Pressan - 27.12.1991, Síða 40
40
GULA PRESSAN
Föstudagur 27. desember 1991
þá /4 tél ö
aukafund til að ráðstafa hagnaðinum. Einhver
minntist á þilplötuverksmiðju og annar sá framtíð í
að selja vatn frá Patreksfirði. Kvennalistinn vildi
róa á hefðbundnari mið og taldi ekki fullreynt með
íslensku ullina. Austfirðingar réðu til sín ferðamála-
fulltrúa og atvinnumálanefndir spruttu upp á ótrúleg-
ustu stöðum. Húsvíkingar voru ekki alveg búnir að
gefa buxnaverksmiðjuna upp á bátinn. Stofnað var
félag til að selja útlendingum íslenska heilbrigðis-
þjónustu, eða það sem yrði eftir af henni. Þótt engir
vinningar kæmu á þessu ári héldum við því áfram
að trúa á þann stóra.
jóðleikhús
Það er ekki tekið út með sældinni að halda úti ytri
táknum menningarinnar. Ef íslendingar hafa ekki átt-
að sig á því fyrr þá rann það örugglega upp fyrir
þeim árið 1991. Þá gildir einu hvort menn telja
Benedikt Árnason til ytri tákna menningarinnar
eða Þjóðleikhúsið sjálft. Hvort um sig reyndist þjóð-
inni dýrt á árinu. Nýr þjóðleikhússtjóri reyndi að
reka Benedikt en komst ekki upp með það. Bene-
dikt mun því verða áfram á launaskrá Þjóðleikhúss-
ins. Það eina sem breytist er að nýi leikhússtjórinn
mun ekki undir neinum kringumstæðum geta
verið þekktur fyrir að notast við hann. Hann mun
því fá laun án vinnuframlags. Húsið sjálft reyndist
þjóðinni líka dýrt. Það hefur þegar kostað hundruð
milljóna að gera við það og mun kosta þúsundir
milljóna að klára verkið. Þegar þetta tvennt er talið
saman — kostnaðurinn við viðgerðina og allir starfs-
mennirnir sem þiggja laun en vinna ekki — þá er
þjóðin búin að klára það sem hún tímir að leggja til
leiklistarinnar. Hún á hús en fær enga leiklist. Hún
hefur starfsmenn en fær enga vinnu.
visögur
Ævisögur og endurminningabækur tóku hörmu-
lega stefnu á árinu. Brottreknir forstjórar og afdank-
aðir stjórnarformenn ruddust fram á ritvöllinn,
skrifuðu um eigin afrek og reyndu að koma höggi á
eftirmenn sína. Kannski er þetta ekki forstjórunum
að kenna. Kannski er sökin hjá þeim sem ráku þá
eða reyndu að taka af þeim forstjórabílana. En eftir
sem áður þurfa stjórnarmenn í fyrirtækjum héðan í
frá að reikna með því, þegar þeir sparka forstjóran-
um, að þurfa að lesa um það næstu jól hvurslags
kúkalabbar þeir eru og hversu litlir vinir vina
sinna þeir reyndust. Miðað við árangur íslenskra for-
stjóra og 60 milljarða tapið mun þetta þó varla
koma í veg fyrir brottrekstra. Það er hins vegar
spurning hvort bókaútgefendur muni láta hafa sig
út í útgáfu á miklu fleiri svona bókum. Það kom
nefnilega í ljós í jólabókaflóðinu að tapið fylgir for-
stjórunum eins og skugginn. Allt sem þeir snerta
verður að uppsöfnuðu skattalegu tapi.
Ölvun við akstur varð ekki sérstakt vandamál
fyrr en lögreglunni áskotnaðist nýtt tæki til að mæla
hana með. Þá mynduðust umferðarhnútar við gatna-
mót á meðan ökumennirnir þurftu að blása í tækið
til að komast yfir. Ölvun í miðbænum var heldur
ekki sérstakt vandamál fyrr en Markús Örn varð
borgarstjóri. Það kom líka í Ijós að hún var fyrst og
fremst sálrænt vandamál sem síðan læknaðist af
sjálfu sér þegar hann fékk áhuga á einhverju öðru.
Ölvun varð fyrst vandamál þegar Davíð Oddsson
mætti í Leifsstöð til að taka á móti heimsmeisturun-
um í brids. Ávinningurinn af sigrinum, landkynningin
og stoltið, fauk út í veður og vind. Alveg eins og
ræðan hans Davíðs. Þjóðin spurði sig hvort það væri
hægt að skipstjórinn á skútunni væri fullur. Hann
sagðist bara hafa drukkið tvö kampavínsglös og þjóð-
in stimplaði hann sem hænuhaus. Síðan hefur þetta
þvælst á milli þjóðarinnar og Davíðs. Þjóðin er hætt
að heyra hvað hann segir en pælir þeim mun meira
í því hvort hann sé timbraður.
ÞAÐ SEM HVARF
Á ÁRINU
og það sem missti marks
en hvarf samt ekki
Þetta ár einkenndist af upp-
rifjunum og endurfæðingum.
Rúnar Júlíusson kom aftur.
Platform-skórnir komu aftur.
Bíladellan varð lögleg. Sig-
urður Guðmundsson kom í
Listasafnið. Haukur Mort-
hens kom aftur. Og allt það.
Ekkert var svo aumt í fortíð-
inni að ekki þætti við hæfi að
rifja það upp og prufa upp á
nýtt.
Samt sem áður lentu fáein
atriði á sorphaugum sögunn-
ar á þessu ári. Mál sem eng-
inn nennti að ræða lengur,
hugmyndir sem urðu púkó,
menn sem allir voru orðnir
leiðir á, hlutir sem urðu
gagnslausir og grýlur sem
enginn var lengur hræddur
við.
0 Innanflokksátökin í Al-
þýðubandalaginu
Þau hurfu á árinu. Sjálfsagt
vegna þess að enginn nennti
að hlusta lengur. Það gerðist
áður en þátttakendurnir
misstu áhugann.
• Ólína Þorvarðardóttir
Hún hvarf á árinu. Sjálfsagt
líka vegna þess að enginn
nennti að hlusta.
• Hækkun persónuafslátt-
ar
Einkennilegt mál. Fyrir kosn-
ingar voru allir flokkar sam-
mála um að ekki yrði hjá því
komist að hækka persónuaf-
sláttinn. Menn deildu um
hversu mikið ætti að hækka
hann. Frá miðnætti á kosn-
inganótt hefur hins vegar
ekkert heyrst af þessu máli.
Það hvarf.
9 Geir Gunnarsson
Maðurinn sem hvarf endan-
lega á árinu. Geir sat á þingi
í þrjátíu ár og var talinn gáf-
aður af því hann gaspraði
ekki og kunni að reikna en
var samt sem áður í Alþýðu-
bandalaginu. Hann byggði
upp virðingu með því að gera
sem minnst. Síðast spurðist til
Geirs í kartöflugarði.
• Nýöidin
Hún varð púkó á árinu.
Vendipunkturinn var þegar
Mannlíf setti hana á forsíð-
una. Sigurður Gísli Pálmason
í jóga-stellingum uppi á
stjórnarborðinu í Hagkaup
var einfaldlega meira en fólk
gat kyngt. Nýöldin fjaraði síð-
an út á ljósvakanum. Miðl-
arnir og stjörnuspekingarnir
misstu hlustun. Eiríkur Jóns-
son vann á. Fólk vildi smá-
hörku í mýktina. Nýöldin var
of vemmileg.
• Júlíus Sólnes
Hvarf sporlaust á árinu. Frétt-
ist af honum í Japan og Kaup-
mannahöfn. Eiður Guðnason
seldi meira að segja umhverf-
is-jeppann. Þar með hvarf
það mark sem Júlíus hafði
sett á pólitíkina.
• Franska eldhúsið
Eftir tíu ára hungurtíð hvarf
franska eldhúsið loks. Listin
flutti aftur í listasöfnin og
maturinn og lystin í eldhúsið.
Skammtarnir stækkuðu,
bragðið varð kröftugra og
meira að segja íslenska moð-
eldhúsið komst í tísku. Rauð-
kálið var á mörkunum að slá
í gegn.
• Valgeir Guðjónsson
Hann byrjaði að hverfa á síð-
asta ári. Um mitt þetta ár var
hann gersamlega horfinn.
Hann reyndi endurkomu á
árinu og gaf út plötu um Gaiu.
Þá missti þjóðin áhugann á
víkingaskipinu, Leifi heppna
og Ameríku.
• Það sem missti marks á
árinu en hvarf ekki
Nokkur atriði misstu marks á
árinu en hurfu ekki. Þau
héldu áfram að vera til en
fólk var búið að missa áhug-
ann.
Jón Sigurðsson. (Hann
missti marks.)
Opnun Austurstrætis.
(Þegar til kom var öllum
hjartanlega sama.)
Handboltalandsliðið. (Það
hélt áfram að keppa en fólk
var hætt að búast við
nokkru.)
Einar Oddur Kristjánsson.
(Fólk hætti að trúa heimsend-
israusinu.)
Rósa Ingóifsdóttir. (Flestir
voru búnir að fá nóg.)
Byggðastofnun. (Hún missti
fjárráðin. Eftir það var til-
gangsleysið algjört.)
Jóhannes Jónsson
Enginn einn maður hafði
jafnmikil áhrif á landsmenn á
árinu og Jóhannes í Bónus.
Sumir hafa kannski komið
meiri tilfinningaróti á fólk,
aðrir hafi verið hávaðasam-
ari og enn aðrir verið ofar í
huga okkar — en enginn
þeirra seldi okkur paprikuna
á fjórar krónur. Slíkt hafði
verið óhugsandi áður en Jó-
hannes kom, nema í himna-
ríki hins seinþreytta íslenska
neytanda. Jóhannes gerði
fólki kleift að borða á árinu.
Án hans hefði kreppan orðið
dýpri, sorgin þyngri og land-
flóttinn meiri. Hann er mað-
ur ársins.
Magurt ár í
heimsfrægðinni
Magurt ár, nei, hroðalegt ár
fyrir heimsfrægð íslendinga.
Álmenn heimsfrægð okkar
hefur minnkað á árinu ef eitt-
hvað er, sú sérstaka reyndar
líka, sú sem er stærst og býr í
hjörtum okkar.
Ljóshærðar stúlkur reyndu
að vísu hvað þær gátu til að
halda nafni okkar á lofti. Mar-
ía Ellingsen og Yohanna Yon-
as léku skandinavíska skipti-
nema í amerískum sápuóper-
um og vöktu athygli. Japani
langaði að líkjast öllum ljós-
hærðu íslensku stúlkunum
sem sýna föt þar austurfrá, en
Linda Pélursdóttir fannst
þeim of stór biti að kyngja.
Enn ein Ijóshærð stúlka,
Berta María Waagfjörd, varð
fyrsta íslenska konan til að
láta taka myndir af sér í Play-
boy. Við erum ennþá að bíða
eftir því að þær birtist.
Þar fyrir utan var drjúgur
hluti af heimsfrægð okkar
líkt og að gróa saman við
varamannabekkinn. Þar
voru Sykurmolarnir og bekk-
inn vermdi lika sægur af ljós-
hærðum íslenskum fótbolta-
strákum.
Sú litla heimsfrægð sem
með einhverju móti ávannst
var öll í hálfgerðu skötulíki:
Hilmar Örn Hilmarsson mús-
íkant varð heimsfrægur á
kvikmyndahátíð í Berlín; sú
frægð stóð ekki nema kortér
og flestir hér heima voru eig-
inlega sammála um að þarna
hefði verið tekinn feill og vit-
laus maður orðið heimsfræg-
ur.
Enginn hefur hins vegar ef-
ast um að Leifur Eiríksson sé
réttborinn til heimsfrægðar,
enda deildu Norðmenn og ís-
lendingar hart á árinu um
hvorir ættu bróðurpartinn í
Leifi eða hann allan. Hæng-
urinn var bara sá að þegar
öllu var á botninn hvolft hafði
enginn áhuga á að heyra eitt
eða neitt af Leifi.
Það höfum við fengið að
heyra á þessu ári að öll sú
heimsfrægð sem við höfum
áunnið okkur fyrr og síðar sé
í hættu vegna handboltans,
enginn muni framar taka
mark á íslendingum eða líta
þá réttu auga ef við svíkjumst
um að halda heimsmeistara-
keppni í handbolta. Það kann
náttúrlega að vera rétt, og ef
svo er duga afrek okkar í
briddsinu vart til mótvægis.
Eftir að sá titill var í höfn
skaut Ferðamálaráð á skyndi-
fundi til að hugleiða hvernig
mætti nýta hann sem hraðast
og best í landkynningar-
skyni; sjálfsagt var þar margt
nýtilegt rætt en milljónir út-
lendra bridspílagríma hafa
hins vegar ekki meldað til sig
landsins ennþá.
Kannski urðum við heims-
fræg fyrir vitlausa íþrótt?