. maí 1937 Loftskipiö Hindenburg eyöileggst í eldi. Viðstaddir eiga fótum fjör að launa. Tima hinna miklu loftskipa var lokið. heimi nokkra stund, skildu fæst sem sagt var en höfðu þó gaman af látbragði ýmissa þingmanna. Þá var það að dr. Willhelm rýkur upp til handa og fóta, hrópandi á þýsku og baðandi út öilum örmum; hann hafði allt í einu séð hann, falinn bak við hlaða af skjölum, hinn dularfulla hlekk sem þeir höfðu leitað um árabil, hið dularfulla lausnarorð, lykilinn að gát- unni, rauða þráðinn sem spinnur sig í gegnum sögu mannkyns allt frá forsöguleg- um tíma, fyrirboðann sem virðist í lófa lagið að birtast hvenær í sögunni sem hon- um þóknast, sérstaklega þó þegar stefnir í óefni, eitthvað fer aflaga, úrskeiðis. Peim prófessor Nott og dr. Willhelm rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Þannig segja þeir prófessor Nott og dr. Willhelm frá þess- um örlagaríka degi í bók sinni. Eins og endranær hafa óvægnir gagnrýnendur á Bretlandi reynt að finna bók- inni allt til foráttu. Þeim hefur þó orðið lítið ágengt gegn þeirri ofgnótt sannana og röksemda sem prófessor Nott og dr. Willhelm hafa safnað í bók sína. Meðal þess sem vís- indamennirnir hafa verið ásakaðir fyrir er að sagan um íslandsförina sé uppspuni frá rótum, heldur hljóti þeir að hafa notið aðstoðar íslenskra manna við samningu bókar- innar. Hins vegar hafa þessar ásakanir hingað til verið lítið meira en dylgjur og útúr- snúningar í blöðum sem njóta litils álits. Einn þeirra sem bresk blöð hafa reynt að bendla við ritun bókarinnar er Jakob Magnús- Egyptaland, 1205 f.Kr. Grimtes II faraó ásamt drottningu sinni. Faeinum árum síðar gerði Móses Egyptum marga skráveifuna. sökunar (Neue Rheinische Zeitung, 16. mars 1991). Engum lesanda getur dulist sú mikla og þrotlausa vinna sem hinir frábæru vísinda- menn lögðu í samningu þessa mikla verks sem hefur alla burði til að marka tímamót í rannsóknum á sögu mann- kyns. Margir mundu ef til vill freistast til að líkja starfi þeirra tvímenninganna við starf leynilögreglumanns ef hin ósmekklega rógsherferð gegn dr. Willhelm væri mönnum ekki enn í fersku minni. Þeir prófessor Nott og dr. Willhelm lögðu á sig ómælt erfiði til að viða að sér efni í bókina. Þeir létu sér ekki nægja að sitja árum saman á skjalasöfnum, heldur ferðuð- ust þeir út um allan heim, oft utan alfaraleiðar, um Evrópu, Bandaríkin, Norður-Afríku, Síberíu og Indland þvert og endilangt. Stundum virtist þeim starfið eftirsókn eftir vindi og voru komnir á fremsta hlunn með að gefast upp, eins og til dæmis þegar varð að grafa þá úr snjó- skriðu eftir árangurslausar rannsóknir í Tíbet. En að lokum uppskáru þeir ríkulega. Það gerðist þó ekki fyrr en leit þeirra félaga barst til litla íslands. Og eins og flestar stórar uppgötvanir í heimi vísindanna varð þessi uppgötvun fyrir einskæra til- viljun, hendingu á augnabliki sem allt eins hefði getað liðið hjá án þess að neitt gerðist. í stuttu máli: Prófessor Nott og dr. Willhelm voru staddir í miðbæ Reykjavíkur að aflok- inni máltið sem þeim fannst hafa verið nokkuð dýr. Þeim varð gengið framhjá Alþingi íslendinga og ákváðu að ganga upp á þingpalla, enda fór ekki hjá því að starf elsta þjóðþings í heimi kitlaði for- vitni slíkra fræðimanna. Þeir fylgdust grannt með þing- Little Big Horn 1876 Öbreyttir hermenn í liði Custers hers- höfðingja eru sigurvissir áður en þeir leggja til orrustu við Sioux-indíána undir forystu höfðingjanna Sitjandi tarfs og Óða hests. Pompei 79 e.kr. Mósaíkmynd af Avarus Olavi, skattstjóra í Pompei. Varðveist hefur bréf frá honum til Avidus, ríkis- skattstjóra í Róm, þar sem hann hvetur til þess að stór- auknar álögur verði lagðar á þegna heimsveldisins. Eld- fjallið Vesúvíus kom í veg fyrir að þær ráðagerðir næðu fram að ganga. Lundúnum/Reykjovík 27. desember „Harbinger — The Hidd- en Thread,“ er heitið á nýrri bók sem kom út hjá Hodder & Stoughton-for- laginu í Lundúnum fyrr í þessari viku. Bókin hefur valdið þvíliku fjaðrafoki að breskir fjölmiðlar þykj- ast ekki muna annað eins og sagði bókmenntagagn- rýnandi The Independent að látunum vegna útkomu Satanssálma Salmans Rusdies mætti líkja við storm í tebolla í saman- burði við fárið vegna út- komu þessarar óvenjulegu bókar. Það þarf varla að taka fram að bókin er löngu uppseld hjá bóksölum og forlagið hefur ekki undan að prenta ný upp- lög sem eru rifin út samstund- is. GULU PRESSUNNI hefur þó tekist að verða sér úti um eintak af bókinni með hjálp íslenska sendiráðsins í Lund- únum og gefur lesendum sín- um innsýn í furðuheim henn- ar, fyrst íslenskra fjölmiðla. Á íslensku útleggst titill bókarinnar „Fyrirboðinn — hinn leyndi þráður". Höfund- ar hennar eru tveir þekktir og virtir vísindamenn, breski fornleifafræðingurinn próf- essor C.S. Nott og þýski sagn- fræðingurinn dr. Richard Willhelm. Nott hefur starfað við ýmsa þekktustu háskóla í vesturheimi, Brandeis-há- skóla í Boston, háskólann í Bologna á Ítalíu og háskól- ann í Durham á Englandi og hlotnast margvíslegur heiður fyrir vísindastörf. Dr. Will- helm var lengi rektor háskól- ans í Halle í Austur-Þýska- landi, en var vikið frá störfum vegna ásakana um að hann hefði njósnað um stúdenta fyrir leynilögregluna Stasi. Síðan þá hefur nafn dr. Will- heims verið hreinsað af öll- um grún'Og öfundarmenn hans beðist opinberlega af-

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.