Pressan


Pressan - 13.02.1992, Qupperneq 15

Pressan - 13.02.1992, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR PRtSSAN 13. FEBRÚAR 1992 15 rænum breytingum, lifrar- skemmdum og haft óæskileg áhrif á blóðrásarkerfið." Einn- ig getur þetta efni dregið úr stærð á eistum og dregið úr sæðisframleiðslu. Það voru einmitt slíkar full- yrðingar Péturs Péturssonar sem hvað mesta reiði vöktu meðal líkamsræktarmanna. Pétur er ekki í vafa um skað- semina og benti á greinar þar um meðal annars í tímariti um heilbrigðismál: „Sumir virðast missa stjórn á þessu eins og þeir væru í dópi. Það eru andlegu áhrifin sem eru hvað uggvænlegust. Menn verða hálf vitlausir á meðan þeir eru á þessu. Þeir verða hjólgraðir fyrst en svo missa þeir getuna greyin og það eru sérstaklega konur þeirra sem verða fyrir barðinu á þessu, skapvonsku og tarfshætti. Það er kannski ekki um það að ræða að þeir verði beinlín- Víkingur Traustason og Jón Páll Sigmarsson: Féllu á fjarveru. einnig Stefán Sturlu Stefáns- son sem kom fram í viðtali við Helgarpóstinn og lýsti steraneyslu sinni sem hafði orðið honum til heilsutjóns. Stefán stundaði lyftingar. Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um gagnsemi þessara lyfja fyrir afreksgetu. „Ég tel að þeir sem ekki nota þetta séu hreinlega ekki sam- keppnisfærir í kraftagrein- um," sagði lyftingamaður í samtali við PRESSUNA en læknar vilja heldur draga úr nytseminni. Það er þó ótví- rætt að markviss lyfjanotkun hefur gagnast mönnum til að vinna afrek þó að oft á tíðum sé það dýru verði keypt. NEYSLA UNGLINGSSTÚLKU TIL RLR Á síðasta ári kom upp al- varlegt tilfelli af notkun stera^ Hafði þá lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ frumkvæði að því að senda Rannsóknarlögreglu ríkisins til rannsóknar mál vegna notkunar unglingsstúlku á sterum. Hafði málið hafist þannig að heimilislæknir stúlkunnar gerði foreldrum hennar viðvart um brenglun á likamsstarfsemi hennar. Þegar gengið var á stúlk- una benti hún á tvo frjáls- íþróttaþjálfara sem hún sagði að hefðu útvegað sér lyfið. Eftir yfirheyrslur yfir þeim kom í Ijós að þeir höfðu verið bornir röngum sökum en í kjölfarið ákvað lyfjaeftirlits- nefndin að senda málið til RLR. Stúlkan hafði stundað frjálsar íþróttir en var hætt því og lagði þess í stað stund á líkamsrækt. Ekkert hefur komið út úr rannsókninni en fljótlega munu þó grunsemdir hafa beinst að líkamsræktarstöð þar sem stúlkan hafði verið. Ekkert sannaðist þó í því máli. AUKIN NOTKUN í KJÖLFAR LÍKAMS- RÆKTARBYLGJU Við yfirheyrslur yfir David Jenkins, sem var einn stór- virkasti sterasölumaður Bandaríkjanna áður en hann var handtekinn, kom fram að aðeins 15 prósent af sölu hans var til íþróttamanna. Hitt seldi hann á líkamsrækt- arstöðvar, til ungs fólks sem vildi flýta fyrir sér og þá fyrst og fremst til að bæta útlitið. Að sögn Jóns Erlendssonar, starfsmanns lyfjaeftirlits- nefndar, þá er þetta einmitt talinn sá hópur sem mest sækir í þetta. Neytendur steralyfja eru í auknum mæli fólk utan íþrótta. Taldi Jón að það væri hliðstæð þróun hér og erlendis hvað þetta varð- ar. í upphafi árs 1990 sýndu opinberar skýrslur í Banda- rikjunum að 262.000 ungl- ingar höfðu nokkra reynslu af sterum. Það er reyndar skoð- un margra þar að þessi tala sé í raun mun hærri. Árið 1988 sýndi rannsókn að 7 prósent allra menntaskólanema höfðu haft einhver kynni af slíkum efnum og er talið að þessi tala sé nú komin upp í 12 prósent. Þetta gæti þýtt að um hálf milljón unglinga und- ir 18 ára aldri noti þessi lyf meira eða minna. Þórhallur Guömundsson, sem situr í stjórn Landssam- bands vaxtarræktarmanna, sagði að mikil vilji væri fyrir því innan samtakanna að Íosna við þessi efni. Hann sagðist sjálfur ekki hafa orðið var við slíka neyslu enda væri andstaðan við hana mikil á meðal stjórnenda stöðvanna. Annar vaxtarræktarmaður Valbjörn Jónsson bakari sagði að þegar væri reynt að taka á slikum málum á lík- amsræktarstöðvunum: ívar Hauksson líkamsrækt- armaður: Féll í Malasíu. is geðveikir en það er svo til líka." Pétur vísaði til nýlegra at- hugana í Bandaríkjunum þar sem hópur kraftlyftinga- manna var athugaður. Þar voru rannsökuð áhrif testóst- erongjafar og neyslu á ana- bolic-sterum en það eru vefjaaukandi lyf sem bæði er hægt að taka í töflum og með sprautu eins og testósterón. Pétur sagði að þar hefði kom- ið fram að um 20 prósent hefðu sýnt hrein geðveikiein- kenni og 10 prósent til við- bótar sýnt taugaveiklunar- einkenni. Birgir Gudjónsson, læknir lyfjaeftirlitsnefndar, sagði að athyglin hefði fyrst og fremst beinst að aukaverkunum en margt benti til þess að þær væru verulegar. Vegna tes- tósterónneyslu væri ótvírætt að kyngetan minnkaði og breytingar gætu orðið á skap- ferli. VILJA FLOKKA ÞETTA MEÐ FÍKNIEFNUM Þrátt fyrir að flestir geri ráð fyrir að eitthvað berist út á markaðinn í gegnum lyfseðla þá er líklegast að mest af því komist í umferð í gegnum ólöglegan innflutning. Að sögn Hannesar Þ. Sigurös- sonar, formanns lyfjaeftiriits- nefndar, þá er ætlunin að vinna að því að fá þessi lyf flokkuð með fíkniefnum og þannig verður tekið harðar á innflutningi þeirra. Eins og staðan er í dag þá er hægt að flytja slík efni inn á læknis- fræðilegum forsendum. „Við erum ekki með lögsögu yfir helstu áhættuhópanna," sagði Hannes þegar hann var spurður um hvernig ganga mundi að losna við þessi efni úr íslensku íþróttalífi. Sterar eru svartamarkaðs vara sem seld er um allan heim. Hefur oft verið rætt um að íþróttamenn frá fyrrver- andi Austur-Evrópulöndum hefðu aflað sér gjaldeyris með sölu slíkra lyfja. Flestir eru sammála um að auðvelt sé að fá þessi lyf og þar sem tveir af helstu „áhættuhóp- unurn" kraftlyftingamenn og líkamsræktarmenn viður- kenna ekki lögsögu lyfjaeftir- litsnefndar ÍSI þá sé erfitt að ná til þeirra. Sigurður Már Jónsson Hjalti Úrsus Árnason: Svör- un viö prófi telst jákvæð ef notkun á testósteróni gerir það að verkum að hlutfall af testósterón i/epi testósterón i í þvagi reynist vera yfir 6 við greiningu á sýni. I flest- um er þetta hlutfall um 1 en hjá Hjalta var það nálægt 100. „Annars væri nú nær að taka á virkilega skaðlegum lyfjum eins og amfetamíni og kóka- íni og leita að þeim. Þetta eru örvandi eiturlyf og komið hefur fram að þau eru notuð af boltaíþróttamönnum er- lendis." DEILT UM SKAÐSEMINA En menn eru ekki á eitt sáttir um skaðsemi þessara lyfja. „Enn hafa engar vís- indalegar sannanir sýnt skað- semi af þessu fyrir fulltíða Ólafur Sigurgeirsson: Meiö- yröamál hans gegn Pétrl veröur fljótlega tekið fyrir á Akureyri. karlmenn. En auðvitað eiga hvorki unglingar né konur að neyta slíkra lyfja," sagði lyft- ingamaður í samtali við PRESSUNA. Þarna var hann reyndar að vísa til testóste- róns sem er mjög skylt því karlhormóni sem karlmenn framleiða í eistunum. Það var einmitt þetta efni sem Hjalti féll á. Valbjörn sagðist hafa svipaðar efasemdir. Samkvæmt handbók lyfja- eftirlitsnefndar getur það hins vegar ......valdið sál- IINDIR ÖXINNI Gísli Helgason TÓNUSTARUAÐUR OG EINN TALSMANNA ALMANNAHEILLA Ráðherrarnir eiga að skera nlður laun sín Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur gagnrýnir stofnendur Almannaheilla harðlega í Morgunblaðsgrein og segir aðstandendum efnislega að skammast sín. — Er ekki rétt að hamla gegn aukingu rikisút- gjalda þannig að við eyðum ekki meira en við öfl- um? „Það hefur löngum verið talið auðveldara að eyða en afla. En til að hægt sé að hamla gegn aukningu ríkisútgjalda verða æðstu menn þjóðarinnar að sýna gott fordæmi, en seilast ekki bara í vasa þeirra sem hafa minnst fé. T.d. kemur niðurskurðurinn í velferð- arkerfinu ekkert við laun ráðherra." — Hafnar þú þeim möguleika að kostnaðurinn við velferðarkerfið sé óþarflega hár? „Ég hafna þeim möguleika að fólk sem er á ein- hvern hátt sjúkt eða fatlað eigi að borga fyrir þann lúxus að vera veikt. Ráðið til að skera niður er að hafa samvinnu við fólk, en ekki að dengja á það ein- hliða aðgerðum." — Við niðurskurð er vísað til þess að annars þurfi að koma til erlend lántaka. Er rétt að vísa reikningunum á bömin okkar? „Er rétt að sparnaður bitni fyrst og fremst á þeim sem þurfa nauðsynlega á velferðarkerfinu að halda? Menn eru að skera niður sérkennslu, sérfræðilega að- stoð vegna barna, örorkubætur og fleira, en menn halda launum hátekjumanna óbreyttum. Er þá frum- skógarlögmálið farið að gilda eins og hjá dýrunum, sem ýta þeim veikustu út í horn? Þjóðfélagið er keðja einstaklinga með bæði veikum og sterkum hlekkjum. Veiku hlekkirnir styðja vel við þá sterku og sterku hlekkirnir vega upp veiku hlekkina." — Jón Steinar Gunnlaugsson lögfrædingur skammar ykkur i Almannaheillum og segir nær að skera enn meira niður. Getur þú bent á áþreifan- lega liði sem nær væri að skera? „Við í Almannaheill viljum sporna við því að vel- ferðarkerfið sé á einhvern hátt skert og að launþega- hreyfingin taki þessi mál upp í kjaraviðræðum. Sjúkir, fatlaðir og aldraðir hafa ekki verkfallsrétt. En sem ein- staklingur get ég svarað þessu á þann hátt að mér finnst nærtækast að byrja á launalið ráðherra og al- þingismanna. Þeir eiga að hafa frumkvæði að því að lækka kaupið hjá sér um jafn mörg prósent og þeir ætla að seilast í vasa annarra. Eftir slíkt gott fordæmi væri hægt að tala um aðhald og sparnað."

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.