Pressan - 20.08.1992, Side 12

Pressan - 20.08.1992, Side 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20. ÁGÚST 1992 ÓLAFUR Oddur Jónsson, sóknar- prestur í Keflavík, er bænheit- asti maður landsins, svo vitað sé. Engum hefur tekist ein- hendis að kveða niður djöful- inn í jafnmörgu fólki á jafn- skömmum tíma. Fjórum dög- um eftir að hann upplýsti að sá vondi sjálfur hefði ráðið ríkj- um í Keflavík svo áratugum skipti og lagði málið í hendur almættinu tilkynnti hann í sjónvarpsfréttum að kærleik- urinn hefði aftur náð heljar- tökum á Keflvíkingum og þeir væru um það bil áð fallast í faðma, hver við annan og við hann sjálfan náttúrlega. Þetta var skömmu eftir að sjálfur biskupinn hafði lýst sig van- máttugan og verður þó ekki nær komist himnunum í virð- ingarröð klerka en í því emb- ætti. Ræða klerksins um ástar- samband sitt og sóknarbarna var næstum jafnsannfærandi og yfirlýsingar DAVÍÐS Oddssonar um að þeir Ey- kon hefðu átt bara þægilegar, þakka þér fyrir, samræður um daginn og veginn, þegar í reynd var verið að leiða Eykon eins og lamb til slátrunar fyrir þá sérvisku að vera ekki sama um stjórnarskrána. Honum dugðu hvorki lítillæti, guðstrú né góðir siðir og brosir hann þó bæði oftar og sýnu breiðar en Keflavíkurklerkur. SIGURÐUR G. Tómasson þurfti ekki nema óbeina aðstoð almættis- ins í gegnum útvarpsstjóra til að hljóta stöðu yfirmanns á Rás 2. Það hlýtur hins vegar að vera skelfilegt veganesti að fá öll greidd atkvæði í útvarps- ráði. Það er af sem áður var, þegar meira að segja umsækj- endur um afleysingastörf í fféttamennsku þóttu geta ógn- að valdajafnvæginu í landinu. Núna nennir útvarpsráð ekki einu sinni að rífast um yfir- mannsstöður, en nú er líka Þjóðviljinn dauður og ráð- stjórn almennt komin úr tísku nema hjá STYRMI Gunnarssyni og ritstjórn Morgunblaðsins, sem finnst það tilefni til baksíðuuppsláttar að stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins hafi verið marxísk. Það þurfti að senda Arnór Hanni- balsson til Moskvu til að fá þetta endanlega staðfest og það þótt bróðir hans utanríkisráð- herrann hafi þóst sjá Stalín í Alþýðubandalaginu frá upp- hafi vega. Þetta minnir á fúl- lyndan karl sem hefur loks fengið staðfestingu á því að eiginkonan hafi haldið ffamhjá honum — löngu eftir að hún er farin og byrjuð allt annað og skemmtilegra líf. Hann hrósar sigri („Ég sagði það alltafl"), en ósköp er það einmanalegur sigur og fátt í veislunni. Viðskipti Búnaðarbankans við Hag hf. og Skóhús H J. Sveinssonar hf. BANKINN TAPABI | TUGUM, MILLJQNA Ólafur H. Jónsson í Hag hf. Not- aði húsið á Suðurlandsbraut- inni til veðsetningar. Milljónatjón SEX NÝJAR SMÁBÁTAVÉLAR ÓNÝTAR EÐA ALVARLEGA BILAÐAR í fréttablaðinu Fiskifréttum segir í grein ffá því 24. júlí síðast- liðinn að sex vélar í nýkeyptum Sómabátum hafi eyðlagst eða svo gott sem, stuttu eftir að þær voru teknar í notkun. Beint tjón kaup- endanna er talið nema um tveim- ur milljónum króna en ljóst að óbeint tjón, svo sem af frátöfum ffá veiðum, er í heild miklu meira. Tildrög málsins eru þau að sex smábátaeigendur keyptu síðast- liðið haust og fram á vor Sóma- báta af Bátasmiðju Guðmundar. Bátarnir voru búnir vélum af gerðinni Vetus, en eftir skamma notkun fóru þær að bila og nokkr- ar þeirra bókstaflega hrundu í sundur. Vélarnar voru keyptar af Baldri Halldórssyni, umboðs- manni Vetus á fslandi, en hann hefur firrt sig allri ábyrgð í málinu og segir að bilanirnar hafi átt sér stað vegna rangrar ísetningar hjá Bátasmiðju Guðmundar. Þessum staðhæfingum vill Guðmundur Lárusson, forstjóri bátasmiðjunn- ar, ekki una. í samtali við blaða- mann PRESSUNNAR kvaðst hann enga ábyrgð bera í þessu máli og bendir á, að bæði hafi Baldur sjálfur tekið upp fyrstu vél- ina og ekki komið með neinar at- hugasemdir þá og síðar hafi starfsmaður á vegum Cummings- vélaverksmiðjanna, sem einnig framleiða Vetus-vélarnar, komið hingað og ekki fundið neitt at- hugavert viðTsetninguna. Sjómennirnir sex eru staðráðn- ir í að leita réttar síns, og eins og málið blasir við þeim telst Báta- smiðja Guðmundar ábyrg, enda segjast þeir hafa samið við hana um kaup á ákveðnum pakka, það er Sómabát með umræddri vél. Þessu neitar Guðmundur og segir að mennimir hafi sjálfir beðið sér- staklega um Vetus-vélar en venju- lega noti hann Volvo-vélar í þá báta sem hann smíðar. Þó að um þetta efni finnist engar áþreifan- legar sannanir eru sjómennirnir sex ákveðnir í að standa á rétti sínum. Örn Pálsson, formaður Landssambands smábátaeigenda, segir að ljóst sé, að vélarnar þoli eldki það álag er fylgi veiðum, en mennirnir hafi keypt þær á þeim forsendum að þær væru hannaðar fyrir fiskibáta. Landssambandið hefur hvatt sjómennina til að krefjast skaðabóta og þegar er málið komið til lögffæðinga. Einn af lögfræðingunum sagði að lík- lega yrði sóst eftir skaðabótum ffá Bátasmiðju Guðmundar þar sem hann telst seljandi vélanna. Þó væri einnig ljóst að Bátasmiðjan væri ekki sakaraðilinn í málinum, þvf vélarnar virtust hafa komið gallaðar ffá framleiðanda. „Þó er rétt að geta þess að lokum, að málið er enn á frumstigi og ég á fremur von á að samningar takist á milli deiluaðila en að formleg kæra verði lögð ffam.“ verið keypt með tilliti til veðsetn- ingarmöguleika þess. Brunabóta- mat var það hátt að hægt var að setja töluverðar veðsetningar inn áþað. Við uppboðið tapaði fýrirtækið Ágúst Ármann hf. einnig veðsetn- ingum sínum, en það hafði trygg- ingar í eigninni upp á 21,5 millj- ónir króna. Búnaðarbankinn var með 25 milljóna króna tryggingabréf á Suðurlandsbraut 26 á fyrsta veð- rétti. Var það vegna ýmissa við- skipta við Hag hf. og önnur fyrir- tæki í fyrirtækjaveldi Ólafs H. Jónssonar, s.s. Sporthúsið, Pírólu og Hjól hf. Um er að ræða við- skiptaskuldir, víxla og skuldabréf. Ljóst er að bankinn teygði sig langt við ýmsar tryggingar í kring- um þetta fyrirtæki og má sem dæmi nefna að hann tók veð í snókerborði fyrir skuldabréfi upp á 790.000 krónur. Þegar fyrirtækið varð gjaldþrota lýsti bankinn kröfu í búið upp á tæpar 900.000 krónur vegna þessarar veðsetn- ingar. Fyrir skömmu var haldið upp- boð á húseigninni Suðurlands- braut 26 að kröfu Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík. Niðurstaða upp- boðsins staðfestir hve háum upp- hæðum Búnaðarbanki íslands tapaði á gjaldþroti Hags hf. og Skóhúss H.J. Sveinssonar hf. Fyr- irtækin voru það skyld að þrotabú þeirra voru rekin sameiginlega. Efri hæðin á Suðurlandsbraut 26 var þinglýst eign Skóhússins, en bankinn leysti eignina til sín á 10 miiljónir króna. Húseignin var til tryggingar feildháum viðskipta- skuldum Hags og Skóhússins, samtals að upphæð um 35 millj- ónir króna. Ovíst er um verðmæti hússins í dag, en ljóst að söluand- virðið nálgast engan veginn kröfu bankans. Húsið var aldrei notað undir neina starfsemi af hálfu fyrirtækj- anna. Það var álit bústjórans, Páls Arnórs Pálssonar hæstaréttarlög- manns, á sínum tíma að húsið hefði aðeins verið notað sem „veðandlag". Þ.e.a.s. húsið hefði Skóhús HJ. Sveinssonar hf., dótturfyrirtæki Hags hf„ eignaðist efri hæðina á Suðurlandsbraut 26 fyrir nokkrum árum. Friðurinn er dýr- keyptur Ríkisútgjöld á árinu eru að aukast óvænt vegna breytinga í heimsmálunum. Þegar utan- ríkisráðuneytið gerði fjárlaga- tillögur sínar í fyrra var reikn- að með að íslendingar legðu fram um sex milljónir króna til friðargæslu á vegum Samein- uðu þjóðanna. Nú er sú tala orðin um tuttugu og sex millj- ónir, sem er ríflega fjórföldun. Ríkisstjórnin samþykkti ný- lega 14 milljóna króna fjárveit- ingu vegna friðargæslu í Kampútseu. Þar standa Sam- einuðu þjóðirnar fyrir um- fangsmeiri verkefnum en þær hafa tekið að sér annars staðar og taka við stjórn Iandsins að öUu nema nafitinu til í nokkra mánuði. Auk Kampútseu hefur ríkis- stjórnin samþykkt aukaútgjöld vegna Júgóslavíu, að upphæð 4,4 milljónir, og vegna Angóla og El Salvador, samtals 1,6 milljónir. Þetta bætist við það sem áður hafði verið gert ráð fyrir, sem eru eilítðarverkefni fyrir botni Miðjarðarhafs, á Kýpur, í Líbanon og víðar, samtals 6,2 miUjónir.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.