Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. FEBRÚAR 1992 31 ÚR LANDBÚNAÐARRÁÐGJÖF í t FRAMKVÆMDASTJÓRINN ÁRNI BEN., BÚFRÆÐINGUR, SVEPPARÆKTANDI OG FRAMKVÆMDASTJÓRI SYKURMOLANNA í VIÐTALI Andlitið ljómar þegar hann fer að segja mér frá veru sinni á Hólsfjöllunum við búskap og skepnuhirðingu. Síðan lá leiðin út á Melrakkasléttuna þar sem hann sinnti bústörf- um auk þess að veita bænd- um á svæðinu ráðgjöf um allt sem sneri að ræktun og land- búnaði í víðustu merkingu þess orðs. Hann menntaði sig í landbúnaðar og ræktunar- störfum og hefur ekki síðan sleppt hendinni af skóflunni og plöntunurri sem eru hans ær og kýr þótt mestur tíminn síðastliðin fimm ár hafi farið í aldeilis ólíka iðju. Síðustu ár- in hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Sykur- molanna og hefur sjálfsagt ekki alltaf verið eins afslapp- aður og rólegur og þegar hann settist niður til að segja dálítið af sjálfum sér og því sem umboðsmaður frægrar hljómsveitar þarf að snúast í. Hann heitir Árni Bene- diktsson, og er bróðir söngv- arans Einars Arnar Sykur- mola. Hann hefur víða komið við og bjó um árabil erlendis þar sem hann greip í eitt og annað sem til féll. En það hefur ekki farið mikið fyrir honum sem um- boðsmanni Sykurmolanna, hann er huldumaðurinn sem vinnur á bak við tjöldin og vill helst ekkert tala um ann- að en landbúnaðarmál. „Krakkarnir í hljómsveit- inni eru alveg fullfær um að koma fram í fjölmiðlum. Mitt verk er að framkvæma þeirra ákvarðanir. Ég er bara eins og framkvæmdastjóri hjá venjulegu fyrirtæki. En það sem kannski er mikilvægast í mínu starfi hjá þeim er að fylgjast með og fylgja eftir að þeirra óskir og séu fram- kvæmdar. Það getur stund- um verið erfitt því Sykurmol- arnir gera oft sérstakar kröf- ur og eru hörð á því að þeim sé fylgt eftir.“ Eru Sykurmolarnir kannski eins og sumar súper- stjörnurnar sem gera þaö stundum ad leik sínum aö setja fram kröfur sem eru svo sérkennilegar aö illmögulegt er aö framkvœma þœr og nœla sér þannig í athygli fjöl- miölanna? „Nei það gera þeir alls ekki. En það er nauðsynlegt að átta sig á því að Sykurmol- arnir eru að fást við listsköp- un, það er útgangspunktur- inn í þeirra verki. Þeir setja hvorki fram fáránlegar né furðulegar kröfur, þeir eru ekki að stríða við neina stór- stjörnukomplexa. Þetta fólk leggur metnað í það sem það er að gera og þess vegna vilja þau sjálf ráða því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Það er ekki síst fyrir þessar ákveðnu skoðanir sem ég virði þau, því umfram allt bera þau virðingu fyrir því sem þau eru að gera." En er ekki starf umboös- mannsins oftar en ekki aö sinna hlutverki sáttasemjar- ans? „Jú það má kannski segja að ég sé einhvers konar milli- göngumaður á milli þeirra og fyrirtækjanna sem gefa út músikina þeirra. Stundum getur þetta orðið dálítið snú- ið en þetta hefur allt gengið upp til þessa." Arni er ekki óvanur því að koma fram opinberlega þó ekki hafi borið mikið á hon- um í tengslum við Sykurmol- ana og hann er ekki alveg laus við að hafa reynt fyrir sér á listabrautinni enda ekki langt að sækja hæfileikana. „Eg lék nú nokkuð á sviði hér á árum áður og var held ég dálítil barneistjarna að minnsta kosti um tíma. En ég er alveg búin að afgreiða leik- listaráráttuna. Þetta var ágætis kafli í minni bernsku, ég tók þetta alveg út þá og nú vil ég bara verja lífinu á ann- an hátt. Og það hafa alveg verið hreinar línur í tónlist- inni. Eftir að Einar byrjaði að fást við músikina sá ég þann kost vænstan að einbeita mér að einhverju öðru.“ SVEITAMAÐUR AF GUÐS NÁÐ En hvað varð þess valdandi að borgarbarnið sem komið var með tærnar inn i leikhús og átti sjálfssagt fyrir hönd- um frama á því sviði tók sig til og fór í búfræðinám? „Ég ætla nú ekkert að segja um framann sem hugsanlega beið mín í leiklistinni," segir hann og brosir sínu blíðasta. „En þetta með búfræðinámið og áhugann á búskap, þá hef ég frá því ég man fyrst eftir mér haft mikinn áhuga á hrossum og var strax í æsku búinn að lesa allt sem ég komst yfir í þeim efnum. Mér fannst mikið tilgangsleysi ríkjandi í Reykjavík á þeim PRESSUMYND/SPESSI árum þegar ég Vcu- unglingur og ég hafði ekki áhuga á að verða einn af þeim sem lykju bara við sitt stúdentspróf og fengju síðan ekkert að gera á eftir. Mig langaði að fara ein- hverja aðra leið og fór í bændaskóla og áhugi minn á landbúnaðarmálum varð enn meiri. Og eitt leiðir af öðru og áður en ég vissi af var ég komin á kaf í örveruflóru jarðvegsins og hef unað mér þar vel síðan. Og örveruflór- an er náttúrlega upphafið að öllu, ekki satt.“ ' Árni hélt áfram námi og leiðin lá til Danmerkur þar s.em hann tók fyrir ræktunar- tækni sem sérgrein með meg- ináherslu á örveruflóru jarð- vegsins. Þegar Árni kom heim gerðist hann sauðfjár- bóndi á Hólsfjöllum en flutti síðar út á Melrakkasléttu þar sem hann sinnti jafnframt störfum landbúnaðarráðu- nautar. En hvernig lagöist í borgar- barniö á búa á svona af- skekktum stööum úti landi, var þetta dýrmœt reynsla? „Já, og ég sakna þess mjög að vera ekki þarna ennþá. Ég myndi mjög gjarnan vilja fara aftur þarna norður, ef ein- hver möguleiki væri á því. Nafnið Kópasker hljómar kannski fáránlega í eyrum sumra en þegar maður býr á svona stað þá skilur maður út á hvað lífið gengur, og hvern- ig lífsbaráttan er. Maður er með puttann á púlsi tilver- unnar eins og einhver spakur maður hefur sagt.“ SVEPPARÆKT Eflir aö Árni flutti aftur suöur og tók aö sér aö stjórna fyrirtœki Sykurmolanna hef- ur hann í stopulum frítíma fengist viö margskonar til- raunir og nýjungar í rœktun- armálum og fengiö bœöi skammir og lof fyrir. En hvaö er þaö sem þú ert aö bauka viö? „Ég hef verið að baxa við að koma upp nýrri búgrein í landbúnaði og hef fengið til þess styrki frá opinberum að- ilum. Það má segja að þetta gangi helst út á það að rækta ákveðna gerð af sveppum til að gera fyrst og fremst trjá- rækt auðveldari hér á landi. Þetta hefur að mestu verið áhugamál hjá mér hingað til en draumurinn er að byggja þetta þannig upp að ég geti í framtíðinni sinnt þessu af al- vöru og byggt framtíð mína á þessari ræktun.“ Hann segir að hvað sem öllu brambolti Sykurmol- anna líði sé draumurinn að verða bóndi og þá helst kúa- bóndi. Hann er ekki par hrif- inn af því hvernig yfirvöld hafa staðið að því að aðstoða þá sem eru að glíma við sum- ar nýjungar í landbúnaðar- málum en segir að margir sýni þessum tilraunum sínum áhuga og skilning þó ýmsir þeirra sem helst ættu að skilja tilgang svona þróunar- vinnu sýni þessu tómlæti og skilningsleysi. Hann færist allur í aukana þegar þessi mál ber á góma og honum finnst að illa hafi verið farið með marga sem eru að fást við þessa hluti og sér sjálfur fram á að þurfa að standa í málaferlum til að fá leiðrétt- ingu sinna mála. „Ég er að þessu vegna brennandi áhuga á því að hægt sé að gera ræktun í þessu landi mögulega og að menn opni augu sín fyrir ýmsum tækifærum sem eru ónýtt í dag. Menn verða að „Nafnið Kópasker hljómar kannski fáránlega í eyrum sumra en þegar maður býr á svona stað þá skilur maður út á hvað lífið gengur, og hvernig lífsbaráttan er.“ leyfa einstaklingsframtakinu að njóta sín í stað þess að kæfa allt í skrifræði og mið- stýringu." EKKI VEGNA VONARINNAR UM FRÆGÐ OG FÉ Hann segist ekki í vafa um að margir vildu gefa hægri hönd sína fyrir að komast í þá aðstöðu sem hann er í með því að vera framkvæmdar- stjóri Sykurmolanna. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að sérþekking mín á þess- um bransa er orðin mikil en ég myndi aldrei vilja notfæra mér þessa þekkingu fyrir aðra en Sykurmolana." Og hvers vegna ekki? „Fyrir það fyrsta hef ég tak- markaðan áhuga á þessum bransa. Ég hef aftur á móti áhuga á listsköpun og það veldur ekki síst að ég hef áhuga og nýt þess að vinna fyrir Sykurmolana. Þeirra músik er fyrir mér fyrst og fremst listsköpun, og að hafa verið með þeim í gegnum súrt og sætt hefur gefið mér mjög mikið. En hvað sem því líður þykir mér ekki mikið til músikbransans koma, þó hann geti verið áhugaverður að ýmsu leyti og gaman hafi verið að kynnast honum. En þetta er ekki starf sem ég vil vera í til frambúðar." Árni segir að framundan séu spennandi tímar hjá Syk- urmolunum og árangurinn sem náðst hefur núna aðeins þrem vikum eftir útkomu smáskífu hljómsveitarinnar sé hreint frábær eins og flest það sem Sykurmolarnir geri. „En það er dálítið skrítið að vinna að þessu því ég er jafn- an að vinna að hlutum langt fram í tímann sem ég veit að koma til með að gerast og skipta miklu máli fyrir gengi hljómsveitarinnar. En ég er ekki í þeirri aðstöðu að tala um það eða að opinbera það, því það er ekki mitt hlutverk að vera í einhverri spádóma- mennsku í fjölmiðlum." Eru Sykurmolarnir aö veröa aö súperstjörnum? „Fyrir mér hafa þeir alltaf verið súperstjörnur. En hvort þeir eru að verða það fyrir umheiminum, er álíka líklegt og að ísland verði allt skós' vaxið áður en ég ge»pa gol- unni.“ Björn Ej/Hafberg

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.