Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 13. FEBRÚAR 1992 Afgerandi niðurstaða dómnefndar PRESSUNNAR Árn i VERSTI þingmaður landsins Árni Johnsen: Langverstur. Kjaftfor og verklítill. Kántrísöngvari. Best geymdur hjá lundanum og Gölla Valdasyni. Egill á Seljavöllum fylgir fast á eftir. Ólafur Ragnar og Eggert Haukdal áberandi slæmir. Sjálfstæðisflokkurinn á Suðurlandi með eindæmum illa staddur. Áml Johnsen og Egill Jóns- son eiga að gera þjóðinni þann greiða að hætta afskipt- um af stjómmálum sem fyrst. Þetta er afgerandi niðurstaða 40 manna dómnefndar sem PRESSAN leitaði til í vikunni. Ólafur Ragnar Grímsson og Eggert Haukdal gera þjóðinni líka verulegt ógagn með setu sinni á Alþingi að mati sama fólks. Sama könnun leiðir í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn er að jafnaði verst mannaði stjóm- málaflokkurinn á Isiandi, en Kvennalistinn að meðaltali skástur. 40 MANNA DÓMNEFND Þessi óformlega könnun fór þannig fram að PRESSAN hafði samband við fjörtíu mcinna hóp, sem valinn var úr hópi þeirra sem em daglega í nánum tengslum við stjóm- mál og alþingismenn eða fylgj- ast með þeim af áhuga af öðr- um ástaklum. Eðli málsins samkvæmt vom margir blaða- og fréttamenn í hópn- um, en að öðm leyti var reynt að halda pólitísku jafnvægi í svo ungum manni aö vera. Egill Jónsson: Næstverstur. Nátttröll á þingi fyrir heppni. Ætti alla vega að skipta um flokk. Ólafur Ragnar Grímsson: Sjálfstæðismenn eru nokkuð ánægðir með hann. Aftur upp í Háskóla, segja samstarfsmenn. Eggert Haukdal: Vanhæfur. Skilur ekki stjórnmál. Það var mjög misjafnt hvaða mælikvarða viðmæÞ endur PRESSUNNAR lögðu á þingmennina. Þar vom dón> greind, vinnusemi, heilindi, pólitískar skoðanir, háttvísi og starfsaldur þó algengustu at- riðin sem nefnd vom. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN VERSTUR - KVENNALISITNN SKÁSTUR Alls vom 38 þingmenn af 53 óbreyttum nefndir til sögunn- ar. Þar af vom 13 Sjálfstæðis- menn. 5 (allir óbreyttir) þing- menn Alþýðuflokksins, 8 Framsóknarmenn, 7 Alþýð- bandalagsmenn og Kvenna- listinn allur. Ef atkvæðamagni er jafnað á þingmennina eftir flokkum kemur í ljós að Sjálf- stæðisflokkurinn er verst mannaður með 9,4 atkvæði á hvem tilnefndan þingmann, Alþýðbandaiagið næst með um 7,8 atkvæði, .Alþýðuflokk- ur með 3,8, Framsóknarflokk- ur með 3,7 og Kvennalistinn þá skást mannaður með 1,8 at- kvæði. Þess ber þó að gæta að Kvennalistinn var eini flokkur- inn sem fékk vantraustsat- kvæði sem heild og það oftar en einu sinni. Af einstökum kjördæmum kemur Suðurland langverst út úr könnunni, með Árna John- sen og Eggert Haukdai í broddi fylkingar, en Vestur- land best, enda var enginn óbreyttur þingmaður Vestur- lands nefndur. ÁRNIHANDÓNÝTUR Ámi Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suður- landi, hlaut flest atkvæði í könnun PRESSUNNAR, 32 tals- ins. Atkvæðadreifing hans var líka jöfnust þegar á heildina er litið. Alls vildi tæplega helmingur viðmælenda PRESSUNNAR honum, að svo miklu leyti sem almennar stjómmálaskoðarúr viðkomandi vom kunnar. Sumir báðust undan þátt- töku og var þar einkum um að ræða forystumenn í launþega- hreyfingu, konur og forystu- Geir H. Haarde: Sjálfum- glaður, kreddufullur einka- væðingarmaður. menn á landsbyggðinni. Ekki verður fjölyrt um ástæður þess hér. Hver og einn var beðinn að velja þrjá einstaklinga úr hópi óbreyttra þingmanna, sem myndu gera þjóðinni greiða Ólafur Þ. Þórðarson: Ætti ekkert að vera þarna. með því að draga sig í hlé frá stjórnmálum fyrir næstu al- þingiskosningar. Gefin vom þrjú atkvæði þeim, sem fyrst var nefndur til sögunncir, tvö þeim næsta og eitt þeim síðasta. Össur Skarphéðinsson: Ósjálfstæður. Sveik mál- staöinn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.