Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 45

Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 13. FEBRÚAR 1992 45 LÍFIÐ EFTIR VINNU PIZZAHUSII) takt ana heim HtfAR HBMSENDINGAR ALLAN SÖLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSfMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi 10 - þjónar þér allan tólarhrlnginn BEAU KOMINN ENNOG AFTUR Chicago Beau er enn og aft- ur kominn til landsins. í dag, fimmtudag, á karlinn 43 ára afmæli og í kvöld verður helj- arinnar afmælisgleði á Púls- inum. Þar verður hann ásamt Dóra vini sínum og vinum hans (það er Dóra, þó þetta séu náttúrlega allt saman vin- ir Beaus líka). Beau verður líka á Púlsinum á föstudag og laugardag og ef svo heldur fram sem horfir þá endar með því að karlinn fær kosn- ingarétt hér á landi. Á föstudagskvöldið hitar hljómsveitin Fressmenn upp fyrir Beau en þeir þykja bráð- efnilegir. Ekki síður efnileg er blússveitin Crossroads sem spilar á undan Beau á laugar- daginn. Þetta er allt saman hið ágætasta mál. þunglyndismúrinn. ... fá Ema og Eva. Án þeirra væri Eurovision óhugs- andi. í það minnsta ekki svipur hjá sjón. ... að Svisslendingar eiga heims- met í bréfasendingum. Þeir senda yfir 60 bréf á mann á hverju ári. ... að tævanskt fyrirtæki hefur hafið framleiðslu á diskum unn- um úr komi. Parið, það er djúp- ur og grunnur diskur, kostar um 11 krónur. Með því að nota svona diska losnar fólk við upp- þvottinn. Það étur þá einfaldlega í desert. ... að Rússar hafa fundið út hvemig þeir geta grætt á kjam- orkubirgðum sínum. Þeir bjóða nú fyrirtækjum að sprengja upp efnaúrgang djúpt í iðrum jarðar. Með þvi á úrgangurinn að verða hættulaus. Þessi þjónusta Rúss- anna kostar 17.500 til 70.000 krónur á kílóið af úrgangi. Vitastíg 3 Sími623137 Tonleikar 13., 14. og 15. feb. CHICAGO BEAU VINIR DÓRA Forsala aðgöngumiða er í stórverslun Skífunnar Laugavegi 26, Skífunni Laugavegi 96, Skífunnl Kringlunni og Púlsinum. TRVGGDLÞÉRMIÐA STRAX LEIKA LÍFIÐ EKKI ERFIPLEIKANA „Já, Ibsen var húmoristi en kannski fyrst og fremst mannlegur. Það er tilhneig- ing með þessi verk gamla mannsins að þau verða þung og dramatísk og fólk hefur eiginlega þurft að skera sér leið inn í leikhúsið. Það er þá meira að segja þungt yfir miðasölustúlkunum," það er Erling Jóhannesson sem tal- ar, en hann er einn aðstand- enda Kaþarsis-leiksmiðjunn- ar. Hún æfir nú eitt þekktasta verk Henriks Ibsen, Heddu Gabler, sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 22. febrú- ar. Ibsen er ekki þekkasti húmoristi leiklistarsögunnar og oftar en ekki hefur vafist fyrir venjulegu fólki að sjá kímnina í verkum hans. En leikararnir ungu í Kaþarsis ætla að sýna okkur að Ibsen geti vissulega verið spaugi- legur. „Ég held að þessi sýn- ing okkar spanni allan skal- ann og sýni ekki bara gráu tónana. í haust var sett upp fræg sýning á Heddu í Noregi þar sem verkið var sett 'upp sem hreinn farsi, en það féll nú í misjafnan jarðveg," segir Erling. Leikendur í Heddu eru, auk Erlings, Bára Lyngdal Magn- úsdóttir, Björn Ingi Hilmars- son, Erla Ruth Hardardóttir, Harpa Arnardóttir, Sigurþór Albert Heimisson og Stein- unn Ólafsdóttir. Leikstjóri er Kári Halldór. En farið þið þá einhverjar nýjar leiðir við uppsetning- una? „Hún er ekki full af ein- hverjum stælum. Við reynum að draga upp mynd af þessu fólki og hvernig það lifir. Þetta er kannski tilraun til að brjóta þennan þunglyndis- múr. Við reynum að leika lífið en ekki bara erfiðleikana," svarar Erling. ÞAP ASTKÆRA YLHYRA MEP FRÖNSKUM HREIM „Ég hef ekki séð auglýsing- una og veit því ekki hvernig þetta kemur út,“ segir Ragnar Hjartarson, starfsmaður franska sendiráðsins. Ragnar er maðurinn sem talar ís- lensku með frönskum hreim í sjónvarpsauglýsingu frá Jöfri, þar sem auglýstir eru Peuge- ot-bílar. Auglýsing þessi hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum um ágæti hennar. Sumir telja þetta hjákátlegt og fáránlegt og telja að þessi framandi framburður skemmi það ástkæra ylhýra. Öðrum finnst þetta bara snið- ugt og sjálfsagt og benda á að Frakkar tali íslensku einmitt á þennan veg. Auk Ragnars talar Valerie Tryggvason í auglýsingunni, en hún er frönsk í húð og hár og vinnur í sendiráðinu. Ragnar er að sönnu ekki franskur en hann talar frönsku reiprennandi. „Ég held að þetta geti eng- an skaða gert,“ segir Ragnar, en hann kveðst hafa heyrt að sumum finnist ekki nógu mikið gert úr hreimnum. Hann bendir á að þarna þurfi að fara milliveg því bæði þurfi hreimurinn að vera greinilegur en engu að síður þarf þetta að vera skýrt þann- ig að ekki vefjist fyrir neinum hvað verið er að segja. Ann- ars kveðst Ragnar ekki hafa heyrt fólk tala mikið um þessa auglýsingu og því viti hann ekki alveg hvernig hún leggst í fólk. Ragnar og Valerie; sniðugt eöa asnalegt? BÍÓIN INGALÓ STJÖRNUBÍÓ Dálítið einken nileg afurð þe ssi mynd sem virkar svolítið eins og hún hafi verið gerð fyrir áratug. Hún er nefnilega líkt og í beinu framhaldi afbaráttu sem var háð fyrireinum fimmtán árum. Það varþegarfarandverkafólk, semþá varbúið að eignast öfluga málpípu í Þorláki Kristinssyni (einum aðalleikara myndar- innarj, gerði uppsteyt og vildi betri aðbúnað í verbúðum. Um þessa atburði fjallar Ingaló eins og þeir séu lifandi nútími. Sagan mjakast svosem áfram, en geldur þess að að vera splæst saman úr sundurleitum og oft alþekktum skemmtisögum úr sjávarplássum. Myndatakan er ekkisvo burðug að hún nái að lyfta verkinu, samtöl eru stirð og leikur á tíðum líka, þó að undanskilinni Sólveigu Arnarsdóttur sem erþannig á svipinn að hún virðist líkleg til frekari afreka. ★ ur á föstudag verður sérstakur fund- ur um stöðu Islenskra tónvísinda, en alla dagana er opin tónminjasýning þar sem er stillt upp ýmsum mun- um sem tengjast tónlistarsögu þjóðarinnar. SJÓNVARP # Muminalfarnir. SögurTove Jans- son um allar skrítnu verurnar sem búa í Múmíndal eru einhverjar þær yndislegustu í samanlögöum barnabókmenntunum; fyndnar og fjarska hugmyndaríkar, en um leið sérkennilega tregafullar. Þessi teiknimyndaflokkur fangar anda bókanna ágætlega. Sjónvarpid, lau. kl. 18. QóJzitt JOHN O'DONNELL TRUMPEDI Donald Trump er án efa konungur pappírs- tígrisdýranna. Hér tek- ur fyrrverandi sam- starfsmaður sig til og skrífar bók um öll her- legheitin. Ris og fall Trump voru mikil og farsinn í kringum þetta altt forvitnilegur. O'Donnell þekkir vel til og víkur sér ekki undan að segja allan sannleikannl í fjár- málatiðindaflokknum far hún 7 af 10. • '92 á Stöðinni. Pressan var aö ag- núast út í Spaugstofuna á dögunum og var ýjað að því að þeir félagarnir væru ekki jafnfyndnir og forðum. Kannski ekki. Og þó. Þeir ná sér oft skemmtilega á strik og siðustu tveir þættirnir hafa verið með besta móti, ekki síst þegar þeir einblina á Sig- hvat og darraðardansinn í heilbrigð- iskerfinu. Sjónvarpiö lau. kl. 20.40. • Atskák. Bein útsending frá úrslit- um í atskákmóti íslands. Skák er kannski ekki besta sjónvarpsefni i heimi. Pólk á skiðum er það ekki heldur og sýnir Sjónvarpið þó sólar- hringum saman frá Vetrarólympiu- leikunum. Keppni í atskák er hins . vegar mun æsilegri að sjá en venju- leg skákmót; skákmennirnir hafa mun styttri umþóttunartíma og því þarf ekki að biða lengi eftir því að leikurinn æsist og allt sé komið i bullandi tímahrak. Sjónvarpid sun kl. 22.20. • Eftirreiðin. Kirk Douglas gerir hvort tveggja að leika aðalhlutverk- ið og leikstýra þessum vestra um kaldrifjaðan lögreglustjóra sem kemst upp á kant við almenning vegna bófa sem er sífellt að flýja undan réttvísinni. Myndin þykir dá- lítið tilgerðarleg á köflum, en Kirk er náttúrlega hundvanur vestrakall og skilar traustu dagsverki. Sföð 2 fös. kl. 23.10. • Góðan dag, Víetnam. Robin Williams fer hamförum i þessari brjáluðu kómedíu um hermann sem spilar rokk í kanaútvarp i Saigon árið 1965. Bandarikjamenn hafa svosem gert ærið nóg af myndum um Víet- nammartröðina; þessi er meðal þeirra bestu. Stöð 2 lau. kl. 21.45. LÍKA í BÍÓ 8ÍÓBORGIN: Svikráð** Löggan á háu hælunum* Billy Bathgate** BÍÓHÖLLIN: Læti í Litlu-Tókýó* Kroppaskipti** Thelma & Lou- ise*** Svikahrappurinn** Flug- ásar** HÁSKÓLABÍÓ: Dularfullt stefnumót** Hasar i Harlem** Brellubrögð 2* Mál Henrys** Ad- dams-fjölskyldan** Af fingrum fram** Tvöfalt lif Veroníku*** The Commitments**** LAUGAR- ÁSBiÓ: Hundaheppni** Hróp* Glæpagengið** Barton Fink*** REGNBOGINN: Bakslag** Morð- deildin* Fjörkálfar** Náin kynni0 Fuglastriðið*** Homo Faber**** SAGABÍÓ: Svikráð** Stóri skúrkur- inn* STJÖRNUBÍÓ: Ingaló* Bilun í beinni útsendingu*** Tortímand- inn 2**** Börn náttúrunnar***. Vinsozlustu myndböndin 1. Naked Gun 2'/2 2. A Kiss before Dying 3. State of Grace 4. Hrói höttur 5. Murder 101 6. Mermaids 7. Perfect Weapon 8. Silence of the Lambs 9. Green Card 10. Kindergarten Cop

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.