Pressan - 20.08.1992, Side 16

Pressan - 20.08.1992, Side 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 20.ÁGÚST 1992 FRÉTTASKÝRING Samningur um evrópskt efnahagssvæði Qrðin ringluð á umræðunni um EES? Gamanið er rétt að bvria. Þegar Alþingi hefur umræðu um EES-samninginn á næstu dögum munu andstæðingar hans bera fram röksemdir sem í aðalat- riðumeruþessar: 1. Mikill vafi er á að samning- urinn standist stjórnarskrána. Henni verður að breyta. Það verð- ur aðeins gert með löggjöf sam- þykktri á tveimur þingum með kosningum á milli. 2. Jafnvel þótt stjórnarskránni yrði breytt ber samt að leggja svo veigamikið hagsmunamál undir þjóðaratkvæði. 3. Efhisatriði samningsins, jafn- vel þótt hann stæðist stjórnar- skrána, eru slík að efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði þjóðarinnar er stefnt í hættu. Við verðum háð EB um mikilvægustu ákvarðanir, útlendingar munu geta vaðið uppi og ráðið lögum og lofum í at- vinnu- og viðskiptalífi og Islend- ingar yrðu eins konar hjáríki Evr- ópubandalagsins. Hugmyndin öll eryfirleittvond. 4. Eftir nokkur ár verða flest EFTA-ríkin gengin í EB hvort eð er. Það er eins gott fyrir Islendinga að semja beint við EB án alls stofnanafargansins í kringum EES, þ.e. ef við ætlum okkur ekki aðgangasjálfíEB. Þessum röksemdum og öðrum verður hrært saman í graut og í hann blandað lýsingum á mið- stýringarbákninu EB, Maastricht- samkomulaginu, Vestur-Evrópu- sambandinu, væntanlegum sam- eiginlegum herafla EB og slagorð- um um erlend yfirráð og landsölu. Stuðningsmenn EES munu segja á móti: 1. Samningurinn brýtur ekki í bága við stjórnarskrána. Fyrir því höfum við orð fjögurra lögfræð- inga sem utanríkisráðherra spurði um það. Þeirra röksemdir eru betri en annarra. 2. Það er engin hefð fyrir þjóð- aratkvæðagreiðslum á íslandi, síst af öllu um fríverslunarsamninga eins og þennan. Það nægir að Al- þingi staðfesti milliríkjasamninga. 3. Það er lífsnauðsynlegt fyrir íslenskt efnahagslíf, ekki síst sjáv- arútveginn, að geta notið þess við- skiptafrelsis sem samningurinn færir okkur. Við undirgöngumst engar reglur nema Alþingi sam- þykki þær fyrst. EES tryggir að við fylgjumst með pólitískri þróun Evrópu og verðum ekki utangátta í örum breytingum í alþjóðavið- skiptum. Samningurinn skerðir ekki ákvörðunarrétt okkar um- fram samningsaðilana og inni- heldur mikilvæga fyrirvara af okk- ar hálfu. 4. Það liggur engan veginn fyrir að EFTA-ríkin gangi inn í EB á næstunni. Umsókn jafngildir ekki aðild. Eftir eru samningaviðræður og samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslum. Sá ferill tekur nokkur ár hið minnsta; á meðan tryggir EES hagsmuni okkar. Auk þess er alls óvíst að við fengjum allt það fram einir sem EFTA-samflotið skilaði okkur. Þessu verður líka hnoðað sam- an í eina köku og skreytt með orðaleppum á borð við einangr- unarhyggja og afturhald. STAÐAN ER FIMM-ÞRJÚ Fyrir kjósendur er vandinn við þessa umræðu töluverður. Deil- una um stjórnarskrána er ekki hægt að útkljá endanlega fyrr en eftir að búið er að samþykkja samninginn. Þá fyrst getur viðeig- andi stofhun, Hæstiréttur, tjáð sig um málið. Á meðan vísa stjórn- málamenn til skoðana einstak- linga. Þar er staðan nú 5-3; ríkis- stjórnin tekur undir skoðanir Þórs Vilhjálmssonar, Gunnars G. Schram, Stefáns Más Stefánsson- ar, Ólafs Walthers Stefánssonar og Davíðs Þórs Björgvinssonar. Stjórnarandstaðan vísar í þveröf- ugt álit Guðmundar Alfreðssonar, Ragnars Aðalsteinssonar og Björns Guðmundssonar. Fleiri hafa ekki tjáð sig. Þessi skipting bendir ekki til þess að umhyggja fyrir stjórnar- skránni ráði ferðinni hjá stjórn- Framsókn bíður með nei-ið Framsóknarflokkurinn hefur ekki gert upp við sig hvort hann styður EES-samninginn. Miðstjórn flokksins setti í vor nokkur skilyrði fyrir stuðningi sínum, sem flest virðast hafa verið uppfyllt. Tvennt stend- ur út af: að samningurinn standist stjórnarskrána, sem enginn veit, og að hann verði lagður í þjóðaratkvæði, sem aldrei verður. Endan- leg ákvörðun bíður miðstjórnarfundar í haust. Að öllu óbreyttu má búast við neikvæðu svari þaðan. Útrætt mál hjá krötum Krötum létti svo mikið þegar EES komst loks á koppinn að málið hef- ur varla verið rætt í flokknum síðan. Flokksþingið í júní átti að snúast að verulegu leyti um málið, en þingfulltrúar tjáðu sig ekki nema með lófaklappi. Og samþykktu samhljóða að samningurinn stæðist stjórnarskrána. Konurnar eru herskáastar Kvennalistinn hefur tekið eindregnasta afstöðu gegn EES. Þær hafa haft frumkvæði að tillögu um stjórnarskrárbreytingu, vilja þjóðarat- kvæðagreiðslu og finna auk þess fátt nýtilegt í samningnum sjálfum. Rauður þráður í málflutningnum eru efasemdir um að „vestrænt hagkerfi sé hið eina rétta" og áhyggjur af afkomu kvenna þegar sest verður að „veisluborði fjármagnsins". Kristín Einarsdóttir er formað- ur Samstöðu um óháð ísland. Já og samt nei Alþýðubandalagið hefur tekið undir öll meginatriði EES-samnings- ins, en vill breyta honum í tvíhliða samning íslands og EB, á þeirri forsendu að önnur EFTA-ríki séu á hraðferð inn í Evrópubandalagið. Ólafur Ragnar lét meira að segja skrifa svoleiðis samning að EB for- spurðu, án „stofnanabáknsins" í EES. Með öðrum orðum: fríverslun er góð, en við getum gert betur en Jón Baldvin. íhaldið skilar sér Sjálfstæðisflokkurinn styður EES á forsendum fríverslunar. Þó hafa nokkrir þingmenn efasemdir um EB-miðstýringu og fullveldisafsal. Þeirra fremstur or Eyjólfur Konráð Jónsson, en aðrir eru til dæmis Matthías Bjarnason og Ingi Björn Albertsson, sem enn hefurekki gert upp við sig hvort hann styður samninginn. Ef hinir 23 skila sér nær stjórnin 33 atkvæðum á móti 30. Það dugar. málamönnum. Skýringin er Iík- lega miklu jarðbundnari. Til að breyta stjórnarskránni þarf al- þingiskosningar. Þær vill stjórnar- andstaðan fá, en ríkisstjórnin ekki. Leiða má rök að því að svipuð sjónarmið ráði afstöðunni til þjóðaratkvæðagreiðslu. Án henn- ar samþykkir Alþingi samning- inn; stjórnarandstaðan hefur engu að tapa, ríkisstjórnin öllu. Það verður seint sem upplýst skoð- anaskipti breyta þeim staðreynd- um. VÖXTUR KARLVELDISIN S Afstaðan til efnisatriða samn- ingsins byggist heldur ekki á mis- nákvæmum upplýsingum um innihald hans, sem gæti breyst við vitræna umræðu. I grundvallarat- riðum er um að ræða afstöðuna til vestræns hagkerfis, frelsis til við- skipta með vörur, þjónustu, fjár- magn og vinnuafl. Á meðan Jón Baldvin Hannibalsson talar um hindrunarlaus viðskipti sem skapa ný • vaxtartækifæri, örva tækniframfarir og hagvöxt, draga úr atvinnuleysi og bæta lífskjör“ lýsir Kristín Ástgeirsdóttir sama fyrirbærinu sem „gagnrýnislausri markaðshyggju“ þar sem „neyslu- hyggja, hagur fyrirtækjanna og karlveldi ráða för“ og „lögmál efnahagslífsins eru æðri lögmál- um mannlífsins“. Þessi átök um stjórnlyndi og frjálslyndi í efna- hagsmálum eru eilífðarmál — nema ef vera skyldi í Austur-Evr- ópu — og verða ekki útkljáð á þessu hausti. Af þessum atriðum — pólitísk- um hagsmunum annars vegar og hins vegar niðursúrruðum hug- myndafræðilegum sjónarmiðum — mun umræðan um EES mót- ast. Þeir hlustendur, sem telja sig af hvorugu bundna, geta huggað sig við að stjórnmálamenn ætla ekki að halda uppi þeim skoðana- skiptum nema í nokkrar vikur í þetta skiptið._______________ Karl Th. Birgisson Nokkrar staðreyndir um EES Framsal á fullveldi. Fullyrð- ing: „EES felur í sér stórfellt valda- afsal, stórfellda skerðingu á sjálfs- ákvörðunarrétti þjóðarinnar og EFTA-ríkin verða nauðug viljug að taka við nýmælum í löggjöf frá framkvæmdastjórn Evrópu- bandalagsins." Staðreyndir: f 6. grein samningsins segir að dómar og úrskurðir EB-dómstóIsins hafi fordæmisgildi íyrir íslenska dóm- stóla, ef um er að ræða sambæri- leg mál og reglur sama eðlis. Þessir dómar, sem geta haft bein réttaráhrif, liggja hins vegar ekki fyrir á íslensku. Samkvæmt Bók- un 34 getur íslenskur dómstóll beðið EB-dómstólinn að skera úr um túlkun á vafaatriðum. Sá úr- skurður yrði bindandi fyrir ís- lenska dómstólinn. Frumkvæði um nýjar reglur innan EES getur aðeins komið frá EB, en þær taka ekki gildi hér fyrr en sameiginleg EES-nefnd hefur samþykkt þær (og þar hefur ísland neitunar- vald) og Alþingi sömuleiðis. Regl- ur sem ganga í gildi vegna EES- samningsins hafa forgang fyrir eldri íslenskum lögum. Sam- kvæmt 110. grein eru ákvarðanir eftirlitsstofnunar EFTA um brot á samkeppnisreglum aðfararhæfar gagnvart einstaklingum og fýrir- tækjum á íslandi. Eignarhald á landi. Fullyrð- hiff „Með aðild að EES getur opn- ast leið fyrir útlendinga til að kaupa upp jarðir og hTunnindi hér á Iandi.“ Staðreyndir: EES úti- lokar alla mismunun á grundvelli þjóðernis — sömu lög og reglur í viðskiptum eiga að giTda um alla. Innan EES gildir þó að krefjast má þess að kaupandi jarðar búi á henni, þegar urn bújörð er að ræða, eða hafi búið fimm ár í landinu, ef annars konar jörð er keypt. Fyrri regluna staðfesti EB- dómstóllinn 1983 og hina síðari ákvað framkvæmdastjórn EB árið 1987 að væri ásættanleg. Utanrík- isráðuneytið hefur nefnt sjö ára búsetuskilyrði í þessu sambandi, en á þá reglu hefur aldrei reynt innan EB. íslendingar geta þess vegna sett lög sem takmarka fast- eignakaup útlendinga og einnig gripið til öryggisráðstafana sam- kvæmt sérstakri yfirlýsingu ef al- varleg röskun verður á fasteigna- markaði. Eignarhald í sjávarútvegi. Fullyrðmg: „EES mun leiða til þess að útlendingar eignist smám saman stóran hluta í sjávarút- vegsfyrirtækjum á íslandi.“ Stað- reyndir: Ákvæði í 12 viðauka hljóðar svo: „Tslandi [er] heimilt að beita áffarn þeirn höftum sem eru í gildi við undirritun samn- ingsins um eignarrétt erlendra aðila [. . .] á sviði fiskveiða og fiskvinnslu.“ Áfram mega útlend- Ltl ingar þó eiga í félögum sem eiga aðeins óbeina aðild að fiskveið- um eða vinnslu, en íslensk stjórn- völd geta þó skipað þeim að losa sig við þá fjárfestingu. Atvinnuréttindi. Fullyrðing: „Vinnumarkaðurinn verður gal- opnaður fyrir öllum þegnum EB og EFTA.“ Staðreyndir: Með fá- einurn undantekningum verður öllum innan EFTA og EB frjálst að vinna hvar sem þeir vilja innan EES. Vegna fámennis og einhæfs atvinnulífs áskilja fslendingar sér þó rétt til þess að hefta innflutn- ing vinnuafls ef af því leiðir „al- varlega röskun jafnvægis á vinnu- markaði vegna meiri háttar flutn- inga starfsfólks sem beinast að einstökum svæðum, störfum eða atvinnugreinum.“ Eignarhald á orkuauðlind- um. Fullyrðing: „Útlendingar geta náð tangarhaldi á íslenskum orkuauð!indum.“ Staðreyndir: í EES er ekkert minnst á sameigin- lega orkustefnu, enda er sam- vinna á því sviði mjög skammt á veg komin innan Evrópubanda- lagsins. f tengslum við EES mun ríkisstjórnin leggja fram tvö frumvörp til að tryggja að auð- lindir í jörðu og virkjunarréttur fallvatna verði áffam þjóðareign. Hið fyrra er tilbúið og til af- greiðslu í ríkisstjórn; hið seinna enn í vinnslu.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.