Pressan - 27.12.1991, Side 39

Pressan - 27.12.1991, Side 39
Föstudagur 27. desember 1991 GULA PRESSAN 39 Séra Heimir Steinsson I rauninni kemur það mest á óvart í tengslum við ráðningu séra Heimis Steinssonar í embætti út- varpsstjóra að nokkur skyldi láta sér koma hún á óvart. Hún var nefnilega fullkomlega í samræmi við þá hefð sem íslendingar hafa komið á í slíkum efn- um; meginreglan (sem vissulega á sér allnokkrar undantekningar) er sú að í hæstu vegtyllur sem tengj- ast íslenskri menningu og þjóðerni skuli ráða alhliða kúltúrfólk, fagurkera ein- hvers konar, þolanlega al- þýðlegt og mestanpart ópólitískt fólk sem veit lítið um margt, en alls ekki margt um lítið. Þannig datt engum í hug að ráða út- varpsmann sem útvarps- stjóra, valið stóð á milli stjórnmálamanns og fagur- kerans og auðvitað hafði fagurkerinn betur, rétt eins og Kristján Eldjárn burstaði Gunnar Thoroddsen forð- um tíð. Það var heldur ekki spurt hvort séra Heimir hefði nokkurt vit eða yfir- leitt nokkurn áhuga á út- varpsrekstri; það skiptir heldur ekki neinu máli, fag- urkeri á borð við hann er skrautblóm, það er ekki ætlast til að hann geri nokkurn skapaðan hlut og í raun æskilegast að hann forðist það í lengstu lög. Hann þarf því bara að sitja rólegur og forðast allar prófraunir — nema ræðuna á gamlárskvöld, hún verð- ur einmitt próf í því sem séra Heimir gerir best. „Það vœri alveg eins hœgt að fá Indverja til að éta beljur eins og að fá þessa vitleysinga til að samþykkja hvalveiðar." KONRÁÐ EGGERTSSON á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í júní. Sagt um hvalfriðunarsinna. ,,Þetta er skrítin tilfinning; báturinn, gott dagsverk, út- varpið og nýja kaffikannan mín, — allt horfið." KRISTBERG FINNBOGASON trillukarl í júní eftir að hann mátti horfa á eftir bát sínum í djúpið. „Þetta er alveg nýtt fyrir okkur í lögreglunni." SIGURBJÖRN ÁSGEIRSSON aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, eftir að löggan þurfti að ræsa fólk sem svaf i góða veðrinu í júlí út um borg og bý. Skemmtanir færu ekki heim til sín fyrr en í fyrsta lagi í morgunsárið. Þar rigndi glerbrotum og allt sem kæmi þangað niðureftir væri barið í plokkfisk. Foreldrar í úthverfum harð- bönnuðu börrium sínum að fara niður í miðbæ um helgar. Blikkandi og vælandi sírenur voru hæfileg umgjörð fyrir ólgandi trylltan manngrú- ann. Samt hafði lögreglan ekki tök á neinu. Harði þögli maðurinn sem settist á stól borgarstjóra kom í bæinn eina nóttina og bjó sig undir að hreinsa til; helsta niðurstaðan varð sú að ekki væri ráðlegt að selja pylsur á nóttunni. Síðan gerðist ekki neitt. Kannski var þetta heldur ekki svona. Kannski voru ólætin í miðbænum eins og fjöður sem varð að hænsnakofa þegar sögusagnirnar bárust út í sofandaleg úthverfin og að hænsnabúi þegar þær bár- ust úr úthverfunum inn á síð- ur dagblaðanna. En eitt var og verður alveg ábyggilegt: Enginn skemmti- staður á Islandi kemst í hálf- kvisti við miðbæinn. Það get- ur slumað í mannlífinu þar um hríð, en alltaf skal það hjarna við aftur, stundum þannig að ráðsettari borgarar fyllast skelfingu. Þannig gekk Hallærisplan- ið í endurnýjun lífdaga í blíð- viðrinu í sumar. Það er skemmtistaður ársins og líka Austurstrætið og Lækjartorg. Nauðungaruppboð voru vinsæl skemmtun hjá sum- um. Aðrir kusu hefðbundnari máta að skemmta sér. En í þeim bransa var ekki hægt að ganga að neinu vísu, ekkert var eins og það virtist vera nema litla hríð. 1991 er ár þegar ótal bjartsýnir veit- ingamenn fengu magasár, töpuðu áttum eða aleigunni. Veitingahúsagestir eru nefnilega jafn svikulir og loðnan, stundum koma þeir í torfum, stundum koma þeir alls ekki. Velgengni í veit- ingahúsarekstri er ekki mæld í árum, heldur í klukkustund- um, dögum, vikum, í mesta lagi mánuðum. Þannig voru veitingamenn ekki fyrr búnir að fagna fullu húsi en gestirnir voru á bak og burt, horfnir eins og snjór- inn frá því í fyrra, skildu ekki eftir heimilisfang; ekkert nema sígarettustubba, krítar- kortanótur og varalit á glös- um. Staðir sem eitt sinn voru og hétu Lídó, Hollywood, Yfir strikið, Óperukjallarinn hurfu eins og jörðin hefði gleypt þá. Fátt er jafn vita gagnslaust og veitingastaður sem hefur lognast út af. Tunglið tæmdist og fylltist aftur, líka Berlín, Borgin fyllt- ist og tæmdist aftur. Það eru náttúrlega ein- „Eg held að þetta sé alveg búið mál, það var leitað til erlendra aðila en það reynd- ist meira mál en við héldum að fá hingað dverg." HJALTI ÚRSUS ARNASON kraftlyftingamaður í ágúst um dvergakast, sem til stóð að sýna á kraftakeppni. „Ég sagði honum þá að fara í rass og rófu og gekk burt." SIGURÐUR JÓNSSON knattspyrnumaður í september um viðskipti sín við George Gra- ham, framkvæmdastjóra Arsenal. ,,Þegar við vorum búin að því fengum við okkur meira að segja rjómaís með jarð- arberjum eftir að hafa náö þessum stóra áfanga í sögu flokksins." ÁMUNDI AMUNDASON toppkrati eftir að Alþýðuflokkurinn borgaði skuld sína við Gjaldheimt- una, en hún hafði látið innsigla skrifstofu flokksins. Við sögðum ferðamönnun- um endilega að drífa sig í miðbæ Reykjavíkur hvenær sem væri sólarhringsins, þar væru aliir óhultir, Islendingar væru ennþá vingjarnlegir sveitamenn í hjartanu. Sjálf töluðum við um það, í okkar hópi, að miðbærinn væri eins og apabúr á nóttunni; fjögur þúsund dýrvitlausir gestir ældust út af veitingahúsum klukkan þrjú á nóttunni og Rúnar Júlíusson / meira en fimmtán ár fékk Rúnar ekki að vera með á ís- landsmóti poppsins. Ekki það að hann sæti auðum höndum, alls ekki; hann sat suður í Keflavík, sem var löngu hætt að vera Mekka islenska rokks- ins, og sendi frá sér í grið og erg alþýðlegar gleðipopps- plötur með lögum á borð við „Hvers vegna að hafa áhyggjur þótt launin séu lág?"En þegar hinir fágaðri skallapopparar komu saman á Hótel íslandi eða i sjónvarpinu var Rúnar víðs fjarri. Hann skaut þeim öllum ref fyrir rass á þessu ári þegar enginn nennir lengur að hlusta á finpússað tölvupopp uppaáranna. Það vari rauninni eins og Rúnar hefði verið geymdur á ís suður með sjó, hann sneri aftur ferskur og finn, likt og nýgenginn út úr Trúbroti, óspjallaður tengilið- ur við árin sem við erum sýknt og heilagt að rifja upp. Því er Rúnar poppstjarna ársins, rétt eins og hann var poppstjarna ársins 1970. hverjir fastir punktar í þessari tilveru: Thirty something fyllibytt- ur og menningarvitar þurfa sitt athvarf. Þeir fundu það á Bíóbarnum. Þjóðleikhúskjallarinn breytist ekki neitt. Þar eru gömlu fermingarfötin ennþá við lýði, standa alls staðar á beini og mundu þykja blöskr- anlega púkaleg í öðru um- hverfi, þar dansar fólk svo illa að því yrði umsvifalaust varp- að út af flestum diskótekum, þar er ennþá óðs manns æði að reyna að halda því fram að Hrafn Gunnlaugsson sé fínn náungi eða að ríkisútvarpið eigi að selja í bútum til einka- aðila. Starfsfólk hjá fasteignasöl- um, bankamenn, sauma- klúbbar og karlaboð fara á Ömmu lú, líka þeir sem eru í Junior Chamber og þeir sem hafa farið á námskeið hjá Stjórnunarfélaginu; einhvers staðar í bænum er alltaf veit- ingahús sem reynir að laða til sín fólk sem á peninga. Það kemur reyndar sjaldnast á Ömmu lú, heldur fólk sem vinnur við að handfjatla pen- inga. Svo eru það dellurnar, dill- urnar og uppákomurn- ar; hin furðulegu villiblóm sem spretta úti á akri nætur- lífsins. Hipphoppið fengum við lánað frá útlöndum. Undir lok ársins var það reyndar farið að sýna af sér áberandi hnignunarmerki, enda þurfa ástundendur hipphopps að vera í ofboðslegri líkamsþjálf- un og mega helst ekki bragða neitt sterkara en sódavatn. Einhvern veginn vorum við líka farin að fá leið á blúsnum sem ómaði út úr annarri hverri búllu; við stöldruðum við hjá Mississippi-fljóti, gnístum tönnum og vorum alveg hræðilega mæðuleg í smátíma — núna langar okk- ur eitthvað annað. Blúsvakn- ingin varð að blúsplágu. Enn eitt dæmið um að þjóðin kann sér ekki meðalhóf í neinu. íslendingar eru nefni- lega ekki negrar norðursins, þótt einhver hafi reynt að halda því fram. íslendingar eru heldur ekki mið-vesturríkjamenn norð- ursins þótt einhvers konar kántríbylgja hafi drepið hér niður fæti, alveg þvert á öll tíðindi um hvað þykir púka- legt og ekki púkalegt í út- löndum. Kántrífólk heldur sínar skemmtanir og sín mál- þing í Borgarvirki í Banka- stræti; svona almennt séð er fátt meira úti á þessu ári en kúrekastígvél, þau eru inni í Borgarvirkinu. Drag show eru heldur eng- in tíska í útlöndum, en upp- fylltu einhverja einkennilega þörf í Reykjavík í sumar. Kannski af því það var ekkert betra að gera, kannski af því að litlir stákar í stelpufötum kitla hormónastarfsemina á einhvern einkennilegan hátt á tíma þegar ærlegt kynlíf er eiginlega harðbannað. Panelliðið úr Vesturbænum og Þingholtunum fjölmennti á skemmtanir hjá lúðrasveit- inni Júpíters. Það þurfti hins vegar ekki að tilheyra nein- um flokki eða hópi til að bregða sér í Karaoke; það eru allir stjörnur í Glæsibæ. „Það er líklega betra að fá nýjan borgarstjóra í kjölfar svona góðs sumars heldur en heila heimsstyrjöld eins og 1939, sem einnig var annálað góðviðrissumar." MARKÚS ÖRN ANTONSSON borgarstjóri í júlí, nýtekinn viö embætti. „Eg œtla ekki að taka að mér að gulltryggja víg sjúk- linga og starfsfólks fyrir ráö- herra." LÁRA HALLA MAACK réttargeðlæknir í uppsagnarbréfi sínu til heilbrigðisráðherra í júlí. „Manndrápsperlan með dauðalyftunni kostaði 1.300 milljónir - 12.754.089 kaffi- pakka." LEIFUR SVEINSSON lögfræðingur skrifar um Perluna i júlí. ,,Lœknir verður að velta fyr- ir sér á hvaða lyf hann vís- ar. Hann vísar ekki sjálf- krafa á dýra lyfið frá fyrir- tœkinu sem bauð honum á ráðstefnu til útlanda í fyrra." EINAR MAGNÚSSON deildarstjóri lyfjamála í heilbrigðis- ráðuneytinu, í júlí.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.