Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 32

Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. FEBRÚAR 1992 Ú T L Ö N D S L Ú Ð U R ENGINN VENJUUEGUR SAUMAKLÚBBUR Að minnsta kosti 40 eiginkonur ríkisleiðtoga munu koma sam- an í Genf dagana 25. og 26. þessa mánaðar. Fyrir hópnum fer Fabíóla Belgadrottning, en auk hennar standa meðcil annarra Soffía Spánardrottning, Suzanne Mubarak frá Eg- yptalandi, Danuta Walesa frá Póllandi, Maryam I3abangida frá Nígeríu, Noor Jórd- aníudrottning og Semra Ozal frá Tyrklandi að fundinum. Fundarefnið er staða sveitakvenna í þriðja heiminum. Þær framleiða þorra allra mat- væla, en njóta yfirleitt ekki ávaxtanna. Ein ^ ste|Punum REAGAN FÆR GÆÐASTIMPIL Ronald Reagan, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hélt í síðustu viku upp á 81 árs afmæli sitt. Óvenjulegasta gjöfin var vafaiaust frá Jack O. Koehler, fyrrverandi ráðgjafa hans úr Hvíta húsinu. Hann gaf Reagan 90 síðna skjala- Tilhamingju möppu, en i henni var leyniskýrsla KGB um Reagan, sem Koehler komst yfir í skjalasafni austur- þýsku leyniþjónustunnar Stasi. Samkvæmt henni var Reagan „ákveðinn og staðfastur stjómmáiamaður, sem leggur orð og gjörðir að jöfnu“. JASSER ARAFAT í ÞAÐ HEILAGA Jasser Arafat, leiðtogi Frelsissamtaka Pal- estínu (PLO), gekk nýlega í það heilaga með Suha Tawil, 28 ára gamalli stúlku af Vesturbakkanum. Hjónabandið kom nokk- uð á óvart því kynvilla Arafats og smekkur fyrir ungum drengjum hefur verið opin- Af markaðnum bert leyndarmál um margra ára skeið. VERSLAÐ Á VÍDEÓI Söng- og leikkonan síunga, Cher, er afar tímabundin kona og notar sér- kennilega aðferð við að fara í búðir. Fyrst sendir hún einkaritara sinn á vettvang með myndbandstökuvél og lætur hana taka upp innihald verslunarinnar. Síðan velur hún vaminginn heima hjá sér og pantar. Sjálf kemur hún ekki í búðina nema rétt til að máta Tímabundin SPRINGSTEEN MEÐ TVÆRITAKINU Bmce Springsteen er á leiðinni í sviðsljós- ið að nýju, en hann hyggst gefa út tvær plötur með vorinu. Hin fyrri, Human Touch, mun vera hart gítarrokk með Sálar- ívafi en hin síðari, Lucky Town, ku vera mýkri og blúskenndari. Springsteen fyrir- hugar mikla tónleikaferð með The E Street Band í kjölfar útgáfunnar. Um svipað leyti koma út tvær ævisögur kappans, önnur Tvær frekar en ein með samþykki hans cn hin án. TYSON í VONDUM MÁLUM Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, var fundinn sekur um nauðg- un fyrir rétti í Indianapolis. Framburður Tysons jxjtti í senn vera mglingslegur og vemlega safaríkur. Vörn Ty- sons byggðist að miklu leyti á fjölþreifni hans meðal kepp- enda í fegurðarsamkeppni svertingja — að öllum ætti að vera Ijóst að hann sæktist að- eins eftir félagsskap kvenna með eitt í huga. Það dugði ekki GÆTUM AÐ ÓSONLAGINU Enn einu sinni eru færðar sönnur á að ósonlagið eyðist lirað- ar en bölsýnismenn höfðu spáð. Hingað til hefur verið álitið að eyðing ósonlagsins væri takmörkuð við heimskautasvæð- in. Nýjar upplýsingar sýna að síðar í vetur gæti myndast gat í ósonlaginu á norðurhveli jarðar, á svæði þar sem býr fjöldi fólks. Margir vilja ekki aðhafast fyrr en þeir hafa meiri sannanir í þessu máli. Þeir óttast efnahagslegar afleiðingar. En ósonlag- ið sýnir að breytingar í andrúmslofti jarðar geta verið mjög hraðar, þótt aðdragandi sé langur. Loks þegar efasemdamenn fá nægar sannanir getur þróunin verið komin á það stig að henni verði ekki snúið við. í vor reyna ríkisstjórnir heimsins að komast að samkomu- lagi um að hefta útbreiðslu koltvísýrings og efna sem gera það að verkum að andrúmsloftið hitnar. Með svipuðum hætti hef- ur verið reynt að verja ósonlagið. Það veltur fyrst og fremst á Bandaríkjunum hvort slíkt samkomulag næst. Þarna fær Bush forseti tækifæri til að sanna heilindi sín í umhverfisverndar- málum. Rushdie á fáa vini Nú orðið er það útbreitt viðhorf til Rushdies að hann sjálfur sé sökudólg- ur, ekki klerkarnir í íran Salman Rushdie;hræddur, ráðvilltur og vinafár Salman Rushdie er búinn að vera þrjú ár í felum í strangri gæslu Scotland Yard. Mál hann hefur kostað að minnsta kosti 22 menn lífið. Þar á meðal er hinn japanski þýðandi Söngva Satans. Meira en tíu sprengjutilræði má rekja til útkomu bókar- innar. Konan fór frá Rushdie og sagði að hann væri veik- lundaður og eigingjarn. Hon- um virðast varla neinir vegir færir nema að hverfa með einhverju móti af yfirborði jarðar, fyrir fullt og allt. Það er líkt og heimsbyggð- in sé búin að gleyma þessum rithöfundi sem setti hinn ís- lamska heim á annan endann með Satanssálmunum. Við- horfið í hans garð á Vestur- löndum hefur í raun um- hverfst; nú er eins og Rushdie sjálfur sé sökudólgurinn, hann hafi brotið af sér, ekki klerkarnir í Iran sem dæmdu hann til dauða fyrir það eitt að hafa skrifað skáldsögu. Málið sýnir að vissu leyti í hnotskurn hversu hið opna vestræna lýðræðiskerfi, sem byggist á óheftum viðskipt- um milli landa, er varnarlaust andspænis ofstækismönnum og hryðjuverkum sem stjórn- að er af æðstu leiðtogum í nafni þjóða. í upphafi brugð- ust Vesturlönd hart við dauðadóminum yfir Rushdie. Bretar rufu öll tengsl við ír- ani. Evrópubandalagsríkin kölluðu sendiherra sína heim frá Teheran og Bush Banda- ríkjaforseti hótaði að rjúfa allt viðskipta- og stjórnmálasam- band við íran ef klerkarnir sæju ekki að sér. En viðskipti við olíuríki á borð við íran verða að hafa sinn gang. Rúmum mánuði síðar heimilaði Evrópu- bandalagið að sendiherrar aðildarríkjanna færu aftur til Teheran. í september 1990 tóku Bretar aftur upp stjórn- málasambandið við Irani. Um svipað leyti forhertust íranir enn og tvöfölduðu gjaldið til höfuðs Rushdie. Þeir eru semsagt fáir sem núorðið vilja leggja nokkuð í sölurnar fyrir Rushdie. Fram- koma hans síðustu ár hefur líka borið merki þess að hann sé dauðskelkaður. Hann er að berjast fyrir lífi sínu og er frá- leitt alltaf samkvæmur sjálf- um sér. í upphafi varði hann málfrelsið, sagðist vera guð- leysingi og hann væri í fullum rétti til að fjalla eins og hann vildi um trúarlíf. Tæpum tveimur árum síðar sneri hann við blaðinu. Hann fór á fund islamskra trúarieiðtoga, sagðist vera múslimi, reyndar ekkert sérlega góður trúmað- ur, en sagðist telja það gæfu sína að tilheyra slíku samfé- lagi; baðst semsagt afsökun- ar og hét því að stöðva útgáfu Satanssöngvanna í pappírs- kilju. íranir högguðust ek'ki. Stuttu fyrir jól söðlaði hann aftur um. Þá sagði hann að hann hefði ætlað sér að berj- ast fyrir því að frelsa múslima úr fjötrum hugsanalögreglu, að færa hugsun þeirra inn í nútímann. Það hefði verið vonlaust verk. Það er nú útbreitt viðhorf í Bretlandi að Rushdie ætti helst að hafa sig úr landi og snúa sér aö einhverju öðru en ritstörfum. til dæmis tré- skurði. eins og stóð i Financ- ial Times. Ekki hefur það heldur hjálpað Rushdie að hann hefur þótt vinstrisinn- aður. og þá ekki heldur að hann er af indverskum stofni — semsagt hálfgerður útlend- ingur í augum margra Breta. En Rushdie á þó einhverja vini. Fyrir stuttu tóku að birt- ast í tólf útbreiddum dagblöð- um víða um heim svokölluð „bréf til Rushdies". Þau eru skrifuð af frægum rithöfund- um til að vekja athygli á hlut- skipti hans. Meðal þeirra sem þegar hafa skrifað eru Nób- elsverðlaunahafinn Nadine Gordimer og þýski höfundur- inn Gúnter Grass. í

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.