Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 26

Pressan - 13.02.1992, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. FEBRÚAR 1992 FERÐALÖG aði og spilaði og hafði það huggulegt. Við vorum að- eius tvö, ég og Þorvaldur Bjarni." ÚTLÖND: „Það er hellingur af stöð- um í útlöndum þar sem maður getur haft svona „rómans". Núna langar mig mest til Nice og vera þar að sumri til. Það er einhver sjarmi yfir því að vera í smátíma í Frakklandi, drekka rauðvín og borða osta.“ ftm* /ÍHHMH penjnúiíou LEIKARI ÍSLAND: „Borgarfirði eystra, að sumri til að minnsta kosti." Af huerju? „Ég er ættaður þaðan og mér finnst þetta bara falleg- asti staður á íslandi." ÚTLÖND: „Ætli ég vildi ekki vera í litlu sveitaþorpi í Þýska- landi. Já, í Túbingen í Ba- den-Wúrtemberg. Það er þorp í Mið-Þýskalandi, sem er eins og klippt út úr Grimmsævintýrunum." tööa $U ÖtefÖÓttk DAGSKRÁRGERÐARMAÐUR HJÁ STÖÐ2 ÍSLAND: „Ég færi til Vestmanna- eyja. Ég er ættuð þaðan. Það er allt svo stórbrotið í Vestmannaeyjum; eitthvað svo villt og gjöfult að koma þangað. Ég veit hins vegar ekki hvort það er mjög róm- antískt þar. Ég útiloka það ekki.“ Sér maöur œskuslóöirnar ekki alltaf í rómantísku Ijósi? „Jú, það eru minningar sem tengjast staðnum. Þetta eru ræturnar sem maður getur ekki slitið. Maður leit- ar alltaf aftur og dregur elskuna með sér, nauðuga viljuga." ÚTLÖND: „Ef ég ætti að fara til út- landa, þá mundi ég prófa Feneyjar. Nei! Ég mundi veðja á Fiórens. Þangað hef ég aldrei komið, en ætla þangað til að athuga hvort ég get ekki hresst upp á rómantíkina." Er rómantíkina þar aö finna? „Ég veit ekki. Flóréns er svona draumastaður í huga mér. Ég hef prófað Oxford, þar er mjög rómantískt. Ég mæli með því,“ segir Edda og hlær. ^htfumif HmI íjUXjOU) KNATTSPYRNUMAÐUR ÍSLAND: „Ég mundi bara fara nið- ur í Laugardal með tjald. Þaðan er stutt í Casa og svona. Nei, það hlýtur að vera til betri staður. Ég held að Skaftafell sé nú bara fal- legasti staðurinn. Þar er hægt að fara í góðar göngu- ferðir með stúlkunni sinni. Náttúran laðar fram róman- tískar senur í grænni lautu, á síðkveidi að vori þegar hestarnir eru sofnaðir á tún- unum. Það var maður í sjónvarp- inu um daginn sem sagði að börn getin undir berum himni bæru af í þjóðfélag- inu.“ ÚTLÖND: „Ég mundi fara með kon- unni til Fiji-eyja í Suðurhöf- um." Hvod er rómantískt vid þœr? „Fyrir okkur sem búum hérna á íslandi eru þessar eyjar paradís. Maður sér þetta í hillingum: hvít ströndin og ég og konan flatmagandi á adamsklæð- um, sól, hiti, tær sjór. Ef maður er þyrstur klifrar maður upp í pálmatréð og nær í kókoshnetu fyrir sig og hana." ýuðtHUttdilh fluÖÚ IköHíOH RITHÖFUNDUR ÍSLAND: „Það er Flatey á Breiða- firði. Við hjónin höfum ver- ið þar og ég vildi gjarnan fara aftur." Er eitthvad sérstaklega rómantískt vid Flatey? „Sko, ég nota ekki orðið „rómantískt" svona. Fyrir mér er rómantík bara lista- stefna á 19. öld. Ég hef aldr- ei skilið almennilega hvað er átt við. Þetta var engin kertaljósatilvera, en það er einhver galdur við Flatey." ÚTLÖND: „Ég mundi fara til Mart- inique. Það er eyja í Karab- íska hafinu. Ég veit ekkert um hana, en mig langar þangað." Er þad nafnid? „Það getur verið nafnið og ég hef einhvern veginn tilfinningu fyrir þessari. eyju. Ég mundi fara þangað, hik- laust. Ég ímynda mér að það sé ofsalega fallegt og frjálst fólk sem býr þarna og eyði deginum í að hafa það gott. Ég er eyjamaður: Flat- ey og Martinique." fyáýödeuá fchháM BLAÐAMAÐUR ÍSLAND: „Fyrir utan arininn í stof- unni heima hjá mér mundi ég nefna Miðfeli í Hruna- mannahreppi. Þar er afskap- lega mikið af grasivöxnum lautum og ef maður gefur sér tíma til að líta upp úr lautunum blasir allt suður- landsundirlendið vi$. Sé lit- ið í aðra átt er hægt að sjá svani synda á vatninu." ÚTLÖND: „Ég mundi segja Dú- brovnik, því hún var, og er vonandi enn, ævintýralega falleg borg. Hún er byggð á miðöldum og stendur úti á eyju í Adríahafinu. Þetta er einhvers konar virki og inn- an þess er öll bílaumferð bönnuð. Það er mjög róm- antískt að leiðast þar um göturnar." íyiótfuh UhUtÍáHMOU TÓNLISTARMAÐUR ISLAND: „Ég færi hiklaust upp í Kerlingarfjöll. Því þá? „Þar svífur andinn yfir vötnunum. Maður verður al- veg ótrúlega rómantískur þegar þangað kemur. Þetta er á milli Hofsjökuls og Langjökuls, þannig að það hlýtur að vera eitthvert afl frá jöklunum sem gerir þetta að verkum. Það er eina skýringin." ÚTLÖND: „Ætli maður færi ekki í góðan fjallakofa í Ölpunum. Þar gæti maður dreypt á góðu rauðvíni við arineld- inn." ÍÍUáh jtoáh ýuÖHiUHÖMOH RITHÖFUNDUR ISLAND: „Ég mundi segja að allir staðir væru rómantískir. Þetta veltur svo mikið á manni sjálfum. Okkur hjón- unum finnst gaman að vera úti í náttúrunni og sjá til hafs. Ég hef gert tilraun til að bjóða eiginkonunni út í Drangey, en það varð vélar- bilun í bátnum og þurfti að draga okkur í land þegar við vorum rétt ókomin til Grettis. Ég ætla að reyna aftur. Þó er ég ekki viss um að konan vilji leggja aftur í slíka svaðilför. Annars eru, eins og ég segi, allir staðir hér á landi rómantískir. Það veltur bara á eigin ástandi." Þad gœti þá verid rómant- ískt á öskuhaugunum? „Á öskuhaugunum! Nei, þá er ég meira að hugsa um að fara út fyrir borgarmörk- in út í náttúruna. Maður færi frekar á öskuhaugana í hópi karlmanna. Það eru margir staðir á ís- landi sem eiga sér sögu. Það gerir þá spennandi. Drangey er gott dæmi um það; að sjá þetta mikla svið þar sem stórir atburðir hafa gerst, eins pg Grettissaga. Þannig er ísland fyrir okkur íslendinga svona ferðalag inn í sálarlíf okkar." ÚTLÖND: „Ég mundi bjóða konunni á eyna Lesbos í Grikklandi, þaðan sem lesbíurnar koma. Saffo, eitt mesta Ijóð- skáld veraldar, sat þar og skrifaði. Þú mátt ekki mis- skilja. Ég held að lesbíurnar séu kenndar við eyna Les- kraftmikill. í baksýn hef- urðu svo þetta dýrðlega landslag Asgríms: Eiríksjök- ul og kannski fegurstu fjöll á íslandi og í heiminum öll- um, Strútinn og Kalmans- tunguna. Þetta er mikil lita- dýrð. Svo man ég eftir ákaflega litlum rómantískum bletti sem ákaflega fáir koma á. Það er í Grábrókarhrauni. Niður undir fossinum Glanna rennur lækur í gegnum hraunið. Þar er pínulítill foss í hrauninu, ekki ómerkari maður en Jónas frá Hriflu sagði að þetta væri fallegasti staður á jarðríki. Hann kallaði hann paradís. Það eru áhöld um hvor þessara staða sé rómantískari." ÚTLÖND: bos frekar en eyjan við lesbíumar. Grikkirnir eru nokkuð lík- ir okkur. Þeir eru, eins og við, sjávarþjóð og mér fannst voða gott að ná við þá sambandi. Þeir segja mikla sögur, enda sagna- hefð þeirra mun lengri en okkar íslendinga. Öll ferðalög eru góð á sína vísu. Ég held að enginn geti sest í dómarasæti og sagt að sitt ferðalag sé merkilegra en annarra. Það er oft tilhneiging hjá íslend- ingum að gera eitthvað slíkt. Menn vilja alltaf vera nokkuð sigldir, hver á sinn hátt." $*w«i -tlUOhMOU AÐSTOÐARFORSTJÓRI BYGGÐASTOFNUNAR ÍSLAND: „Maður er nú ekki Borg- firðingur fyrir ekki neitt. í Borgarfirði er gífurlega mikið af fallegum stöðum. Ég man nú eftir því að við hjónin vorum upp við Hraunfossa og Barnafoss. Þar er einn fallegasti blettur á íslandi." Hvernig þá? „Það er erfitt að lýsa því. Annars vegar eru Hraun- fossarnir þar sem vatnið rennur undan hrauninu nið- ur í Hvítá í mörg hundruð litlum fossum og ákaflega grænt gras á milli þeirra. Þetta er vatn sem aldrei frýs. Rétt fyrir ofan er svo Barnafoss, sem er gífurlega „Ég veit ekki hvað konan segir, en við vorum að ferð- ast í Evrópu, ungar mann- eskjur árið 1962, og vorum komin til Luzern í Sviss, en fengum ekki inni á tjald- stæðinu. Þá keyrðum við upp í fjallshlíðina, komum að sveitabæ og báðumst ásjár. Þar var okkur góðfús- lega veitt leyfi til að tjalda undir gríðarlega stóru ávaxtatré með útsýni yfir Vierwaldstáttervatn, sem Luzern stendur við. Þetta er rómantískasti staður sem ég hef fundið í útlöndum." lihUtiu Jielýá fyuuuáwöóttih FRÉTTAMAÐUR Á STÖÐ 2 ÍSLAND: „Mér finnst Hrafntinnu- sker rómantískur staður. Rómantíkin þar felst í heita vatninu, sjónum, jöklinum og hrafntinnunni sjálfri. Að- alatriðið er þó að vera í friði upp til fjalla. Ég þarf ekki einu sinni að hafa kall- inn minn með til að hafa það rómantískt." ÚTLÖND: „Hawaii er náttúrlega al- veg eftir bókinni. Þú sérð það fyrir þér: Kyrrahafið, pálmatrén, sólarlagið og svo er þetta eldfjallaeyja í þokkabót." Þad er rómantískt að vera á eldfjallaeyju? „Jahá, þess vegna er ís- land eiginlega rómantískt árið um kring. Það eru þessar „víbrasjónir” sem maður fær frá jörðinni."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.